Tíminn - 06.09.1989, Page 16

Tíminn - 06.09.1989, Page 16
 AUGLYSINGASIMAR: 1 0 0 0 09 <0 686300 | en= : "_t '--r r—rr-—a? L "Ötyf0- W V SAMVINNUBANK! ISLANDS HF. ÁTTHAGAFÉLÖG, FYRIRTÆKI OG EINSTAKLINGAR ^o>0ILAsrO(j ÞRðSTUR 685060 VANIR MENN RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Halnarhúsinu v/Tryggvagölu, S 28822 GltoBllogur uulur til leigu fyrir Bamkvaemi og fundarhöid 6 daginn sem á kvöldin. MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER1989 Frystihús í Eyjum nú fyrst að komast í gang frá því um þjóðhátíð: HEILT BÆJARFELAGI SUMARLEYFI í ÁGÚST Segja má að Vestmannaeyjar séu fyrst þessa dagana að „fara í gang“ á ný eftir að Eyjarskeggjar hafa allflestir verið í sumarleyfum frá því fyrir þjóðhátíð. Frystihús voru öll lokuð og fá ef nokkur skip á sjó (fiskurinn því líka fengið frí). Og þar sem stór hluti Eyjarskeggja fór “úr landi“ var dauft yfir verslun og þjónustu svo stór hluti starfsmanna þar fór einnig í frí á sama tíma. Hjá Herjólfi var ágúst metmánuður með flutning á 10.000 manns og 2.200 bílum. „Bærinn var alveg steindauður á þessum tíma, sást oft ekki nokkur maður á ferli“, var lýsingin hjá einum þeirra fáu sem heima voru. „Já það er rétt að segja má að öll starfsemi hér hafi verið í algeru lágmarki í 3-4 vikur í ágúst og að bæjarlífið leggist í dróma að manni fannst á þessu tímabili. Það er fyrst núna að fólk er farið að tínast til baka í einhverjum mæli. Viðbrögð- in í vinnunni í frystihúsunum virð- ast svona heldur betri - fleira fólk mætt - heldur en jafnvel um sama leyti undanfarin tvö ár“, sagði Arnar Sigurmundsson hjá Sam- frosti í Vestmannaeyjum. „Það var svo til engin fiskvinnsla hérna í mánuðinum fyrr en eftir 28. ágúst. Húsin voru öll lokuð vegna sumarleyfa, en kannski smávegis verið að vinna í saltfiski. Á sama tíma voru flest skipin í skveringu og því lítið verið að veiða. Skýringin á því liggur auð- vitað í skertum kvóta. Það er meira gengið á kvótann núna held- ur en oft áður og þá vildu menn líka leggja skipunum að einhverju leyti á meðan“, sagði Arnar. Hann telur sömuleiðis hafa verið meira um þetta fyrirkomulag en oft áður annarsstaðar á landinu, þ.e. að fiskvinnsluhúsum væri lok- að og skipum lagt. Hann sagði fólk nú orðið vita alveg frá því á vorin að svona lokun standi til, sem gerði það að verkum að sumarleyfi færist almennt á þennan tíma. Er starfsfólk þá almennt ánægt Fámennt hefur verið í Eyjum í ágústmánuði. Tímamynd: H.H. með þetta fyrirkomulag? „Ég vil orða það svo að fólk sé farið að sætta sig mikið betur við þetta heldur en oft áður. Þá var þetta oft umdeilanlegra, ekki síst út af vinnu skólakrakkanna yfir sumartímann, Það má segja að þau hafi misst af vinnu á þessum tíma, en vitanlega þurfa þau líka sitt frí eins og aðrir. Þau unnu því bara þeim mun meira fram að þjóðhá- tíð“. Þeir sem fara brott úr bænum fara annað tveggja í vikunni fyrir þjóðhátíð, sem í Eyjum kallast „að flýja þjóðhátíðina", eða strax að henni lokinni. Varla hefur það dregið úr ferðalögum manna að þessu sinni, að tæpast var hægt að segja að sæi út úr augum í Vest- mannaeyjum vegna þoku og vot- viðra í júlímánuði. Arnar sagði þetta að sjálfsögðu koma niður í samdrætti í verslun og þjónustu. Þjóðhátíðin sé þeirra^ önnur „jól“ og síðan fari fólk úr| 'þessum stéttum gjarnan í frí í ágúst. eins og aðrir bæjarbúar. „Við fluttum hátt í 10.000 far- þega í ágúst, þó svo að þjóðhátíð- argestir hafi verið miklu færri (um 2 þús. með