Tíminn - 06.09.1989, Side 5

Tíminn - 06.09.1989, Side 5
Miðvikudagur 6. september 1989 Tíminn 5 Fiskvinnslan hf. á Seyðisfiröi lýst gjaldþrota: Gjaldþrotið óþekkt stærð Bæjarfógetinn á Seyðisfirði, Lárus Bjarnason samþykkti klukkan 11 í gærmorgun ósk forsvarsmanna Fiskvinnslunn- ar hf. á Seyðisfirði um að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. í framhaldi var Árni Halldórsson hæsta réttarlögmaður á Egilsstöðum skipaður bústjóri. Bæjarfóg- eti vann í gær við gerð eignaskár í þrotabúinu. Ekki er ljóst hversu stórt gjald- þrotið er og verður það ekki ljóst fyrr en öllum kröfum hefur verið lýst í búið. Ekki er búið að taka ákvörðun um áframhaldandi starf- semi í húsinu, en ákvörðun þess efnis þarf að taka fljótlega að sögn Lárusar Bjarnasonar bæjarfógeta. Að sögn Adolfs Guðmundsson- ar framkvæmdastjóra Fiskvinnsl- unnar hf. má rekja ástæður gjald- þrotsins til slæmra rekstrarskilyrða og uppsafnaðs vanda allt frá árinu 1983 til 1984, sem farið hefði stig vaxandi. Þar kæmi stefna stjórn- valda inní, að halda frystingunni fyrir neðan eða í kring um núllið. Hann sagði að minnkandi kvóti hefði haft sín áhrif. „Þá er ég ekki að gagnrýna kvótakerfið sem slíkt, því þar sitja allir við sama borð. Við höfum orðið fyrir skerðingu hér eins og aðrir, sem minnkar tekjumöguleika,“ sagði Adolf. Að- spurður sagði hann að kaup fyrir- tækisins á Norðursíld á síðasta vetri hafi ekki verið orsök þess að svona fór. Nettó skuldir fyrirtækisins voru 310 milljónir þegar farið var frani á gjaldþrotaskiptin að sögn Adolfs. Sagði hann að á móti þeim kæmu síðan fasteignir og lausafé, en brunabótamat fasteigna er 528 milljónir. í nóvember sl. sótti fyrirtækið um til Atvinnutryggingasjóðs en fékk þar synjun. Þá var sótt um til Hlutafjársjóðs. Fyrirtækið var eitt af 30 fyrirtækjum sem tekin voru til skoðunar hjá sjóðnum og síðan komist í 13 fyrirtækja hóp, sem var tekinn til nánari athugunar. „Við höfum átt viðræður við Hlutafjár- sjóð, en þeir settu fram skilyrði sem var óaðgengilegt,“ sagði Adolf. Hugmyndin var að sameina Fiskvinnsluna hf., Norðursíldina, sem er í 100% eigu Fiskvinnslunn- ar hf. og Gullberg hf. sem er í eigu aðila sem allir voru eigendur í hinu gjaldþrota fyrirtæki. Aðspurður hvers vegna þeir gátu ekki fallist á að sameina fyrirtækin, sagði hann að það hefði þýtt breytt eignarhald á skipinu og fyrirtækinu sem slíku, sem menn hefðu ekki kært sig um. Helgi Bergs formaður stjórnar sjóðsins sagði í samtali við Tímann að Hlutafjársjóður hefði talið það nauðsynlegt að Fiskvinnslan hf. tryggði sér hráefni. „Það eru gerðir út á Seyðisfirði tveir togarar, annar þeirra hefur lagt upp hjá frystihús- inu, en er ekki eign þess. Við töldum að það væri nauðsynlegt að tryggja að annar togarinn í það minnsta legði upp hjá frystihúsinu og stungum upp á því að reynt yrði að sameina þessi fyrirtæki. Við áttum viðræður við þá um það, en því var ekki nægjanlega vel tekið af þeim, en samt leit ég þannig á að þeim viðræðum var ekki lokið, þegar þeir fara fram á að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotaskipta," sagði Helgi. Hann sagði að stjórn- inni væri skylt að sjá svo um að þau fyrirtæki sem sjóðurinn tekur þátt í, hafi. rekstrarmöguleika og því hafi hráefnisöflunin komið fyrst til athugunar. Adolf sagði að skipið hefði lagt upp að mestu hjá húsinu þau sex ár síðan skipið kom til Seyðisfjarðar, því hefði ekkert staðið á því að aflinn kæmi