Tíminn - 30.09.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.09.1989, Blaðsíða 5
Laugardagur 30. september 1989 Tíminn 5 Verulegarvaxtahækkanireinkabankaog sparisjóöa komu seöiabankamönnum í opnaskjöldu í gær: Verður níundu grein beitt á vaxtahækkun? Stjórn Seðlabankans, algerlega að óvöru, tilkynntu einka- bankar og sparisjóðir um veruiega nafnvaxtahækkun í gærdag. Ríkisbankarnir héldu hinsvegar að sér höndum og hyggjasi ekki hækka vexti. Vaxtabreytingadagur er á mán- udag og munu tilkynntar hækkanir bankastjórna bankanna þá taka gildi. Um er að ræða hækkun nafnvaxta um 5 prósentustig á óverðtryggðar fjárskuldbindingai. eða sern svarar til allt að 20% hækkunar. Stjóm Seðlabankans fór fram á það með formlegum hætti í gær að bankarnir tækju hækkanir þessar til endurskoðunar. Samkvæmt heimild- um Tímans voru viðbrögð við þess- ari beiðni frekar dræm. Boðaðir hafa verið fundir í bankastjóm og bankaráði Seðlabanka vegna þessa máls. Bankastjórn kemur saman á mánudag og bankaráð á þriðjudag. „Að mínu viti getur komið til þess að beita verði níundu grein Seðla- bankalaganna," sagði Tómas Árna- son seðlabankastjóri í samtali við Tímann í gærkvöld. „Þaö er einn af þeim kostum sem hægt er að grípa til, en óvíst er að þess þurfi,“ sagði Tómas Níunda grein Seðlabankalaganna heimilar ákvörðun hámarksvaxta á hverjum tíma. Þessu ákvæði hefur ekki verið beitt fyrr enda nýlega komið inn í lögin, sem frægt er. Komi til þess að níundu greininni verði beitt, þarf Seðlabanki að afla formlegs samþykkis viðskiptaráð- herra og ber ráðherra að hafa náið samráð við bankaráð Seðlabankans um málið. Að þessum skilyrðum uppfylltum getur bankinn auglýst hámarksvexti í Lögbirtingarblaði. Aðdragand þess að Seðlabanki geti gripið inn vaxtahækkanir er nokkrir dagar, eða þar til auglýsing birtist. Þetta hafa ýmsir gagnrýnt, t.d. Tómas Árnason. Hann hefur bent á það opinberlega að bankan- um sé ekki gert kleift að grípa inn í með snöggum hætti eins og nú þyrfti, að mati bankastjórnar Seðla- banka. Tómas hefur bent á að til- kynningar bankanna berist stuttu fyrir vaxtabreytingardag og þá sé erfitt að beita þeim vinnubrögðum sem þurfi. Sér í lagi verði þetta erfitt þegar helgi kemur inn í eins og nú, og menn tvístraðir um allt. „Við settum okkur í samband við Jóhannes Nordal seðlabankastjóra og Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra vegna þessa máls og þeir voru sam- mála um að vaxtahækkun ætti ekki rétt á sér að svo komnu máli,“ sagði Tómas. Að hans sögn telja Jóhannes og Jón að rétt sé að bíða næstu vísitölumælingar og kanna þá hvort verðbólga hefur hækkað. Talaðir þú sjálfur við Jóhannes Nordal? „Já,“ svaraði Tómas. Sagði hann klárt nei við þeirri hækkun sem fram er komin? „Það má segja það.“ Afstaða Tómasar er sú sama og Jóhannesar og viðskiptaráðherra. Raunar segir Tómas að einhugur ríki um þetta má! í bankastjórn Seðlabanka. “Ég tel eðlilegt, eftir atvikum, að halda vöxtum óbreytt- um og sjá hvað gerist.