Tíminn - 15.09.1989, Side 14
14 Tíminn
' •* - » — - ' 1 •' - r • • • '. ' > - <* .
Föstudágur 15.'séptember 1989
ÚTLÖND
FRÉTTAYFIRLIT
KABUL - Bandarísk þing-
nefnd (hugar nú að fella niður
fjárhagsaostoð við Mujahi-
deen-skæruliða í Afaanistan,
eftir að lióst er orðið að sundur-
leitir hopar þeirra hugsa nú
meir um að berast á banaspjót
innbyrðis en vinna bucj á lepp-
stjórn Sovétmanna i Kabúl.
Stjórnarherinn hefur farið með
sigur af hólmi í þeim fáu bar-
dögum er átt hafa sér stað
millum stjórnarliða og skæru-
liða og hin skipulega mót-
spyrna gegn leppstjórninni
óöum að snúast i stríð allra
gegn öllum.
BERN - Svissnesk stjórn-
völd ákváðu nwerið að ganga
I lið með sex öorum þjóðum, er
sameinast hafa í viðleitni til að
hefta „þvott“ á illa fengnu
gróðafé glæpasamtaka viða
um heim. Svissneskir bankar
hafa löngum verið vinsælir
griðastaðir slíks „óhreins fjár"
þar sem þarlend bankaleynd
hefur komið í veg fyrir að hægt
væri að rekja hvaðan það er
runnið. Hinir samviskusvörtu
eigendur hafa síðan nýtt pen-
inganatil löglegrafjárfestinga.
Svisslendingar tóku boði
Frakka um aðild að herferðinni.
Fyrsti fundur krossfaranna
verður i París í næsta mánuði.
TALLIN - Ráðamenn
Eystrasaltsríkjanna, Eistlands,
Lettlands og Litháen, hafa nú
fullan hug á að stefna að
sameiginlegum markaði og
samræmdum efnahagsráð-
stöfunum við erlend ríki. Sam-
kvæmt hugmyndum þessum,
er hrinda skal í framkvæmd
fyrir 1993, hyggjast ríkin þrjú
sameina framleiðslu sína og
koma sér upp sameiginlegu
kerfi til viðskipta við önnur
lýðveldi í Sovét. Óljóst er hvort
hinn innri markaður kalli á
viðskiptatálmanir gegn hinum
lýðveldunum og eftir er að
ákvarða hver hinn sameigin-
legi gjaldmiðill verði. Fréttir
hafa ekki borist af viðbrögðum
rússneska bjarnarins við þess-
um fyrirætlunum.
OSLÓ - Norðmenn hyggjast
leggja sitt lóð á vogarskálarnar
í alþjóðlegri baráttu gegn eit-
urlyfjaframleiðslu. Þróunar-
málaráðherrann Kari Kolle-
Grondahl tilkynnti nýverið að
norsk stjórnvöld byðu Kólom-
bíustjórn tæknibúnað og þjálf-
un í baráttu við eiturlyfiahring-
ana, auk þess sem stjorn Nor-
egs veitir 5,4 milljónir norskra
króna til hins verðuga málstað-
ar gean eiturlyfjaframleiðslu.
Þá verður sérstöku aukafram-
lagi, að upphæð 400.000
norskar krónur, varið til kynn-
ingar- og upplýsingastarfs
meðal fátækra kókaínbænda í
Kólombíu og alþjóðlegs upp-
lýsingastarfs.
PARÍS - Að sögn Alþjóða-
heilbrigðisráðsins eru Albanía
og San Marínó einu Evrópu-
löndin er ósnortin eru af Aids,
hinum ólæknandi eyðnisjúk-
dómi. Frakkland er verst haldið
í þessu efni. Þar munu vera
7149 skráð tilfelli. Austur-Evr-
ópulönd gefa hins veqar upp
mjög lágar tölur um eyonisjúk-
linqa, t.d. virðast aðeins vera 3
eyonisjúklinqar í Búlgaríu. Tal-
ið er ao um nálf milljón manna
gangi með sjúkdóminn f heim-
inum.
LONDON - Thatcher, for-
sætisráðherra Bretlands,
sagðist í gær vera eindregið
hlynnt því að dauðarefsingar
væru teknar upp á nýjan leik í
Englandi. Thatcher lét þessi
orð falla eftir að 49 ára gamall
lögreglumaður var myrtur, að
því er virðist að tilefnislausu, í
nágrenni Manchester í gær.
Hann var níundi lögreglumað-
urinn er myrtur er í Bretlandi á
síðustu níu árum, en breskir
lögreglumenn eru óvopnaðir f
starfi. Forsvarsmaður félags
lögreglumanna, Alan East-
wood, tók í sama streng og
forsætisráðherránn.
Andesfjalla-áætlun
Bush í fullum gangi
Bandaríkjamenn draga ekki af sér við framkvæmd hinnar
nýju áætlunar Bush forseta um að stemma stigu við innflæði
eiturlyfja frá ríkjum Suður-Ameríku. Af þeim 65 milljónum
dala sem áætlað er að verja til verkefnisins, er þegar búið að
senda stjórn Kólombíu hergögn fyrir 10,4 milljónir og meira
mun í vændum. Til þessa hefur lögreglulið Barcos forseta
fengið fimm þyrlur, vélbyssur, sprengjuvörpur og skotfæri.
