Tíminn - 30.09.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.09.1989, Blaðsíða 4
4 Tírainn Laugardagur 30. september 1989 LANDSPITALINN Eldhús Vífilsstaðaspítala auglýsir eftir MATARTÆKNI til framtíðarstarfa. Staðan er laus nú þegar. Um er að ræða 80-100% starf þar sem vinnutími er frá kl. 7.30 til 15.30. í starfinu felst m.a. almenn matreiðsla og matreiðsla á sérfæði. Skilyrði er að umsækjandi hafi matar- tæknapróf. Einnig vantarSTARFSMANN í 60-100% vinnu frá október til frambúðar. Vinnutími er frá kl. 7.30 til 15.30. Um öll almenn störf í eldhúsi er að ræða. Upplýsingar um ofangreind störf gefur Friðgerður Guðnadóttir í síma 60 2805. Umsóknir sendist Eldhúsi Vífilsstaða. RÍKISSPÍTALAR Atvinnutryggingasjóður útflutningsgreina Rauðarárstíg 25, 105 Reykjavík ORÐSENDING Loka skilafrestur umsókna um lán hjá sjóðnum er 31. desember 1989. Umsóknir sem berast eftir 30. september 1989 fá ekki afgreiðslu á þessu ári. Þá vill sjóðurinn benda þeim á sem hafa fengið lánsloforð frá sjóðnum að þau falla úr gildi þremur mánuðum frá samþykkt hafi nauðsynleg gögn ekki borist sjóðnum fyrir þann tíma. Stjórn sjóðsins !f| Frá Borgarskipulagi !§! Reykjavíkur Reitir 1.130.2 og 1.131 markast af Mýrargötu að norðan, Seljavegi að vestan, Nýlendugötu að sunnan og Ægisgötu að austan. í samræmi við samþykkt skipulagsnefndar 14. ágúst s.l. er að hefjast deiliskipulagsvinna á þessum reitum. Þeir sem vilja leita sér upplýsinga eða koma á framfæri ábendingum hafi samband við Ólaf Halldórsson deildarstjóra hjá Borgarskipulagi Borgartúni 3 eða Guðmund Gunnarsson hjá Arkitektaþjónustunni sf. Hellusundi 3 Reykjavík. !#f Borgarskipulag - '1' Borgarverkfræðingur Reitur 1.171.0 markast af Laugavegi, Ingólfs- stræti, Hverfisgötu og Smiðjustíg. Deiliskipulag reitsins var auglýst frá 6. janúar til 17. febrúar 1988. Fram er komin tillaga að bílageymsluhúsi á lóðinni Hverfisgötu 20 en skipulagstillagan er að öðru leyti óbreytt. Tillagan er til kynningar hjá Borgarskipulagi Borgartúni 3 og hjá Borgarverk- fræðingi Skúlatúni 2 næstu 4 vikur eða til og með 27. okt. n.k. Slys gera ekki boð á undan sér! ssr yUMFERÐAR RÁÐ Hrossabænduróttast aðónóg sé afsérstökum hrossumtilslátrunarfyrir Japansmarkað: Fitusprengdar hrossa- pístólur hráar í Japani „Við óttumst að takist ekki að útvega fitusprengt kjöt fyrir Japansmarkaðinn þá verði það til þess að við höldum honum ekki. Við verðum að geta staðið við það sem við lofuðum þeim; að senda til þeirra eingöngu fitusprengt kjöt. Ef fleiri en 10% sláturhrossa hafa ófitusprengt kjöt óttumst við að sláturleyfishafar taki hið ófitusprengda kjöt í umboðssölu og við þannig orðið ófærir um að tryggja greiðslur til bænda eftir því sem lofað hefur verið, nema af því einu sem fer í útflutninginn,“ sagði Halldór Gunnarsson formaður Félags hrossabænda. Halldór sagði að náðst hefði góður samningur við Japani um kaup á svonefndum pístólum sem eru læri og hryggvöðvar folalda. Þegar væru farnar í flugi þrjár sendingar af þessu kjöti, alls rúm ellefu tonn og verið um þessar mundir að slátra í þá fjórðu. Hann sagði að það kjöt sem Japanir sæktust eftir væri svonefnt fitusprengt kjöt sem þeir snæddu hrátt. f fitusprengdu kjöti væri fitan af náttúrunnar völdum búin að sprengja sig inn í kjötvöðvann og sæist því aðeins þegar búið væri að slátra. Hún væri þá inni í vöðvunum í stað þess að liggja í lögum utan á þeim. Til að uppfylla óskir Japana hefðu einungis verið valin feit hross handa þeim því þannig hefðu menn talið að allt að 90% hrossanna væru með fitusprengt kjöt. Þetta hefði hins vegar ekki reynst svo. Auk þess hefði komið í ljós að misjafnt væri eftir landsvæðum að hve miklu leyti hross væru fitu- sprengd og hefði næstum 100% hrossa úr Húnaþingi sem slátrað hafi verið, haft fitusprengda vöðva með- an hlutfallið hefði reynst mun lægra í hrossum úr t.d. Skagafirði og Borgarfirði. Hann sagði að verðið sem fyrir fitusprengda