“ Þær ástæður sem bankastjórnir bankanna gáfu fyrir þessari óvæntu vaxtahækkun, eru aðallega tvær. í fyrsta lagi að sumir þessara banka hafa verið með heldur lægri vexti en ríkisbankarnir um nokkurt skeið, sérstaklega hvað varðar víxla. Og nú telja bankarnir sig þurfa að hækka meira til að ná upp þeim mun. Önnur ástæða sem tilgreind hefur verið, er að verðbólga sé meiri en menn áttu von á. Svo dæmi sé tekið af vaxtahækkun einkabankanna og sparisjóðanna má nefna víxilvexti. Alþýðubanki hækkar úr 24% í 29%, Iðnaðarbanki hækkar úr 26% í 29%, Samvinnubanki hækkar úr 26% í 29%, sparisjóðir hækka úr 25,5% í 28,5% Utvegsbanki hækkar úr 26% í 29% og Verslunarbanki hækkar úr 24,5% í 29%. -ES Verður níundu grein Seðlabanka- laga beitt, í fyrsta skipti, til að slá á vaxtahækkun? Um 50% stúdenta sem hefja nám í háskólanum Ijúka því ekki. Stúdentar frá fjölbrautaskólunum hætta frekar námi en nemar frá menntaskólunum: Er ekkert að marka einkunnirfráFB? Friðrik H. Jónsson, sem hefur unnið könnun á námsgengi og frá- hvarfi í Háskóla íslands, segir að í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti séu gefnar óeðlilega háar einkunnir. Þessu mótmælir Stefán Benedikts- son aðstoðarskólameistari Fjöl- brautaskólans í Breiðholti og bendir á að einkunnir nemenda í háskólan- um sýni annað. Stúdentar úr FB eru með næstbestu meðaleinkunn í HÍ af öllum framhaldsskólum landsins. Kennslumálanefnd háskólaráðs hefur sent frá sér könnun á náms- gengi og fráhvarfi í Háskóla íslands. Margt vekur þar athygli. Könnunin er athugun á því hvað varð um alla þá stúdenta sem innrituðust í Há- skóla íslands árið 1982. Það ár innrituðust 1177 nemendur í skólann. Af þeim höfðu 47% horfið frá námi sumarið 1988, 36% höfðu lokið námi og 17% voru enn í námi og líklegir til að ljúka því. Skýrsluhöfundar segja að ekki sé ástæða til að ætla að hlutfall þeirra sem hverfa frá námi sem mikið hærra í HÍ en í erlendum háskólum sem sumir hverjir velja nemendur tii sín. í HÍ geta allir sem vilja og hafa lokið stúdentsprófi, hafið nám. Einna mesta athygli í skýrslunni vekur athugun á námsgengi eftir framhaldsskólum. Fram kemur merkjanlegur mismunur milli fjöl- brautaskólanna og menntaskólanna. Rétt um 50% nemenda í Mennta- skólunum á Akureyri, Reykjavík og Laugarvatni luku því námi sem þeir hófu í HÍ haustið 1982. Hins vegar luku námi innan við 30% stúdenta sem komu frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, Fjölbrautaskólanum í Ármúla og Flensborgarskóla. Verst kom þó Menntaskólinn á ísafirði út en aðeins 16,7% stúdenta luku námi frá háskólanum. Vert er þó að taka fram að aðeins 6 stúdentar hófu nám í HÍ frá þeim skóla. Tfminn náði tali af Hafsteini Stef- ánssyni skólastjóra Fjölbrautaskól- ans í Ármúla og spurði hann hvaða skýringu hann hefði á útkomu sinna nemenda í könnuninni. Hafsteinn sagði að árið 1982, sem er viðmiðunarár könnunarinnar, hefði FÁ verið í nánum tengslum við Kennaraháskóla íslands og að flestir nemendur sem útskrifuðust úr FÁ hafi þá farið í frekara nám í Kenn- araháskólanum. Hafsteinn sagði að þetta sjáist best á því að aðeins einn nemandi sem útskrifaðist frá skólan- um 1982 hafi innritað sig í háskólann og að í könnuninni séu aðeins 19 nemendur frá FÁ. Nám í skólanum hafi því alls ekki verið miðað við að undirbúa nemendur undir nám í háskólanum. Hafsteinn benti hins vegar á að allt nám í menntaskólunum sé miðað við að nemendur haldi áfram námi í háskólanum. Nám í fjölbrauta- skólunum sé hins vegar miklu fjöl- breyttara og miði að því að undirbúa nemendur undir nám í hinum ólík- ustu skólum. Einnig sé stór hluti námsins miðaður við að nemendur geti hafið störf úti í atvinnulífinu. Nemendur frá fjölbrautaskólunum væru því með mjög mismunandi undirbúning undir háskólanám. Ekki væri víst að sá undirbúningur hentaði í öllum tilfellum undir nám í