Tíminn - 15.09.1989, Síða 8

Tíminn - 15.09.1989, Síða 8
Viðskipti Samgöngur. Fors.ráðun. 0, 8 Tíminn Föstudagur 15. september 1989 Föstudagur 15. september 1989 Tíminn 9 Hvar vilja landsmenn skera af eða kannskil stækka ,,ríkiskökuna“? RIKISUTGJOLDIN 102 ALFJOLSKYLDU A MANU - eða 154 þús. á mann fyrstu 6 mánuðina Ríkissjóður „eyddi“ hátt í 39 þúsund milljónum króna (milljörðum) fyrstu 6 mánuði þessa árs. Það svarar t.d. til 154 þús. króna á hvert mannsbarn í landinu þetta hálfa ár, eða um 102.000 krónum á mánuði á hverja fjögurra manna fjöl- skyldu að meðaltali. Ýmsum sýnast þetta sennilega vænar upphæðir enda háværar kröfur um niðurskurð síhækkandi ríkisút- gjalda og lækkun skatta. Að vísu er ekki sjaldnar krafist bættrar heilbrigðis- og umönnunarþjónustu (t.d. aldraðra, fatl- aðra og fíkniefnaneytenda), betra skóla- kerfis (t.d. einsetins skóla) meiri framlög til húsnæðismála (fleiri og hærri lána) betra vegakerfis og meiri löggæslu, sem er t.d. til umræðu þessa dagana. Síðast en ekki síst krefjast ríkisstarfsmenn svo hærri launa. „Ríkiskakan1* í ljósi þessa er fróðlegt að skoða skiptingu „ríkiskökunnar“ - þ.e. í hvað ríkið hefur „eytt“ öllum þessum 39 millj- örðum. Skipting ríkisútgjaldanna á ráðu- neyti fyrstu 6 mánuði þessa árs kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Fyrir þá sem vilja auka áðurnefnda þjónustu og um leið skera niður ríkisútgjöldin virðist gott að hafa „Ríkiskökuna“ til hliðsjónar. í ljós kemur að um 80% „ríkiskökunn- ar“ hafa farið til greiðslu fyrir þá þjónustu> sem talin var upp hér að framan (og margir vilja auka) og stjórnun hennar. Góður hluti þessara 80% útgjaldanna eru vitanlega laun, sem a.m.k. ríkisstarfs- menn telja að þurfi að hækka verulega - og svo er raunar líka um nokkuð af þeim 20% afgangi kökunnar sem fara í aðra liði. Um 40% í bætur og lækningar Um 40% allrar „kökunnar“ fór í trygg- ingabætur og heilbrigðiskerfi, þ.e. ef með er talinn sá þriðjungur, u.þ.b., af útgjöldum fjármálaráðuneytisins sem jafnan fer í uppbætur á lífeyri opinberra starfsmanna. Onnur 40% fóru svo í skólakerfið, vegina og aðrar samgöngur, lögregluna og dómskerfið, húsnæðismál og málefni fatlaðra og síðan afborganir og vexti af skuldum, sem er hraðvaxandi útgjaldaliður hjá ríkissjóði eins og fleiri eyðslusömum. „Blórabögglarnir112,9% Þá eru aðeins eftir 20% „kökunnar". Einhverjum kynni að þykja athygli vert að þeir sem hvað oftast og mest eru' Eftir Heiði Helgadóttur ásakaðir fyrir „eyðslu“ og „sóun“: Al- þingi, forsetaembætti og ríkisstjórn (m.a. fyrir veisluhöld og opinberar heimsókn- ir), utanríkisráðuneyti og sendiráð, for- sætisráðuneyti, Byggðastofnun, Þjóð- hagsstofnun og fleiri, hafa samanlagt „eytt“ aðeins 2,9% „kökunnar“ (öll laun í þessum ráðuneytum og