Tíminn - 27.09.1989, Síða 3

Tíminn - 27.09.1989, Síða 3
Miðvikudagur 27. september' i 989 Tíminn 3 Mitterand forseti Frakklands kemur hingaö til lands í næsta mánuði til viðræðna við forsætis- og utanríkisráðherra: Ræða um mál EFTA og EB Francois Mitterand, Frakklandsforseti kemnr hingað til lands að morgni 17. október nk. til viðræðna við Steingrím Hermannsson forsætisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra um málefni EFTA og EB. Stjórnmálalegur fulltrúi fór þessa á leit við forsætisráðuneytið og í dag kemur níu manna sendinefnd frá Frakklandi til að undirbúa komu forsetans. Jafnframt fór Mitterand þess á leit að hitta forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur að máli, en að því veður ekki að þessu sinni, þar sem frú Vigdís verður í opinberri heim- sókn í Sviss á sama tíma. Fyrirhugað var að utanríkisráðherra yrði með frú Vigdísi í þeirri för, en búast við að annar ráðherra fari með frú Vigdísi, í stað Jóns Baldvins. Að sögn Steingríms Hermanns- sonar forsætisráðherra mun ástæðan fyrir komu Frakklandsforseta hing- að til lands vera sú að vilja ræða við íslendinga þar sem við förum með formennsku í EFTA. Með Frakklandsforseta verða í för utanríkisráðherra Frakklands og einn sérstakur ráðgjafa forsetans, en gert er ráð fyrir að þrír fulltrúar frá hvorri þjóð taki þátt í viðræðunum. Ekki hefur verið ákveðið hver mun verða þriðji maður, með Steingrími og Jóni Baldvin. Reikna má með að fundurinn verði haldinn í ráðherra- bústaðnum við Tjarnargötu. Forsætisráðherra sagði að af þeirra hálfu mundu þeir gera grein .fyrir viðhorfum þeirra til viðræðna sem eru á milli EFTA og EB, þar sem utanríkisráðherra væri í leið- andi stöðu. í öðru lagi sagði hann að Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra á blaðamannafundi í gær þar sem hann greindi frá fyrírhugaðri komu Frakklandsforseta. Tfmamynd: Árni Bjarna forsetanum yrði gerð grein fyrir sérstöðu íslendinga. „Koma henni á framfæri eins og við höfum gert víða. Ég hef átt viðræður við marga forystumenn s.s. Thatcher, Kohl og fleiri og utanríkisráðherra við ýmsa sína starfsbræður. Petta er kjörið tækifæri til að koma þeim viðræðum á framfæri," sagði forsætisráðherra. Steingrímur sagðist telja það mjög mikils viði að geta kynnt Frökkum sérstöðu íslands, þar sem þeir hefðu verið heldur fastari fyrir í fiskveiði- málum. „Það er að fiskveiðiréttindi verði að koma í stað fulls frelsis til innflutnings á sjávarafurðum, sem við getu alls ekki samþykkt og teljum raunar óskyld mál. Við segj- um viðskipti fyrir viðskipti og ef um er að ræða fisicveiðiréttindi, þá fisk- veiðiréttindi fyrir fiskveiðiréttindi,“ sagði Steingrímur. Frakklandsforseti fer til síns heima síðdegis þann 17. október. Gera má ráð fyrir að kostnaður við þessa heimsókn verði í lágmarki, þar sem heimsóknin stendur aðeins part úr degi. - ABÓ Tímamynd: Arni Bjarna Hugo olii ekki teljandi tjóni hér á landi svo vitað sé. Illviðri hamlaði innanlandsflugi Mjög kröpp lægð fór yfir landið í gær og olli miklu hvassviðri og rigningu. Þarna var á ferðinni sama lægðarbylgja og olli sem mestu tjóni á austurströnd Bandaríkjanna og nefndist þá hvirfilbylurinn Hugo. Ekki er vitað til þess að teljandi tjón hafi orðið í veðrinu. Eitthvað af þakplötum munu þó hafa fokið. Allt innanlandsflug lá niðri í gær. Vindhraði í mestu hviðum fór upp í 61-62 hnúta en meðal vindhraði var 35-40 hnútar sem er um átta eða níu vindstig. Búið var að spá þessu veðri og því voru flestir við því búnir. Útlit er fyrir suðvestanátt með skúr- um á morgun. Líklegt er talið að þannig verði veðrið næstu tvo daga. Allt innanlandsflug lá niðri í gær vegna veðurs. Hjá Arnarflugi biðu um 50 manns og hjá Flugleiðum biðu tæplega 400 manns eftir flugi. Fólk var boðað til flugs til Akureyrar klukkan átta í gærmorgun en þegar til átti að taka var vindur orðinn svo mikill að fresta varð flugi. Ekki tókst að koma flugvél þeirri sem átti að fara til Akureyrar inn í flugskýlið aftur sökum veðurs. Vélin sjálf var þó ekki í neinni hættu. Veður var mjög slæmt um hádegi í gær en upp úr því fór það að lægja sunnanlands. Veðurhæðin