Tíminn - 08.09.1989, Blaðsíða 16

Tíminn - 08.09.1989, Blaðsíða 16
 GLYSINGASIMAR: 680001 —686300 RÍKIS9CIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hatnarhúsinu v/Tryggvagölu, S 28822 k “0^0- SAMVINNUBANKI ISLANDS HF. ÁTTHAGAFÉLÖG, FYRIRTÆKI OG EINSTAKLINGAR GlajBilogur ««Jur tll Iaigu fyrir aamkvnmi ofl fundarhöld á daginn som á kvöldin. 20. SlMl 2333S MiOst jorn li'umsoknai'llokksins kom suniun til liiiulur ú Ilótel I.iiul í Ueyk juM'k í gærkvekli til uó rierta myndiin nýrrur rikisstjórnur meó |>u111<>k11 Borgaruflokks. Nýr stjórnarsúttmúli sem forsætisrúóherru lieliir iimiió aó úsamt (ióriini meóliimmi ríkisstjórnurimiur o$> liilltriium Borj>uru- llokks var ú fimdiimm sumþykktiir meó \ liignæLimli meirihliitu. Imikomu Imrgura í ríkisstjórn <>}> verkel'nutilfærsliir iniiun stjóriiurrúósins í kjiilfur jtess vur einu múl fundarins. Stcingrímur Hermunnsson formuóiir liumsoknuiiTokksius setti iimdiim. i iiikiiiimkI: \rni llj;irn;i - \(* Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra á bekk með Hermanni Jónassyni, Ólafi Thors og Jóni Magnússyni: Myndar stjórn í þriðja sinn Næstkomandi sunnudag mun Steingrímur Hermannsson forsætis- ráöherra mynda sína þriðju ríkis- stjórn. Þar með hefur hann skipað sér á bekk með þremur mönnum sem myndað hafa þrjár ríkisstjórnir eða fleiri á íslandi. Miðstjórn Fram- . sóknarflokksins var kölluð saman til fundar í gærkveldi, til að ræða myndun nýrrar ríkisstjórnar með þátttöku Borgaraflokks. Fundir verða í æðstu valdastofnunum Al- þýðubandalagsins og Alþýðuflokks í dag og á morgun, en ekki er búist við að myndun nýrrar ríkisstjórnar mæti teljandi andstöðu innan núver- andi stjórnaraflokka. Boðaður hefur verið ríkisráðs- fundur klukkan ellefu á sunnudag og þar mun Steingrímur Hermannsson biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Landið verður án stjórnar í tvo klukkutíma, en klukkan eitt mun forsætisráðherra mynda sína þriðju ríkisstjórn, sem samanstendur af Alþýðubandalagi, Alþýðuflokki, Borgaraflokki og Framsóknarflokki. Það hefur ekki gerst í þrjátíu ár, eða síðan 1959, að sami maðurinn hafi leitt þrjár ríkisstjórnir eða fleiri. Ólafur Thors er sá maður sent sem hefur verið í forsvari fyrir flest ráðuneyti í sögu íslenskra stjórn- mála. Hann var fimm sinnum for- sætisráðherra á tímabilinu 1942 til 1959. Hermann Jónasson, faðir Steingríms Hermannssonar núver- andi forsætisráðherra, stofnaði sitt fyrsta ráðuneyti árið 1934 og veitti því forstöðu til ársins 1941. Hann var forsætisráðherra í annað sinn frá 1941 til 1942 og þriðja ráðuneyti Hermanns var skipað 1956 og fékk lausn í árslok 1958. Jón Magnússon var þrisvar forsætisráðherra á tíma- bilinu 1917 til 1926, en hann sat á þingi fyrir íhaldsflokkinn. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra mun því verða fjórði íslendingurinn sem veitir fleiri en tveimur ráðuneytum forstöðu og er þar með kominn í hóp með þeim Hermanni Jónassyni föður sínum, Ólafi Thors og Jóni Magnússyni. , OlB 1 L A s r( % ÞRttSTUR 685060 VANIR IVIENN > Tímiiin FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1989 Yfirvinnukvóti lögreglu, til umræðu hjá Lögreglufélagi Reykjavíkur. Skrifstofu- stjóri dómsmálaráðuneytisins segir: „Þeirra mál eins og er“ Almennur félagsfundur njá Log- reglufélagi Reykjavíkur fór fram í gærkvöldi. Eina umræðuefnið á fundinum var samdráttur í auka- vinnu lögreglumanna í Reykjavík, þar sem gengið hefur mjög á yfir- vinnukvóta embættisins. Þá mun stjórnarfundur verða á mánudag í sama félagi. Að sögn Jóns Péturssonar for- manns Lögreglufélags Reykjavíkur, fyrir fundinn sem halda átti, hefur gengið á yfirvinnukvóta þeirra eins og annarstaðar á landinu, sem drægi