stofnunum með- talin). Margir munu líklega sjá möguleika að „skera“ væna sneið af þeim 10,4% sem „eytt“ hefur verið af viðskiptaráðuneyti og landbúnaðarráðuneyti samanlagt. Því þar eru m.a. innifaldar bæði útflutnings- uppbætur og niðurgreiðslur. (Minni nið- urgreiðslur mundu þó þýða hærra verð margra matvara). Þá eru aðeins eftir 6,5% „kökunnar“. Þau tvö ráðuneyti (sjávarútvegs- og iðn- aðar) sem fara t.d. með málefni nær allrar útflutningsframleiðslu þjóðarinnar hafa „eytt“ 3,5% kökunnar. Af þeim 3% „kökunnar“ sem fjármálaráðuneytið „eyddi“ (að frátöldum lífeyrsuppbótum ríkisstarfsmanna sem að framan eru tald- ar með öðrum bótagreiðslum) fór stór hluti í kostnað við að innheimta af okkur hina fjölbreyttu skatta, tolla, og önnur gjöld sem ríkið þarf til allrar þessarar „eyðslu“. Mánadarskattur fjölskyldunnar „Eyðsla“ ríkissjóðs frá janúar til júní- loka var 38.856 milljónir króna. Auðveld- ara er að átta sig á þessari gífurlegu upphæð með því að skipta útgjöldum hvers ráðuneytis þannig að fram komi hver útgjöld ríkissjóður hefur haft að meðaltali á hverja meðalfjölskyldu í landinu (4ra manna) á hverjum mánuði frá janúar til júní: Mánaðarútgjöld á meðalfjölskyldu Kr.fjölsk: Heilbrigði/tryggingar 39.220 Menntamálaráðuneyti 16.720 Fjárl./hags.st. (skuldir) 10.020 Samgönguráðuneyti 6.830 Viðskiptaráðuneyti 5.640 Landbúnaðarráðun. 4.970 Fjármálaráðuneyti 4.600 Dóms/kirkjum.rn. 4.480 Félagsmálaráðun. 3.740 S j ávarútvegsráðuney ti 1.190 Iðnaðarráðuneyti 1.530 U tanrí kisráðuney ti 1.140 Æðsta stjórn ríkisins 930 Forsætisráðuneyti 890 Hagstofan 90 Alls á fjölsk.á mán. kr. 102.000 Tryggingabætur og nær „ókeypis“ sjúkrahúsa-, heilbrigðisþjónusta og lyf kosta í raun og veru nær 40 þús.kr. á mánuði á hverja fjögra manna fjölskyldu á mánuði að meðaltali. Hér er þó ekki nærri allt talið. Því við þessa upphæð bætast m.a. í kringum 1.500 kr. sem fjármálaráðuneytið borgar í uppbætur á lífeyri fyrrum ríkisstarfsmanna. Sömu- leiðis vantar hér í kringum 1.000 kr. kostnað vegna málefna fatlaðra sem greiddur er af félagsmálaráðuneytinu. „Ókeypis" skólar (og Lánasjóður námsmanna) kosta fjölskylduna þegar að er gætt hátt á annan tug þúsunda áj mánuði. Um tíundi hluti af útgjölduml menntamálaráðuneytisins fer að vísu tilj menningarauka, t.d. Þjóðleikhúss, Sin- fóníuhljómsveitar og annarra lista. Hér| vantar þó þann skólakostnað sem færðurj er undir landbúnaðarráðuneyti. Ríkisskuldir/húsnæðislán Auk afborgana af eigin skuldum verður meðalfjölskyldan (með sköttum sínum) að borga um 10.000 kr. í afborganir og vexti af skuldum ríkissjóðs á hverjunr mánuði (fjárlaga- og hagsýsl.st.), sem er t.d. álíka greiðsla og af 2,6 milljóna króna láni frá Húsnæðisstofnun. Vekur athygli hve skuldakostnaður ríkisins hef- ur vaxið mikið á