Herjólfi) heldur en venjulega. Og þar til viðbótar voru yfir 2.200 bílar. Þetta var met ágústmánuður hjá okkur“, sagði Magnús Jónasson forstjóri Herjólfs. Eðlilega er mikið að gera hjá slíku fyrirtæki þegar allir aðrir fara í frí. Eftir tiltölulega fáa ferðamenn í júlí sagði Magnús þeim hafa fjölgað stórlega í ágúst. Óhemju mikið hafi t.d. verið um bakpokafólk í Eyjum í ágúst og allt fram á þennan dag. í Herjólfi eru heimamenn og -bílar vitanlega ekki taldir sérstak- lega. En til nokkurs samanburðar má benda á að farþegaflutningar Herjólfs í ágúst eru meira en tvöfaldur fjöldi bæjarbúa og fluttir. bílar talsvert fleiri en allir skráðir bílar í Eyjum. - HEI Aðalfundur Stéttarsambands bænda markar þá stefnu að virðisaukaskattur verði 8% á búvörur: Hvatttillækkunará landbúnaðarvörum Starfsskilyrði landbúnaðar, byggða- og atvinnumál, umhverfísmál og undirbúningur undir nýjan búvörusamning voru helstu umræðu- efni á ný afstöðnum aðalfundi Stéttarsambands bænda sem var haldinn að Hvanneyri í Borgarfírði. Fundinn sátu 64 kjörnir fulltrúar en auk þess sóttu hann fjöldi gesta. Fundurinn hvatti til þess að reynt yrði með öllum ráðum að lækka verð á landbúnaðarvörum. Mörkuð var sú stefna að væntanlegur virðisauka- skattur verði ekki hærri en 8% á landbúnaðarvörur. Fundurinn taldi óviðunandi að hafa eitt þrep í virðis- aukaskattinum og að það yrði síðan undir duttlungum ríkisstjórna hvort hluti skattsins á búvörur verði endur- greiddur. L*ýst var yfir stuðning við þá skoðun að niðurgreiðslur gangi beint til bænda enda ieiði nákvæm skoðun það í ljós að slíkt sé til hagsbóta fyrir alla aðila. Mikilvægt var talið að rannsókna og leiðbein- ingaþjónusta bænda verði beint í auknum mæli í þá átt að hún stuðli að lækkun búvöruverðs. Hvatt var til þess að mörkuð yrði ákveðin og markviss byggða- og búsetustefna til lengri tíma. Lagt var til að ríkissjóður legði fram sérstakt fjármagn sem verði varið til þess að fjölga atvinnutækifærum fyrir konur í strjálbýli. Umhverfismál voru fyrirferðar- mikil á fundinum. Varað var við afleiðingum þess að taka yfirstjórn landgræðslu og gróðurverndar úr höndum landbúnaðarráðuneytisins. Talið var farsælast að þeir sem nýta , auðlindirnar og geta haft áhrif á umhverfið gæti þeirra einnig. Hvatt var til þess að leitað yrði allra leiða til þess að stemma stigu við lausa- göngu búfjár með vegum landsins. Undirstrikað var að landbúnaður yrði áfram stundaður í sátt náttúr- una. Þetta tekur m.a. til gróður- verndar, dýraverndar, mengunar- varna, varðveislu ákveðinna lands- svæða, sambýli umferðar og búfjár og fleira. Engar ákvarðanir voru teknar um væntanlegan búvörusamning enda er málið á því stigi að bændur geta ekki markað skýra stefnu í því. Þó var lögð áhersla á að við samnings- gerðina verði reynt að tryggja hags- muni framleiðenda bæði hvað varðar fjárhagslega afkomu og stöðugleika í framleiðsluaðstæðurri og markaðs- málum. -EÓ ÁG. Tímamynd Pélur Hættuleg hindrun Það er vissara að vera frekar á bremsunni en bensíngjöfinni þegar ekið er niður Reykjabrautina. A neðri hluta hennar eru tvær krapp- ar hraðahindranir og eins og sjá má hafa ökumenn rífíð stykki úr mal- bikinu, og án efa skemmt bíla sína í mörgum tilvikum, þegar faríð hefur verið of geyst á seinni hind- runina. Báðar eru hindranirnar háar, en sú seinni sýnu verri og gæti það blekkt ökumenn sem vænta þess að fara megi á sama hraða yfír þær báðar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.