Tíminn - 11.10.1989, Qupperneq 7
Miðvikudagur 11. október 1989
Tíminn 7
VETTVANGUR
Sigrún Magnúsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins í borgarstjórn:
Staða framsóknamanna er
málefnalega sterk í borainni
Miðvikudaginn 4. október hélt Alþýðubandalagið í
Reykjavík opinn fund vegna væntanlegra borgarstjórnar-
kosninga. Frummælendur voru oddvitar flokkanna í
stjórnarandstöðunni í borgarstjórn. Fundarefnið var sam-
vinna minnihlutans í borgarstjórn þetta kjörtímabil, sér-
staða flokkanna og kostir og gallar sameiginlegs framboðs.
Það var sérkennilegt að Alþýðu-
bandalagið skyldi halda þennan
fund núna vegna þess að Birting,
hið nýja félag Alþýðubandalagsins
var búið að heimsækja öll borgar-
málaráð flokkanna til að ræða
„hvort“ möguleiki væri fyrir hendi
að bjóða fram sameiginlega. Ég
tilkynnti Birtingarmönnum, sem
heimsóttu okkur framsóknarmenn,
að við værum búin að afskrifa
þennan möguleika. Þetta hefði ver-
ið rætt talsvert síðastliðinn vetur,
en umræðum lauk síðan með eftir-
minnilegum hætti s.l. vor þegar
„Sjafnardeilan" kom upp.
Þá lýsti Bjarni P. Magnússon
borgarfulltrúi Alþýðuflokksins því
yfir í sjónvarpi að ef menntamála-
ráðherra dragi ekki auglýsingu um
skólastjórastöðuna við Öldusels-
skóla til baka, yrði ekkert af sam-
eiginlegu framboði, vegna þess að
með kommúnistum væri ekki hægt
að starfa.
Sameiginlegt framboð þeirra
flokka sem nú eru í stjórnarand-
stöðu í borgarstjórn hefur þann
kost að þá er komið í veg fyrir að
sjálfstæðismenn haldi völdum í
borginni út á minnihluta kjósenda
eins og oft hefur verið. Pess eru
dæmi að rúmlega 40% atkvæða
hafi dugað sjálfstæðismönnum til
þess að halda meirihluta.
Upphaflega hugmyndin um sam-
eiginlegt framboð byggðist á því að
flokkarnir störfuðu saman á jafn-
réttisgrundvelli. Tveir fulltrúar frá
hverjum hinna fjögurra flokka
skipuðu átta efstu sætin og í átt-
unda sæti væri borgarstjóraefnið.
Þessi tilhögun virtist mér vera
þannig að vert væri að kanna hana
nánar og á því byggðist afstaða
mín upphaflega, en síðan hefur
ýmislegt breyst.
Á fyrrnefndum fundi hjá Al-
þýðubandalaginu voru ýmsar ein-
kennilegar hugmyndir reifaðar t.d.
að flokkarnir sem slíkir stæðu ekki
að framboðinu, heldur yrði mynd-
uð einhverskonar hreyfing sem
ekki væri í nafni stjórnmálaflokk-
anna þó þeir lýstu yfir stuðningi við
hana. Einnig var varpað fram hug-
mynd.um að framboðið yrði ein-
ungis skipað konum.
1 ræðu minni lýSti ég því yfir að
við framsóknarmenn værum al-
gjörlega andvígir því að búa til
einhverskonar hreyfingu sem ekki
væri í nafni stjórnmálaflokkanna,
þó þeir ættu að lýsa stuðningi við
hana. Þannig yrði Framsóknar-
flokkurinn að lýsa stuðningi við
hreyfinguna, jafnvel þótt svo gæti
farið að enginn framsóknarmaður
ætti sæti á listanum.
Á fundinum létu alþýðubanda-
lagsmenn í ljósi mikinn áhuga á
sameiginlegu framboði í einhverri
mynd og er það nokkuð undarlegt
þar sem Alþýðubandalagið undir-
býr nú borgarstjórnarkosningar í
tveimur félögum.
Það er skoðun mín að framboð
án atbeina stjórnmálaflokka gæti
ef til vill gengið í litlu sveitarfélagi
en alls ekki í stærsta sveitarfélagi
landsins.
