Tíminn - 15.09.1989, Page 5

Tíminn - 15.09.1989, Page 5
Föstudagur 15. september 1989 Tíminn 5 SÁA telur nauösynlegt aö fara á vinnustaði til að fræöa fólk um afengismal: OLDRYKKJA A VINNU- STÖDUM HEFUR AUKIST Áfengisneysla á vinnustöðum veldur fyrirtækjum miklum skaða á hverju ári. Margt bendir til þess að drykkja á vinnustöðum hafi aukist með tilkomu bjórsins. SÁÁ býður nú starfsmönnum og forsvarsmönnum fyrirtækja upp á fræðslu um áfengismál. Tímamynd: Pjetur Að sögn Jóhanns Arnar Héðins- sonar ráðgjafa hjá SÁÁ veldur áfengisneysla fyrirtækjum oft mikl- um skaða. Drykkjuskapur starfs- manna veldur fjarvistum frá vinnu, mistökum í starfi, siysum og óhöpp- um svo sem dæmin sanna. Það getur einnig orðið dýrt fyrir fyrirtækin að reka mann úr vinnu sem á við áfengisvandamál að stríða því að fyrirtækið er kannski búið að kosta mikið upp á starfsþjálfun hans. Þetta á t.d. við um flugmenn og fleiri stéttir. Forráðamenn fyrirtækja neyðast þó í mörgum tilfellum tii að taka á málum starfsmanna. Það er þá gert á þann hátt að annað hvort eru menn reknir eða þeim gert skylt að fara í meðferð. SÁÁ hefur tekið upp nýjan þátt í þjónustu sinni, íhlutun á vinnustöð- um, þar sem forsvarsmönnum og starfsmönnum fyrirtækja og stofn- ana er boðið upp á eins konar vinnustaðaþjónustu. Starfsmaður SÁÁ hefur undanfarið haldið fundi með starfsmönnum og forsvars- mönnum fyrirtækja þar sem farið er í gegnum hvenær áfengisneysla verð- ur vandamál, þróun alkóhólisma, áhrif á fjölskyldu og félagsleg tengsl, hvað er til ráða, hvaða meðferðarúr- ræði bjóðast, hvaða árangurs má vænta o.s.frv. f framhaldi af al- mennri fræðslu gefst svo kostur á einkaviðtölum, námskeiðum, fjöl- skyldufræðslu o.fl. Hvernig skyldu forystumenn fyrir- tækja taka þessari nýju þjónustu? „Mér finnst margir þeirra vera dálítið tregir til að viðurkenna vandann. Mörg fyrirtæki hafa þá einföldu reglu að reka starfsmenn sem ekki standa sig í stykkinu. Við ætlum ekkert að reyna að breyta því. Við viljum einfaldlega benda á að það eru til fleiri leiðir. Það er auðvitað mjög slæmt fyrir mann sem á við drykkjuvanda að stn'ða að vera rekinn úr vinnu. Slíkt getur haft þær afleiðingar að viðkomandi missi gersamlega stjórn á drykkju sinni. Það eru þó til dæmi um þveröfug viðbrögð.“ Hefur drykkjuskapur á vinnustöð- um aukist í kjölfar komu bjórsins til landsins? „Ég tel mig geta fullyrt að drykkja á vinnustöðum hafi aukist með til- komu bjórsins. Það er ekki þannig að menn séu út úr drukknir við vinnu. Það er frekar þannig að menn séu mjúkir. Margir fá sér bjór með hádegismatnum eða nota bjór eins og svaladrykk. Við viljum ekki að ástandið verði eins og víða erlendis þar sem fyrirtæki hafa þá stefnu að gera enga samninga og taka engar meiriháttar ákvarðanir eftir hádegi. Þar treysta fyrirtækin ekki starfs- mönnum sínum eftir hádegi vegna þess að þeir eru þá búnir að fá sér sjúss,“ sagði Jóhann Örn að lokum. - EÓ Útvarpshlustun 8. september 1989 LANDID ALLT (9-80 ára) % 25 i---------------------- ------------ 20 - 7 8 9 10 11 12 12.20 13 14 16 16 17 18 19 19.30 20 Timi dags Rás 1 Rós 2 Bylgjan Stjarnan Etf Enim -o- Velt ekkl Taflan hér að ofna