Tíminn - 30.09.1989, Blaðsíða 14

Tíminn - 30.09.1989, Blaðsíða 14
26 Tíminn Laugardagur 30. september 1989 Sunnlendingar Félagsvist Spilaö verður að Eyrarvegi 15, Selfossi, þriðjudagskvöldið 3. okt. kl. 20.30. (Stakt kvöld). Góð verðlaun í boði. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Selfoss. Reykjavík Létt spjall á laugardegi Hittumst í Nóatúni 21, laugardagsmorguninn 30. september kl. 10.30 og ræðum það sem efst er á baugi í stjórnmálunum. Félagar í fulltrúaráðinu og þeir sem eru starfandi í nefndum á vegum fulltrúaráðsins eru sérstaklega hvattir til að mæta. Fulltrúaráðið. lllJ Ungir framsóknarmenn - Ðyggðamál Byggðanefnd Sambands ungra framsóknarmanna heldur fund þriðju- daginn 3. október kl. 17.30 að Nóatúni 21 I Fteykjavík. Allir áhugamenn um byggðamál og endurskoðun byggðastefnunnar sérlega boðnir velkomnir. Reykjanes Skrifstofa kjördæmissambandsins, Hamraborg 5, Kópavogi, s. 43222, er opin mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga, kl. 17-19. K.F.R. Austfirðingar Kjördæmisþing KSFA verður haldið á Breiðdalsvík dagana 13.-14. október. Nánari dagskrá auglýst síðar. Stjórn KSFA Akranes Bæjarmálafundur laugardaginn 7. október kl. 10.30. Allir þeir sem eru í nefndum og ráðum á vegum flokksins, sérstaklega hvattir til að mæta. Bæjarfulltrúarnir. Erum við á réttri leið? Ráðstefna um heilbrigðis- og tryggingamál verður haldin að Hótel Sögu laugardaginn 7. október nk. Ráðstefnan hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 17.20. Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknar- flokksins, setur ráðstefnuna en 11 framsögumenn úr hinum ýmsu greinum heilbrigðisstétta munu flytja erindi. Meðal þeirra Guðmundur Bjarnason, heilbrigð- is- og tryggingamálaráðherra. Ráðstefnan er öllum opin. Framsóknarflokkurinn. Norðurland vestra Kjördæmisþing framsóknarmanna á Norðurlandi vestra verður haldið í félagsheimilinu á Blönduósi dagana 28. og 29. október n.k. Dagskrá auglýst síðar. Stjórn KFNV. DAGBÓK Waterend Jazzmen. Jazz- og dixílandhátíð Laugard. 29. og sunnud. 30. septem- ber, mun víðfræg þýsk jazz- og dixíland hljómsveit, Waterend Jazzmen, skemmta í Danshöllinni, Brautarholti 20. Hljóm- sveitin mun einungis skemmta um þessa helgi hér á landi. Hana skipta: Karl Oltmer á trompet, Uli Fett á klalrinett, Ruediger Wellbrock á básúnu, Heiko Freels á píanó, Klaus Schutte á banjó, Peter Bossaler á slagverk og Hero Lening á bassa. Hljómsveitin mun koma fram á 2. hæð Danshallarinnar, en aðrar hljómsveitir munu skemmta á hinúm hæðunum þremur. Hljómsveitin Waterend Jazzmen var stofnuð árið 1982, en áður höfðu einstakir meðlimir spilað lengi saman. Hádegisverðarfundur presta verður mánudaginn 4. október kl. 12 í safnaðarheimili Bústaðakirkju. Sýning Jakobs Jónssonar Jakob Jónsson opnaði nýlega sýningu á verkum sinum í Gallerí List, Skipholti 50B. Sýnd eru myndverk unnin á pappír. Sýningin er opin virka daga kl. 10:00- 18:00, en um helgar kl. 14:00-18:00. Sýningunni lýkur sunnudaginn 1. októ- ber. Norræna húsið: Fyrirlestur um nýja vísindamiðstöð Finna Sunnud. 