Tíminn - 11.10.1989, Side 5

Tíminn - 11.10.1989, Side 5
Miðvikudagur 11. október 1989 Tíminn 5 Ráöstefna um hjálækningar: Hússein Jórdaníukonungur hitti Vigdísi Finnbogadóttur forseta íslands, að máli um klukkan 11 ■ gærdag ■ embættisbústað forseta við Laufásveg. Hússein hafði stutta viðdvöl á íslandi. Hann kom hingað frá Ítalíu en hélt ■ gær áfram til Kanada þar sem hann er boðinn ■ opinbera heimsókn. Á mvndinni er Vigdís Finnbogadóttir, Hússein konungur og kona hans Noor al Hússein og sonur þeirra. Jórdanskir öryggisverðir gættu konungs síns á meðan á dvöl hans á íslandi stóð, en ekki verður sagt um þessa tvo að þeir séu „óeinkennisklæddir“. - EÓ Héraðsráð Snæfellinga saman komið. Talið frá vinstri, Guðmundur Alberts- son, Gunnar Már Kristófersson, Sturla Böðvarsson, Guðbjartur Gunnars- son, Kristján Guðmundsson og Stefán Jóhann Sigurðsson. Héraðsnefnd Snæ- fellinga stofnuð Stofnfundur Héraðsnefndar Snæ- fellinga var haldinn fyrir skömmu og eru stofnaðilar öll sveitarfélög í Snæfellsness og Hnappadalssýslu stofnaðilar. Héraðsnefndin tekur við verkefnum, eignum og skuldum sýslunefndar. Sveitarfélögin gerðu með sér sér- stakt samkomulag um meðferð eigna sýslunnar. Rekstur byggðasafna verður helsta sameiginlega rekstrar- viðfangsefni héraðsnefndar. Samkvæmt samþykktum héraðs- nefndar eru helstu verkefni hennar utan þess sem héraðsnefndum er falið í lögum, þessi: samgöngumál, skóla og félagsmál, almannavarnir og öryggismál, svæðaskipulag og byggðaáætlanir, heilbrigðismál, safna og menningarmál, sameiginleg hátíðahöld í héraðinu og að lokum önnur sveitarstjórnarmál sem varða sýsluna í heild svo og tillögur um hvað eina, sem verða má Snæfelling- um til gang og framfara. Formaður Héraðsnefndar Snæ- fellinga var kjörinn Sturla Böðvars- son bæjarstjóri í Stykkishólmi. - ABÓ Mörkin dregin milli lækningaog kukls? í dag hefur verið boðað til ráð- stefnu á vegum Samtaka heilbrigðis- stétta og verður viðfangsefni hennar hinar svonefndu hjálækningar, en þeim hefur mjög vaxið fískur um hrvgg hérlendis á síðustu árum. Hjálækningar er samheiti yfir hvers kyns lækningar er falla utan hefðbundins ramma, þar á meðal lækningameðferðir af ýmsu tagi. Hafa sumar ekki sannað ótvírætt ágæti sitt né verið skilgreindar vís- indalega. Þeir aðilar, er slíkar lækni- ngar leggja fyrir sig, eru ýmist hand- hafar lækningaleyfis eðurei. Skottu- lækningar eru taldar ein grein hjá- lækninga og er ljóst að framboð ýmissa heilsubótar- og lækningaað- gerða, er framkvæmdar eru af rétt- indalausu fólki, hefur færst mjög í vöxt á undanförnum árum. Ákvæði læknalaga um það hverjir megi stunda lækningar hérlendis eru skýr og afdráttarlaus, en að sögn lækna hefur ákveðið umburðarlyndu við- gengist í framfylgni ákvæða þessara undanfarin ár, bæðj hérlendis og í nágrannalöndunum. Hefur þetta leitt til þess að ýmsum greinum skottulækninga hefur vaxið fiskur um hrygg og hefur sú þróun fengið læknastéttinni og Læknafélagi ís- lands nokkurs kvíðboga. Kemur það fram í fyrstu grein ályktunar er Læknafélag íslands samþykkti á aðalfundi sínum, 22. september síð- astliðinn. Þar er skorað á ráðherra heilbrigðismála að beita sér fyrir hertum aðgerðum gegn skottulækni- ngum hér á landi, í samræmi við 22. grein læknalaga. í henni segir efnis- lega, að hvers konar skottulækning- ar séu bannaðar hérlendis. Undir það heiti fellir löggjafinn alla þá aðila er bjóðast til að taka sjúklinga til lækninga eða gera sér lækningar að atvinnu, auglýsa sig eða kalla sig lækna, ráðleggja fólki eða afhenda lyf er lyfsalar mega einir selja, án þess að hafa til þess leyfi samkvæmt lögum. Aðrar greinar hjálækninga eru á könnu hinna margvíslegustu heil- brigðisstétta. Að sögn Jóns Bjarna Þorsteinssonar læknis, sem jafn- framt er formaður Samtaka heil- brigðisstétta, eiga um 8000 félagar í 21 fagfélagi fulltrúa í samtökunum. Þar á meðal eru læknar, tannlæknar, hjúkrunarfræðingar, meinatæknar og sjúkraliðar, sjúkraþjálfarar, sjúkranuddarar, lyfjafræðingar, lyfjatæknar, þroska- og iðjuþjálfar og fleiri. Stéttir þessar hafa ekki allar lækningaleyfi en vinna þó mikið gagn á sviði heilsubótar. Má til dæmis nefna iljanudd, er nú er mikið stundað, og margir telja sig fá bót meina sinna eftir slíka meðhöndlun. Á þingi Samtaka heilbrigðisstétta munu fulltrúar löggiltra heilbrigðis- stétta og hjálækningahópa leiða saman hesta sína og bera saman bækur sínar um hjálækningar, er á erlendum málum nefnast