Tíminn - 08.09.1989, Blaðsíða 13

Tíminn - 08.09.1989, Blaðsíða 13
Föstudagur 8. september 1989 Tíminn 13 lllllllllllllll MINNING lllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllll^ Guðrún Haraldsdóttir frá Tandrastöðum Fædd 10. desember 1906 Dáin 1. september 1989 Guðrún Haraldsdóttir fæddist á Tandrastöðum í Norðfjarðarhreppi 10. desember 1906. Foreldrar henn- ar voru hjónin Mekkín Magnúsdótt- ir frá Tandrastöðum og Haraldur Árnason frá Breiðuvík við Reyðar- fjörð. Þau hjón voru bæði af fátæku bændafólki og bjuggu alla tíð á Tandrastöðum, örreytiskoti innst inni í Norðfirði. Gunna var í miðið sjö systkina. Hin voru Guðný, Árni, Magnús, Bjarney, Sigurður og Sólrún, sem öll eru dáin. Mikil fátækt var á Tandrastöðum. Verktækni var hin sama og verið hafði í íslenskri sveit í þúsund ár og ekki beðið um annað en mat og klæði. Munaður og óhóf var ekki til í lífi þessa fólks. En það átti engu að síður sína gleði og ef til vill líka sína hamingju, þótt ekki væri á slíkt minnst eða um það talað. En Gunna, fóstra okkar, átti til glaðværð og kímni og góðsemi, þótt enginn væri munaðurinn í æsku hennar og upp- vexti. Þau hjónin Haraldur og Mekkín á Tandrastöðum báru sig ávallt vel, þótt þröngt væri í búi, og voru mikið ágætisfólk, bæði vel gefin og greind, starfsöm og dugleg. Þessa eiginleika erfði Gunna. Skólaganga hennar var engin. Engu að síður bjó hún yfir margvíslegri þekkingu og greind ís- lensks alþýðufólks ásamt hógværð og lítillæti. Þegar allt þetta kemur saman í einn stað verður það hug- stæðara en sá hroki sem stundum fylgir því fólki sem þykist hafa af meiru að má, og Gunna var bæði farsæl og hverjum manni minnis- stæð. Árið 1933 kom Gunna á heimili foreldra okkar, Fanneyjar Ingvars- dóttur og Gísla Kristjánssonar, að Bjargi í Norðfirði til að vinna við þá útivinnu sem til féll á stóru útvegs- bændaheimili, við beitningu, salt- fiskþurrkun, þvotta, aðgerð, hey- skap og mjaltir. Þetta var heill heimur út af fyrir sig. Gunna hafði verið á Sveinsstöðum í Hellisfirði frá því hún var unglingur og hafði unnið fyrir mat sínum og klæðum, eins og þá tíðkaðist. Einn vetur var Gunna í Vestmannaeyjum, og minntist hún oft á ferð sína þangað og á dvöl sína þar. Annars fór hún lítið af bæ en vann störf sín af trúmennsku. Hjá foreldrum okkar var Gunna Haralds meira en þrjátíu ár, fyrst á Norðfirði, síðan á Akureyri tíu ár og síðast í Hafnarfirði, og alla tíð var hún eins og ein úr fjölskyldunni. Lengst af vann Gunna innan húss og fóstraði okkur systkinin og hugsaði um allt eins og hún ætti það sjálf. Sama máli gegndi um störf hennar þegar hún var á heimili sumra okkar systkina þar sem hún fóstraði líka börn. Trúmennskan var hennar aðalsmerki alla tíð. Margrét, Kristján, Ingvar, Ásdís, María, Tryggvi. Anna Sölvadóttir Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir vararitari Framsóknarflokksins Carin Starrin varaform. Miðflokks kvenna í Svíþjóð Valgerður Sverrisdóttir alþingismaður Steingrímur Hermannsson form. Framsóknarflokksins Sigurður Geirdal Framkvstj. Framsóknarflokksins Gissur Pétursson formaðurSUF 4. landsþing Landssambands Framsoknarkvenna á Hvanneyri 8.-10. september Sérstakir gestir verða: Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir vararitari Framsóknarflokksins. Carin Starrin varaformaður Miðflokks kvenna í Svíþjóð. Torun Dramdal frá norskum miðflokkskonum. Valgerður Sverrisdóttir alþingismaður. Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins. Sigurður Geirdal framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins. Gissur Pétursson formaður SUF. Munið að skrá ykkur á þingið hjá LFK í síma 91-24480 og á Hvanneyri í síma 93-70000. Stjórn LFK. Hátúni 10 í dag er Anna Sölvadóttir jarð- sungin í Fossvogskirkju. Hún fæddist 14. ágúst 1909 á Litla-Árskógssandi í Eyjafirði. For- eldrar hennar voru hjónin Sölvi Magnússon og Borghildur Gísla- dóttir. Hún var hið sjöunda í aldurs- röð af átta bömum þeirra sem öll náðu fullorðinsaldri. Þau Sölvi og Borghildur voru bæði eyfirsk að uppruna, hann fædd- ur í Ólafsfirði en hún á Upsaströnd. Eftir að þau giftust 1894 voru þau á Litla-Árskógssandi eða nágrenni og þar ólust börn þeirra upp. Þegar Anna hafði náð fullorðins- aldri lá leið hennar til Reykjavíkur. Þar var hún seinni kona Guðjóns verkamanns Gunnlaugssonar. Hann var Suðurnesjamaður að uppruna, fæddur 6. febrúar 1885. Þeim Önnu fæddust 7 börn á árunum 1939-1948. Eitt þeirra misstu þau í bemsku en hin eru enn á lífi. Þessí sambýlisár urðu að ýmsu leyti erfið. Guðjón missti heilsu og varð raunar fyrir slysi sem gerði hann rúmfastan. Hann dó 21. maí 1949. Anna bjó líka við nokkra vanheilsu um skeið. Þessu fylgdi sú dapurlega staðreynd að hún varð að láta böm sín frá sér að mestu leyti og þau ólust upp annarsstaðar. Seinna birti þó yfir og síðustu 20 árin áttu hún sér heimili að Hátúni 10 þar sem börn hennar og barnabörn gátu komið til hennar. Þannig verður nú þjóðfélagið íslenska mörgum öldr- uðum ómetanleg ellistoð og ber vissulega að meta það svo sem vert væri. Börn þeirra Önnu og Guðjóns em þessi: Borghildur húsfrú í Kópavogi; Sólveig húsfrú í Hveragerði; Sigurð- ur verkamaður í Reykjavík; Kol- brún húsfrú í Sandgerði; Ársæll smiður í Neskaupstað og Sigríður Eyrún húsfrú í Grindavík. Seinna eignaðist Anna dóttur, Árnýju Sigríði Benediktsdóttur húsfrú í Kópavogi. Barnabörn Önnu eru 19 og barna- barnabörnin 8. H.Kr. t Eiginmaður minn Finnur Klemensson Hóli, Norðurárdal verður jarðsunginn frá Hvammskirkju föstudaginn 8. september kl. 14.00. Sætaferð frá B.S.Í. kl. 11.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag íslands. Fyrir hönd vandamanna Herdís Guðmundsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og útför Sveins Tryggvasonar Gerður Auður Sveinsdóttir Einar Valur Ingimundarson Valgerður Einarsdóttir Bergþóra Einarsdóttir Þórarinsdóttir Þórarinn E. Sveinsson Inga Einarsdóttir Atli Sveinn Þórarinsson Kjartan Páll Þórarinsson Þórdís Inga Þórarinsdóttir CARRQN ELDHÚSVASKAR úr stáli og hvítu sili qvartz K AUDUNSSON , GRENSASVEGI 8 S, 68 67 75 & 68 60 88 Aðgát og tillitssemi gera umferðina greiðari Féiag framsóknarkvenna í Reykjavík minnir á Landsþing LFK að Hvanneyri dagana 8., 9. og 10. september og hvetur konur til að fjölmenna. Stjórn FFK. ||jjj Reykjavík ||JjJ Létt spjall á laugardegi Hittumst í Nóatúni 21, laugardagsmorgun 9. september kl. 10.30 til skrafs og ráðagerða um vetrarstarfið. Félagar í fulltrúaráðinu og þeir sem eru starfandi í nefndum á vegum fulltrúaráðsins eru sérstaklega hvattir til að mæta. Fulltrúaráðið. Kjördæmisþing Kjördæmisþing framsóknarmanna á Vestfjörðum verður haldið í Félagsheimili Patreksfjarðar þann 15. september n.k. og hefst kl. 17. Dagskrá samkvæmt samþykktum. Nánar auglýst síðar. Stjórn K.F.V. IMI Jón Kristjánsson Halldór Ásgrímsson og Jón Kristjánsson, ræða stjórnmálaviðhorfið og atvinnumál á eftirtöldum stöðum á Austurlandi: Eskifirði í Valhöll, sunnudaginn 17. sept. kl. 20.30. Reyðarfirði f verkalýðshúsinu, mánudaginn 18. sept. kl. 20.30. Seyðisfirði í Herðubreið, þriðjudaginn 19. sept. kl. 20.30. Neskaupstað í Egilsbúð, miðvikudaginn 20. sept. kl. 20.30. Fundirnir eru öllum opnir. Halldór Ásgrímsson Jón Kristjánsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.