1. okt. k. 17:00 heldur Dr. Hannu I. Miettinen fyrirlestur um HEU- REKA, hina nýju vísindamiðstöð Finna, sem opnuð var s. vor. Fyrirlesturinn verður lfutur á ensku og nefnist: „The Finnish Science Centre Heureka" Dr. Hannu Miettinen er forstjóri vís- indamiðstöðvarinnar og er hér á landi í boði menntamálaráðherra. Hann verður gestur við hátíðahöld i tilefni 100 ára afmæis Hins íslenska náttúrufræðifélags og heldur ræðu við það tækifæri. Vísindamiðstöðin Heureka stendur í Vanda, skammt fyrir utan Helsinki. Par er hægt að fá mjög lifandi fróðleik um lífið og tilveruna. M.a. er unnt að ferðast í tíma og rúmi í Veme-salnum, sem er bæði stjörnusýningarhvol og kvikmynda- salur. Allir era velkomnir á fyrirlesturinn. Mikhaíl Romm - skriftamál kvikmyndaleikstjóra Kvikmyndasýningar MlR í bíósal fé- lagsins að Vatnsstíg 10 verða í október- mánuði helgaðar einum kunnasta kvik- myndaleikstjóra Sovétríkjanna fyrr og síðar, Mikhaíl Romm. Sunnud. 1. okt. kl. 16:00 verður sýnd heimíldarmynd um Romm, en næstu sunnudaga verða svo teknar til sýninga fjórar af þekktustu kvikmyndum hans, tvær Lenin-myndir frá fjórða áratugnum og tvær af síðustu myndum Romms frá sjöunda áratugnum. Kvikmyndin „Mikhaíl Romm - skriftamál kvikmynda- leikstjóra" sem sýnd verður á sunnudag- inn er byggð á minningum og hugleiðing- um sem leikstjórinn talaði inn á h'jóm- band þegar hann átti skammt eftir ólifað. Segir hann þai frá starfi sínu og viðhorf- um og lýsir m.a. vinnu við þær 4 kvik- myndir sem sýndar verða f MÍR- salnum. Með myndinni eru skýringar á íslensku, sem Sergei Halipov, háskólakennari í Leningrad, samdi og talaði inn á mynd- ina. Aðgangur að kvikmyndasýningum MlR er ókeypis og öllum heimill. Biskup setur dómprófast íembættið Næstkomandi sunnudag 1, októberset- ur biskup íslands, herra (Jlafur Skúlason, séra Guðmund Þorsteinsson dómprófast inn f embætti sitt. Þetta gerist við messu í Árbæjarkirkju og hefst hún kl. 16 síðdegis (kl. 4:00). Tíminn er valinn með það í huga, að prestar prófastsdæmisins komist til athafnarinnar auk nágranna- prófasta. Og vitanlega eru allir aðrir velkomnir og sérstaklega vænst þeirra, sem gegna trúnaðarstörfum innan próf- astsdæmisins, sóknamefndarfólk og starfsmenn safnaða. Jón Mýrdal er organisti við Árbæjar- kirkju og stjómar söng kirkjukórsins. Þetta er í fyrsta skiptið, sem prófastur er settur inn í embætti sitt við heima- kirkju, en fyrr hafa þeir verið settir inn í embætti við upphaf prófastafunda í Reykjavík. Og eru fyrirhugaðar innsetn- ingar tveggja annarra prófasta, nýskip- aðra, síðar í vetur. Fundur í Kvenfélagi Kópavogs: Kynning á heilsu- og snyrtivörum Kvenfélag Kópavogs heldur félagsfund þriðjudaginn 3. okt. kl. 20:30 í Félags- heimili Kópavogs. Gestur fúndarins verður Örn Svavars- son frá Heilsuhúsinu á Skólavörðustíg og mun hann kynna heilsu- og snyrtivörur. Ólöf Kolbrún Harðardóttir syngur á Ijóðatónleikum í GERDUBERGI Ljóðatónleikaröð Gerðubergs er nú haldin annað árið í röð og miðað við undirtektir er augljóst að framhald verður á. Að þessu sinni eru tónleikamir fimm. Vönduð efnisskrá í umsjón Reynis Axels- sonar er gefín út með hverjum tónleikum, en Reynirhefurjafnframt annast þýðingu flestra ljóðanna úr frumtexta. Fyrstu