síðustu árum, eða úr um 2,5% í upphafi áratugarins upp í að nálgast nú tíunda hluta ríkisútgjaldanna (9,1%). Vegakerfið fær stærstan hluta af nær sjö þús.kr. sem fjölskyldan borgar til samgönguráðuneytisins, en hitt fer til flugsamgangna, hafna, Veðurstofunnar og Pósts og síma. Lögbrotin dýr Fyrir lögregluvernd, landhelgisgæslu og síðan dóma yfir þeim brotlegu borgar fjölskyldan um fjögur þúsund á mánuði (dóms- og kirkjumál) og svo nokkur hundruð krónur fyrir prestþjónustu. Þarna vantar þó rúmar 200 kr.á fjölskyldu vegna lögreglu á Keflavíkurvelli sem utanríkisráðuneytið borgar. Þær rúmlega 1.100 kr. sem fjölskyldan borgar til utanríkisráðuneytisins fara í rekstur sendiráðanna, lögregluna og fleira á Keflavíkurvelli og skrifstofu- reksturinn. Með tæplega þúsundkalli í æðstu stjórn ríkisins er fjölskyldan að borga í kringum 600 kr. fyrir rekstur Alþingis en hitt fær að mestu ríkisstjórnin og forsetaembætt- ið. Landbúru\4,9% 1.876,8 m. Fjármálar. 4,5% 1.739,7 m. C, Dóms- og kirlýj. 4.4% 1.694,9 m. Félagsm^p,'7%^.413,2 m. Sjáv.útv.r. 2% 753,1 m lönaoarr. 1,5% 576,5 m Utanr.r. 1,1% 429 m. Menntam.r. 16.4% 6.321 Heildar- útgjöld jan.-júní Hagstofa ísl. 0,1% 35,9 m. 1989, | skipt á ráðuneyti. Tölur í i milljón kr. Heilbr. og tr.r. 38,4% 14.826,2 m. „Rfldskakan“,39milljarðar, einsog Rfldsendurskoðun segirhana hafaskipst áfyrrahelmingiþessaárs. Bæði másjá hlutfall hvers ráðuneytisaf kök unni og upphæð í milljónum króna. Um 55% allra útgjalda (rúmlega 21 milljarður) hafa faríð ígegnum menntamála-ogheilbrigðisogtryggingaráðuneytið. Þar vantar þó töluverðar upphæðir í lífeyrisgreiðslur, málefni fatlaðra ogskólakostnað sem talinn er undir a.m.k. þrem öðrum ráðuneytum. Níuhundruðkallinn til forsætis- ráðuneytisins fer, auk aðalskrifstofunnar, til reksturs ýmissa stofnana svo sem Þjóðhagsstofnunar, Byggðastofnunar, Húsameistará, Þingvalla og fleira. Skiptingu þeirra tæplega 12 þús. króna sem fjölskyldan „borgar" til „atvinnu- greinaráðuneytanna“ á mánuði hefur Tíminn ekki tiltæka fyrir árið í ár, enda. breytast þau útgjöld oft stórlega með ýmisskonar skyndi- og/eða bráðabirgða- aðgerðum. Stórir póstar í þessum út- gjöldum eru vegna útflutningsuppbóta og niðurgreiðslna (m.a. til niðurgreiðslu á „matarskattinum"). Útgjöld Iðnaðarráðuneytisins fara að stórum hluta til virkjana og annarra orkumála. Hvar á svo að skera? „Fjölskyldan" sem þessar vikurnar veltir vöngum yfir því hvað hún geti „skorið niður“ af heimilisútgjöldunum (og virðist ganga það nokkuð vel miðað við 17% samdrátt innflutnings) hefur væntanlega líka hugmyndir um hvar/ hvernig hún vill „skera niður“ á þeim 102 þús. kr. sem hún felur ríkissjóði að ráðstafa fyrir sig á mánuði hverjum? - HEI

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.