Ekki hefur herinn heldur orðið Talsmaðurinn, Pete Williams,
útundan, því Bandaríkjamenn hafa kvað líklegt að Bush forseti muni
sent liðsveitum stjórnarinnar 50 flug-
vélar, 23 jeppa og sjúkrabíla, sjúkra-
gögn, skotheldan klæðnað og
byssur, svo eitthvað sé nefnt. Þá má
ekki gleyma 500 skotheldum vestum
er ætluð eru til að hlífa kólombískum
þjónum dóms og laga gegn kúlum
flugumanna eiturlyfja“barónanna“
er hótað hafa að myrða 10 dómara
fyrir hvem einn er framseldur verði
úr þeirra hópi.
Talsmaður Bandaríkjastjómar
neitaði því hins vegar nýverið að
stjórn Bush hefði lagt Barco til
bandarískar hersveitir og sagði íhlut-
un bandarísks liðsauka alfarið á
valdi Barcos forseta. Mun Barco
ekki hafa í hyggju að fara fram á
siíkt. Aftur á móti munu nú vera um
50 bandarískir herráðgjafar í Kól-
ombíu til að þjálfa liðssveitir stjórn-
arinnar og leiðbeina um notkun hins
bandaríska vopnabúrs.
fara fram á 90 milljónir dala til
frekari aðstoðar við Kólombíu, auk
97,5 milljóna til aðgerða í Bólivíu og
um 73,4 milljóna til Perú.
Ekki er mælt með orlofsferðum til
Kólombru þessa dagana. Síðan eit-
urlyfja“barónarnir“ lýstu yfir „al-
gjöru og skilyrðislausu stríði“ á
hendur stjórnvöldum, hefur höfuð-
borgin, Bogota, er eitt sinn var
nefnd „Aþena vestursins" fengið á
sig viðurnefnið „Beirút vesturins".
Hálfu verra er þó ástandið í Medell-
in, er með réttu má nefna höfuðborg
eiturlyfjanna. Þar sprungu 17
sprengjur fyrstu vikuna eftir stríðsyf-
irlýsingu „barónanna" og yfir 500
dómarar lögðu inn lausnarbeiðnir
sínar, enda hafa 220 réttargæslu-
menn - þar af 41 dómari - verið
myrtir á síðustu 10 árum og glæpa-
herir eiturlyfja“baróna“ draga ekki
afhótunum viðstéttina. M.a.s. dóm-
Medellin, höfuðborg kókaínsins.
urum unglingadómstóla er ekki vært
í embætti. Fram til þessa hafa að
meðaltali 10 manns týnt lífi á sól-
arhring hverjum í Medellín og er
drápstíðnin því níföld á við New
York er þykir þó ekki nein griðavé.
Haft er fyrir satt að leigumorðingja
megi kaupa til verka fyrir andvirði
600 króna íslenskra.
Bandaríkjamenn hafa fyrir löngu
lokað sendiráði sínu í landinu og
hvatt alla bandaríska borgara til að
koma sér heim sem skjótast. Dóms-
málaráðherra landsins, hin 32 ára
gamla Monica de Greiff, bar nýverið
til baka sögusagnir um að hún hygð-
ist segja af sérembætti. Morðhótanir
gegn henni og fjölskyldu hennar eru
að heita má daglegt brauð, enda er
de Greiff sjötti dómsmálaráherrann
er um ráðuneyti þetta sýslar á sl.
þremur árum. Þrátt fyrir ástandið er
hún þó hvergi bangin: „Lög og
réttur á undir högg að sækja í
Kólombíu," er haft eftir henni, „ og
við verðum að verja hvorttveggja
með öllum tiltækum ráðum.“
Beðið nýrra tækifæra í landamærabúðunum Friedland.
Austur-þýskir vinnuþjarkar:
Blendin viðbrögð
við þjóðflutningum
Síminn hjá vinnumiölun-
inni í GieBen í Vestur-Þýska-
landi þagnar vart þessa dag-
ana. Daglega hringja fulltrú-
ar 500-600 fyrírtækja í leit aö
vinnukrafti til starfa. „Ég hef
á tilfinningunni að fréttir um
200.000 atvinnuleysingja í
þessu landi séu tómur upp-
spuni,“ segir Wolfgang
Dohmen, er veitir vinnu-
miðluninni forstöðu.
En þróun mála vekur upp efa-
semdir hjá öðrum, er telja að hinar
vinnufúsu hendur að austan muni
skapa umtalsverð vandamál er
stundir líða fram. Andstætt öðrum
flóttamönnum, er til Vestur-Þýska-
lands koma, skortir aðkomumenn
úr ríki Honeckers hvorki þýsku-
kunnáttu né faglega menntun. Sú
aðdróttun austur-þýskra yfirvalda,
að vestanmenn séu að lokka til sín
rjómann af fagmenntuðu fólki
þeirra, er ekki með öllu tilhæfulaus.
