Tíminn - 11.10.1989, Qupperneq 3
Miðvikudagur 11. október 1989
Tíminn 3
Rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík rannsakar sérstakt skaðabótamál:
VILL HUNDRAÐ ÞÚSUND
FYRIR DAUDAN HÖGNA
Rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík hefur nú til
athugunar all sérstakt skaöabótamál, þar sem kona hefur
krafist hundrað þúsund króna skaðabóta vegna þess að ketti
sem hún hafði tekið að sér var lógað að henni forspurðri.
Málið er allt hið flóknasta og á viðkvæmu stigi eins og er,
þar sem Iögregla er þessa dagana að hlýða á framburð
málsaðila. Tíminn mun því kalla konurnar A,B og C.
A á læðu sem gaut kettlingum
síðastliðið vor. Einn af þeim kettl-
ingum, gulbröndóttur högni var vist-
aður hjá B og fékk hún köttinn til
eignar. Var hann hjá B í fjóra
mánuði. C, sem býr í nágrenni við
þær A og B, kom nýverið að kettin-
um þar sem hann var í stigagangi
fjölbýlishúss og tók hann heim með
sér, þar sem henni þótti kötturinn
vannærður og grindhoraður.
Þegar högninn hafði dvalið hjá C
í hálfan mánuð rakst A á hann utan
við fjölbýlishúsið og þótti þá sem
hann væri mjög illa á sig kominn. Að
því er A segir tók hún köttinn, og
fór með hann á dýraspítalann, þar
sem honum var gefin sprauta og
hann aflífaður.
Þcgar C uppgötvaði hvað gerst
hafði leitaði hún til lögreglunnar og
kærði A fyrir verknaðinn. Jafnframt
leggur C fram kröfu um skaðabætur
allt að hundrað þúsund krónum.
Segir C að það hafi verið verulegt
tilfinningalegt áfall fyrir sig að
kötturinn skyldi aflífaður án sinnar
vitneskju.
Málsaðilum ber ekki saman um
hvert ásigkomulag högnans var.
Kærða var kölluð fyrir hjá lög-
reglu í gær, þar sem hún gaf skýrslu
vegna málsins.
B sem er vitni í málinu verður
kölluð og hennar framburður
skráður.
„Við höfum ekkert til að fara
eftir, nema samvisku fólks,“ sagði
Bernharð Laxdal dýralæknir á Dýra-
spítalanum, í samtali við Tímann,
þegar hann spurður hvort leitað væri
staðfestingar á því að sá er biður um
aflífun á dýri, sé jafnframt eigandi.
„Það er ekki hægt að biðja fólk um
vottorð fyrir eignarhaldi á ketti. Við
erum því algerlega varnarlausir þeg-
ar fólk kemur og biður okkur um að
sprauta dýr,“ sagði Bernharð.
Hvert framhald þessa mjög svo
sérstæða máls verður er ekki gott að
segja, en allt bendir til þess að C
haldi skaðabótakröfu sinni til þraut-
ar- - ES
Á myndinni má sjá Steingrím Hermannsson forsætisráðherra stjórna ferföldu húrrahrópi að aflokinni setningarræður
forseta íslands.
Minningarorö aldursforseta, Stefáns Valgeirssonar, um Benedikt
Bogason alþingismann, við þingsetningu 10. október 1989:
í minningu þingmanns
í dag minnumst við og söknum
Benedikts Bogasonar, verkfræð-
ings og alþingismanns, sem kvaddi
okkur hér í vor eftir skamma setu
á Alþingi og andaðist 30. júní,
hálfsextugur að aldri.
Benedikt Bogason var fæddur
17. september 1933 að Laugardæl-
um í Hraungerðishreppi í Árnes-
sýslu. Foreldrar hans voru hjónin
Bogi bóndi þar, síðar verkstjóri í
Reykjavík Eggertsson bónda og
alþingismanns í Laugardælum
Benediktssonar og Hólmfríður
Guðmundsdóttir bónda á Læk í
Hraungerðishreppi Snorrasonar.
Benedikt lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík vor-
ið 1953, stundaði síðan verkfræði-
nám einn vetur í Háskóla íslands,
en fór síðan til náms í Finnlandi og
lauk prófi í byggingarverkfræði frá
Tækniháskólanum í Helsingfors
árið 1961. Að námi lóknu var hann
framkvæmdastjóri Flóaáveitunnar
og Ræktunarsambands Flóa- og
Skeiðaveitna 1961-1964. Jafnframt
var hann ráðgjafi Ölfusveitunnar
og stundaði almenn verkfræðistörf
á Selfossi. Á árinu 1964 fluttist
hann til Reykjavíkur og var verk-
fræðingur við gatna- og holræsa-
deild borgarverkfræðings 1964-
1971, en rak síðan eigin verkfræði-
stofu í Reykjavík. Árið 1980 varð
hann verkfræðilegur ráðunautur
Framkvæmdastofnunar ríkisins,
þar til hún var lögð niður, og
fulltrúi forstjóra Byggðastofnunar
var hann frá 1985.
