Tíminn - 27.09.1989, Blaðsíða 14

Tíminn - 27.09.1989, Blaðsíða 14
14 Tíminn. Miðvikudagur 27. september 1989 ÚTLÖND ■■llllllllllllllillll Músin byrstir sig: Eining Júgóslavíu á fallanda fæti? Hinir róttæku leiðtogar kommúnistaflokksins í Slóveníu virðast ákveðnir í að bjóða miðstýringu landsfeðranna í Belgard byrginn. Þrátt fyrir eindregna andstöðu flokksleið- toga ríkjasambandsins, segjast Slóvenar ætla að innleiða þær breytingar á stjórnarskrá Slóveníu, á þingi nú í dag, að lýðveldinu verði frjálst að segja sig úr lögum við hina hluta Júgóslavíu, að undangengnum kosningum. FRETTAYFIRLIT JERÚSALEM Shamir, forsætisráðherra ísraels og leiðtogi Likud-bandalagsins, hafnaði í gær tillögum Egypta um beinar viðræður ísraelsm- anna og þeirra Palestínuaraba er tilnefndir yrðu af Egyptum. Shamir sagði, að féllust ísra- elsmenn á hugmyndir Egypta yrði þaö hrein uppgjöf. Shamir sagði ríka nauðsyn bera til að ekki yrði hvikað frá hugmynd- um um kosningar á hernumdu svæðunum, þar sem kjörnir yrðu fulltrúar Palestínumanna til viðræðna. Rabin, varnar- málaráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, lýsti sig hins vegar hlynntan tillögum Mubaraks Egyptalandsforseta í síðustu viku og stefnir því í stjórnarkreppu í ísrael. Þjóð- legi trúarflokkurinn, er einnig á sæti í stjórn Shamirs, hefur sett fram málamiðlunartillögu um að ísraelsmenn hafni hin- um tíliða tillögum Mubaraks en samþykki hins vegar að ræða við þá Palestínumenn er Eg- yptar tilnefni. brussel”á undi sér- fræðinga frá 24 ríkjum, er hald- inn er til að skipuleggja vest- ræna aðstoð við umbætur eystra, mæltu fulltrúar Efna- hagsbandalagsins í gær fyrir rúmlega 300 milljóna dala neyðarhjálp, Pólverjum og Ungverjum til handa, er eink- um skuli varið til uppbyggingar í landbúnaði.til eflingar opnu markaðskerfi og til mengunar- varna. EBE hét á fulltrúa ann- arra landa, er viðstaddir voru, að sýna af sér sams konar rausnarskap. Jacques Delors, formaður Evrópunefndarinnar, varaði þó við hjali um stórfellda Marshall-aðstoð við Austur- Evrópu er ekki væri grundvöll- ur fyrir. WASHINGTON Forsvar- menn PLO-samtakanna hafa undanfarið látið á sér skilja að Arafat, leiðtogi samtakanna, hygðist sækja um vegabréfs- áritun til Bandaríkjanna til aö ávarpa allsherjarþing S.Þ. Sögusagnir þessar urðu til þess að 68 öldungadeildar- þingmenn af 100 hafa nú sent Baker utanríksiráðherra bréf og ráðið honum frá að veita Arafat áritun til landsins. Segja þingmennirnir Arafat hafa gengið á bak orða sinna, frá því í desember sl„ að viður- kenna tilverurétt Israelsríkis og fordæma hryðjuverkastarfs- semi, RÓM - ítalska lögreglan hef- ur látið lausan Khalid Birawi Thamer, 29 ára Jórdaníumann er arunaður er um aðild að hryðjuverkasamtökum Abu Nidal, sökum skorts á sönnun- um. Thamer var handtekinn í •aðgerðum gegn Rauðu her- deildunum ítölsku hinn 6. sept- ember sl. Lögregluyfirvöld hafa neitað frétt bresks dagblaðs, er hélt því fram um helgina að Thamer væri grunaður um að hafa komið sprengju þeirri fyrir er grandaði farþegaþotu Pan Am yfir Skotlandi í desember. NEWYORK 3ush Banda- ríkjaforseti er með vinsælasta móti meðal þegna sinna, ef marka má könnun er stórblaðið New York Times gekkst fyrir nýverið, í samvinnu við CBS- sjónvarpsstöðina. 