Tíminn - 30.09.1989, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.09.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 30. september 1989 Áskell Einarsson framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðlendinga: Varaflugvöll strax Landshlutasamtök hafa veríð hálfgert olnbogabarn í íslensku stjóm- kerfi. í lögum um Framkvæmdastofnun ríkisins skyldu þau vera umsagnaraðili um lánveitingar Byggðasjóðs. Með nýjum Iögum um Byggðastofnun var þetta vald tekið af landshlutasamtökunum. Tvisvar hefur á Alþingi verið reynt að lögbinda stöðu landshlutasamtaka og gera þau að sveitarstjórnarsamtökum á landshlutagrundvelli. Þeir sem þessu voru andstæðir sögðu meðal annars að verið værí að reyna að búa til þríðja stjórnsýslustigið sem bæði værí óþarft en myndi að auki draga úr forræði sveitarfélaga í eigin málum. En skipting í landshluta er ekki ný af nálinni. Á sínum tíma skiptu Danir íslandi í fjögur ömt. Þetta var lagt niður með heimastjórninni 1904. Áskell Einarsson er framkvæmda- stjóri Fjórðungssambands Norðlend- inga. Hann er í helgarviðtali Tímans að þessu sinni. Áskell hefur ákveðnar hugmyndir um hvernig skuli taka á byggðavandanum í landinu; byggða- röskuninni og telur að það hafi verið alvarleg stjórnmálaleg skyssa að leggja niður ömtin. í viðtalinu greinir Áskell frá sínum eigin skoðunum í byggðamál- um og talar eingöngu út frá þeim en ekki í umboði eða fyrir hönd Fjórð- ungssambandsins eða stjórnar þess. Barlómur og væl? Áskell var spurður um hvort fjórð- ungssamböndin þjónuðu yfirleitt nokkrum tilgangi. - Eru þau ekki bara vettvangur fyrir landsbyggðarbarlóm og öfundarvæl gagnvart Suðvesturlandi og skipta þau nokkru máli í umræðunni um byggðaröskunina? „Auðvitað gæti ég hér rætt um stöðu landshlutasamtaka og þar fram eftir götunum. Ég held satt að segja að það sé ekki sérstök ástæða til að fara að rekja raunir landshlutasamtaka og landsbyggðarinnar. Ég er kominn á þá skoðun að það sé engin ástæða til slíks því að með því sé verið að ala á ótrú fólks á landsbyggðinni." Ég er orðinn viss um að landsbyggð- armenn sjálfir verða að taka á sínum málum og láta af barlómi og kveinstöf- um. Þeir verða að hafa frumkvæði um nýtingu orkunnar og uppbyggingu stór- iðju utan Suðvesturlands. Tengiliður heimsálfa Við á landsbyggðinni verðum einnig að beita okkur í samgöngumálum og að nú þegar verði úti á landi gerður flugvöllur sem sé jafnvígur Keflavík- urflugvelli og gæti orðið tengiliður milli heimsálfa, einkum Evrópu og Asíu. Við verðum að nýta okkur legu landsins því að hennar vegna getur ísland verið dyrnar að Evrópu. Bygging varaflug- vallarins sem verið hefur í umræðunni um sinn er því ekki síður, miklu fremur hagsmunamál þjóðarinnar en þess hemaðarbandalags sem við erum aðili að.“ - Hverjar eru ástæður búseturöskun- arinnar? „Ég tel það vera alveg ljóst að það sem fyrst og fremst hefur valdið þeirri miklu búseturöskun sem orðið hefur síðustu áratugi sé hernám landsins. Með hernum sem settist að á suðvestur- horninu komu erlendir peningar sem breyttu öllu þjóðfélaginu. Eg vil koma síðar að búseturöskun- inni, ástæðum hennar og hvernig henni verði snúið við. Hún er hins vegar staðreynd og í framhaldi af þeirri staðreynd verður landsbyggðarfólk að gera sér grein fyrir því að landsbyggðin verður ekki byggð upp á því einu saman að færa til í landinu, heldur verður fólkið sjálft að standa fyrir nýsköpun. Fólk verður meðal annars nú, þegar verið er að ræða stóriðju og ferðamannaþjónustu, að leggja mikla áherslu á legu landshluta við alþjóðleg- um samgönguleiðum." - Hvernig má auka hlut landsbyggð- arinnar í t.d. ferðamannaþjónustunni? „Alþjóðlegur varaflugvöllur er þar úrslitaatriði. Slíkur flugvöllur verður að vera nálægt byggð því það hefur litla þýðingu að hafa slíkt mannvirki úti í óbyggðum heldur verða landkostir að ráða staðsetningu. Fríverslunarsvæði milli Asíu og Evrópu Fyrir margt löngu átti ég viðræður við starfsmenn Loftleiða. Þá sögðu Loftleiðamenn það að þar sem enginn annar flugvöllur væri á íslandi en Keflavíkurflugvöllur þá misstu íslend- ingar af möguleika til að gera tilsvar- andi flughöfn og