Tíminn - 27.09.1989, Síða 10

Tíminn - 27.09.1989, Síða 10
10 Tíminn Miðvikudagur 27. september 1989 i~ bvr\r\uv> i Mnr DAGBÓK llllllllllllllllllllllllllll1 Ðorgnesingar - Nærsveitir Spilum félagsvist í samkomuhúsinu í Borgarnesi föstudaginn 29. september kl. 20.30. Mætum vel og stundvíslega. Framsóknarfélag Borgarness. MRf Steingrímur Hermannsson Jonsson Verkalýðsmálaráð - Reykjavík Verkalýösmálaráö heldur fund um launa- og samningamál á hinum almenna vinnumarkaði á Hótel Lind, fimmtudaginn 28. september nk. kl. 20.30. Frummælendur: Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Ólafur A. Jónsson, formaður verkalýðsmálanefndar. Allir velkomnir. Verkalýðsmálaráð. ua Reykjavík URI Létt spjall á laugardegi Hittumst í Nóatúni 21, laugardagsmorguninn 30. september kl. 10.30 og ræðum það sem efst er á baugi í stjórnmálunum. Félagar í fulltrúaráðinu og þeir sem eru starfandi í nefndum á vegum fulltrúaráðsins eru sérstaklega hvattir til að mæta. Fulltrúaráðið. m Austfirðingar Kjördæmisþing KSFA verður haldið á Breiðdalsvík dagana 13.-14. október. Nánari dagskrá auglýst síðar. Stjórn KSFA Halldór Ásgrfmsson Sunnlendingar Almennur stjórnmálafundur með Halldóri Ásgrímssyni verður haldinn á Hótel Selfoss, fimmtudaginn 28. september kl. 20.30. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Selfoss. llfj Sunnlendingar Félagsvist Spilað verður að Eyrarvegi 15, Selfossi, þriðjudagskvöldið 3. okt. kl. 20.30. (Stakt kvöld). Góð verðlaun [ boði. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Selfoss. m Framsóknarmenn á Siglufirði og nágrenni Við hefjum vetrarstarfið hjá okkur með hádegisverð- arfundi á Hótel Höfn, Siglufirði, 29. september n.k. Mætum öll. Stjórnin. Reykjanes ¥ Skrifstofa kjördæmissambandsins, Hamraborg 5, Kópavogi, s. 43222, er opin mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga, kl. 17-19. K.F.R. Amnesty International: Herferð gegn dauðarefsingu Eins og komið hefur fram í fréttum stendur nú yfir herferð samtakanna Am- nesty International gegn dauðarefsingu. Fyrir tveimur árum var ráðist í herferð gegn dauðarefsingu í Bandaríkjunum, en nú á að beina spjótum gegn öllum þeim ríkjum sem taka fólk af lífi. I mörgum löndum, þ.á m. öllum vest- rænum lýðræðislöndum nema Bandaríkj- unum, hefur aftökum verið hætt eða dauðarefsing afnumin með lögum. Þar sem aftökur tíðkast enn er dauðarefsingu ekki einungis beitt gegn morðingjum, heldur einnig gegn glæpum á borð við eiturlyfjasölu og ýmsum stjórnvöldum er tamt að beita dauðarefsingu til pólitískrar kúgunar. Amnesty International samtökin voru upphaflega stofnuð til þess að berjast gegn því að fólk væri fangelsað vegna skoðana sinna. Seinna var bætt við f stefnuskrá samtakanna því ákvæði að berjast einnig gegn pyntingum og dauða- refsingu, en þetta varðar alla fanga en ekki aðeins samviskufanga. Eftirfarandi aðilar hafa undirritað áskorun um afnám dauðarefsinga í tengsl- um við þessa herferð: Forsætisráðherra, Steingrímur Her- mannsson Utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hanni- balsson. Félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurð- ardóttir. Viðskiptaráðherra, Jón Sigurðsson. Aðstoðarráðherra, Birgir Árnason. Eftirfarandi þingmenn: Eiður Guðnason Karvel Pálmason Karl Steinar Guðnason Danfríður Skarphéðinsdóttir Ólafur Einarsson Ritstjóri, Ingólfur Margeirsson. Vikuna 20. til 27. september verður sérstök aðgerðavika hjá Amnesty Inter- national, þar sem athygli verður vakin á þessari herferð. f dag, 27. september, verður fundur, opinn öllum. Fundurinn verður í stofu 201 í Odda, húsi Háskóla íslands, og hefst hann Id. 20. TVÆR GRÍMUR: Nýtt íslenskt leikrit í ágúst síðastliðnum tók til starfa nýr * atvinnuleikhópur. Hópurinn ber nafnið „TVÆR GRlMUR“ og verður með sýn- ingar á nýju íslensku leikriti, „í DAUÐADANSI" eftir Guðjón Sigvalda- son, í kjallara Hlaðvarpans, Vesturgötu 3. Leikritið fjallar á léttan máta um HaUgrímskirkja: Starf aldraðra Næstkomandi sunnudag verður guðs- þjónusta í Hallgímskirkju kl. 11. Á eftir verður borinn fram léttur matur fyrir okkur á viðráðanlegu verði. Síðan verður ekið um Seltjarnarnes og komið við í Seltjarnameskirkju og íbúðum aldraðra þar í bæ. Þátttaka tilkynnist sem fyrst í síma kirkjunnar 10745 og hjá Dómhildi í síma 39965. Heyrnar- og talmeinastöð íslands: Móttaka á Austurlandi Móttaka verður á vegum Heymar- og talmeinastöðvar Islands í Heilsugæslu- stöðinni á Neskaupstað fimmtud. 