sýnir útvarpshlustun fyrir landið allt. Þeir sem hlustuöu ekki á útvarp 8. sept. Landiö allt (9-80 ára) 7 8 9 10 11 12 12.20 13 14 15 16 17 18 19 19.30 20 Tími dags iiiiiliii HlustuSu ekki Þessi tafla sýnir athyglisverðan hlut. 65% þjóðarinnar hlusta ekki á útvarp þegar mesta útvarpshlustun mælist. Útvarpshlustun hefur minnkað um 10% á þrem mánuðum: 65% hlusta ekki á útvarp í hádeginu í niðurstöðum könnunar um út- varpshlustun sem Gallup gerði fyrir Samband íslenskra auglýsingastofa, RÚV og íslenska útvarpsfélagið kemur fram að 70% þeirra sem könnunin náði til kváðust hafa hlust- að á útvarp föstudaginn 8. septem- ber. Það er um 10% fækkun frá því að síðasta könnun var gerð í júní sl. Samdráttur hefur orðið í hlustun á öllum stöðvum, nema Rás 2 sem bætt hefur við sig hlustendum síðan júníkönnunin fór fram. Ef aldurshópurinn 9 til 80 ára er tekinn til athugunar kemur fram að 27% landsmanna kváðust hafa hlust- að á Rás 1 föstudaginn 8. september, miðað við landið allt, 32% sögðust hafa hlustað á Rás 2, 16% á Bylgj- una, 9% á Stjörnuna og 6% á Effemm. Ef hlustun er eingöngu borin saman á því svæði sem stöðv- amar fimm ná til, kemur í ljós að 31% hlustaði á Rás 1, 28% hlustuðu á Rás 2, 21% hlustaði á Bylgjuna, 10% á Stjömuna og 8% á Effemm. Vinsældir útvarpsstöðvanna fara eftir því sem stendur til boða hverju sinni. Rás 2 tekur forystuna strax í morgunsárið með 7% hlustun, á meðan Rás 1 hefur4%, Bylgjan 2%, Stjarnan og Effemm 1%. Frá klukk- an 8.00 til loka kvöldfrétta er hlustun á Rás 2 frá 9% upp í 14% þegar dægurmálaútvarp stendur yfir. Há- degis- og kvöldfréttir eru vinsælasta efni Rásar 1 með 11 til 12% hlustun. 6 til 7% hlustuðu á þátt Valdísar Gunnarsdóttur á Bylgjunni, en aðrir dagskrárliðir fengu minni hlustun. Hlustun á Stjörnuna mældist frá 2 til 4% yfir daginn og 1 til 2% á Effemm. Athyglisvert er að sjá hversu margir hlusta ekki á útvarp. Ef tekið er mið af landinu öllu þá hlusta um 82% landsmanna ekki á útvarp milli 7.00 og 8.00. Fjöldi þeirra sem hlusta ekki á útvarp er minnstur um hádegisbil, þegarfréttatímareru. Þá hlusta 65% landsmanna ekki á út- varp og eftir klukkan 19.30 hlusta 87% landsmanna ekki á útvarp. í niðurstöðum könnunarinnar kemur fram að konur hlusta meira á útvarp en karlar og fleiri konur hlusta á fréttir Ríkisútvarps á báðum stöðvum en karlar. Ef Rás 1 og Rás 2 eru sérstaklega teknar til athugunar kemur í ljós að elsti aldurshópurinn, 65 til 80 ára hlustar mest á Rás 1. Álíka margir á aldrinum 25 til 64 ára hlusta á fréttir Rásar 1 í hádegi. Nær allir dagskrár- liðir á Rás 2 njóta álíka vinsælda meðal mismunandi aldurshópa, nema þeirra sem elstir eru. Hlustun eftir starfsstéttum er einnig mismunandi. Sérfræðingar, atvinnurekendur og stjórnendur hlusta mest á hádegisfréttir Rásar 1 og 2, því næst koma verka-, iðnaðar- , sjómenn og bændur. Sama er með kvöldfréttir sömu stöðva. Þeir sem hlusta yfir höfuð á Bylgjuna eru einkum skrifstofufólk og fólk í þjón- ustu og af þeim sem eru í hlustenda- hópi Stjörnunnar mælist mest hlust- un hjá verka-, iðnaðar-og sjómönn- um og bændum. Þeir sem hafa tekjur á bilinu 50 til 80 þúsund krónur, og 81 þúsund