tónleikarnir verða mánudaginn 2. október kl. 20:30. Ólöf Kolbrún Harð- ardóttir, sópran, syngur sönglög eftir Jómnni Viðar, E. Grieg, P. Heise, G. Verdi og R. strauss. (Jlöf Kolbrún er löngu orðin þekkt fyrir óperusöng sinn og hefur sungið aðalhlutverk í mörgum óper- um, svo sem eftir Gluck, Mozart, Bizet, Verdi, Leoncavallo o.fl. Ólöf Kolbrún lærði hjá Elísabetu Erl- ingsdóttur í Tónlistarskóla Kópavogs. Eftir 1973 hefur hún stundað áframhald- andi nám í Þýskalandi, Austurríki og Ítalíu, og em Eric Werba, Helene Kar- usso, Lina Pagliughi og Renato Capecchi á meðal kennara hennar. Aðrir Ijóðatónleikar í Gerðubergi verða svo tilkynntir hverju sinni. Jónas Ingimundarson, píanóleikari, mun annast meðleikinn á þessum tónleik- um. Hægt er að kaupa áskrift á tónleikana og tryggja sér miða í síma 79140 kl. 09:00-14:00, og sækja verður frátekna miða í síðasta lagi tveimur dögum fyrir tónleika. Tónleikarnir verða ekki endur- teknir. Elfrun Gabriel píanóleikari. Tónleikar í HAFNARB0RG Miðvikudaginn 4. október kl. 20:30 heldur austurþýski píanóleikarinn Elfmn Gabriel tónleika í Hafnarborg, menning- ar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Elfmn Gabriel kom fyrst fram sem einleikari með hljómsveit aðeins 14 ára gömul. Hún stundaði nám í píanóleik við Felix Mendelssohn Bartholdy tónlistar- skólann í Leipzig, hjá prófessor Pavel Serebryakov í Leningrad og prófessor Halina Czemy-Stefanska í Cracow. Á námsámnum hlaut hún tónlistarverðlaun sem kennd eru við Carl Maria von Weber. Elfmn Gabriel hefur leikið einleik með þekktustu hljómsveitunum í heimalandi sínu og farið í tónleikaferðir um Mið- og Austur-Evrópu, einnig til Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs og fslands. Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt. Hafnarfjarðarkirkja Sunnudagaskóli kl. 11:00. Guðsþjón- ustakl. 14:00. OrganistiHelgiBragason. Sr. Gunnþór Ingason Dagsferðir F.í. sunnud. 1. okt. Kl. 10:30 Grindaskörð - Kistufell - Vatnsskarð. Ekið inn á Bláfjallaveginn og gengið þaðan um Grindaskörð á Kistufellið og síðan niður í Vatnsskarðið. Nokkuð löng gönguferð. Farmiðar við bíl (1000 kr.) Kl. 13:00 Hrútagjá - Fjallið eina. Ekið inn á Krýsuvíkurveginn og gengið þaðan. Þetta er ferð sem öll fjölskyldan getur tekið þátt í. Farið frá Umferðarmiðstöð- inni að austanverðu. Farmiðar við bíl (800 kr.) Frítt fyrir börn yngri en 16 ára. Verið hlýlega búin og takið með ykkur nesti. Ferðafélag Islands Haustfagnaður Árnesingafélagsins Ámesingafélagið í Reykjavík er nú að hefja vetrarstarfið og byrjar með haust- fagnaði, sem verður haldinn á Hótel Loftleiðum laugardaginn 7. október. Til skemmtunar verður: borðhald, söngur, gamanmál og dans. Allir Árnesingar, utan félags og innan eru velkomnir til þessa fagnaðar og geta látið skrá sig í síma 16711 á verslunar- tíma. Sýningu Gunnars R. Bjarnasonar í Hafnarborg lýkur á sunnudag Gunnar R. Bjamason sýnir pastel- myndir í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar til 1. október. Sýningin er opin kl. 14:00-19:00 Síðasti sýningardagur er sunnudagurinn 1. októ- ber. Jónína Guðnadóttir sýnir í FÍM Laugardaginn 30. september kl. 14:00 