inn. Aðspurður hvort forsvarsmenn Fiskvinnslunnar hf. hefðu rætt það að leigja reksturinn af þrotabúinu, sagði Adolf svo ekki vera, en rætt hefði verið um hvernig koma mætti rekstrinum strax í gagnið, en málið væri alfarið í höndum skiptaráð- anda og bústjóra. Um 120 manns hafa starfað hjá fyrirtækinu. „Það er ekkert fyrir þetta fólk að gera, bræðslan er ekki farin í gang, ég vona að reksturinn komist sem fyrst í gang,“ sagði Adolf. Atvinnumálanefnd Seyðisfjarð- ar hélt fund vegna þess ástands sem komið er upp á staðnum og í ályktun sem samjDykkt var segir að gjaldþrotið sé mikið áfall fyrir atvinnulífið og á annað hundrað manns hafi við það misst atvinnu sína. Möguleikar til að landa fiski í kaupstaðnum séu ekki lengur fyrir hendi og það ástand sem skapast hafi ógni nú mjög afkomu bæði einstaklinga og fyrirtækja í bænum. -ABÓ Tilraunaveiðar í Dyrhólaós lofagóðu varðandi hafbeit, en óvelkomnir gestir komu í netin: Nær kynþroska regnbogahrygn- ur komu í net Tveir regnbogasilungar, fjögurra og fimm punda hrygnur, veiddust nýveriö í net í Dyrhólaós. Það voru starfsmenn Veiðimálastofn- unar sem veiddu regnbogasil- ungana við tilraunaveiðar í ósnum. Báðar voru hrygn- urnar við það að ná kyn- þroska. Þær komu báðar í sama netið þann 30. ágúst. Magnús Jóhannsson deildarstjóri Suðurlandsdeildar Veiðimálastofn- unar sagði í samtali við Tímann í gæt að vissulega væri óæskilegt að regn- bogasilungur næði að skipa sér sess í vistkerfi hér við land. Hann sagði að ekki hefði enn tekist að færa sönnur á að náttúrulegt klak regn- bogasilungs hefði tekist hér á landi og bentu allar líkur til þess að fiskarnir umræddu hefðu sloppið úr sjókví. Magnús hefur nokkrar áhyggjur af útbreiðslu regnbogasilungs. Ástæðuna sagði hann vera að fisk- arnir gætu allt eins borið með sér smit þó þeir virtust ekki sjálfir vera sýktir. Hann sagði að ástæða væri til að vera á varðbergi. Ekki hefur áður veiðst regnboga- silungur svo austarlega við Suður- strönd fslands. Magnús tók það fram í samtali við Tímann að ólíklegt væri að regnbogasilungur myndi ná að klekja út seiðum við íslenskar að- stæður. „Hann hrygnir á vorin og okkar veðrátta gerir það að verkum að ólíklegt er að klak heppnist. Hinsvegar er Suðurland það lands- svæði sem líklegast er að klak gæti tekist á.“ sagði Magnús. Þá ber að geta þess að regnboga- silungurinn er hitakærari en aðrir fiskar í íslenskum ám, og er því viðbúið að hann eigi erfiðara upp- dráttar fyrir vikið. Dyrhólaós lofar gódu Fyrrnefndar tilraunaveiðar í Dyr- hólaós eru framkvæmdar af Veiði- málastofnun fyrir Dyrhólalax hf, sem í vor sleppti miklu magni af seiðum í ósnum. Sleppt var tíu þúsund laxaseiðum um 40 grömm hvert, fimm þúsund sjóbirtingsseið- um af svipaðri stærð og sama magni af bleikju seiðum. Einnig er Dyr- hólalax með 2.200 bleikjuseiði í eldiskví í ósnum. Miðað við fyrstu niðurstöður Veiðimálastofnunar lof- ar Dyrhólaós góðu sem hafbeitar- svæði í framtíðinni. Dyrhólalax mun sleppa svipuðu magni af seiðum næstu tvö ár og í Ijósi þeirrar reynslu sem fæst verður tekin ákvörðun um framhald sleppinga. Einhver vand- kvæði eru varðandi uppsetningu á gildru í ósnum, þar sem um gríðar- legt vatnsmagn er að ræða. Magnús Jóhannsson telur þó að sá vandi sé yfirstíganlegur. Sjóbirtingsseiði þau sem veiddust í tilraunaveiðinni höfðu náð allt að 300 gramma þyngd, sem verður að teljast mjög viðunandi, en þau voru á bilinu 40 til 50 grömm í vor þegar