Tíminn - 15.09.1989, Qupperneq 3

Tíminn - 15.09.1989, Qupperneq 3
Föstudagur 15. september 1989 Tíminn 3 Tillögur afuróastöðvanefndar um hagræðingu í rekstri innan mjolkuriðnaöarins: Athugasemd frá Lúðvík Jósepssyni Ég ætla ekki að biðja Tímann að birta frá mér skammargrein vegna þrálátra árása blaðsins á mig undan- fama daga. Ég get varla ætlast til þess að Tíminn annist slíkt fyrir mig. En örstutta athugasemd frá mér getur Tíminn birt þar sem ég leiðrétti missagnir. Tíminn krefst þess að ég verði lögsóttur fyrir ummæli mín um kaup Landsbankans á Samvinnubankan- um. Forstjórar Sambandsins kæra mig og segja að ég segi ósatt um skuldir þess við Landsbankann. Það eru ekki mín orð að Sambandið „rambi á gjaldþrotabarmi“. Þar vitn- aði ég í orðrétt ummæli þeirra sem harðast berjast fyrir því að Sam- vinnubankinn verði keyptur á 1600 milljónir króna. Þéssum orðum svar- aði ég þannig, að ef svo væri þá bæri að taka málið upp við ríkisstjóm, en óréttmætt væri að Landsbankinn borgaði brúsann. Aðeins eitt efnisatriði hefi ég sagt, sem varðað getur bankaleynd og trúnað bankaráðsmanna, en það er að skuld Sambandsins við Lands- bankann hafi verið um 2,6 milljarðar króna. Ég hefi sannað á ótvíræðan hátt að þessi skuldarupphæð er rétt og samkvæmt bestu heimildum. Fullyrðingar Sambandsforstjóra um annað em rangar. Þessa skuldarupp- hæð nefndi ég í óhjákvæmilegu sambandi við það að rætt var um að Landsbankinn yfirtæki til viðbótar skuld Sambandsins við Samvinnu- bankann. Ég nefni ennfremur að aðrir bankaráðsmenn og bankastjór- ar hafa oft áður sagt frá heildarskuld aðila við bankann, síðast í Oltsmál- inu. Skuld Sambandsins við Lands- bankann er ekkert leyndarmál og á ekki að vera neitt feimnismál. Upp- lýsingar um skuldina koma fram bæði í reikningum Sambandsins og Landsbankans þannig að auðvelt er að sjá hver hún er. Það er rangt að ég hafi nokkru sinni talað um vanskil Sambandsins og það er rangt að ég hafi talið skuld þess við bankann óeðlilega. Ég hefi aðeins sagt frá réttri skuldartölu. Ég hefi ekkert sagt um Samvinnubank- ann sem getur komið við banka- leynd. Um stöðu hans hef ég enga trúnaðarpappíra. Ég hefi að sjálf- sögðu leyfi eins og aðrir til að ræða um erfiðleika bankans vegna mikilla skulda þungra viðskiptamanna. Það er staðlaust rugl Sambands- manna að ég hafi sagt nokkurt hnjóðsyrði um Samvinnuhreyfing- una, eða Sambandið. Ég hefi aðeins lýst mig mjög andvígan því að kaupa Samvinnubankann á 1600 milljónir króna. Tíminn og Sambandsforstjórar hafa enga táfestu til að ákæra mig fyrir neitt annað en að segja rétt til um skuld þess við Landsbankann. Um annað hefi ég sama rétt og aðrir til að ræða um. Ég hefi því engan trúnað brotið og enga leynd rofið. En sennilega er hægt að víta mig fyrir að segja satt og láta hina sleppa sem sannanlega hafa sagt rangt. 