úr aukavinnu og leiddi sjálfsagt til minnkandi löggæslu í Reykjavík. „Peir fullyrða við okkur að fullri löggæslu verði haldið á kvöldin og um helgar," sagði Jón. Hann sagði að lögreglumenn væru alltaf uggandi þegar dregið væri úr löggæslu. Að- spurður sagði hann að Lögreglufé- lagið hafi ekki beitt sér enn sem komið er í þessu máli. Hann sagði að það væri víðar um land sent embættin væru búin með kvótann og tiltók þar Patreksfjörð. Lögreglan í Borgarnesi er einnig svo til búin með sinn yfirvinnukvóta. Starfsmannafélag lögreglunnar á staðnum ræddi þessi mál síðdegis í gær, enda mjög alvarlegt þegar borg- ararnir gætu ekki treyst á löggæslu, eins og einn lögregluntannanna komst að orði. Hjá lögreglunni á Akureyri feng- ust hins vegar þær upplýsingar að þar væri hægt að halda uppi fullri löggæslu fram til áramóta, enda hefði embættið haldið sig innan ramma fjárlaga. Hjalti Zóphóníasson skrifstofu- stjóri í dómsmálaráðuneytinu sagði í samtali við Tímann að ráðuneytið ætti erfitt með að aðhafast mikið í þessu máli. Hann sagði að þær upplýsingar lægju fyrir að þetta væru fjárlögin, þau yrðu haldin og engin frávik frá því. „Það var búið að segja lögreglustjóranum frá þessu fyrr á árinu, þannig að það er þeirra mál, eins og er,“ sagði Hjalti. -ABÓ Athugað með rækjuveiðar í Eyjafirði Það veltur að vísu á því að æðstu valdastofnanir stjórnarflokkanna þriggja fallist á samvinnu við borg- araflokksmenn í væntanlegri ríkis- stjórn. Samkvæmt heimildum frá áhrifamönnum innan Framsóknar- flokks, Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags virðist mega ganga að því sem vísu að mikill meirihluti sé fjjrir því innan flokkanna. - AG Athugun á því hvort mögulegt væri að veiða innfjarðarrækju í Eyjafirði fór fram um síðustu helgi á Særúnu frá Árskógsströnd. Tvisvar áður, árin 1983 og 1984 hefur verið athugað með veiðar á rækju í Eyjafirði, en lítið fengist. í þeim túr sem farinn var 3. og 4. þessa mánaðar fengust 35 kíló á togtíma yst í firðinum. Um er að ræða smárækju, 463 stykki í kíló- inu, en á algengum rækjuslóðum þykir gott að fjöldi rækja í kílói séu ámilli 160og250. StefánBrynjólfs- son fiskifræðingur hjá Hafrann- sóknarstofnun var með í förinni á Særúnu. Unnur Skúladóttir fiskifræðing- ur hjá Hafrannsóknarstofnun sagði í samtali við Tímann að ekki yrði lagt út í neinar veiðar á rækju á þessum slóðum, enda lítið að hafa. „Oftast er enginn afli eða nokkur kíló á togtíma og þessi 35 kíló það mesta sem fékkst," sagði Unnur. Ástæða þess að verið var að kanna þennan stað var sú að menn töldu sig hafa orðið vara við meiri rækju nær landi en undanfarið. Fyrirhugað er að rannsóknaskip- ið Dröfn fari í Öxarfjörð í þessum mánuði til að athuga með innfjarð- arrækju. í fyrrahaust fannst þar talsvert af smárækju. Hefðbundnar innfjarðarkannan- ir hefjast 25. september í Arnar- firði, Isafjarðardjúpi, Húnaflóa og Skagafirði. Þær eru farnar til að athuga hvort opna megi svæðið til rækjúveiða. -ABÓ Gullberg með tilboð Forsvarsmenn Gullbergs hf. á Seyðisfirði gengu á fund bústióra þrotabús Fiskvinnslunnar hf. Árna Halldórssonar í gærmorgun og af- hentu honum leigutilboð í hús og tæki þrotabúsins. Bústjóri kynnti helstu kröfuhöfum tilboðið í gær, en ekki er búið að taka afstöðu til tilboðsins. Leigutilboðið felur í sér að 3% af greiðsluverði afurða sem unnar verða fram að áramótum, en til þess tíma nær leigutilboðið, renni sem leigugjald til þrotabúsins. Gullberg hf. vill leigja bæði frysti- hús Fiskvinnslunnar og Norðursíld- ar, síldarplan, skrifstofuhúsnæði, geymslur og tæki, þ.e. það sem þarf til að salta og frysta síld svo og aðrar sjávarafurðir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.