Tíminn - 15.09.1989, Síða 10
10 Tíminn
Föstudagur 15. september 1989
UNGIR
FRAMSOKNARMENN
Fundur verður haldinn í húsakynnum
Framsóknarflokksins, Nóatúni 21,
sunnudaginn 17. sept. kl. 20:00
Fundarefni:
Þriðja ríkisstjórn
Steingríms Hermannssonar
Framkvæmdastjóm
Sambands ungra framsóknarmanna
Ull
Jón
Kristjánsson
Halldór Ásgrímsson og Jón Kristjánsson, ræða stjórnmálaviðhorfið
og atvinnumál á eftirtöldum stöðum á Austurlandi:
Eskifirði í Valhöll, sunnudaginn 17. sept. kl. 20.30.
Reyðarfirði í verkalýðshúsinu, mánudaginn 18. sept. kl. 20.30.
Seyðisfirði í Herðubreið, þriðjudaginn 19. sept. kl. 20.30.
Neskaupstað í Egilsbúð, miðvikudaginn 20. sept. kl. 20.30.,
Fundirnir eru öllum opnir.
Halldór Ásgrímsson
Jón Kristjánsson.
Halldór
Ásgrímsson
Framsóknarmenn
í Keflavík
Við byrjum vetrarstarfið með því að hittast nk. mánudag, 18.
september, kl. 20.30 í Iðnsveinahúsinu, Tjarnargötu 7.
Dagskrá: Vetrarstarfið.
Undirbúningur fyrir næsta bæjarstjórnarfund.
Leggið starfinu lið.
Mætið vel og stundvíslega.
Heitt á könnunni.
Framsóknarfélögin í Keflavik.
llfi
Drffa Magnús
Slgfúsdóttir Haraldsson
Keflvíkingar
Bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins í Keflavík verða með viðtalstíma
nk. mánudag, 18. september, kl. 20.30-22.00 í Iðnsveinahúsinu,
Tjarnargötu 7.
Allir velkomnir.
Framsóknarfélögin í Keflavík.
Kópavogur - Opið hús
Framsóknarfélögin i Kópavogi hafa opið hús á miðvikudögum kl.
17.30 til 19.00.
Hjónin Guðmundur P. Valgeirsson og Jensína Óladóttir, sem eiga demantsbrúðkaup
í dag. Myndin er tekin fyrir um 20 árum á góðviðrisdegi heima á Bæ.
Árnað heilla:
Demantsbrúðkaup
Hjónin Jensína Óladóttir og Guð-
mundur P. Valgeirsson, Bæ í Árnes-
hreppi, eiga 60 ára brúðkaupsafmæli, eða
demantsbrúðkaup í dag, föstudaginn 15.
september.
Jensína er fædd 18. febrúar 1902, en
Guðmundur 11. maí 1905. Jensína hefur
gegnt Ijósmóðurstörfum í Árneshreppi
frá 1928, að fjórum árum undanskildum.
Þau Guðmundur og Jensína hafa búið
allan sinn búskap að Bæ f Árneshreppi á
Ströndum.
Ámað heilla
80 ára er í dag, föstud. 15. sept., frú
Ingibjörg Þorsteinsdóttir frá Langholti í
Flóa. Eiginmaður Ingibjargar var Hró-
bjartur Árnason í Burstagerðinni, hann
lést 11. febr. 1953.
Ingibjörg tekur á móti gestum í Safnað-
arheimili Laugarneskirkju í dag milli kl.
17:00 og 20:00.
Inntðkupróf fyrir nýja sðngvara
í Mótettukór Hallgrímskirkju
Mótettukór Hallgrímskirkju er að
hefja áttunda starfsár sitt. Á verkefnaskrá
vetrarins eru allar mótettur eftir J.S.
Bach, sex að tölu, en þær verða fluttar á
Listahátíð í júní á næsta ári. Af öðrum
verkefnum má nefna Jólaóratóríu eftir
Saint-Saéns, fyrir 5 einsöngvara, kór,
strengi, hörpu og orgel. Æfingar eru
tvisvar t' viku. Litlir hópar kórfélaga leiða
safnaðarsönginn í guðsþjónustum á
sunnudögum og á hátíðum kemur allur
kórinn fram.
Kórinn getur bætt við sig örfáum söngv-
urum og býður þeim sem áhuga hafa til
inntökuprófs í Hallgrímskirkju föstud.
15. sept. kl. 17:00-19:00 og laugard. 16.
sept. kl. 10:30-12:30. Inntökuskilyrði eru
að menn séu á aldrinum 18-40 ára og hafi
einhverja reynslu af söng eða hljóðfæra-
leik. Stjórnandi Mótettukórs Hallgríms-
kirkju er Hörður Áskelsson.
llfi
Sunnlendingar
Almennur stjórnmálafundur með Halldóri Ásgrímssyni verður haldinn
á Hótel Selfoss, fimmtudaginn 28. september kl. 20.30.
Allir velkomnir.
Framsóknarfélag Selfoss.