og meira hlusta frekar á hádegisfréttir Rásar 1 og 2 en þeir sem hafa tekjur undir 49 þúsund krónum. Á Rás 2 eru tveir efri tekjuhóparnir iðnari við að hlusta á dagskrána og sömu sögu er að segja af þeim sem hlusta á Bylgjuna. Þeir sem hlusta á Stjöm- una eru í lægsta tekjuhópnum, þ.e. undir 49 þúsund krónum og með tekjur á bilinu 50 til 80 þúsund krónur. Úrtakið var 850 manns á öllu landinu og svömðu 584. - ABÓ Fjðlþjóðleg ferðakaupstefna í Laugardalshöll Laugardalshöll hefur verið breytt úr íþróttahöll í viðskipta- markað. Um 150 kaupsýslumenn alls staðar að úr heiminum em þar saman komnir á ferðakaupstefnu til að gera viðskiptasamninga við íslenska, færeyska og grænlenska ferðamálafrömuði. Kaupstefnan er haldin á vegum ferðamálanefndar Vestnorden. Þetta er í þriðja sinn sem þessi kaupstefna er haldin. Hún var fyrst haldin í Reykjavík árið 1986. Árið 1987 var hún haldin í Nuuk á Grænlandi og í fyrra í Þórshöfn í Færeyjum. Umfang kaupstefnunn- ar hefur stöðugt vaxið og má segja að hún sé búin að vinna sér fastan sess. Fyrir þremur ámm þegar kaupstefnan var haldin hér á landi buðu 30 íslenskir ferðamálafröm- uðir 80 erlendum kaupsýslumönn- um vömr sínar til kaups. Nú verða íslensku seljendurnir 112 en hinir erlendu kaupendur verða um 150. Erlendir ferðamálafrömuðir hafa verið mjög viljugir í að sækja kaupstefnuna og í ár komast færri að en vilja. Þeir koma úr ýmsum heimshornum m.a. frá Ástralíu, Austurríki, Belgíu, Englandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Júgóslavíu, Sviss, Norðurlöndun- um og víðar. Á kaupstefnunni verða væntan- lega gerðir mjög margir samningar milli fyrirtækja að andvirði margra milljóna króna. Flestir þessara samninga hafa verið undirbúnir fyrirfram. Þátttakendur hafa í mörgum tilfellum þegar ákveðið hvenær þeir ætla að hittast niðri í Laugardalshöll. Hinir erlendu kaupsýslumenn fá aðeins tuttugu mínútur til að ganga frá samning- um og ef sá tími dugar ekki verða þeir að hittast annars staðar síðar. Að þessum tuttugu mínútum liðn- um er kaupendum gert skylt að flytja sig yfir til næsta viðskiptaað- ila. Þetta fyrirkomulag er haft til þess að erlendu kaupendurnir geti hitt sem flesta seljendur. En kaup- stefnan stendur aðeins í tvo daga og því er nauðsynlegt fyrir báða aðila að hafa snör handtök. Kaup- stefna þessarar tegundir nefnist Travel Mart og er samdóma álit allra að hún sé mjög hagstæð fyrir bæði seljendur og kaupendur ferða, því að í stað þess að fara um allan heim í leit að viðskiptum geta menn gengið frá þeim á einum stað á skömmum tíma. Með samstarfi landanná þriggja hefur ferðamannaiðnaður í þeim vaxið mikið. Ferðamannaiðnaðurinn á lands- byggðinni hefur einnig notið góðs af kaupstefnunni. Stærstu hótel og flugfélög á landsbyggðinni auk allra ferðamannasamtaka lands- hlutanna eru aðilar að henni. Er- lendu ferðamálafrömuðimir fóm í ferðir um ísland, Grænland og Færeyjar fyrir kaupstefnuna, og eftir hana verður einnig boðið upp á skoðanaferðir um landið. Ferðakaupstefnan stendur til 16. september. Hún er eingöngu ætluð viðskiptaaðilum og er því lokuð almenningi. - EÓ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.