opnar Jónína Guðnadóttir sýningu í FÍM- salnum, Garðastræti 6. Á sýningunni gefur að líta lágmyndir og skúlptúra úr steinleir, og em verkin unnin að mestu á þessu ári. Þetta er sjöunda einkasýning Jónínu, en hún hefur auk þess tekið þátt í fjölmörgum samsýningum innanlands sem utan. Jónína var einn stofnfélaga í Galleríi Grjóti og vara virkur félagi þar til það hætti starfsemi á síðastliðnu sumri. Sýningin verður opin daglega kl. 13:00- 18:00, um helgar kl. 14:00-18:00 til 17. október. UÓÐAKVÓLD í HAFNARBORG Mánudaginn 2. október kl. 20:30 verð- ur ljóðakvöld með tónlist í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarð- ar. Þetta er í fyrsta sinn sem Ijóðakvöld er haldið í Hafnarborg. Skáldin Birgitta Jónsdóttir, Jón Stef- ánsson, Sigmundur Emir Rúnarsson, Steinunn Ásmundsdóttir og Þorsteinn frá Hamri flytja eigin ljóð. Þessa dagana em að koma út Ijóðabækur eftir Birgittu, Sigmund Emi og Steinunni hjá Almenna Bókafélaginu. Um tónlistina sjá Gunnar Gunnarsson, sem leikur á flautu, Helgi Bragason og Kári Þormar á píanó. Sýningar í HAFNARB0RG Tvær myndlistarsýningar standa nú í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Gunnar R. Bjarnason sýnir pastel- myndir í aðalsal Hafnarborgar. Sýningin var opnuð 16. sept. sl. og lýkur sunnudag- inn 1. október. Sýningin er opin kl. 14:00-19:00 Sigurbjörn Eldon Logason opnar sýn- ingu á vatnslitamyndum í Kaffistofu Hafnarborgar laugardaginn 30. sept. kl. 14:00. Sýningin stcndur til 15. október. Kaffistofan er opin alla daga kl. 14:00- 19:00. Ferming og altarisganga í Fella- og Hólakirkju. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Fermd verða: Guðlaug Rún Gísladóttir, Jómfelli 6, R. Bjami Jakob Gíslason, Jómfelli 6, R. Fríkirkjan í Reykjavík Messa kl. 14:00. Orgelleikari Pavel Smid. Cecll Haraldsson Ferð Átthagasamtaka Héraðsmanna Átthagasamtök Héraðsmanna hafa ákveðið að lyfta sér á kreik og þyrpast í Munaðarnes helgina 13.-15. október nk. Sjá ferðaauglýsingu í Héraðspóstinum 14. árg. 3. tbl. 1988 um „Ferðina sem aldrei var farin vegna fellibylsins”. Upplýsingar veita: Eiríkur Eiríksson, vinnusími 11560 og heimasími 622248 og Þorvaldur Jónsson, heimasími 52612 eftir kl. 18:00. Litla ieikhúsið: Regnbogastrákurinn Litla leikhúsið sýnir bamaleikritið „Regnbogastrákinn" eftir Ólaf Gunnars- son. Söngvar f leikritinu em eftir Gunnar Þórðarson og Ólaf Hauk Símonarson. Eyvindur Erlendsson leikstýrir og gerir leikmynd, en leikendur í Regnboga- stráknum em: Emil Gunnar Guðmunds- son, Alda Amardóttir og Erla Rut Harð- ardóttir. Sýningar em í menningarmiðstöðinni Gerðubergi kl. 17:00 á laugardögum og kl. 15:00 á sunnudögum í október. Húnvetningafélagið Félagsvist laugardaginn 30. september kl. 14 í Húnabúð, Skeifunni 17. Keppni að hefjast. Verðlaun og veitingar. Állir velkomnir. Safnaðarfélag Ásprestakalls Fyrsta kaffisalan verður sunnudaginn 1. október í nýja félagsheimilinu eftir messu, sem hefst kl. 14:00. Frá Félagi eldri borgara Opið hús á morgun, sunnud. 1. okt., í Goðheimum, Sigtúni 3. Kl. 14:00-frjálst spil og tafl. Kl. 20:00 er dansað. Jónína Guðnadóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.