fríverslunarsvæði eins og írar hafa byggt upp við Shannon flugvöll. Það verður að byggja upp nýjan flugvöll á íslandi með fríverslunarsvæði sem yrði tengiliður Evrópu við aðrar heimsálfur. Ef við gerðum þetta værum við þar með að opna dymar gagnvart Asíu. Með tilliti til flugsamgangna milli Asíu og Evrópu emm við í lykilaðstöðu og hana verðum við að kunna að notfæra okkur. Áttum okkur á öðm atriði í sam- bandi við ferðamenn: Allt það sem þeir koma til að sjá og njóta á íslandi er ekki á suðvesturhorninu. Um þetta efast enginn. Flugvöllurinn hlyti einfaldlega að þýða stóraukinn ferðamannastraum til landsins og það sem ég er að segja hér er raunveruleg byggðastefna. Við verðum að nýta landkostina þar sem , þeir eru.“ - En er þetta nóg til að snúa byggðaþróun við? / „Meginatriði fyrir efnahag þjóðar- innar er sjávarútvegur og því ej/það meginatriði fyrir framleiðsluafvinnu- vegi þjóðarinnar og þar með fyrir byggðastefnu að þeir standi undir sér og gefi arð - geti lifað. Ríkisstjórnin notar gengisskráninguna fyrst og fremst til að hafa stjórn á verðlagi. Menn verða að fara að gera sér það ljóst að það getur ekkert land eða þjóð staðist til lengdar ef framleiðsluatvinnuvegir standa ekki undir sér. Þetta er grund- vallaratriði. Þess vegna verða þeir stað- ir sem hafa lifað á fiskveiðum og liggja best við fiskimiðum að geta blómgast og til þess þarf gengið að vera raunhæft skráð.“ - Talað hefur verið um að til að draga úr misvægi byggðar í landinu sé rétt að flytja ýmsar stjórnsýslustofnanir frá Reykjavík og út á land. Er það til einhvers? „Ég tel það ekki nægilegt að flytja alls kyns stofnanir út á land í nafni byggðastefnu til þess að draga úrójafn- vægi í byggð landsins. Til þess að úr því dragi þarf eitthvað að vera að gerast út á landi og ég minni á orð Bismarcks sem sagði að í Þýskalandi væru tvær þungamiðjur; í Ruhr og í pólsku Slésíu. Tvær þungamiðjur Okkur vantar nýja þungamiðju á landsbyggðinni. Alls konar aðferðir hafa verið reyndar til að snúa byggða- þróuninni við, svo sem það að lands- byggðarmenn gangi við betlistaf í Byggðasjóð. Það gengur hreinlega ekki lengur og hefur gengið sér til húðar. Lítum nánar á þetta: Sannleikurinn er sá að í byggðamál- um hafa verið gerð örlagarík mistök: Viðreisnarstjórnin gerði á sínum tíma samgönguáætlun fyrir Vestfirði og at- vinnumálaáætlun fyrir Norðurland en jafnframt setti hún fjárhagspakka á bak við hvora áætlun. Síðar hafa verið gerðar byggðaáætlanir en þær hafa hins vegar ekki verið tryggðar með fjár- magni, heldur skyldu menn sækja um lánafyrirgreiðslu til Byggðasjóðs.“ Tvenn reginmistök - Hverjar eru helstu ástæður byggða- röskunarinnar? „Við höfum byggt stjórn- og menn- ingarkerfi okkar upp á einum stað á Iandinu af ýmsum orsökum. Alvarlegt ójafnvægi kemur hins vegar fram á stríðsárunum. Þá streymir inn í landið mikið fjármagn gegnum erlenda her- setu sem allt fer á suðvesturhornið og veldur mikilli búseturöskun. Á sama tíma verður ekki sambærileg uppbygging úti á landi. Uppbygging þar tengdist t.d. síldarvertíð fyrir Norðurlandi og vetrarvertíð í Vest- mannaeyjum. Hvort tveggja skipti verulegu máli fyrir afkomu þjóðarbús- ins og hvort tveggja er nú úr sögunni. Önnur mistök sem gerð hafa verið í byggðamálum hér eru þau að þegar stofnað hefur verið til atvinnurekstrar oft með ónógu eigin fé, gjarnan sam- skotafé almennings, kaupfélags og sveitarfélags. Menn hafa síðan treyst á að verðbólgan hjálpaði þeim enda var ekki greiddur til baka nema hluti af raunvirði lánsfjár. Þessi háttur er hafð- ur á enn enda er verðbólguhugsunar- háttur því miður enn við lýði þrátt fyrir verðtryggingu lána. í nágrannalöndunum er þetta þannig að stofnendur verða að leggja fram fullnægjandi eigið fé í fyrirtæki. Þegar farið er síðan að greiða af lánum í byrjun rekstrar og fyrirtækin eiga ekki fyrir afskriftum, eru veitt eins konar afskriftalán eða víkjandi lán sem koma til greiðslu eftir eðlilegan afskriftatíma og þegar lokið er greiðslu stofnlána. Þetta hefur ekki verið gert á íslandi og þess vegna hafa menn farið aftur og aftur til Byggðasjóðs þegar á bjátaði og staðið í sömu sporunum. Þar á ofan var ekki tryggt að skráð gengi væri í samræmi við raunveruleikann þannig að eðlilegur rekstursgrundvöllur hefur ekki verið til staðar. Auðvitað er því Atvinnutryggingasjóður og Hlutafjár- sjóður ekkert annað en hjálparstofnan- ir til að laga alvarleg stjórnunarmistök í efnahagsmálum á Islandi.