jókst hins vegar norðanlands eftir því sem leið á daginn þannig að þegar var orðið flugfært sunnanlands var orðið ófært nyrðra. Flug til Færeyja féll líka niður í gær en eftir flugi þangað biðu 45 manns. Flugvél sem fór til Græn- lands varð að snúa við vegna þess að ekki var hægt að lenda í Grænlandi. Að öðru leyti gekk millilandaflugið eftir áætlun. - EÓ Leggja til óbreytt verð á hrossakjöti til bænda „Félag hrossabænda gerir á þessu hausti ekki tillögur um hækkun á hrossakjöti til bænda, heldur leggur til að sama verð gildi áfram sem ákveðið var fyrsta júní. Félagið gerir þetta vegna þess að það treystir sér ekki til að ná fram hækkun til bænda við þau skilyrði sem nú ríkja á íslenskum kjötmarkaði," sagði sr. Halldór Gunnarsson í Holti á Rang- árvöllum; formaður Félags hrossa- bænda. Halldór sagði að sú mikla útsala á dilkakjöti sem haldin var síðsumars hefði leitt til þess að aðrar kjötteg- undir ættu nú undir högg að sækja og væru í afar lágu verði um þessar mundir. Hann sagði að Félag hrossabænda hefði undanfarið orðið að láta í minni pokann gagnvart smásölu- versluninni. Álagning á hrossakjöti væri yfirleitt há eins og félagið hefði áður bent á. Það hefði reynt að ná fram leiðréttingu til bænda með verðlagninguna s.l. tvenn haust. Það hefði leitt til þess að margar smásölu- verslanir hefðu hætt að selja folalda- kjöt. „Gagnvart slíku höfum við engin svör önnur en að halda verðinu niðri, því miður,“ sagði Halldór. Kaupfélag Suöurnesja hætt rekstri matvöru- verslunar í Grindavík. Staðarkjör heldur áfram: Staðarkjör leigir hjá Kaupfélaginu Kaupmenn matvöruverslunarinn- ar Staðarkjörs í Grindavík tóku nýlega á leigu nýbyggt húsnæði Kaupfélags Suðurnesja að Víkur- braut 60 í Grindavík og hafa opnað þar stóra matvöruverslun. Jafnframt hefur Kaupfélag Suðurnesja lagt niður alla matvöruverslun í Grinda- vík og Staðarkjör sömuleiðis lagt niður eldri matvöruverslun sína. Þessar breytingar á verslun með matvöru í Grindavík koma í kjölfar viðræðna milli eigenda Staðarkjörs og Kaupfélagsins sem staðið hafa um vanda matvöruverslunar í pláss- inu. Sýnt þótti að nýbygging kaup- félagsins og hugsanleg stækkun og endurbætur á húsnæði Staðarkjörs hefðu haft í för með sér offjárfest- ingu og tvöfaldan reksturskostnað sem leitt hefði til hærra vöruverðs. Aðilar uðru ásáttir um að slíkt þjónaði ekki hagsmunum Grindvík- inga og gæti ásamt stöðugt almennari bílaeign og bættum samgöngum leitt til þess að Grindvíkingar leituðu annað til að versla. Því yrðu þeir aðilar sem að matvöruverslun stæðu í Grindavík að leita leiða til að geta boðið upp á vörur á sem lægstu verði og töldu þeir að það yrði aðeins gert með stórri verslun. - sá Magnús; nýjasta íslenska kvikmyndin við það að standa í járnum hvaðvarðartekjuroggjöld. Þráinn Bertelsson: Magnús haggast lítt þó Batman sé mættur Magnús gengur alveg prýðilega til landsins. Magnús lætur lítt hagg- þótt þetta sé jafn vond mynd eins og ast við því,“ sagði Þráinn. - sá sumir telja. Myndin hefur nú verið sýnd á Akureyri í tæpar þrjár vikur og von er á einni kópíu enn af henni og sú verður send út um landið og eins eintakið á Akureyri þegar sýn- ingum lýkur þar. Ég ætla að reyna finna alla þá staði á Islandi sem hægt er að sýna bíó á og sýna myndina,“ sagði Þráinn Bertelsson. Þráinn sagði að aðsókn að Magn- úsi hefði verið mikil og jöfn. Þó væri langur vegur frá því að hún væri í hópi aðsóknarmestu mynda. Að- sóknin væri þó að nálgast þrjátíu þúsund þannig að endar virtust vera að ná saman. „Aðsóknin að Magnúsi er miklu jafnari en að þeim ærslamyndum sem ég hef áður gert. Hún haggast reyndar lítið þótt þeir höfðingjar Batman og Indíana Jón séu komnir Þrír ungir fulltrúar frá Sovét- ríkjunum á íslandi í boöi ÆSÍ: Svara fyrir sovétæsku Hér á landi eru stödd þrjú sovésk ungmenni í boði Æsku- lýðssambands íslands. Af því til- efni mun ÆSÍ efna til blaða- mannafundar á veitingahúsinu Punktur og pasta, þar sem þau munu sitja fyrir svörum um ástand mála í Sovétríkjunum, sérstaklega hvað varðar máefni ungs fólks. - ÁG

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.