Tíminn - 30.09.1989, Blaðsíða 12

Tíminn - 30.09.1989, Blaðsíða 12
2 4 Tíminn Laugardagur 30. september 1989 ÁRNAÐ HEILLA llllllllllllllll lllllllll Aldarminning ívar ívarsson kaupfélagsstjóri Þann 25. september s.l. hefði ívar ívarsson kaupfélagsstjóri eða ívar í Kirkjuhvammi eins og hann var yfirleitt kallaður, orðið hundrað ára. Hann lést fyrir réttum fimmtán árum, í september 1974, þá tæplega 85 ára gamall. ívar var fæddur í Kirkjuhvammi á Rauðasandi þann 25. september 1889, sonur ívars Magnússonar bónda þar og Rósu Benjamínsdóttur konu hans. Hann tók við búi í Kirkjuhvammi árið 1930 og bjó þar til dauðadags. Á þeim eitt hundrað árum sem fiðin eru síðan Ivar í Kirkjuhvammi fæddist hefur íslenskt þjóðfélag gengið í gegnum einhverjar þær stórfelldustu breytingar sem átt hafa sér stað í sögu landsins. Þrátt fyrir að tæknibyltingar nútímans yllu eng- um straumhvörfum í búskaparhátt- um í Kirkjuhvammi, enda þau syst- kinin orðið roskið fólk þegar þeirra fór að gæta, þá var ívar þeim mun virkari þátttakandi og vaskari liðs- maður í hinum félagslegu byltingum. Stærstan hluta sinnar löngu starfs- ævi starfaði fvar á einn eða annan hátt fyrir samvinnuhreyfinguna. Hann var í þrjá áratugi eða til dauðadags kaupfélagsstjóri eins minnsta kaupfélags í landinu, Kaup- félag Rauðasands á Hvalskeri. Þótt svo að hann væri fulltrúi eins minnsta kaupfélags á aðalfundum Sambands- ins þá vakti hann ósjaldan verð- skuldaða athygli í störfum fundarins sökum glöggskyggni sinnar og greindar. Þessi litlu kaupfélög eins og Kaup- félag Rauðasands voru forsenda fyr- ir byggð á afskekktum stöðum þann- ig að bændur höfðu tryggða afsetn- ingu afurða sinna og aðgang að nauðsynlegum vörum á sanngjömu verði. 1 þessu minnsta kaupfélagi landsins voru ekki tölvukerfi eða annar vélbúnaður sem hægt var að kenna um að uppgjör reikninga drægist á langinn, enda dróst upp- gjör ekki. Ég efast til dæmis um að kaupfélagið hafi átt reiknivél, en ívar var aftur á móti kunnur fyrir hve fljótur hann var að reikna í huganum. Það er eitt af því sem ég minnist frá Kirkjuhvammi þegar ívar var að vinna við reikninga og uppgjör félagsins, sitjandi á rúminu sínu með stólkoll sem skrifborð. Það gengu fleiri félagslegar öldur yfir landið sem hrifu ívar í Kirkju- hvammi með sér. Hann hreifst mjög af anda ungmennafélagshreyfingar- innar og varð um tvítugt forystumað- ur í ungmennafélagi sveitarinnar. Ungmennafélag starfaði á þessum tíma með blóma á Rauðasandi, gaf út félagsblað og reisti samkomuhús MINNING Karl Jóhann Magnússon Fæddur 7. september 1916 Dáinn 26. ágúst 1989 „Það er drengur hérna úti á hlað- inu að spyrja eftir þér. Hann vildi ekki koma inn fyrr en hann væri búinn að hitta þig.“ Það var mamma, sem mælti þessi orð við mig vor- morgun einn fyrirfjölmörgumárum. Ég labbaði út á hlað. Jú, þarna stóð drengur á aldur við mig, - reyndist raunar við nánari eftirgrennslan vera nokkru eldri. Við heilsuðumst og ég bauð honum „í bæinn“. „Nei,“ sagði hann, „við skulum heldur vera úti, það er svo gott veðrið." Ég féllst á það. Þarna var þá kominn Karl Jóhann Magnússon, sonur hins góðkunna og vinsæla læknis, Magnúsar heitins Jóhannessonar í Hofsósi og Rann- veigar