Sérstaða Reykjavíkur er marg-
vísleg t.d. er borgin sérstakt kjör-
dæmi. Það er þess vegna alveg út í
hött að Framsóknarflokkurinn
skipti sér ekki af borgarmálefnum
og hafi ekki sitt eigið borgarmála-
ráð. Borgarfulltrúar og þingmenn
flokksins í Reykjavík hljóta að
þurfa að vinna að mörgum málum
saman, sem snerta borgina og það
er best gert á vettvangi flokksfé-
laga.
Þrátt fyrir það að ekki sé grund-
völlur fyrir sameiginlegu framboði
nú hefur samstarf stjórnarand-
stöðuflokkanna í borgarstjórn á
þessu kjörtímabili verið með mikl-
um ágætum og ber að kappkosta
að svo verði áfram. Reykjavíkur-
Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi.
borg hefur verið'illa stjórnað af
íhaldinu og það ef mjög brýnt að
hér verði breytt um áherslur og
ofurveldi Sjálfstæðisflokksins í
borginni hnekkt.
Staða Sjálfstæðisflokksins í
borgarstjórnarkosningum hefur að
mínum dómi breyst eftir að Davíð
Oddsson fékk sig kosinn varafor-
mann flokksins. Það er augljóslega
skref á leið hans í formannssætið
og þar með út úr borgarstjórn.
Flvert er næsta borgarstjóraefni
sjálfstæðismanna? Flokkurinn
verður að fara að flýta sér að velja
eftirmann til að geta auglýst hann
upp.
Með hliðsjón af þeim miklu
mistökum sem sjálfstæðismönnum
hafa orðið á við stjórn borgarinnar
þar sem mjög miklum fjármunum
hefur verið eytt að óþörfu á meðan
ýmissjálfsögð þjónusta við borgar-
ana hefur verið vanrækt, hljóta
Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í borgarstjórn bera saman bækur sínar.
þeir flokkar sem nú eru í stjórnar-
andstöðu að eiga góða von um að
vinna verulega á í næstu borgar-
stjórnarkosningum og einnig með
tilliti til þess að her sjálfstæðis-
manna í borginni er að verða
höfuðlaus. Þess vegna er það ekki
sjálfgefið að borgarstjórnarmeiri-
hlutinn næsta kjörtfmabil verði
áfram skipaður sjálfstæðismönnum
þótt um sameiginlegt framboð
verði ekki að ræða.
Staða okkar framsóknarmanna
er málefnalega sterk um þessar
mundir. Það er ekki hægt að ætlast
til þess að stuðningsmenn flokksins
í borginni, sem hafa treyst okkur
og stutt af alefli fari að leysa upp
samtök sín og kjósa einhverja
óskilgreinda hreyfingu þar sem
þeir kynnu að verða algjörlega
áhrifalausir.
Síðastliðið vor setti fulltrúaráð
framsóknarfélaganna á fót ýmsar
málefnanefndir vegna komandi
borgarstjórnarkosninga. Ég vil
hvetja alla framsóknarmenn til
þess að halda ótrauðir áfram undir-
búningi kosninganna. Með þrótt-
miklu starfi og samstilltum kröftum
mun okkur auðnast að gera hlut
flokksins góðan í borgarstjórnar-
kosningunum næsta vor.
Sigrún Magnúsdóttir
„Þrátt fyrir það að ekki
sé grundvöllur fyrir
sameiginlegu framboði
nú hefur samstarf
stjórnarandstöðuflokk-
anna í borgarstjórn á
þessu kjörtímabili ver-
ið með miklum ágæt-
um og ber að kapp-
kosta að svo verði
áfram. Reykjavíkur-
borg hefur verið illa
stjórnað af íhaldinu og
það er mjög brýnt að
hér verði breytt um
áherslur og ofurveldi
Sjálfstæðisflokksins í
borginni hnekkt.“
„Staða okkar fram-
sóknarmanna er mál-
efnalega sterk um
þessar mundir. Það er
ekki hægt að ætlast til
þess að stuðnings-
menn flokksins í borg-
inni, sem hafa treyst
okkur og stutt af alefli
fari að leysa upp sam-
tök sín og kjósa ein-
hverja óskilgreinda
hreyfinguþarsem þeir
kynnu að verða algjör-
lega áhrifalausir.“