þeim var sleppt. Stærstu eigendur Dyrhólalaxs eru; Björgun hf., Byggðastofnun, Veiði- félag Dyrhólaós og Eldisstöðin í Vík. -ES Ererlentfjármagn í íslenskumsjávarútvegi? SÍík boð eru fyrir hendi „Það hefur verið einhver áhugi meðai erlendra fisk- kaupenda á að koma inn í íslenskan sjávarútveg og enn Ijósara að íslenskir aðilar hafa haft áhuga á að leita fyrir sér hvort erlendir aðilar hafi áhuga,“ sagði viðmæl- andi Tímans, sem starfar inn- an íslensks sjávarútvegs. Þá sagði hann að íslenskir og erlendir fiskkaupendur úti í Hull og Grimsby hafi verið að bjóða fé til að fjármagna skipakaup, gegn því skil- yrði að fá fiskinn á markað til sín. Ekki er vitað til þess að fjármögnun með þessum hætti hafi átt sér stað. „Það hefur aldrei komist svo langt,“ sagði Baldur Gíslason hjá Gíslason og Marr í Hull í samtali við Tímann, aðspurður hvort þeir hefðu boðið mönnum lán eða aðra fyrir- greiðslu, eða jafnvel að kaupa hlut í skipum, með því skilyrði að siglt yrði með aflann til þeirra. Pétur Bjömsson hjá ísberg í Hull þvertók einnig fyrir að hans fyrirtæki væri aðili að íslensku útgerðarfyrirtæki. „Er það ekki bara af hinu góða fyrir sveltandi krákur heima á íslandi að ,fá fjármagn erlendis frá, hvort sem það kemur frá einhverjum hér í Englandi, eða öðrum,“ sagði Baldur. Hann sagðist hafa heyrt því fleygt frá æði mörgum á svæðinu og frá Islandi einnig, að slík boð ættu sér stað. Baldur sagði að óskir hefðu komið til þeirra frá íslenskum aðil- um um að afla lána hjá bankastofn- unum, en enn sem komið væri hefðu þeir ekki orðið við þeim beiðnum. Kristján Ragnarsson fram- kvæmdastjóri LÍÚ sagðist ekki kannast við neitt fyrirtæki í sjávarút- vegi fyrir utan íslenskan gæðafisk, þar sem erlendir aðilar ættu hlut að máli. Eitthvað væri hins vegar um að erléndir umboðsaðilar veittu mönn- um í útgerð smálán. Þeir væru hins vegar ekki kaupendur að fiski. „Það sem menn hafa verið hræddir við er að erlendir fiskkaupmenn hafi kom- ið einhverjum böndum á okkar menn með slíkum hætti, en það höfum við ekki orðið varir við,“ sagði Kristján. -ABÓ SDl fej pBb u ln ■ý'W 1 m ; m mm \ m ' Is Framkvæmdastjórn Landssambands framsóknarkvenna. Frá vinstri: Ragnheiður Ásta Jóhannesdóttir, Elín R. Líndal, Þrúður Helgadóttir, Vigdís Sveinbjömsdóttir, Unnur Stefánsdóttir, Inga Þyrí Kjartansdóttir, Magdalena Sigurðardóttir, Helga Helgadóttir, Sigrún Sturludóttir og Guðrón Jóhannsdóttir. Landssamband framsóknarkvenna: Tvö þrep á virðisaukann Fundur framkvæmdastjórnar Landssambands framsóknarkvenna sem haldinn var 30. ágúst s.l., var tekið undir þær hugmyndir sem nú eru viðraðar í ríkisstjórninni þess efnis að tvö skattstig verði á virðis- aukaskattinum sem taka á gildi um næstu áramót. Telur stjórnin það samræmast þeirri stefnu sem L.F.K. átti frumkvæðið af og samþykkt var á Alþingi í Vor, þ.e. að næringarríkar matvörur séu á lægra verði en aðrar vörur. Á framkvæmdarstjórnarfundin- um var m.a. rætt um 4. landsþing Landssambands framsóknarkvenna, er haldið verður að Hvanneyri í Borgarfirði dagana 8-10 sept. næst komandi. Þar verður meðal annars fjallað um atvinnumál framtíðarinn- ar, umhverfis og samgöngumál, auk þess sem kynning verður á stöðu Islands gagnvart Efnahagsbandalag- inu. Fyrirlesarar verða í hverjum málaflokki og pallborðsumræður á eftir. Gestir á þiginu verða frá Dan- mörku og Noregi auk innlendra gesta. - ÁG

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.