Tíminn - 08.09.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.09.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminm Föstudagur 8. september 1989 Ttminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og _____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Kristinn Finnbogason Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Aöstoðarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: Steingrímur G íslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: > Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð (lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Umræðurnar út af sölu á Samvinubankanum að undanförnu hafa tekið á sig undarlegar myndir. Einn bankaráðsmanna Landsbank- ans, Lúðvík Jósepsson, hefur fundið þessari sölu flest til foráttu og hefur það þótt lítt skiljanleg afstaða. Það verður ekki fyrr en á sunnudag, sem bankaráð Landsbankans kem- ur saman til að ákvarða kaupin fyrir sitt leyti. Fram að þessu hefur bankaráðið fylgst með þróun mála þegar það hefur setið á fundum, sem og eðlilegt er. Síðast voru kaupin rædd á óformlegum fundi bankaráðs á fimmtudaginn í síðustu viku, en þá var Lúðvík víðs fjarri og annar bankaráðsmaður til. Lúðvík hefur tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum fram á bankaráðsfundi á sunnu- dag, verði hann á annað borð í bænum, og þarf því ekki að heyja einhverja óskiljanlega bar- áttu í fjölmiðlum út af kaupum Landsbankans á Samvinnubankanum. En það fer eflaust minna fyrir fréttum af Lúðvík á þeim fundi. Annars verður þetta upphlaup Lúðvíks ekki skilið með neinu móti. Hann er fulltrúi Alþýðubandalagsins, sem telur sig hafa hags- muna að gæta í Kron og lætur sem því sé annt um vöxt og viðgang Samvinnuhreyfingarinnar. Þegar svo Sambandið þarf að selja hlut sinn í bankanum vegna langvarandi erfiðleika, þá er helst á Lúðvík að skilja að hann sé óánægður af því Samvinnubankinn fór ekki á útsölu- verði. Öðru máli gegnir með bankamálaráðherr- ann. Skiljanlegt er að honum finnist nærri sér höggvið með þessari sameiningu banka. Hann hefur að vísu verið hlynntur sameiningu, en því aðeins að bankar séu seldir á útsöluverði. Þannig stóð hann að sölu á Útvegsbankanum langt undir raunvirði. Salan á Útvegsbankanum þýðir ekki að með henni sé fundið eitthvert viðmiðunarverð handa Lúðvík Jósepssyni. Sannvirði fyrir banka hlýtur að mótast af öðru. Þess vegna mún verðið fyrir Samvinnubankann hafa verið ákvarðað á milli viðskiptaaðila út frá allt öðrum forsendum en verðið fyrir Útvegsbank- ann, og er vonandi að báðir aðilar séu ánægðir með þau málalok. Samvinnumenn horfa ekki með glöðu geði á eftir Samvinnubankanum í hendur annarra. En með sölu hlutabréfanna fannst lausn á bráðum vanda Sambandsins, en sá vandi þýddi náttúrlega ekki, að Samvinnubankinn væri á útsöluverði, eins og fullrúar A-flokkanna í bankaráði og ríkisstjórn virðast hafa ætlast til. l I IIIIIIIIHIIIllllllllll GARRI .. ■:::r:i!!IHHHHHHIiiiilii' ..IHHHII.. ..... . ..I..... „Hvað um þá þessa?“ Það er samdráttur í efnahagslífi þjóðarinnar. Varla sá dagur líður að ekki fréttist um nýtt gjaldþrot atvinnufyrirtækja, sem mörg leita opinberrar aðstoðar. Þar með sprettur upp gamalkunnug um- ræða um vel eða illa rekin fyrir- tæki, og við segjum sem svo að auðvitað sé best að lofa þeim illa reknu að fara „á hausinn“ en greiða götu hinna sem eru vel rekin. En fyrirtækin í fjárþrönginni (hvort sem þau hafa nú verið vel eða illa rekin) hafa tromp í bak- hendinni, sem þau geta slengt á borðið, þegar allt annað þrýtur. Þau benda oft á fjölmennt starfslið og spyrja - og vissulega með réttu: „Hvað um þá þessa?