kjötið fengist á Japans- markaði væri mjög gott, eða rúmir fimm BNA-dalir á kíló og miklu hærra en markaðsverð á hrossakjöti væri í Japan og um hundrað krónum hærra en fengist á innlenda mark- aðnum. Ástæða þess væri einmitt sú að það væri fitusprengt. Fram hefur komið að það verð sem Japanir greiða fyrir hrossakjötið er nokkru lægra en sem flutnings- kostnaði þangað nemur. En er þá ekki bullandi tap á þessum viðskipt- um? „Út frá þessu neytendasjónarmiði sem segir að enginn hagnaður sé af því að flytja út má segja sem svo. En hér verður til þess að líta að við erum hér að ná verðhlutfalli sem áður hefur ekki þekkst í neinum kjöt- eða landbúnaðarútflutningi. Ef einhverjir eru að gera kröfur til þess í alvöru að hægt sé að flytja út án þess að niðurgreiða þá er það óraun- hæft. Hinn kosturinn er sá að fá menn til að framleiða sem minnst án allra niðurgreiðslna og dreifa því sem ekki gengur út innanlands á erlendum markaði með undirboðum en af slíku ræðst markaðsverð þess- ara vara í heiminum nú. Það er langt í frá að við getum keppt við þetta án niðurgreiðslna. Þetta er hins vegar það hæsta sem við höfum komist, með því að hafa algerlega sérstaka afurð,“ sagði Halldór Gunnarsson formaður Félags hrossabænda. -sá MBF* vwÉN w * '•dm Aðstandendur og leikarar í sýningu L.A. á „Húsi Bemörðu Alba“, sem frumsýnd verður 14. október n.k. HÍÁ, Akureyri Akureyri: Vetrardagskrá Leikfélagsins HÍÁ, Akureyri Nú eru æfingar í fullum gangi á fyrsta verkefni leikársins hjá Leik- félagi Akureyrar og er fyrsta frum- sýning áætluð 14. október n.k. Vetrardagskráin samanstendur af einu erlendu verki og þremur ís- lenskum og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Fyrsta verkefnið, sem frumsýnt verður 14. október, er „Hús Bem- örðu Alba“ eftir spænska þjóðskáld- ið Federico Garcia Lorca, í leik- stjórn Þórunnar Sigurðardóttur. Einar Bragi þýddi verkið, leikmynd og búningar eru eftir Charlotte Clason, Ingvar Björnsson hannar lýsingu og um tónlistarflutning sér Pétur Jónasson. „Hús Bernörðu Alba“ greinir frá ekkjunni Bemörðu, dætrum hennar, vinnukonum og fleiri Evudætrum, en alls eru um 15 hlutverk í sýning- unni, öll skipuð konum. Verkið er óður til freisis og ástar, en miklar tilfinningar eru mjög ríkjandi í skáldskap Lorca. Á annan dag jóla verður frumsýnt nýtt barna- og fjölskylduleikrit eftir Kristínu og Iðunni Steinsdætur, í leikstjórn Andrésar Sigurvinssonar. Þetta er bráðfjörugt og fyndið leikrit sem gerist á islandi og fjallar öðrum þræði um ýmis vandamál sem uppá geta komið með tilkomu erlendra flóttamanna til landsins. í verkinu fléttast saman hversdagsleiki og ævintýraheimur þar sem allt getur gerst. 10. febrúar verður frumsýnt verk eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur sem ber heitið „Heill sé þér þorskur“. Þetta er leikrit um sjómenn og sjómennsku, að megninu til unnið uppúr smásögu eftir Jónas Árnason, er heitir Grafhýsið. Þar segir frá gömlum sjómanni sem ætlar að smíða sér grafhýsi og er draumur hans og takmark að það verði stærra en grafhýsi útgerðarmannsins. f verkinu blandast saman gaman og alvara og leitast er við að kalla fram ósvikna íslenska sjómannastemmn- ingu í sem fjölbreytilegustum myndum. Lokaverkefni leikársins er ný leik- gerð Böðvars Guðmundssonar unn- in upp úr endurminningabókum Tryggva Emilssonar, „Fátækt fólk“ og „Baráttan um brauðið", og mun Þráinn Karlsson leikstýra verkinu. Hér er um mjög viðamikið verk að ræða sem Böðvar hefur samið sér- staklega fyrir Leikfélag Akureyrar og er frumsýning áætluð um mán- aðamótin mars/apríl. í leikritinu er atburðum bókanna fylgt, allt frá árinu 1914 til 1933, og þar rakin uppvaxtarár Tryggva í Eyjafirði. Lýst baráttu við fátækt, harðræði, sj úkdóma og misrétti. Þar segir einn- ig frá upphafi skipulagðrar verka- lýðsbaráttu á Akureyri og nágrenni og átökum smælingja við valda- menn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.