Tíminn - 27.09.1989, Side 8

Tíminn - 27.09.1989, Side 8
8 Tíminn Miðvikudagur 27. september 1989 Miðvikudagur 27. september 1989 Tíminn 9 ■ ' ' 8m Yf : ' MlSs Niðurgreiðslur á mjólkfara nær allar í söluskattinn og hækkun milliliða- kostnaðar umfram verð til bænda: Milliliðir hagnast um spenvolgan milljarð um- fram bændur - Eftir Heiði Helgadóttur Hver mjólkurlítri gæti nú verið nær 10 kr. ódýrari en hann er - eða niðurgreiðsl- ur um 10 kr. lægri -ef „milliliðakostnað- ur“ hefði ekki hækkað langt umfram mjólkurverð til bænda, allan þennan áratug. Miðað við rúmlega 100 millj. lítra framleiðslu nema viðbótarhækkanir „milliliðanna" um einum milljarði kr. Verð á mjólk til bænda hefur hækkað 12% minna en framfærsluvísitalan (verð- bólgan) frá 1980, eða sem svarar 6,50 kr. á hvern lítra. Sú raunlækkun öll og meira til hefur hins vegar horfið upp í hækkun allra annarra kostnaðarliða. Þeir hafa hækkað um 20% umfram verðbólgu að meðaltali. Þeir sem deila á bændur fyrir óhagkvæmni og hátt mjólkurverð virðast því „hengja bakara fyrir smið“. Smásö- luálagning sem hlutfall af verði til bænda hefur t.d. hækkað úr 10,9% í 13,9% á tímabilinu. vinnslu- og dreifingarkostnaður, verð- miðlunargjald og verðtilfærsla (sem í raun er hluti vinnslu- og dreifingarkostn- aðar), sjóðagjöld, umbúðir og smásölu- álagningu, ásamt svo niðurgreiðslum og söluskatti. Vegna þess að niðurgreiðslur eru breytilegar og söluskattur á mjólk nýtilkominn er þeim liðum sleppt í samanburði hér að neðan. Fremri krónutöludálkurinn sýnir verð til bænda 1. sept. ár hvert (15. sept.í ár) og sá aftari smásöluverð eins og það hefði verið/væri án niðurgreiðslna og söluskatts. í aftasta dálki sést hve smá- söluverð er miklu hærra en verð til bænda ár hvert: Þróun mjólkurverðs 1980-1988 Hér er miðað við verð á mjólk þann 1. september árin 1980-1989. Þróun þeirra kostnaðarliða sem mynda smá- söluverð koma fram í nýrri skýrslu afurðastöðvanefndar og sömu liðir í núgildandi verði eru frá Verðlagsstofn- un. Ofan á verð til bænda kemur m.a.: V.t.bænda Smás.v. kr. kr. 1980 3,40 5,17 52% 1981 5,19 8,04 55% 1982 8,17 12,71 56% 1983 13,79 21,61 57% 1984 16,28 25,70 58% 1985 22,38 35,90 60% 1986 25,96 42,06 62% 1987 29,80 50,03 68% 1988 37,54 64,54 72% 1989 45,76 79,00 73% Ljóst er að „milliliðirnir“ sem sjá um mjólkina á leiðinni frá bóndanum til neytandans hafa stöðugt aukið sinn hlut í verði mjólkurinnar. Ef „milliliðunum“ nægði ennþá sem svarar 52% álagi á verð til bænda væri (óniðurgreitt) smásölu- verð mjólkur nú „aðeins" 69,55 kr. hver eins lítra pakki, þ.e. 9,45 kr. ódýrari en raun er á. Ýmsum ofbjóða núverandi niður- greiðslur á mjólk. í ljósi þess sýnist athyglivert að hefði vinnslustöðvum, sjóðum og smásöluverslunum nægt hlut- fallsleg hækkun til jafns við bændur þyrfti nú nær engar niðurgreiðslur á mjólk - nema á móti söluskattinum - til að selja hana á svipuðu verði og nú kostar (67,50 kr.l.). Milljarður í „milliliði" Niðurgreiðslur á mjólk eru nú 24,85 kr. á lítra, hvar af ríkissjóður á að fá 13,50 kr. beint til baka sem söluskatt. Þær 11,35 kr. sem þá eru eftir fara að mestu leyti (9,55 kr.) til að greiða niður þá hækkun sem orðið hefur á „milliliða- kostnaði“ umfram verð til bænda. Þessar niðurgreiðslur á auknum „milliliða- kostnaði" svara til um 975 millj.kr. miðað við að þessi kostnaður hafi hækk- að svipað á aliri mjólkurvinnslu sem er um 102 millj. lftrar á ári. Þar af hafa tæpar 200 m.kr. farið í umframhækkun á umbúðakostnaði, rúmlega 600 m.kr. umframhækkun á vinnslu og dreifingu, um 140 m.kr. umframhækkun á smásölu- álagningu og rúmlega 32 m.kr. umfram- hækkun á sjóðagjöldum. Mætti spara „milljarðinn“ Hvernig ríkissjóði sparaðist 10 kr. niðurgreiðsla af hverjum mjólkurlítra hefði „milliliðum“ nægt hlutfallslega sama hækkun og bændum má sjá af eftirfarandi dæmum: 1982 8,17 57% 4,54 59% 1983 13,79 69% 7,82 72% 1984 16,28 18% 9,42 20% 1985 22,38 37% 13,52 44% 1986 25,96 16% 16,10 19% 1987 29,80 15% 20,23 26% 1988 37,54 26% 27,00 33% 1989 45,76 22% 33,24 23% Alls: 1246% 1778 % Ef sölusatti er bætt við „milliliðakost- Væri: Er: Smásöluv. 