HÍ þó að það hentaði mjög vel á ýmsum öðrum sviðum. Hafsteinn vildi einnig vekja sér- staka athygli á því að þegar nemend- urnir sem könnunin nær til voru við nám í framhaldsskólunum, höfðu margir þessara skóla nýlega hafið starfsemi. Skólamir hafi verið í mót- un og kennarar við skólana hafi í sumum tilfellum verið að hefja kennslu í framhaldsskólum. Það væri því ekki óeðlilegt að þessir nemendur hefðu eitthvað lakari undirbúning en nemendur í skólum sem eiga að baki margra áratuga starfsemi. Það vekur nokkra athygli að nem- endur í Fjölbrautaskólanum í Breið- holti eru með næstbestu meðaleink- unn af öllum skólunum en nemendur úr skólanum endast samt ekkert mjög vel við nám í háskólanum. Friðrik H. Jónsson sem vann könnunina sagðist telja að það væri ekki að marka þessa meðaleinkunn hjá FB og að kennarar þar gæfu nemendum einkunn eftir öðrum forsendum en ýmsir aðrir skólar gerðu. í fréttatilkynningu frá kennslumálanefnd segir: „Það kann að mega lesa úr henni eitthvað í þá veru að skólar gefi nemendum stundum villandi vitnisburð eða hug- myndir um sjálfa sig, sem verði síðan til þess að þeir reyni fyrir sér í háskólanámi sem þeir eiga ekkert erindi í.“ Stefán Benediktsson aðstoðar- skólameistari í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti sagði að í sínum skóla hefði verið gefin einkunn í bókstöf- um þegar könnunin var gerð. Höf- undar skýrslunnar hefðu því orðið að breyta þeim í tölustafi sem gæti hafa skekkt niðurstöðuna. „Ég vil hins vega vekja athygli á því að stúdentar úr FB eru með mjög góðar einkunnir eftir að þeir koma í há- skólann. Það kemur mjög skýrt fram í könnuninni að okkar nemendur eru með einkunnir langt yfir meðal- tali og er þar alveg sama hvort litið er á þá sem ljúka námi eða hætta námi. Við erum enn í öðru sæti eftir að upp í háskóla kemur þannig að þessi fullyrðing Friðriks stenst alls ekki. Ef menn vilja endilega standa í þessum samanburði milli skóla þá má benda á að stúdenta úr FB eru með allnokkru hærri einkunnir í HÍ en nemendur úr Menntaskólanum í Reykjavík. Hvað segir sá saman- burður okkur?" spurði Stefán að lokum. - EÓ Breyting í Seljahlíð Fyrir borgarráði liggur nú beiðni frá vistheimilinu Seljahlíð, sem er vistheimili fyrir aldraða, um að breyta heimilinu að hluta í hjúkrunarheimili. Óskað ereftir því að opnuð verði hjúkrunar- deild með þrettán rúmum. - sá Iðnrekendur staurblankir Borgarráð hafnaði á síðasta fundi sínum beiðni frá Félagi íslenskra iðnrekenda um að borg- in veitti þeim styrk vegna íslensku daganna sem iðnrekendur stóðu fyrir í Miklagarði og Kaupstað í Mjódd fyrir nokkrum vikum. Iðnrekendur fóru fram á að borgin felldi niður leigu á pöllum, hljómflutningskerfi og ýmsum búnaði sem þeir höfðu fengið lánaðan hjá borginni þá daga sem íslensku dagarnir stóðu yfir. Borgarráðsmenn voru sam- mála um að kynningarátakið hefði verið hið þarfasta en undr- uðust blankheit iðnrekenda og óforsjáini og nær hefði þeim verið að athuga að sækja um styrk til kynningarátaksins áður en farið var af stað með það. Það mun vera föst vinnuregla hjá borginni að innheimta jafnan leigu fyrir hljóðkerfi, palla og annan búnað sem hún á og leigir út. Hins vegar er altítt að hún veiti styrki til samtaka sem fá þennan búnað leigðan, sé sótt um hann fyrirfram. Styrkurinn nægir þá gjarnan til þess að greiða leigu fyrir græjumar. - sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.