alternativ medicin. Fjallað verður um náttúru- vörur og náttúrulyf og leitast verður við að svara því hvort hjálækningar eigi rétt á sér. Guðmundur Sigurðs- son læknir mun flytj a erindi, þar sem hann fjallar m.a. um afstöðu ýmissa lækna til hjálækninga og birtir tölur um aðsókn sjúklinga til þeirra er slíkar lækningar stunda. Þá mun Hallgrímur Magnússon læknir flytja pistil um nálastunguaðferðina. Ráðstefnan verður haldin í dag, miðvikudaginn ll.október kl. 15.30 í húsakynnum BSRB að Grettisgötu 89. Hún verður öllum opin. Nokkur skjálfti meðal tölvueigenda vegna tölvuvírusa: Föstudagurinn 13. nálgast Fyrirtæki og stofnanir á íslandi hafa að undanförnu verið að undir- búa sig fyrir föstudaginn 13. næst- komandi, en þá verða þrír sam- nefndir vírusar virkir. Einn þeirra, Jerúsalcmvírusinn er þekktur hér á landi. Friðrik Skúlason tölvunarf- ræðingur hefur rekist á Jerúsalem- vírusinn á einum stað og upprætt hann. Hann virkar þannig að ef smitað forrit er keyrt föstudaginn 13. þá þurrkar forritið sjálft sig út. „Það eyðileggur ekkert annað,“ sagði Friðrik. Ef dagsetningu tölv- unnar er breytt í 14. október þá fer vírusinn ekki af stað. „Þessi föstudagur er í raun ekki svo alvarlegur. Það eina sem við höfum gert uppi í háskóla er að setja vírusavarnarforrit í tölvurn- ar,“ sagði Friðrik. Hann sagðist aðspurður heldur betur hafa orðið var við hræðslu meðal stjórnenda fyrirtækja og tölvueigenda hér á landi vegna komandi föstudags. „Ég hef ekki undan að selja vír- usvarnarforrit þessa dagana,“ sagði Friðrik. Forritið er ekki ein- göngu leitarforrit, heldur er það einnig varnarforrit og að sögn Friðriks er viðkomandi 100% ör- uggur gegn öllum þekktum vírus- um framvegis. Hann sagði að menn mættu ekki gera of mikið úr föstu- deginum þar sem, þar sem aðeins einn þeirra væri þekktur, en mjög sjaldgæfur, ef nokkur í umferð. Hinir vírusarnir sem þekktir eru hér á landi eru mun meira vanda- mál. Það er ýmislegt sem hægt er að gera til að sporna við vírusum, að sögn Friðriks. Hann sagði að fólk ætti að forðast það að láta tölvuna sína hafa of mikil náin samskipti við aðrar tölvur og ekki taka við forritum frá öðrum, nema vera viss um að þau séu ekki smituð. „Einn þeirra vírusa sem er hve vinsælastur nú í dag og gerir óskunda í Israel, er að stofni til íslenskur," sagði Friðrik. Hann sagði að vírsarnir hefur flókin ætt- artré. íslenski vírusinn barst héðan til Kaliforníu, þar sem honunt var lítillega breytt og þaðan til ísrael, þar sem honum er breytt enn á ný og nú nýlega aftur. Hann virkar þannig að hann merkir ónotuð svæði harða disksins, eins og þau séu ónýt frá sjónarhóli notandans, en hefur engin áhrif á forrit á diskinum. Þetta er auðveldlega hægt að hreinsa burtu. Aðrir vírusar sem þekktir eru hér á landi eru svo kallaður haust- vírus, sem varð virkur í október, nóvember og desember á síðasta ári, og því stafar ekki hætta af honum nú, nema hliðarverkanir sem virka þannig að sum forrit starfa ekki eðlilega. Þá er boltavír- usinn, sem er frægastur hérlendis, enda kom hann fyrstur vírusa hing- að til lands, en skemmir ekkert út frá sér. Að lokum eru það „föstu- dagsins 13.“ vírusar, þeir eru þrír að tölu og kallast þeir Jerúsalem- vírus, eins og getið var um áður, Suður-Ameríski vírusinn og Data Crime. Þeir tveir síðastnefndu hafa ekki fundist hér á landi. Skýrslutæknifélag íslands heldur í dag hádegisverðarfund á Hótel Lind um tölvuvírusa, þar sem mál- in verða rædd og reifuð. - ABÓ Aukaþing Norðurlandaráðs: Norræn fjárlög 1990 Norðurlandaráð heldur aukaþ- ing 14. nóvember næstkomandi. Á þinginu verður fyrst og fremst rætt um Norðurlönd og þróunina í Evr- ópu, en jafnframt tekin afstaða til tillagna ráðherranefndar Norður- landa um norrænu fjárlögin fyrir árið 1990. Þetta er í þriðja sinn sem ráðið heldur aukaþing. Það fyrsta var haldið 1975 um stofnun Norræna fjárfestingabankans og annað var haldið um umhverfismál í fyrra. Á þinginu verður fjallað um starfsáætlun Norrænu ráðherra- nefndarinnar, Norðurlönd í Evr- ópu 1989-1992, lokaskýrslu al- þjóðanefndar Norðurlandaráðs um Evrópumálin auk þingmanna- tillagna um meðal annars norrænar upplýsingastofur í Brussel og Moskvu og NORDPLUS áætlun- ina. í tengslum við aukaþingið heldur forsætisnefnd Norðurlandaráðs, fastanefndirnar sex og nokkrar ráðherranefndir fundi. SSH Hussein Jórdaníu- konungur hitti f rú Vigdísi í gær

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.