“ Starfsfólkið er oft góðir og gegnir þegnar síns fyrirtækis og leggur því lið eftir mætti - efnir kannske til fjölda- funda við þinghúsið, eða sendir harðorðar ályktanir. Það á enda flest ekki svo lítið í húfi, þar sem atvinna þess er annars vegar. Og stjórnvöldum vefst tunga um tönn gagnvart slíkum rökum, og það er byrjað að kanna málin og róta í ótölulegum sjóðum kerfisins, skattatekjum hérna og þarna og útvega himinhá lán eftir krákustig- um, sem ekki nema englum og útvöldum er geflð að þekkja. Og oftar en ekki flnnst einhver úr- lausn, að minnsta kosti nógu góð til þess að slá illu á frest. En um þessar mundir er því líkast sem ekki sé fyrr búið að sníða einn haus af drekanum en honum vaxa tveir í staðinn - eða þó heldur níu, eins og þegar það eru heilu byggðirnar sem farnar eru að riða til falls. Ekki skyldi þó ræða af léttúð um þessa viðleitni hins opinbera, því hvað sem öðru líður er þó verið að leitast við að bægja frá vofu at- vinnuleysisins, en atvinna handa öllum er því ver ekki sjálfgefln gæði nú um stundir. í öllum grannlöndum okkar er atvinnuleysi afskaplegt og skiptir milljónum meðal margra þjóða, enda viðurkennt hagstjórnartæki, svo sem í Bretlandi. Við íslending- ar verðum þess vegna að horfast í augu við þau óþægilegu sannindi að næg atvinna, eins og hér hefur verið, er undantekning frá regl- unni, sé horft til annarra landa. Fyrir svo sem tveimur áratugum varð íslenskur langförull var við sitthvað nýstárlegt í lífi og háttum annarra þjóða, kæmi hann á er- lenda grund. Nú er aftur á móti svo komið að sáralítið er að finna í þjóðlífi landa, sem við oftast heim- sækjum, sem við þekkjum ekki fullvel héðan að heiman. Á sama hátt gætir efnahagslegra hræringa erlcndis sífellt meir hér á Fróni: við færumst smátt og smátt nær því að verða útangi af einni viðskiptalegri og fjármálalegri heild. Þannig er rík ástæða til að óttast að atvinnu- leysið kunni einn daginn að bætast við sem sá pennadráttur er full- komnar líkinguna með öðrum, m'egi svo að orði komast. Sem betur fer er þó ekki svo komið enn, og vonandi verður þess langt að bíða, og auðvitað óskum við að þetta verði aldrei. Nógu slæm eru þau áhrif sem hin sífellda og lýjandi umræða um fjárþröng fyrirtækja, atvinnugreina og byggða hefur á almenning á þessari fjölmiðlaöld. Þótt þetta snerti ein- staklingana flesta hverja ekki per- sónulega, eru slfk tíðindi fjarri því að vera uppörvandi. Þess heldur sem mjög margir eiga fullt í fangi með sín eigin fjármál og verða að gæta samhaldssemi og aðgæslu í neyslu allri. Enginn vafi er á að erfiður fjárhagur margra á sinn þátt í uppgjöf fyrir aðstæðunum, sem þar með eykur ásókn í áfengi og hverskonar lyf og verkar sem vatn á myllu fíkniefnasala. Þetta staðfesti Landlæknisembættið í fyrra með sérstakri aðvörun til stjórnvalda og almennings. Þar kom fram að þótt hverskyns vistun- arstofnanir séu hér meiri að flatar- máli miðað við höfðatölu en annars staðar, bentu áhrif rýrnandi kjara til að sá dagur gæti komið að þær hrykkju ekki til. Þetta er uggvæn- leg spá og leiðir hugann að umræðu um hinn mikla kostnað heilbrigðis- þjónustunnar, sem af þessum sök- um mundi enn fara vaxandi. Þetta er þó sem ekkert að reikna á móti aukningu slíks vanda, sem verða mundi ef til alvöru atvinnu- leysis kæmi. Reynsla annarra þjóða, ekki síst Breta, sýnir að það er æskulýðnum, sem kemur úr skólunum og engir starfsmöguleik- ar bíða, sem helst er hætt. Þess vegna vonum við að hér megi sem lengst vera við stjórnvölinn þau stjórnmálaöfl, sem allra bragða neyta, áður en svo þungbrýnum lækni sem draug atvinnuleysisins er boðið í bæinn að stinga á meinum fjármálalífsins. Garri 11111111111111111111111111 VÍTTOG BREITT íilllllllllllllllllllllllllllllllll Barist við vindmyllur Fjölmiðlar heimsins tóku kipp þegar Bandaríkjaforseti dinglaði eiturpoka framan í þá og sagði að geðslegheitin hafi verið gerð upp- tæk hjá sölumanni rétt hinum meg- in við girðinguna kringum Hvíta húsið. Þar