69% að- spurðra voru ánægð með frammistöðu forsetans í em- bætti, 8% lýstu sig óánægð. Dan Quale varaforseti bar öllu skarðari hlut frá borði. Aðeins 13 % voru honum hliðholl, 19% mótfaliin honum en 45 % kváðust ekki þekkja nægjan- lega til mannsins. WASHINGÍÖN Marlin Fitzwater, talsmaður Hvíta Hússins, sagði í gær að Bush forseti væri harla ánægður með tilboö Sovétmanna um algjöra eyðingu efnavopna. Ummæli Shevardnadzes utan- rikisráðherra sýndu að Wash- ington og Moskva væru á sömu bylgjulengd. „Svar Sov- étmanna gefur góða von. Svo virðist sem viö stefnum báðir að sama marki, við verðum aðeins að koma okkur saman um leiðir og tímasetningu," sagði Fitzwater Undanfarið hefur Jógóslavía siglt mikinn andbyr í stjórnsýslu- og efna- hagslegu tilliti. Lífskjör hinna 23 milljóna íbúa eru bág og verðbólgan hefur ætt áfram, svo mjög að stappar nú nærri900% ársgrundvelli. Landið er ríkjasamband 6 lýðvelda, myndað eftir heimstyrjöldina fyrri, og grunnt á tortryggni og óvild , bræðraríkj- anna í millum. Róstur hafa verið algengar undanfarið, einkum þó með albanska þjóðarbrotinu f Kos- ovo í suðurhluta landsins. Ókyrrð Slóveníu í ríkjasambandinu byggir þó á gömlum merg, einkum áratuga- löngum metingi við Serbíu, stærsta lýðveldið í Júgóslavíu er telur 9 milljónir íbúa. Þykir Slóvenum sem Serbar ætli sér helsti stóran hlut í Auki arabaríkin ekki matvæla- framleiðslu sína stórlega á næstu árum, mun hungur sverfa að þriðj- ungi íbúanna. Þetta eru niðurstöður fundar, er arabaríki og ýmis samtök stóðu að í í Damaskus til að ræða framtíðar- horfur í afkomu og þróun Mið-Aust- urlanda. Fundurinn var haldinn und- ir forsæti Abdel-Quader Qaddoura, forseta sýrlenska þingsins, og lauk honum í fyrradag. Qaddoura tók hveitinotkun Mið- Austurlanda sem dæmi og sagði Sovétmenn láta ekki eiga lengi hjá sér þessa dagana. í gærfærði Eduard Shevardnadze, utanríkisráðherra Gorbachevs, Bandaríkjamönnum svar Sovétmanna við dagsgömlum tillögum Bush um 80% niðurskurð efnavopna, og kvað þá reiðubúna að eyða öllum efnavopnabirgðum sínum, ef Bandaríkjamenn gerðu slíkt hið sama. Svartillögur Sovétmanna, er birtar voru í ræðu er Shevardnadze ætlar Allsherjarþingi S.Þ., voru í nokkr- um liðum og voru þessir helstir: 1. Allri framleiðslu efnavopna verði hætt, svo sem Sovétmenn þykjast þegar hafa gert. 2. Banna notkun slíkra vopna undir sérhverjum kringumstæðum. 3. Koma á ströngu eftirliti með framleiðslubanninu og eyðingu efna- vopna. Tillögur þessar ná einnig til eyð- ingar og framleiðslubanns svo- nefndra tvíþættra vopna, er samsett eru úr tveimur efnum, er hvort um sig er óskaðlegt, en verða hinir mestu ógnvaldar er þeim er blandað stjóm sambandsríkisins og gangi á rétt Slóveníu, sem einna best þykir standa í efnalegu tilliti og þykir því sem hinir fátækari hlutar landsins sjúgi sér blóð. Þá taldist Slóvenía til keisaradæmis hins austurríska Franz Jóseps, allt til 1918, og vestrænna áhrifa gætir þar mjög, enda á lýð- veldið landamæri að Austurríki og Ítalíu. Það hefur verið stjóminni í Belgrad mikill þyrnir í augum, að aðrir flokkar hafa verið leyfðir í Slóveníu, er hafa það helst að mark- miði að bola Kommúnistum frá í þingkosningum á næsta ári. Mjög