Benedikt Bogason sinnti ýmsum
félagsmálum og vann aukastörf
jafnframt aðalstarfi. Hannvareinn
stofnenda og fyrsti formaður Fé-
lags íslenskra stúdenta í Finnlandi
og hann var formaður Sambands
íslenskra stúdenta erlendis 1962-
1963. Gjaldkeri í stjóm Suomi-fé-
lagsins í Reykjavík var hann 1969-
1980. Hann var stundakennari við
Miðskóla Selfoss, Iðnskóla Selfoss
og Garðyrkjuskóla ríkisins að
Reykjum í Ölfusi á árunum 1961-
1963 og kennari við Tækniskóla
íslands 1970-1973. Hann var í
hreppsnefnd og byggingarnefnd
Selfoss 1962-1964 og í byggingar-
nefnd Ríkisútvarpsins frá 1981.
Formaður Framfarafélags Seláss-
og Árbæjarhverfis var hann frá
1983. Hann tók þátt í stofnun
Borgaraflokksins vorið 1987 og var
þá kosinn varaþingmaður flokksins
í Reykjavík. Hann sat á Alþingi
rúmar tvær vikur í nóvember og
desember 1987. Við þingmennsku-
afsal Alberts Guðmundssonar í
byrjun aprílmánaðar í vor tók
Benedikt Bogason fast sæti á Al-
þingi.
Benedikt Bogason hlaut góða
menntun til undirbúnings störfum
sínum síðar á ævinni. Verkfræði-
kunnáttu hans og forsjár og ráð-
gjafar í verklegum efnum sér víða
stað, en þó mest sunnanlands. Þar
neytti hann fyrst hæfileika sinna og
menntunar við fjölbreytt verkefni.
Síðar náði starfssvið hans vítt um
landið. Á vegum Framkvæmda-
stofnunar og Byggðastofnunar
kom í hans hlut að hafa afskipti af
athafnalífi landsmanna til sjávar
og sveita. Hann leiðbeindi sveitar-
stjórnum, gegndi nefndastörfum
og sat í stjórnum félaga af hálfu
stofnananna og fékkst við torleyst
mál sem komu til þeirra kasta.
Að dómi þeirra, sem störfuðu
með Benedikt Bogasyni og þekktu
hann best, var hann gæddur mikl-
um skipulagshæfileikum, var holl-
ráður, afkastamikill og ósérhlífinn.
Hann átti slíkan starfsferil að baki
að binda mátti miklar vonir við
störf hans á Alþingi. En þegar
hingað kom voru honum búin þau
örlög að sitja hér aðeins nokkrar
vikur.
Ég vil biðja þingheim að minnast
Benedikts Bogasonar með því að
rísa úr sætum.
Alþingi sett
í 112. skipti
Vigdís Finnbogadóttir forseti ís- Bogasonar. Þrír varaþingmenn taka
lands setti í gær hundraðasta og nú sæti á þingi. Jónas Hallgrímsson,
tólftalöggjafarþingþjóðarinnar,eft- varamaður Halldórs Ásgrímssonar,
ir að þingheimur hafði hlýtt á messu Jóhannes Geir Sigurgeirsson, vara-
íDómkirkjunniþarsemséraSólveig maður Valgerðar Sverrisdóttur, og
Lára Guðmundsdóttir þjónaði. Stef- Einar Kr. Guðfinnsson, varamaður
án Valgeirsson aldursforseti þingsins Þorvalds Garðars Kristjánssonar.
se|ti fyrsta fund vetrarins, og minnt- - ÁG
ist látins þingmanns Benedikts
Þrír nýir þingmenn setjast á Alþingi í byrjun þessa þings, þau Ásgeir Hannes
Eiríksson, er kemur í stað Benedikts Bogasonar, Anna Ólafsdóttir
Björnsson, er kemur í stað Kristínar Halldórsdóttur, og Rannveig Guð-
mundsdóttir, sem sest inn á þing í stað Kjartans Jóhannssonar.
Tímamyndir Ámi Bjarna.
Rafiðnaðarsambandið:
Verkfallið
í biðstöðu
Enginn fundur hefur verið boðað-
ur milli rfkisins og rafiðnaðarmanna.
Rafiðnaðarmenn hjá Reykjavíkur-
borg og samninganefnd borgarinnar
funduðu í gær. Var talið að nokkuð
hefði miðað í samkomulagsátt og
verður óformlegum viðræðum hald-
ið áfram í dag.
Hjá Rafiðnaðarsambandinu feng-
ust þær upplýsingar síðdegis í gær að
verkfallið væri í algerri biðstöðu og
að engar óformlegar viðræður hafi
átt sér stað í gær.
í ellefufréttum Sjónvarps á mánu-
dagskvöldið voru sýndar myndir frá
komu Jórdaníukonungs til landsins.
Ekki var veitt undanþága til þessarar
útsendingar. Eftir því sem Tíminn
kemst næst mun Sjónvarpið hafa
vísað til þess að fréttaflutningurinn
væri á höndum fréttaritara.
öryrkjabandalagið fór fram á
undanþágu til Rafiðnaðarsambands-
ins vegna fyrirhugaðrar útsendingar
í útvarpi frá degi fatlaðra í Reykja-
vík sem er á föstudaginn. í svari
sambandsins segir að undanþágu-
beiðnin verði að koma frá þeirri
stofnun sem vinna á fyrir og ef að
Ríkisútvarpið sæki um slíka undan-
þágu muni tæknimenn vinna endur-
gjaldslaust að útsendingunni. SSH