Tíminn - 08.09.1989, Blaðsíða 10

Tíminn - 08.09.1989, Blaðsíða 10
10 Tíminn1 Föstudagur 8. september 1989 llllllllllllllll DAGBÓK lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll „Naked Faith“ nefnist þessi mynd sem er á syningunni „Alþjóðleg nútímalist“ á Kjarvalsstöðum. Kjarvalsstaðir - Síðasta sýningarvika: Alþjóðleg nútímalist, Ljósmyndir Karsh og Sumarsýning Kjarvals Ljósmyndasýning Yosuf Karsh er til- komin vegna áttræðisafmælis hans. Þar eru „portrett“-myndir af frægum einstakl- ingum; listamönnum, vísindamönnum, stjórnmálamönnum og þjóðhöfðingjum. Myndir Karsh er víða að finna í merkustu listasöfnum heims. Það er Ljósmyndara- félag fslandssem gengst fyrirsýningunni. Alþjóðleg nútímalist er í vestursal Kjarvalsstaða. Þar eru sýnd verk eftir nokkra fremstu nýlistamenn heimsins undanfarna tvo áratugi. Sumarsýning Kjarvals. Hin árlega sumarsýning á verkum Kjarvals er að þessu sinni helguð uppstillingum og kyrralífsmyndum meistarans. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega kl. 11:00-18:00 og Veitingabúðin á sama tíma. Feðginin Jón Benediktsson og Margrét Jónsdóttir. „TVEIR Á FERГ „Tveir á ferð“ nefnist sýning þeirra feðgina Margrétar Jónsdóttur og Jóns Benediktssonar. Sýningin verður opnuð laugardaginn 9. sept. í FÍM-salnum, Garðastræti 6 kl. 16:00. Sýningin stendur til þriðjudagsins 26. september. Margrét Jónsdóttir sýnir olíumálverk, en Jón Benediktsson sýnir höggmyndir unnar í eir. Margrét hefur verið starfandi myndlist- armaður í 15 ár og á þessu ári tók hún þátt í eftirfarandi sýningum: Jólasýning-FÍM, Tvíæringur-FÍM á Kjarvalsstöðum, Á Tólfæringi í Menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar og Sumarsýning- FÍM. Jón Benediktsson hefur verið starfandi myndlistarmaður í yfir 40 ár og er einn af þekktari myndhöggvurum þjóðarinnar. Sýningar sem Jón tók þátt í á þessu ári eru: Jólasýning-FÍM og Sumarsýning- FÍM. lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Vilberg Viggósson píanóleikari. Píanótónleikar Vilbergs að Kjarvalsstöðum Sunnudaginn 10. sept. heldur Vilberg Viggósson píanóleikari tónleika að Kjar- valsstöðum kl. 17:00. Vilberg Viggósson er fæddur á ísafirði 1960. Hann hóf barn að aldri nám í Tónlistarskóla ísafjarðar undir hand- leiðslu Ragnars H. Ragnar. Að loknu stúdentsprófi hóf hann nám í Tónlistar- skólanum í Reykjavík, þar sem Halldór Haraldsson varð kennari hans. Vilberg lauk burtfararprófi úr Tónlist- arskólanum í Reykjavík 1982. Veturinn 1983-’84 var hann gestanemandi við Tón- listarskólann í Köln og í einkatímum hjá rússneska píanóleikaranum Pavel Gilil- ov. Haustið 1984 hóf hann nám við Sweelinck Conservatorium í Amsterdam og tók þaðan lokapróf í vor. Kennari hans þar var Willem Brons píanóleikari. Á efnisskrá tónleikanna að Kjarvals- stöðum verða verk eftir Chopin, Beet- hoven, Debussy, Kabalevski, Bartók og Hjálmar H. Ragnarsson. Helgarferð F.í. 8-10.sept.: Landmannalaugar -Eldgjá. Á föstudagskvöld kl 20.00 er ekið í Landmannalaugar. Laugardaginn erfarið í Eldgjá og gengið að fossinum. Sunnu- daginn er farið um nágrenni Landmanna- lauganna, gist (upphituðu sæluhúsi. Nán- ari upplýsingar og farmiðasala á skrifstof- unni. Ferðafélag fslands. Dagsferðir sunnudaginn 10.sepL Kl. 10.30 Harðarsaga-Hólmverja. Ekið um Hvalfjörð og Borgarfjörð um söguslóðir þessara kunnu fsl. sögustaða undir leiðsögn kunnugs fararstjóra. Verð kr. 1.500 gr v/bílinn. Kl 13.00 Meðalfel í Kjós. Meðalfellið ligur miðsvæðis í kjósinni. Tiltölulega lét ganga. Verð kr 1000. gr v/bílinn. í dagsferðir er frít fyrir börn og unglinga 