Auk þess hafa austanmenn - er
flestir eru á ungum aldri - það orð á
sér að þeir séu vinnufúsari, stundvís-
ari og samviskusamari en innfæddir
þegnar velferðarríkisins. Ekki
mundi hvarfla að vestur-þýskum
verkfræðingi að ráða sig til verka-
mannsstarfa, en slíkt vílar starfs-
bróðir hans að austan ekki fyrir sér.
Austur-Þjóðverjarnir hafa fengið þá
mynd af vesturríkinu, að þar byrji
menn smátt en njóti sveita síns
erfiðis til vegsemdar með árunum.
Félagsfræðingar þykjast þó sjá
ýmis teikn á lofti, að aðstreymið
muni baka þýsku þjóðfélagi vand-
kvæði. „Félagslegur kostnaður"
samfélagsins sé hár vegna innflytj-
endanna, óvíst hverjar bætur sam-
félagið muni hafa af framlagi þeirra
og síðast en ekki síst muni borgarar
Sambandslýðveldisins þurfa að
brjóta brauð sitt með hinum ný-
komnu, með óljósum afleiðingum í
framtíðinni. Loks muni hinir nýju
samborgarar, er flestir eru ungt fólk
nú, komast á eftirlaunaaldur kring-
um 2020, en óvenju hátt hlutfall
Vestur-Þjóðverja mun leggjast á
jötu hins félagslega kerfis um þær
mundir.
Ólympíuleikar 1994:
Peningarnir streyma inn
Undirbúningur að vetrarólympíu-
leikunum 1994 er þegar hafinn í
norska bænum Lillehammer. Undir-
búningsnefndin hefur allar klær úti
til fjáröflunar og nýverið tókst
frændum vorum að selja bandarísku
CBS-sjónvarpsstöðinni einkaleyfi til
útsendinga frá leikunum á Banda-
ríkjamarkað fyrir litlar 300 milljónir
dala. Það samsvarar 2,1 milljarði
norskra króna og má undirbúa sitt af
hverju fyrir þá upphæð. Helsti
keppinautur CBS, NBC-sjónvarps-
stöðin hafði einnig hug á einkaréttin-
um en mátti ekki við fjárhagslegu
ofurefli CBS.
Norðmennimir selja reyndar sjón-
varpsréttinn grimmt í allar áttir.
Samningur við evrópska gervi-
hnatta-dreifikerfið EBU halaði 24
milljónir dala inn í kassann, og
áþekkir samningar við áströlsk, kan-
adfsk og japönsk fyrirtæki munu
gefa milli 30 og 35 milljarða í aðra
hönd. Þeir Lillehammer-bændur
verða þá orðnir handhafar um 360
milljóna dala (21,6 milljarða íkr.) og
þætti mörgum gott til að grípa.
Thailand:
Lyfta höfði
úr sandinum
Fram til þessa hafa thailensk
yfirvöld haft hljótt um hina
hljóðu dauðavá eyðniveirunnar.
Líkt og önnur stjórnvöld í Asíu,
hafa thailenskir ráðamenn farið
að fordæmi strútanna og eytt
vandanum með því að virða hann
að vettugi. Það hefur ýtt undir
þögn þeirra, að Thailand er róm-
að land gleði og næturgamans og
hefur orðsporið skilað drjúgu í
ríkiskassann frá leitandi ferða-
mönnum. Nú hefur hins vegar
verið ráðin hér bragarbót á, enda
mörgum tekið að finnast þögnin
grunsamleg. Fram til þessa hafa
30 manns látist af völdum eyðni í
Thailandi og opinberar tölur
herma að 9000 manns séu sýkt af
veirunni. Flestir í þeim hópi eru
ýmist heróinneytendur, vændis-
konur eða gleðlar. Óttast er þó
að þessi tala sé hófleg um of,
enda hafa aðeins 100.000 úr hópi
800.000 blíðusala verið færð til
rannsóknar. Af þeim 150.000
heróinneytendum, er vitað er um
í landinu, hafa aðeins 32.000
verið eyðniprófaðar.
Stjórnvöld, einkaaðilar og yfir-
menn hersins hafa nú tekið hönd-
um saman í mikilli upplýsinga- og
forvamaherferð. Dreift verður
43 milljónum smokka til þeirra er
næturvinnu stunda og upplýs-
ingaherferð haldið uppi frá 126
útvarpsstöðvum og tveimur sjón-
varpsstöðvum. Þá hafa eyðni-
prófanir verið auknar að mun og
finnast að meðaltali 900 nýir
sjúklingar á mánuði. Stjómvöld
hafa þungar áhyggjur af út-
breiðslu sjúkdómsins, er þau
segja geta lagt efnahag landsins í
rúst og lamað thailenska herinn.
242 tilfelli hafa greinst meðal
hermanna. Váin hefur hins vegar
ekki minnkað vinsældir hins thai-
lenska næturlífs: Búist er við 5
milljónum ferðamanna í ár.