14. september 1989 Lúðvík Jósepsson. Sökudólgar ófundnir „Hvemig ætli þetta sé í Beirút, nóg var þetta,“ sagði Bergljót Guðmundsdóttir sem hér sópar glerbrotum af eldhúsborðinu. Tfmamynd Pfetur Tvær öflugar sprengjur sprangu með um tiu mínútna millibili skömmu fyrir klukkan 12 í fyrra- kvöld, á Oldugötu og Bergþóra- götu. Víðtæk leit var þegar gerð að spellvirkjunum án árangurs og er ekki vitað hverjir voru að verki. Engan mann sakaði, en talsverðar skemmdir urðu á eigum fólks i grennd við þá staði sem sprengj- urnar sprungu. Lögregla, slökkvi- lið og sjúkralið, ásamt sprengju- sérfræðingum Landhelgisgæslunn- ar vora kallaðir á staðinn. Helst er talið að sá, eða þeir sem þama voru að verki hafi verið á bfl og hent sprengjunum út. Ummerki benda til þess að ein 130 gramma dínamíttúba hafi sprungið á hvorum stað. Talið er að kveikiþráður hafi verið látinn sprengja hvellhettu, sem síðan sprengdi dínamítið. Fundist hafa leifar af kveikiþráðum á báðum stöðunum og tekin hafa verið jarð- vegssýni þar sem sprengjurnar sprungu. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur yfirheyrt fjölmarga íbúa húsa í grennd við sprengistað- ina, en enginn mun hafa orðið var við mannaferðir skömmu áður en sprengingarnar urðu. Það var um 10 mínútur í 12 sem seinni sprengjan sprakk fyrir fram- an hús númer 14 við Bergþórugötu. Þrjátíu og níu rúður brotnuðu í sex stigagöngum báðum megin göt- unnar, útihurðir gengu til og skemmdir urðu á tveimur bifreið- um. Á Bergþórugötunni sprakk sprengjan milli bifreiðanna og kastaðist önnur þeirra til og hola myndaðist í malbikinu. Á Öldugöt- unni sprakk sprengjan um tíu mín- útum fyrr, þar brotnuðu níu rúður í einu húsi. Sprengjugnýrinn barst víða um Reykjavík og heyrðu íbúar hvellina tvo, allt frá Seltjarn- amesi og austur að Elliðaám. Bergljót Guðmundsdóttir fóstra, sem býr að Bergþórugötu 14 var að horfa á sjónvarpið inni í stofu þegar sprengjan sprakk. Hún sagðist í samtali við Tímann, skömmu effir að sprengingin varð, hafa hlaupið inn í eldhúsið, litið út um gluggann, sem þá var brotinn og séð þykkan reyk leggja yfir alla götuna. Eftir það hringdi hún til lögreglu en fór síðan aftur að glugganum, og hafði þá fólk úr nærliggjandi húsum þyrpst út á götu til að athuga hvað um væri að vera. „Hvemig ætli þetta sé í Beirút, nóg er þetta,“ sagði Berg- ljót og lýsir það kannski best því sem þama gerðist. Eftir að lögregla og sprengju- sérfræðingar Landhelgisgæslunnar höfðu lokið vettvangsrannsókn og tekið sýni, var fenginn vinnuflokk- ur frá Reykjavíkurborg til að að- stoða fbúa við að byrgja glugga fyrir nóttina og hreinsa til. - ABÓ 473 milljónir til úreld ingar átta mjólkurbúa Skýrsla afurðanefndar varðandl framtíðarskipulag afurða- stöðva í mjólkuriðnaði gerir ráð fyrir að unnt sé að hætta rekstri sjö mjólkurbúa sem nú eru starfandi og að það áttunda bætist við fljótlega. Kostnaður við úreldingu þessara mjólkur- búa er reiknaður um 473 milljónir, en sparnaður vegna hagræðingar í rekstri 211 milljónir á ári. Náist sú hagræðing sem stefnt er að mun rekstrarkostnaður þeirra búa sem fyrir eru lækka um allt að 2 krónur á hvern innveginn lítra af mjólk. Lagt er til að hætt verði rekstri