Tíminn - 27.09.1989, Page 1

Tíminn - 27.09.1989, Page 1
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur samþykkt stefnu í landbúnaðarmálum sem gerir ráð fyrir samkeppni innlendra og erlendra búvara eftir þriggja til fimm ára aðlögunartíma: íhald gefur búvöru- samningi langt nef Stríðandi öfl í Sjálfstæðisflokknum hafa komist að málamiðlun í landbúnaðarmálum, en sem kunnugt er treysti þingflokkurinn sér ekki til að móta slíka stefnu á tveggja daga þingflokksfundi í lok ágúst sl. sem gagngert var boðaður til að móta stefnu í atvinnumálum. Nefnd sem falið var að vinna þetta verk hefur fengið tillögur sínar samþykktar og munu þær liggja fyrir landsfundi flokksins í byrjun næsta mánaðar. Samkvæmt þeim er flokkurinn ekki tilbúinn til að gera nýjan búvörusamning þegar núverandi samningur rennur út 1992. Hugsanlegt væri þó að semja um tveggja ára viðbótarsamning en að honum loknum ætti að hafa skapast slíkt jafnræði milli búgreina og slík aðlögun að innanlandsmarkaði að unnt yrði að heimila innflutning á búvöru. Hér eru uppi hugmyndir um þrengri tímamörk í aðlögun búvöruframleiðslu en áður hafa heyrst og grundvallarbreytingu frá því sem helstu talsmenn flokksins í landbúnaðarmálum hafa rætt um. • Blaðsíða 5 Sjálfstæðismenn setja landbúnaði ákaflega þröng tímamörk. Fengju þeir að ráða má reikna með að tími landbúnaðarins væri fljótur að renna út. Yfirskoðunarmenn ríkisreiknings krefjast skýringa á afmæli Ingólfs Margeirssonar: Sælt er að verða fer- tugur elsku Ingó minn Baksíða

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.