15 ára og yngri. Farið frá Umferðarmiðstöðini að vest- an verðu. Ferðafélag fslands. VERSLUNARSKÓLIISLANDS KVÖLDSKÓLI Endurmenntun Símenntun Viljirðu læra eitthvað nýtt eða bæta við þig hefur Verslunarskóli íslands upp á margt að bjóða í kvöldnámi, bæði innan öldungadeildarinnar og á stuttum námskeiðum. Á haustönn verða kenndar eftirfarandi námsgreinar: Bókfærsla Danska Efna- og eðlisfræði Enska Farseðlaútgáfa Ferðaþjónusta Franska íslenska Rekstrarhagfræði Ritvinnsla Saga Stærðfræði Tölvubókhald Tölvunotkun Tölvufræði Vélritun Verslunarréttur Þýska Öldungadeild skólans býður nám í áföngum sem hægt er að safna saman og mynda eftirtaldin prófstig: Próf af bókhaldsbraut (25 einingar) Próf af ferðamálabraut (35 einingar) Próf af skrifstofubraut (23 einingar) Verslunarpróf (71 eining) ‘Stúdentspróf (140 einingar). Nánari upplýsingar fást á skrifstofu skólans að Ofanleiti 1. Frá saumanámskciði í klúbbnum „Nýtl af nálinni". NÝTT AF NÁLINNI: - Námskeið í fatasaumi og prjóni Námskeiðin eru einkum ætluð félögum í Nýju af nálinni, en áhugafólk getur notað tækifærið og látið skrá sig í klúbb- inn og með því komist á vönduð námskeið og orðið meðlimir í klúbbnum. Félagarfá í hverjum mánuði pakka sem inniheldur „Nýtt af nálinni", en þar eru spjöld með uppskriftum að fatnaði á alla fjölskylduna ásamt aðgcngilegri sníðaörk, auk margs konar annars efnis. Það er útgáfufyrirtækið Vaka-Helgafell sem annast klúbbstarfsemi Nýs af nálinni. Fatasaumsnámskeið verða haldin á eftirtöldum stöðum: Siglufirði: Kennari er Sigrún Jóhannsdóttir, sími:96-71148, Egiisstöðum: Kennari erSigurlaugJónas- dóttir, st'mi: 97-11326, Eiðum: Kennari er Guðný Marinósdóttir, sími: 97-13823, Akureyri:Kennari er Kristín Jónasdóttir, sími 96-22294, Sauðárkróki: Kennari er Friðbjörg Vilhjálmsdóttir, sími: 95- 35352, ísafirði: kennari er Valgerður Jónsdóttir, sími:94-3569, Akranesi: Kennari er Eygló Gunnarsdóttir, sími 93-13055, Selfossi: Kennari er Guðný Ingvarsdóttir, sími: 98-12179, Borgar- nesi: Kennari er Ásdís Helgadóttir, sími: 9371757, Hafnarfirði: Kennari er Snjó- laug Sveinsdóttir, sími: 91-5370, Reykja- vík: Kennari er Edda Guðmundsdóttir, skráning fer fram hjá Vöku-Helgafelli í síma 91-688300. Prjónanámskeið verða haldin á eftir- töldum stöðum: Eiðum: Kennari er Guðný Marinósdóttir, sími: 97-13823, Akureyri: Kennari er Þórunn Oddsteins- dóttir, sími 96-22294, Borgamesi: Kenn- ari er Ásdís Helgadóttir, sími 93-71757, Akranesi: Kennari er Eygló Gunnars- dóttir, st'mi 93- 13055, Reykjavík: Kenn- ari er Ásta Siggadóttir, skráning fer fram hjá Vöku-Helgafelli í síma 91-688300. Vestmannaeyjum: Kennari er Bergþóra Þórhallsdóttir, sími: 98-12179. Upplýsingar um námskeiðin veita við- komandi kennarar á hverjum stað og annast þeir einnig innritun. FREYR15. tbl. 85. árg. Búnaðarblað Ritstjórnargrein blaðsins er að þessu sinni um Bændaskólann á Hvanneyri í tilefni af aldarafmæli skólans. Sömuleiðis er grein um sögu skólans og myndir af skólastjórum hans í 100 ár. Forsíðumynd- in er sömuleiðis af Hvanneyrarstað, og er myndin tekin úr lofti af Jóni Karli Snorra- syni. Viðtal er í blaðinu við núverandi skóla- stjóra bændaskólans, Svein Hallgríms- son, og er rætt um starfið á Hvanneyri. Þá er frásögn af afmælishátíðinni. Grein er eftir Hauk Halldórsson um aðild Stéttarsambands bænda að stjórn búvöruframleiðslunnar. Þá er viðtal, sem Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur átti við theódór Shanin prófessor við Manchesterháskóla sem nefnist: Umbótasinnar í Rússlandi hyggj- ast finna þriðju leiðina. „Jæja, bændur", nefnist