28. sept., Reyöarfirði föstud. 29. sept. og Egilsstöðum laugard. 30. sept. og sunnud. 1. okt. Þar fer fram greining heyrnar- og talmeina og úthlutun heyrnartækja. Sömu daga, að lokinni móttöku Heymar- og talmeinastöðvarinnar, verður almenn lækningamóttaka sérfræðings í háls-, nef- og eyrnalækningum. Tekið er á móti viðtalsbeiðnum í Heilsugæslustöðvum á viðkomandi stöðum. íslensk tónverkamiðstöð: Islenskir orgeltónleikar í Riga Síðustu tvö ár hafa Norrænu Tónverka- miðstöðvamar unnið að kynningu á nor- rænni orgeltónlist í Riga, Lettlandi. Undirbúningur að hátíðinni, stóð í tvö ár og var unnið í samvinnu við Mennta- málaráð Lettlands í Riga. Norrænum orgelleikumm var boðið til hátíðarinnar ásamt framkvæmdastjómm tónverkamið- stöðvanna. Orgelleikarar frá Danmörku, Finnlandi, Svíþjóð og Noregi, mættu til leiks ásamt framkvæmdastjóra Norsku Tónverkamiðstöðvarinnar sem sá um kynningu á norrænni tónlist á meðan á hátíðinni stóð. íslenska tónlistin var flutt í Dómkirkj- unni í Riga þann 14. júní og vom eingöngu flutt íslensk verk á þeim tónleik- um. Orgelleikari á tónleikunum var Lar- isa Bulava frá Lettlandi en hún flutti níu íslensk verk eftir þá Áskel Másson, Gunnar Reyni Sveinsson, Pál lsólfsson, Ragnar Bjömsson, Sigurð Þórðarson og Þorkel Sigurbjörnsson. Ekki hefur borist gagnrýni frá tón- leikunum til fslands, en fulltrúar Noregs sem hlustuðu á tónleikana sögðu að tónleikarnir hefðu verið vel sóttir og tónlist og flytjendum mjög vel tekið. Orlofsnefnd húsmæðra í Kópavogi Myndakvöld Orlofsnefndar verður í Hamraborg 1,3. hæð, kl. 20.30 föstudag- inn 29. sept. nk. Fjölmennið og takið með ykkur myndir þið sem eigið. Orlofsnefnd Ungir framsóknarmenn - Byggðamál Byggöanefnd Sambands ungra framsóknarmanna heldur fund þriöju- daginn 3. október kl. 17.30 aö Nóatúni 21 í Reykjavfk. Allir áhugamenn um byggðamál og endurskoöun byggðastefnunnar sérlega boðnir velkomnir. Kvenréttindafélag íslands og Menningar- og Minningarsjóður kvenna halda afmæl- isfund í minningu Bríetar Bjarnhéðins- dóttur í kvöld. Fundurtil minningar um Bríeti Bjamhéðinsdóttur Kvenréttindafélag Islands og Menning- ar- og minningarsjóður kvenna halda afmælisfund í minningu Bríetar Bjarn- héðinsdóttur að Hallveigarstöðum mið- vikudaginn 27. september kl. 20.30. Gestir fundarins verða: Sigríður Erlendsdóttir sagnfræðingur, Lára Rafnsdóttir píanóleikari og Hlíf Káradóttir söngkona. Fundurinn er öllum opinn. FÍM-salurinn Jónína Guðnadóttir opnar sýningu á lágmyndum og skúlptúrum í FlM- salnum, Garðastræti 6 nk. laugardag kl. 14. Sýningunni lýkur 17. okt. skoðanir Dauðans á lífinu og dauðanum. Leikarar í sýningunni eru fjórir, þau Erla Ruth Harðardóttir, Guðfinna Rúnars- dóttir, Kristjana Pálsdóttir og Þröstur Guðbjartsson. Leikmynd og búninga- hönnun er í höndum Lindu Guðlaugs- dóttur og ljós annast Hákon Örn Hákon- arson. Leikstjóri er Guðjón Sigvaldason. Frumsýning verður fimmtudaginn 28. september kl. 20.30 og aðrar sýningar 30. sept., 1. okt., 2. okt., 6. okt. og 8. okt. Merki krossins 3. hefti ’89 Þetta tölublað af Merki krossins er að mestu helgað heimsókn páfa til íslands í júní sl. og fylgja margar myndir. Einnig er grein eftir Gunnar F. Guðmundsson um Maríulíkneskið í Kristskirkju í Landakoti, sem hefur verið töluvert f fréttum. Gunnar reynir að rekja sögu þessa gamla líkneskis. Þá eru ýmsar fréttir af starfi kaþólskra á íslandi, en Merki krossins er gefið út af kaþólsku kirkjunni á íslandi og prentað í prent- smiðju St. Franciskussystra í Stykkis- hólmi. Ritstjóri er Torfi Ólafsson. sQómun ÍHU6A °G Stjómundrféiag islanós NÁMSKEIÐ HAUSTQf«l989 Stjómun 5. tbl. 5. árg. Þetta tímarit er gefið út af Stjórnunar- félagi fslands og kynnir námskeið sem félagið hefur á boðstólum. 1 forystugrein segir framkvæmdastjór- inn Árni Sigfússon m.a.: „1 haust bjóðum við fjölmarga nýja þætti og leggjum enn ríkari áherslu á að samþætta starfsemi sérskóla okkar við stjórnunar- og starfs- menntunarnám SFl. Markaðsskóli íslands, Tölvuskólar SFÍ og GJJ, Mála- skólinn Mímir og Skrifstofu- og ritara- skólinn eru allt sérhæfð fræðslufyrirtæki, sem aðstoða okkur í því hlutverki að bjóða atvinnulífinu þá fræðslu og þjón- ■..ustu sem því er nauðsynleg." -s».y.- iv-,

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.