“ Ójafnvægið enn „Byggð á íslandi er með öðrum hætti en er í nágrannalöndunum eins og ég hef áður minnst á: Þar eru sterkir landshlutakjarnar sem fyrirfinnast ekki hér og allar fjármálastofnanir okkar eru í höfuðborginni. Ýmislegt hefur lagst á eitt við að viðhalda þessu ástandi. Við höfðum um langt skeið, eða á árum beggja heimsstyrjalda og á svokölluðum hafta- árum um og eftir seinna stríð, verulega miðstýringu í verslun og bankastarf- semi þannig að hennar vegna hafa áhrif staða eins og t.d. Akureyrar rýrnað. Ég minni á að Samband íslenskra sam- vinnufélaga flutti frá Akureyri til Reykjavíkur árið 1917 vegna þess að aðstaða þess á Akureyri var ónóg.“ Fámennisþátturinn - Sagt hefur verið að við séum of /! fámenn þjóð í of stóru landi. Er það ekki aðalorsök vandamálanna? „Jú, það er rétt. Best væri að við værum það mörg að við hefðum efni á að byggja upp aðra borg í landinu á stærð við Reykjavík til þess að fá jöfnuð. Við erum vissulega of fá en þess vegna verðum við að hefjast handa þegar í stað við að snúa byggða- þróuninni við. Það væri góð byrjun að byggja upp varaflugvöllinn og fríversl- unarsvæði í kring um hann. Ég er sannfærður um að einhvern tímann uppgötvar heimurinn ísland og að því kemur þegar við förum að nálgast Efnahagsbandalagið sem ég er viss um að við göngum í með tíð og tíma. En við verðum að vera undirbúin undir það. Ástandið nú er þannig að þéttbýlið kring um Reykjavík eykst meðan byggð fjarar út annars staðar. Einhver sagði að landið biði síns tíma en ég er ekki viss um það. Ég er viss um að ef að verulegt ójafnvægi verður í bvggða- málum þegar að því kemur að ísland gengur í Efnahagsbandalagið þá verði það til þess að útlendingar verði alls ráðandi í atvinnuvegum landsbyggðar- innar, kannski Hollendingar verði þeir sem vinna þá við garðyrkju og landbún- að og eskimóar stundi sjóinn. Við verðum að gæta okkar á að líta ekki á landið smáum augum. Við erum ein fárra þjóða sem fengið hafa land án baráttu og höfum kannski þess vegna fremur veika tilfinningu fyrir landinu. En vegna þess hve fá við erum þarf einn maður á lslandi að vera á við þrjá í útlöndum, eins og Guðmundur Finn- bogason sagði réttilega fyrir mörgum árum.“ Landkostir „Við verðum að skilja og skilgreina kosti hvers landshluta. Athugaðu til dæmis að skip sem siglir frá meginland- inu hingað til lands sparar sér sólar- hrings siglingu ef það getur komið að landinu við austurströndina í stað þess að sigla til Reykjavíkur. Á þessu byggja ferjusiglingarnar til Seyðisfjarðar. Landsbyggðarmenn verða sjálfir að skynja kosti landsbyggðarinnar og hafa sjálfir frumkvæði að nýtingu þeirra. Það hefur nefnilega komið skýrt í ljós að það er ekki hægt að reka lands- byggðarstefnu með opinberri forsjá. Það hafa verið gerð mikil og afdrifarík mistök í byggðastefnu. Sú lands- byggðaáætlun sem gerð var í tíð Við- reisnarstjómarinnar og mikið grín var gert að, er þrátt fyrir allt til fyrirmyndar því að hugsað var fyrir fjármagni til fyrirhugaðra framkvæmda. Byggðaröskunin er staðreynd. Hún er afleiðing þjóðfélagsþróunar sem ekki er hægt að kenna Reykvíkingum einum um heldur bera landsmenn allir vissa ábyrgð á henni, landsbyggðar- menn líka. Nú er hins vegar komið að reikningsskilum. Við íslendingar verð- um að breyta þessu og verkið verður ekki unnið með því einu að færa nokkra embættismenn til í landinu. Það verður unnið með því að efla framleiðslu og fyrirtæki úti á landi til sjálfsbjargar. Það verður að hjálpa landsbyggðinni út úr þeirri ægilegu blindgötu sem hún er nú í. Það dugar ekki að halda ræður og skrifa lang- hunda um búseturöskunina. Hún er staðreynd og við verðum að finna leiðir til lausnar og sem skapa kjark og þor hjá þjóðinni og bæta hag hennar allrar,“ sagði Áskell Einarsson að lokum. - Stefán Ásgrímsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.