Tíminn - 27.09.1989, Side 13

Tíminn - 27.09.1989, Side 13
Miðvikudagur 27. september 1989 Tíminn 13 GLETTUR Þetta er ekki jafnþægilegt, - en miklu ódýrara ... - Ég er svolítið hikandi við að sýna frúnni nýjasta lúxus-módelið okkar, því að nágrannakonan sagði, að þú hefðir áreiðanlega ekki ráð á að kaupa þér svo dýra hrærivél... Hugsaðu þér, Helena mín... ég hef lést um 10 pund! Ed Asner og Madeline Kahn Yesterday“. Fædd leika nú á Broadway „Born Áreiðanlega muna margir eftir myndinni „Fædd í gær“ (Born Yesterday) með Judy Holliday og Broderick Crawford, en það er um það bil aldarfjórðungur síðan myndin var sýnd hér á landi og víðar. Nú hefur leikritið, sem myndin var gerð eftir, verið sett upp á ný og það eru þau Ed Asner og Madeline Kahn, sem eru í aðalhlutverkunum. Ed Asner leikur skransal- ann sem hefur orðið milljóna- mæringur á ýmsum skugga- legum viðskiptum, og hann trúir því að hægt sé að kaupa alla hluti fyrir peninga, - líka ást. Heimsku ljóskuna leikur Tveir skallakóngar samgleðjast „Skallakóngi heims“. SKALLA- KÓNGAR MÆTAST Handarkoss þykir enn mjög rómantísk og viðeig- andi kveðja í Evrópu, t.d. Frakklandi og Spáni og víðar, - en koss á kollinn er vissu- lega óvenjulegri. Hér sjáum við þó á meðfylgjandi mynd hvar tveir bálsköllóttir herra- menn kyssa á glansandi skalla keppinautar síns sem var sig- urvegari í fjölmennri skalla- keppni. Fegurðarsamkeppni sköll- óttra, þar sem kosinn var „Skallakóngur heims“ var nýlega haldin í Vestur-Þýska- landi á vegum „Félags v- þýskra skalla". Þar var sigur- vegari Jean-Marie Herbeit, 24 ára Svisslendingur, sem ekki hafði eitt hár á höfði sér. Ekki hefði hinn víðfrægi Adamson komist þarna í úrs- lit í keppninni, því að hann hafði þó þrjú hár á höfðinu, en þarna þurfti ekki nema eitt einasta hár til þess að keppandi kæmist ekki í úrslit. Næsta samkoma sköllóttra á að vera nokkurs konar píla- grímsferð til frönsku borgar- innar Villechauve, sem þýðir víst orðrétt „Skalla-borg“ Judy Holliday og Broderíck Crawford voru líka sannfærandi fyrir 25 árum í hlutverkum sínum sem skransalinn og vinkona hans. 4» Madeline Kahn og hún fer á fólksins, en á námskeiðinu námskeið í mannasiðum og kynnist hún öðruvísi lífi en framkomu til að geta verið til hún var vön og fer að endur- sóma í samkvæmislífi fína meta stöðu sína. Þau hittust í Washington: Fegurðar- drottningin ■ ■ og songvarinn Fegursta kona Sovétríkj- anna, eða „Ungfrú USSR“, er hin 17 ára Yulia Sukha- nova. Hún var nýlega á ferð í Washington og þá var henni boðið að sjá það markverð- asta í höfuðborginni. Þar á meðal fór hún í leikhúsið og er meðfylgjandi mynd tekin af henni eftir leiksýninguna með söngvaranum og leikar- anum Sting, en hann var í aðalhlutverkinu í sýningunni. Þau taka sig vel út, en Sting er þó 20 árum eldri en fegurð- ardrottningin. Það var Brecht-leikritið „Drei Groschen Oper“ (Tú- skildings-óperan var sýningin kölluð á íslandi) með lögum eftir Kurt Weill sem þarna var á fjölunum. Eins og fyrr segir var Sting í aðalhlutverk- inu og þótti standa sig með ágætum. y» ' * „Ungfrú USSR“, Yulia Sukhanova, söngvaranum Sting. í góðu yfirlæti með

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.