Tómasdóttur, konu hans. Magnús læknir hafi þá látist ekki alls fyrir löngu, frá mörgum bömum í bernsku og æsku. Karl hafði verið tekinn á fóstur að Egg í Hegranesi, næsta bæ við Eyhildarholt, af þeim sæmdarhjónum Sigurði Þórðarsyni og Pálínu Jónsdóttur, konu hans. „Það eru engir litlir strákar til að leika sér við á Egg,“ sagði Kalli, „svo ég fékk að skjótast hingað frameftir." En einhvernveginn fór það nú svo, að við lékum okkur eiginlega ekki neitt þegar við fundumst þarna í fyrsta sinn. Kannski vorum við báðir svolítið feimnir. Við löbbuð- um út á tún og settumst þar niður. Og þegar við skildum vorum við orðnir mestu mátar. Hvorugan okk- ar mun þó hafa órað fyrir því hvað við áttum eftir að eiga margt saman að sælda og að þessi fyrsti fundur ætti eftir að verða upphaf ævilangrar vináttu. Kalli var nokkur ár á Egg en fór svo þaðan norður að Völlum í Svarf- aðardal til þeirra hjóna sr. Stefáns Kristinssonar og Sólveigar Eggerz, þar sem hann dvaldist fram yfír fermingu. Var nú vík orðin milli vina, enda höfðum við engar spurnir hvor af öðrum á þessum árum. Hafi okkur, á þessum tíma, einhverntíma orðið hugsað til þess, hvort fundum bæri saman á ný, þá býst ég ekki við að við höfum átt þess von. En allt í einu var Kalli kóminn heim í hlað á Eyhildarholti á ný, eftir áralanga fjarveru. Þá var hann aftur kominn að Egg. Og nú tókst með okkur það samstarf, sem átti eftir að vara með litlum hvíldum næstu árin. Kalli gekk strax í ungmennafélagið í Hegranesinu, en þar var ég fyrir. Hann var ekki fyrr genginn í félagið en hann fór að beita sér fyrir starf- semi, sem engum hafði til hugar komið að væri möguleg þarna í sveitinni. Það var að æfa og sýna leikrit. Auðvitað gátum við æft leikrit, - á okkar hátt, - hvernig svo sem lærðum leikstjóra hefði litist á blikuna. En að setja á svið leikrit í sveit, þar sem ekkert samkomuhús var til, sýndist þrautin þyngri. Vandamálið var leyst með því, að tjalda af hom í stofu og sú stofa varð auðvitað einnig að rúma áhorf- endurna. Okkur varð það til láns, að þeir voru ekki ýkja margir. Næsta leikrit sýndum við svo í forstofu, en dyr voru opnar inn í stofur til beggja handa. í þessari frumstæðu leikstarf- semi, sem var algjör nýjung þarna í sveitinni, var Kalli potturinn og pannan. Áhorfendur tóku þessu prýðilega en þó hygg ég að engir hafi skemmt sér betur en við, sem í þessu tókum beinan þátt. Þegar Kalli fór svo öðru sinni frá Egg fluttist hann til Reykjavíkur, þar sem móðir hans og systkini bjuggu. Allt um það höguðu atvikin því svo blessunarlega, að við vorum ekki skildir að skiptum. Næst bar fundum okkar saman í Héraðs- skólanum á Laugarvatni. Þar vorum við í tvo vetur og svo hittist á, að við urðum herbergisfélagar báða vet- urna. Þegar Garðyrkjuskóli ríkisins að Reykjum í Ölfusi tók til starfa 1939 sóttum við báðir um skólavist þar og fengum hana. Og enn urðum við sambýlismenn. Kalli var mikill áhugamaður um hverskonar félags- og menningar- mál. Blandaður kór var starfandi í Ölfusinu, undir stjórn sr. Ólafs í Arnarbæli. Kalli dreif sig þegar í hann, enda ágætur raddmaður og söngvinn f besta lagi. En honum nægði ekki söngstarfið í kórnum. Hann var ekki í rónni fyrr en við höfðum stofnað kvartett, sem starf- aði meðan við vorum á Reykjum og söng stundum við „hátíðleg" tæki- færi. Og nú var leikstarfsemin vakin upp á ný, en hún hafði legið utan- garðs síðan á þeim gömlu og góðu Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir ágústmánuð 1989, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 2. október 1989. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextirtil viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. október. Fjármálaráðuneytið. undir starfsemi sína og almennar samkomur. Bindindishreyfingin var honum einnig hugleikin og var hon- um falin formennska á þeim vett- vangi um áratuga skeið, bæði innan sveitarinnar og fyrir sýsluna í heild. Hreppsnefndarmaður var hann um áraraðir og þannig mætti áfram telja. Þótt gefið sé yfirlit yfir þátttöku einhvers á hinum félagslega eða opinbera vettvangi, þá er samt sem dögum norður í Hegranesi. Leitað var liðsinnis Herberts heitins Jóns- sonar, sem í þá daga var gjarnan nefndur „borgarstjórinn í Hvera- gerði", og reis með sóma undir því sæmdarheiti þótt ekki réðist hann í að reisa ráðhús. Hann gekk þegar f leikfélagið og þar með voru meðlim- ir þess orðnir þrír. Og ekki leið á löngu þar til ráðist var í að flytja leikrit í gamla samkomuhúsinu í Hveragerði. Síðan hygg ég að leik- listin hafi staðið þar með allmiklum blóma. Þegar námi var lokið á Reykjum og þessir gullnu dagar að baki, skildu leiðir. Ég hvarf norður til átthaganna en Kalli ílentist í Hvera- gerði, reisti þar garðyrkjustöð, kvæntist Klöru Þórðardóttur frá Bjarnastöðum í Ölfusi og eignuðust þau fimm efnisbörn. Samband okkar slitnaði þó ekki. Við skiptumst á bréfum og heimsóttum hvor annan er tóm gafst til. Garðyrkjustöð sína rak Kalli í allmörg ár, þar til hann fór að kenna krankleika í baki. Seldi hann þá garðyrkjustöðina, flutti til Hafnar- fjarðar og stundaði þar ýmis störf. Én lasleikinn ágerðist og að því kom að hann gekkst undir uppskurð. Sú aðgerð virtist í fyrstu hafa heppnast vel og varð hann vinnufær á ný. Batinn reyndist þó aðeins stund milli stríða. Bakveikin tók sig upp á ný og gekkst hann þá öðru sinni undir uppskurð. Árangur aðgerðarinnar var fyrirfram tvísýnn, enda fór það svo, ’ að hann fékk ekki staðið í fæturna á ný og það, sem eftir lifði ævinnar, varð hann að hafast við í hjólastól. Framanaf var hann sann- færður um að hann næði heilsu á ný en við vinir hans vissum að hinn óbilandi viljastyrkur hrykki hér ekki til. Af sjúkrahúsinu fór Kalli á Reykjalund, þar sem hann dvaldi í mörg ár og vann hug hvers manns. Þar kvæntist hann öðru sinni, Björk Sveinsdóttur, hjúkrunarfræðingi. áður oftast flest það ósagt sem máli skiptir. Það gildir einnig um ívar í Kirkjuhvammi. Hann kvæntist ekki og átti enga afkomendur. Hann hugsaði lítt um eigin fjárhag enda varð hann aldrei ríkur af veraldleg- um fjármunum. Þrátt fyrir það var hann alltaf veitandi af öðrum verð- mætum sem ekki verða metin til fjár. Lengst af ævi sinni þjónaði hann frekar öðrum en sjálfum sér. íbúðarhúsið í Kirkjuhvammi stendur alveg við vegkantinn eins og þeir vita sem til þekkja. Það var miklu frekar regla en undantekning að nágrannarnir stoppuðu er þeir áttu leið