ólíklegt má telja að þær tvær milljónir, erSlóveníu byggja, fengju staðið undir sjálfstæðu ríki, enda em Slóvenar háðir nágrönnum sín- hana mundu nema 49 milljónum tonna um næstu aldamót, en saman- lögð framleiðsla sé áætluð 28 millj- ónir tonna. Innflutningur mundi éta upp dýrmætan gjaldeyrisforða og hamla með því framförum og upp- byggingu. Quaddoura sagði einu lausnina þá, að arabaríkin legðust á eitt og samhæfðu krafta sína í fram- leiðslu- og markaðsmálum. Þjóðirn- ar hafi allt til að bera; landrými, mannafla og fjármuni. Búist er við að íbúum Mið-Austurlanda fjölgi úr 200 milljónum upp í 300 milljónir fram að næstu aldamótum. saman. Talið er að Bandaríkjantenn eigi um 30.000 tonn efnavopna en Sovét- menn segjast sjálfir eiga 50.000 tonn. Frá mótmælum ■ Kosovo. um um ýmis hráefni og lífskjör eru lág á vestur-evrópska mælikvarða. Hinir róttæku leiðtogar Slóvena hafa enda lýst því yfir, að hin fyrirhugaða Nokkrir vestrænir sérfræðingar leiða þó getum að því að Rauði herinn lumi á allt að 300.000 tonnum í vopnabúri sínu. stjómarskrárbreyting verði einvörð- ungu varnagli og vörn gegn yfirgangi annarra lýðvelda landsins. Norðmenn boða til ráðstefnu Norðmenn bollaleggja nú að bjóða fulltrúum 34 ríkja til ráð- stefnu um umhverfismengun er haldin verður í Björgvin næsta vor. Verður hún skipulögð í samráði við Evrópudeild efna- hagsnefndar Sameinuðu þjóð- anna, með þátttöku fulltrúa Austur- og Vestur-Evrópuríkja, auk Bandaríkjamanna og Kan- adabúa. Einnig verða áheyrnar- fulltrúar frá löndum þriðja heims- ins viðstaddir, er rædd verða áhrif umhverfismengunar á þró- unarríki og aukin aðstoð iðnríkja til umhverfísverndar í fátækum ríkjum. Þegarhefurveriðhaldinn undirbúningsfundur þar sem norskir fulltrúar ítrekuðu tillögur sínar að stofnun alþjóðlegs sjóðs til varnar loftmengun. Markmið ráðstefnunnar verð- ur að móta sameiginlega stefnu í mengunarvörnum og marka slík- um vörnum föst tímamörk. Hungurvofan við dyr arabaþjóða Auschwitz enn: Fornum rústum bylt ísraelska útvarpið skýrði frá því í gær, að öfgamenn úr hópi gyðinga hefðu gert alvöru úr ítrekuðum hótunum sínum og unnið skemmd- arverk á fornum rústum rómversks karmelítaklausturs í Haifa í ísrael. Niðurrifsstarfsemi þessi virðist hafa verið vel skipulögð og stendur vart steinn yfir steini í rústum hins forna klausturs. Formælandi karm- elítareglunnar í Rómaborg harm- aði atburðina í Haifa og sagði hefndarráðstafanir gyðinga koma niður þar sem síst skyldi. Reglan hefði ávallt verið andsnúin veru hinna sautján systra f Auschwitz og hefði ítrekað farið þess á leit að þær yfirgæfu klaustrið þar. Væri því bakari hengdur fyrir smið ér fornleifarannsóknum reglunnar í Haifa væri hleypt upp með slíkum hætti. Reglan ■ leyndi fréttum af hermdarverkunum í rúman viku- tíma til að þær spilltu ekki fyrir samningaumleitunum, er staðið hafa yfir til skamms tíma. Ákveðið hefur verið að nunn- urnar fái inni í samtrúarlegri bæna- miðstöð er Vatikanið í Róm hyggst fjármagna. Þær sitja þó sem fastast í Auschwitz uns byggingunni er lokið. Shevardnaze svarar Bush: Sovétmenn reiðubúnir að eyða öllum ef navopnum! Munu efnavopn senn heyra sögunni til? Umhverfismál:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.