69,55 79,00 — niðurgr. 15,00 25,00 54,55 54,00 + sölusk. 13,64 13,50 Útsöluv. kr. 68,19 kr. 67,50 Lítum nánar á hvernig samanlagður; vinnslu-, dreifingar- og umbúðakostnað- ar ásamt smásöluálagningu hefur stöðugt hækkað umfram verð til bænda á þessum áratug. Hlutfallstölurnar (%) sýna hækkun milli ára: 1980 1981 Bændur: 3,40 5,19 53% „Milliliðir“: 1,77 2,85 61% naðinn" kemur í ljós að þótt bændur gæfu mjólkina yrði útsöluverð hennar 41,55 kr. á lítra. „Milliliðakostnaðurinn“ nam rétt rúmlega helmingi af verði til bóndans í byrjun áratugarins og væri nú 23,82 kr. ef hlutfallið væri enn hið sama og þá. Þess í stað er hann nú í ár orðinn nær 73% af verði til bóndans (33,24 kr.). Mestar hafa þessar umframhækkanir orðið á árunum 1985-1988. Framfærslu- vísitalan (verðbólgan) hefur hækkað um 1437% á þessu sama tímabili. Miðað við þá hækkun væri verð til bænda nú 52,26 kr. á lítra og „milliliðakostnaðurinn“ 27,20 kr. „Ruslatunnufóðrið" hækkað mest Fróðlegt er að sjá á hvað einstakir liðir sem mynda endanlegt útsöluverð á mjólk hafa margfaldast í verði á þessu árabili: Verð til bónda 13,5 Framfærsluvísitala 15,3 Vinnsla/dreifing 17,0 með verðtilf./verðmiðl. 19,1 Umbúðir 21,5 Smásöluálagning 17,1 Óniðurgreitt smásöluv. 15,3 Niðurgreiðslur 17,7 Smásöluverð m. sölsukatti 18,2 Athyglivert er m.a. að óniðurgreitt smásöluverð hefur hækkað sem svarar verðbólgunni. Niðurgreiðslur hafa hins vegar aðeins hækkað sem svarar hækk- unum á „milliliðakostnaðinum“ þrátt fyrir að 25% sölsukattur hafi bæst ofan á verðið. Þar af leiðir hækkun útsölu- verðs á mjólk umfram verðbólgu á tímabilinu. Enginn liður hefur þó margfaldast oftar í verði heldur en umbúðimar - sem eiga sinn þátt í sorpurðunarvandamálum og kosta nú orðið 5,17 kr. á hvem mjólkurlítra. Með umbúðum aðeins utan af þeim c.a. 40 milljónum lítra af nýmjólk sem við drekkum á ári hendum við því góðum 200 milljónum króna í ruslatunnuna sem síðan þarf að urða með ærnum tilkostnaði. Mjólk í plast- pokum - eins og t.d. er algengt í Ameríku - myndi líklega geta sparað meðalfjöslkyldunni 3-4 þús. króna út- gjöld á ári. Hvar eru hagræðingamir? Af hverju hafa svo allir „milliliðir“ (milli bónda og neytanda) hækkað bæði umfram verð til bænda og verðbólgu á þessum árum? Hvað vinnslukostnaðinn snertir tjáðu fróðir menn Tímanum að stjórnendum mjólkurbúanna hefði ekki tekist að lækka rekstrarkostnað þeirra hlutfalls- lega til jafns við þær milljónir lítra sem innvegin mjólk hefur minnkað (eins og bændum virðist þó ætlað). Deilt niður á hvern lítra unninnar mjólkur hefur rekstrarkostnaðurinn því verið að hækka. Þar á m.a. hækkandi fjármagns- kostnaður sinn hlut að máli, a.m.k. framan af áratugnum. Laun bíla- og kontóricostnaður upp Skýrsla afurðastöðvanefndar sýnir m.a. hlutfallslega skiptingu hráefnis- og rekstrarkostnaðar niður á hvern unninn lítra af mjólk á árunum 1985-1987. Athygli vekur að launakostnaður, skrif- stofu- og sölukostnaður og flutnings- kostnaður (sem allt er raunar launa- kostnaður) hefur hækkað hlutfallslega mjög mikið á þessum árum. Fjármagns- kostnaður var árið 1985 víða hærri heldur en launakostnaðurinnn, en hafði aftur á móti lækkað hjá mörgum búanna til ársins 1987. Og kaupmenn alltaf að tapa? Sffur kaupmanna um hreint tap af mjólkursölu vegná takmarkaðrar álagn- ingar er alþekkt. Til að komast taplaust frá því að taka við mjólkinni, geyma hana dagsstund og síðan að taka við greiðslu frá neytendum telja þeir 17% álagningu lágmark. Það er 8,10 kr. á lítrann miðað við núverandi verðlagn- ingu. Þá upphæð má bera saman við þær samtals 20,21 kr. á lítra sem mjólkurbúin fá fyrir að sækja mjólkina til bænda, vinna hana í mjólkurbúunum og dreifa henni síðan í verslanir um allt land - og þær 46,76 kr. sem bændur fá fyrir framleiðsluna. - HEI * ■ ' . ' . ' . ■ §§i

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.