sjö Mjólkurbú Dalamanna, Mjólkurbú mjólkurbúa á næstu þremur ámm. Þau em Mjólkursamlagið í Borgar- nesi, sem talið er dýrast að úrelda eða 239 milljónir kr., mjólkursam- lögin á Patreksfirði, Hvammstanga, Húsavík, Þórshöfn, Neskaupstað og Djúpavogi. Þessu til viðbótar er gert ráð fyrir að rekstri mjólkursamlags- ins á Sauðárkróki verði hætt þegar aukin aðstaða til ostagerðar á Ákur- eyri verður til staðar. Samkvæmt tillögum nefndarinnar munu því eftirtalin bú starfa áfram: Mjólkurbú Flóamanna, Mjólkursamsalan, ísfirðinga, Mjólkurbúið Blönduósi, Mjólkurbú KEA, og mjólkurbúin á Eigilsstöðum, Vopnafirði og Höfn. Lagt er til að stofnuð verði tvö fyrirtæki er annist vinnslu mjólkur og mjólkurvara. Þau verði starfrækt sem hlutafélög og nái annað hluta- félagið yfir Suðurland, Vesturland og Vestfirði, en hitt yfir Norður- og Austurland. Skýrslan var kynnt fyrir hags- munaaðilum í mjólkuriðnaði í gær, en þeir funduðu um málið í húsa- kynnum ríkisins í Borgartúni. Land- NUERLAG! - Fleiri konur í sveitarstjórnir. - Fleiri konur á þing er yfirskrift bæklingsins, Nú er lag! sem Jafn- réttisráð hefur gefið út. í bæklingn- um er fjallað um hlutfall kvenna í sveitarstjórnum og á Alþingi og bent á leiðir sem geta leitt til meiri jöfnuðar. Bent er á aðgerðir sem gripið hefur verið til bæði af ís- lenskum og norrænum stjórnmála- samtökum til að tryggja meiri jöfn- uð kynjanna í trúnaðarstöðum stjórnmálaflokka. Sérstakur kafli fjallar um hvað flokksstjórnir geti gert til að fjölga konum í öruggum sætum á listum og annar kafli fjallar um hvað konurnar sjálfar eða samtök þeirra þar sem þau eru til staðar, geti gert. Á vegum Jafnréttisráðs er nú unnið að viðhorfskönnun hjá kon- um í sveitarstjórnum og eru fyrstu niðurstöður úr þeirri könnun birtar í bæklingnum. SSH búnaðarráðherra segir að á næstu dögum verði væntanlega tekin ákvörðun um áframhaldandi með- ferð skýrslunnar, en höfundar henn- ar hafa lagt til að skipuð verði fimm manna nefnd til að leggja mat á tillögur þær er þar koma fram. Verði mennirnir skipaðir af Samtökum afurðastöðva er hafi þrjá fulltrúa, Framleiðsluráði og landbúnaðar- ráðuneytinu er hafi einn fulltrúa hvor um sig. Þá kemur einnig til greina að mjólkuriðnaðurinn sem slíkur taki tillögumar til meðferðar á eigin vegum. Fulltrúar frá Samtökum afurða- stöðva í mjólkuriðnaði, stjóm Osta- og smjörsölunnar, Mjólkurfræð- ingafélagi íslands, Framkvæmda- nefnd búvömsamninga, Byggðar- stofnun, Stofnlánadeild landbúnað- arins, Fimmmannanefnd og Fram- leiðsluráði landbúnaðarins sátu fundinn í gær og var búist við að hann stæði eitthvað fram eftir nóttu, eða yrði jafnvel fram haldið í fyrra- málið. _ ÁG Lögreglan komin á staðinn til að kanna vegsummerki eftir sprenginguna á Bergþóragötu. 39 rúður brotnuðu og hurðir gengu tfl. Sprengjan sprakk á milli bflanna sem era á myndinni og kastaðist Ijósi bfllinn til. Tfmamynd PJetur Tvær öflugar sprengjur sprengdar viö íbúöarhús í Reykjavík:

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.