Tíminn - 30.09.1989, Page 18

Tíminn - 30.09.1989, Page 18
30 Tíminn Laugardagur 30. september 1989 ÍÞRÓTTIR Úrvalsdeildin í körfuknattleik: STÓRLEIKUR STRAX í DAG - þegar Haukar fá Njarðvíkinga í heimsókn í Fjörðinn íslandsmótið í körfu- knattlelk hefst í dag með leik Hauka og Njarðvík- inga í íþróttahúsinu við Strandgötu kl. 14.00. Á sama tíma mætast Svona leit karfan á Seltjarnarnesi út eftir að bandaríski leikmaðurinn Darin Schubring braut hana í leik KR gegn enska liðinu Hemel Hempstead á fimmtudagskvöld. Starfsmenn hússins skoða vegsum- merki, ekki var nóg með að spjaldið brotnaði, heldur kengbognuðu járnlistar sem spjaldið er fest við. Körfur af þeirri gerð sem á Seltjarnarnesi eru, eru greinilega ekki boðlegar í meistaraflokks- keppni, hvað þá í Evrópukcppni, en vera kann að þær standist álagið í leikfimitímum ■ barnaskóla. 1 1 ÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA A /ALDA ÞÉR SKAÐA! Allir fylgihlutir og dælur fyrir potta og sundlaugar Verð frá kr. 74.300,- K. AUDUNSSON GRENSASVEGl 8 O. OO / /.-J Ot Oö UU oo NOTENDUR Við í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvinnslu Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 AKRÍL NUDDPOTTAR UMFB og Snæfell í Bol- ungarvík. Hart barist Óhætt er að segja að keppni í úrvalsdeildinni hefjist með sann- kölluðum stórleik. Lið Hauka og Njarðvíkur koma örugglega til með að berjast um eitt af tveimur efstu sætunum í sínum riðli deildarinnar, ásamt KR og Tindastól. Þórsarar eru einnig í riðlinum, en lið þeirra stendur hinum nokkuð að baki. Lið Þórs gæti þó hæglega komið á óvart á heimavelli. f hinum riðlinum leika íslands- meistarar ÍBK. Þeir munu áreiðan- lega eigna sér annað af efstu sætum riðilsins og sæti í úrslitakeppninni í vor, en um hitt sætið verður hart barist. Lið ÍR, Grindavíkur og Vals ætla sér öll það sæti, en hætt er við að Reynismenn úr Sandgerði vermi botnsætið. Leikið á sunnudag Á morgun sunnudag verða síðan 3 leikir í úrvalsdeildinni. Á Akureyri mætast Þórsarar og KR-ingar og að Hlíðarenda leika Valsmenn og Grindvíkingar. Báðir þessir leikir hefjast kl. 20.00. Um miðjan daginn, eða kl. 16.00 mætast Reynismenn og Keflvíkingar í Sandgerði. f R-ingar leika á þriðjudag Á þriðjudag verður keppni í úr- valsdeildinni haldið áfram með leikj- um ÍR og Reynis í Seljaskóla kl. 20.00 og á sama tíma mætast Tinda- stóll og Þór á Sauðárkróki. Fastir leikdagar í vetur verður sami háttur hafður á og í fyrra. Leikið verður á föstum leikdögum. Þriðjudögum, fimmtu- dögum og sunnudögum. Margir leikjanna á sunnudögum verða leiknir kl. 16.00. BL í dag mætast Haukar og Njarðvíkingar í íþróttahúsinu við Strandgötu kl. 14.00. Úr leik liðanna fyrir nokkrum árum, en þá sem í dag munu þeir Helgi Rafnsson UMFN og ívar Webster Haukum berjast undir körfunum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.