Sunnlendingar
Félagsvist
Spilað verður að Eyrarvegi 15, Selfossi á þriðjudögum, 19. sept., 26.
sept. og 3. okt. kl. 20.30. (Stök kvöld).
Góð verðlaun í boði.
Allir velkomnir.
Framsóknarfélag Selfoss.
Laugardagsganga Hana nú
Hin vikulega laugardagsganga Hana
nú í Kópavogi verður á morgun, laugar-
daginn 16. september. Lagt af stað frá
Digranesvegi 12 kl. 10:00.
Markmið göngunnar er: Samvera, súr-
efni og hreyfing. Verið með í bæjarrölt-
inu. Nýlagað molakaffi.
Frá Félagi eldri borgara
í Reykjavík
Göngu-Hrólfar hittast kl. 10:00 á laug-
ardaginn á skrifstofu félagsins að Nóatúni
17.
Félag eldri borgara, Kópavogi
Farin verður sfðdegisferð til Nesjavalla
laugardaginn 16. september kl. 13:30 frá
Sparisjóði Kópavogs.
Ekið verður um hinn nýja veg (hita-
veituveginn) um Mosfellsheiði. Jarðfræð-
ingur verður leiðsögumaður og veitir
þátttakendum innsýn í það hvernig há-
hitasvæði Nesjavalla er beislað.
Farseðlapantanir og sala á skrifstof-
unni, sími 41226, eftir kl. 13:00 á föstu-
dag.
Gunnar R. Bjarnason með eina af
sýningarmyndum sínum
Hafnarborg:
Sýning Gunnars R. Bjamasonar
Gunnar R. Bjarnason opnar sýningu í
Hafnarborg, menningar- og listastofnun
Hafnarfjarðar, laugardaginn 16. sept-
ember. Á sýningunni verða um 50 pastel
myndir.
Gunnar lærði leiktjaldamálun við Þjóð-
leikhúsið 1953-1956 og sótti jafnframt
námskeið í Myndlista- og handíðaskólan-
um. Hann vann síðan við leiktjaldamálun
hjá Þjóðleikhúsinu, en hélt til Svíþjóðar
1957 og stundaði nám við Konstfackskol-
an í Stokkhólmi. Einnig hefur hann farið
í námsferðir til Englands, Danmerkur,
Svíþjóðar, Tékkóslóvakíu og Póllands.
Frá 1958-’74 starfaði Gunnar sem leik-
myndateiknari hjá Þjóðleikhúsinu, en
1974-’88 á eigin vinnustofu, en þá tók
hann við starfi yfirleikmyndateiknara
Þjóðleikhússins.
Þetta er þriðja einkasýning Gunnars,
en hann hefur einnig tekið þátt í samsýn-
ingum myndlistarmanna og leikmynda-
teiknara í Reykjavík og Kaupmannahöfn
og hlotið margs konar viðurkenningar
fyrir list sína.
Sýningin í Hafnarborg stendur frá 16.
september til 1. október og er opin kl.
14:00-19:00 alla daga nema þriðjudag.
Erla sýnir á Kjarvalsstððum
Erla Þórarinsdóttir opnar sýningu á
Kjarvalsstöðum í austursal, laugardaginn
16. september kl. 14:00.
Erla lauk námi frá Konstfackskólanum
í Stokkhólmi 1981 og hefur síðan unnið
og starfað að myndlist í Svíþjóð, New
York og hér heima. Hún hefur haldið
einkasýningar í Reykjavík, Stokkhólmi,
Kaupmannahöfn og New York og tekið
þátt í fjölda samsýninga.
Á Kjarvalsstöðum verða til sýnis
olíumyndir unnar á striga og á tré. Þetta
eru myndaraðir sem kallast „seglin“,
„landið" og „farangurinn". „Myndimar
eiga upptök sín hérlendis og í loftinu
umhverfis landið,” segir í fréttatilkynn-
ingu frá Erlu Þórarinsdóttur.
Sýningin er opin alla daga kl. 11:00-
18:00 til 1. október.
Eitt af verkum Páls á sýningunni í
Nýhöfn, Hafnarstræti 18
Páll frá Húsafelli sýnir í Nýhðfn
Páil Guðmundsson frá Húsafelli opnar
sýningu í Listasalnum Nýhöfn, Hafnar-
stræti 18, laugardaginn 16. september kl.
14:00-16:00. Á sýningunni em málverk,
öll af fólki og höggmyndir unnar í grjót
úr Húsafelli.
Páll er fæddur í Reykjavík 1959. Hann
stundaði nám við Myndlista- og handíða-
skóla íslands 1977-’81. Einnig var hann
við nám 1 Listaháskólanum í Köln, hjá
prófessor Burgeff.
Þetta er ellefta einkasýning Páls, en
hann hefur einnig tekið þátt í samsýning-
um.
Sýningin, sem er sölusýning, er opin
virka daga kl. 10:00-18:00 og kl. 14:00-
18:00 umhelgar. Henni lýkur4. október.