framhjá og litu inn, þótt svo að sérstök ástæða væri ekki fyrir hendi. Þetta var ekki gert af skyldu- rækni eða sökum kurteisi heldur af því að flestum fannst gaman að hitta þau fvar og Jónu. Þau voru bæði tvö greindar og hreinskiptar manneskjur sem létu sig málefni og atburði varða, jafnt nálæga sem fjarlæga. fvar í Kirkjuhvammi var einn þeirra aldamótamanna sem lögðu fram ómældan skerf til að skila nýrri kynslóð betra þjóðfélagi en því sem þeir tóku við. Þar er ekki spurt um vinnutíma eða vinnulaun heldur árangur. Gunnlaugur Júlíusson. Reyndist hún honum ómetanlegur förunautur. Fluttu þau þá í Hátún í Reykjavík, þar sem þau Björk bjuggu um sinn. Henni bauðst síðan starf við Héraðssjúkrahúsið á Sauð- árkróki. Tók hún því og þau Kalli fluttust til Sauðárkróks. Áður en langt um leið tókst þeim að festa kaup á húsnæði þar sem þau bjuggu þangað til heilsu Kalla hrakaði skyndilega fyrir rúmu ári. Varð hann þá að fara í sjúkrahús þar sem hann andaðist þann 26. ágúst sl. Kalli var þeirrar gerðar, að hann gat aldrei verið athafnalaus. Á með- an hann dvaldi á Reykjalundi sá hann þar um símaborðið. Hann fékk einnig aðstöðu til þess að hafa sitt- hvað með höndum eftir að hann flutti í Hátúnið. Hann vænti þess að svo yrði einnig á Sauðárkróki. Sú von brást. Þá snéri hann sér að félagsmálum, þótt á þrengra sviði yrði að vera en á meðan hann var heill heilsu. Hann hafði alla stund mikinn áhuga á dulrænum málum og var sjálfur gæddur ótvíræðum dular- hæfileikum. Hann gekk í Sálarrann- sóknafélag Skagfirðinga og var vara- formaður þess um skeið. Þá var hann formaður Sjálfsbjargarsamtak- anna í Skagafirði. Mun liðsmönnum beggja þessara samtaka nú þykja skarð fyrir skildi þegar hans nýtur ekki lengur við. Hann lærði ungur að aka bíl og eftir að hann lamaðist eignaðist hann bíl, sem hann gat ekið þrátt fýrir fötlunina. Á honum ferðaðist hann vítt og breitt um landið, stundum aleinn og fór þá ekki alltaf alfaraleiðir. Var okkur vinum hans ekki alltaf rótt er við vissum hann einan í slíkum leiðöngr- um. Sjálfur var hann sannfærður um að sér mundi ekki hlekkjast á og honum varð líka að þeirri vissu. Það má vera mikil þolraun manni á miðjum aldri, ólgandi af athafna- þrá, að vera skyndilega dæmdur til ævilangrar dvalar í hjólastól. En ekkert var honum fjær skapi en sjálfsvorkunn. Þvert á móti sóttu margir til hans líkamlegan og and- legan styrk, sem heilli heilsu voru en hann. Allir fóru glaðari og bjartsýnni af fundi hans en þeir komu. Kalli var athyglisverður maður og einstakur um margt. Hann var meira en meðalmaður á vöxt og svaraði sér vel. Bjartur á yfirbragð og svip- hreinn. Mjög listfengur. Góður söng- og íþróttamaður. Vinfastur og hjálpsamur með afbrigðum. Hug- þekkt samband af alvöru- og gleði- manni. Gegnheill drengskaparmað- ur. Drengurinn, sem ég hitti á hlaðinu í Eyhildarholti fyrir mörgum árum hefur nú kvatt. Ég vil að leiðarlokum þakka honum fyrir hverja þá stund, sem við áttum saman. Þær voru, sem betur fór, margar og allar á eina lund. Og aldrei hef ég fundið það betur en nú hversu gott var að eiga slíkan mann að félaga og órofa vini. Magnús H. Gíslason.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.