með sagði valdsmaður- inn eiturframleiðendum og sölu- mönnum stríð á hendur í bók- staflegri merkingu. Bush lofaði eða hótaði, nema hvorutveggja sé, að senda banda- rískan herafla með tól sín og tæki fín að herja á eiturlyfjafram- leiðendur og dreifingaraðila í lönd- um suður af hans og guðseigin- landi. Ráðamenn, að minnsta kosti að nafninu til, í eiturframleiðsluríkj- unum hafa látið sér fátt um finnast að fá bandaríska hernaðaraðstoð til að lemja á eigin þegnum, kóka- ínbændum, eiturmöllurum og margfrægum heildsölum sem eru stórtækir útflytjendur eiturefna til velmegunarríkja Norður-Ameríku og Evrópu. Eftir því sem fjölmiðlagaura- gangurinn og heitstrengingar stjórnmálamanna um eiturefnin magnast hækkar verðið á fíkniefn- unum, sölumenn verða ríkari og glæpir aukast þegar fíklar þurfa að auka tekjur sínar til að standa straum af neyslunni. Máttleysi Þegar svo verkast að aðeins dregur úr útflutningi frá Róm- önsku Ameríku á kókaíni, mariju- ana og öðru ágæti sem mikil eftir- spurn er eftir í upplýstum iðnríkj- um Norðurálfu, sækja útflytjendur í Asíu í sig veðrið og eiturstraum- urinn heldur áfram á markaði fíkn- arinnar, sem hvorki er fjár vant né að nokkur sýnilegur árangur sé af máttvana tilraunum til að stemma stigu við viðbjóðnum. Bandaríkjaforseti, aðrir stjórn- málamenn og fjölmiðlaveldi fyrsta heimsins og nú að viðbættu her- veldi USA, er gjörsamlega mátt- laust gegn síaukinni eiturefna- neyslu á heimaslóðum. Þessir aðilar halda nefnilega að það séu eiturefnaframleiðendur og vondir smyglarar sem séu orsök vandans, en neita að skilja að úrkynjun og siðferðilegt niðurbrot fyrsta heimsins er vandamálið sem viðeraðfást. Það erfjandanssama hve marga eiturefnabaróna Bush og hans liði tekst að fá framselda og hve marga kókaínbændur tekst að sprengja í loft upp eða flæma af jörðum sínum, á meðan ríkir Ameríkanar og Evrópuntenn sem allt herma eftir þeim, eru tilbúnir að greiða hundruð milljarða doll- ara eða punda eða franka og marka fyrir eituróþverrann verður ekkert lát á framboðinu. Fíklar og hálfguðir Vandamálið eru eiturlyfjaneyt- endurnir sjálfir. Það eru fíklarnir sem leggja eigur sínar og líf að veði fyrir vímuna sem þarf að snúa sér að og kenna betri siði. Hvernig sem nú á að fara að því. Á sama tíma og eiturlyfjasmygl- arar og salar eru úthrópaðir glæpa- menn og þeim kenndar allar vammir og skammir sem yfir ræfla fyrsta heimsins dynja, eru áköfustu auglýsendur eiturfíknarinnar hafn- ir til skýjanna og gerðir nánast að hálfguðum. Blómabörn, leikaralið og popp- araskríll og diskókóngar og drottn- ingar eru fyrirmyndir, sem ekki hafa farið dult með eiturfíkn sína og hæla sér af fremur en hitt. Að reykja hass er nánast barnameð- færi úrkynjunarinnaren fína fólkið í USA, ekki aðeins það sem sleikir uppi listir svokallaðar, heldur ekki síður viðskiptajöfrar á uppleið, heldur sér við á kókaíni og heróín er dundur þeirra efnuðustu. Eiturfíklarnir í USA, Evrópu, þar með á íslandi eru ekki skítugir og vesældarlegir krakkar, sem ekk- ert eiga og ekkert hafa að selja, nema ef til vill eitur, heldur mis- jafnlega vel stæðir góðborgarar, sem halda við hundruð milljarða veltu í eiturefnabransanum. Án þeirra vesalinga væru engir kókaín- barónar til. Það er sama þótt Bandaríkja- forseti etji öllum herafla sínum á eiturefnaframleiðendur í Róm- önsku Amríku og brenni öllum fjárlögum upp í baráttunni við eitursmyglara, ef ekki er hægt að koma í veg fyrir eftirspurnina og sívaxandi fíkn villuráfandi fyrsta heims þegna, munu eiturbarónar vinna öll stríð. Og svo er ósköp þægilegt að gleyma því að alkóhól er útbreidd- asti og hættulegasti vímugjafinn. Hjá okkur er ríkið hinn eini og sanni fíknibarón og þarf hvorki að smygla né svara til saka. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.