grein eftir írisi Randversdóttur á Sellandi í Jökulsárhlíð. Margar fleiri greinar um landbúnað og hagsmunamál bænda eru í blaðinu. tímarítið ÞR0SKAHJÁLP Tímaritið Þroskahjálp 4. tölublað 1989 er komið út. Útgefandi er Landssamtökin Þroskahjálp. í þessu tölublaði segja for- eldrar fjölfatlaðs drengs, sem þarf mikið að dvelja á sjúkrahúsum, frá lífi sínu. Viðtalið ber yfirskriftina „Lífið og dauð- inn togast á“. Meginefni blaðsins að þessu sinni er helgað málþingi þroskaheftra, sem haldið var í Reykholti í Biskupstungum sl. vor. Sagt er frá umræðum málþingsins og birtar ræður sem þátttakendur fluttu. Fjallað er um vinnufund um frahalds- menntun, sem haldinn var hér á landi á vegum NFPU, norrænna samtaka um málefni vangefinna. Einnig er grein í blaðinu eftir Rannveigu Traustadóttur í Bandaríkjunum, sem ber heitið: Kyn- bundin umönnun fatlaðra innan fjölskyld- unnar, en þar er m.a. hvatt til þess, að samtök fatlaðra.og kvennahreyfingin gæti þess að réttindi annars hópsins aukist ekki á kostnað hins. Tímaritið Þroskahjálp kemur út sex sinnum á ári. Það er sent áskrifendum og fæst í lausasölu í bókabúðum, á blaðsölu- stöðum og á skrifstofu samtakanna að Nóatúni 17. Áskriftarsíminn er: 91-29901. Pennavinur í Svíþjóð Borist hefur bréf frá Svíþjóð, þar sem Kicki, 22 ára, með áhuga á tónlist, bókum, íslenska hestinum o. fl. o.fl. biður íslensk ungmenni 22-24 ára að skrifa sér, annaðhvort á ensku eða sænsku. Tekið er fram, að bréfritari þurfi ekki endilega að hafa óstjórnlegan áhuga á hestum, en það er þó betra. Gaman væri að fá mynd með bréfinu, segir Kicki. Utanáskriftin er: Kicki Mikaelsson, Lundarvágen 8A, 90249 Umeá, Sweden Handrítasýning í Ámagarði Handritasýning Stofnunar Árna Magn- ússonar er í Ámagarði við Suðurgötu á þriðjudögum, fímmtudögum og laugar- dögum kl. 14:00-16:00 til 1. september. Frá Félagi eldri borgara Göngu-Hrólfur fer á Þingvöll á morgun, laugardaginn 9. sept., kl. 10:00 frá Nóatúni 17. Fólk hafi með sér nesti. Allir velkomnir. Kvikmyndasýningar MÍR hefjast að nýju Kvikmyndasýningar MlR hefjast að nýju að loknu sumarleyfi í bíósal félags- ins, Vatnsstíg 10, sunnud. 10. september kl. 16:00. Sýningar verða síðan hvern sunnudag á sama tíma og sýndar gamlar og nýjar sovéskar kvikmyndir. Myndin, sem sýnd verður á sunnudag er eftir Nikita Mik- halkov og nefnist „Einn meðal ókunn- ugra, ókunnugur okkar á rneðal", en þetta er fyrsta kvikmynd hins fræga leikstjóra og leikara og gerist á dögum borgarastyrjaldarinnar í Rússlandi. Skýringar með myndinni eru á ensku. Aðgangur að kvikmyndasýningum MfR er ókeypis og öllum heimill meðan hús- rúm Ieyfir. Sýning Gunnars Þorleifssonar í EDEN Gunriar Þorleifsson bókaútgefandi opnaði málverkasýningu í Eden í Hvera- gerði miðvikudaginn 5. september. Á sýningunni eru um 25 myndir málaðar í olíu. Þetta er 10. einkasýning Gunnars. Sýningunni lýkur sunnudagskvöldið 17. september. Heymar- og talmeinastöð á Hðfn Móftaka verður á vegum Heymar- og talmeinastöðvar fslands í Heilsugæslu- stöðinni á Höfn dagana 8.-10. sept. 1989. Þar fer fram greining heymar- og tal- meina og úthlutun heyrnartækja. Sömu daga að lokinni móttöku Heyrn- ar- og talmeinastöðvarinnar verður al- menn lækningamóttaka sérfræðings í háls-, nef- og eyrnalækningum. Tekið er á móti viðtalsbeiðnum í Heilsugæslustöðinni á Höfn. Félag eldri borgara í Kópavogi Munið að spiluð verður félagsvist í Félagsheimili Kópavogs föstudaginn 8. september og hefst kl. 20:00. Allir vel- komnir meðan húsrúm leyfir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.