Tíminn - 11.10.1989, Page 9
8 Tíminn
Miðvikudagur 11. október 1989
Miðvikudagur 11. október 1989
Tíminn 9
Eru nýjar deilur um staðsetningu sorp-
böggunarstöðvarinnar í uppsiglingu?
Verður
baggað
sorp án
samráðs
við íbúa?
Eftir Stefán Ásgrímsson
Alfreð Þorsteinsson fulltrúi Framsókn-
armanna í skipulagsnefnd hafði á þeim
vettvangi og í borgarstjórn barist harka-
lega gegn staðsetningu stöðvarinnar í
Árbæjarhverfi.
Alfreð Þorsteinsson var spurður um
staðsetninguna í Gufunesi í gær. Hann
sagði:
„Ég verð að segja aö mér blöskrar
dómgreindarleysi Davíðs Oddssonar
borgarstjóra í sorpböggunarmálum
Reykjavíkur. Ég hélt satt að segja að
hann hefð lært sína lexíu í Árbæjarmál-
inu.
Sorpböggunarstöð í nálægð Grafar-
vogshverfa er sérstaklega slæmt mál að
því leyti að allir flutningar sorpsins verða
innan Grafarvogshverfa og því fylgir
bæði hávaði og mengun.
Ég hef lagt það til í borgarráði að
skipulagsnefnd og borgarskipulagi verði
falið að finna heppilegri staðsetningu
sorpböggunarstöðvar utan íbúðarbyggð-
ar og þannig verði tekið tillit til fleiri
þátta en flutningskostnaðarins eingöngu.
Ruslamál Reykjavíkurborgar og stað-
setning böggunarstöðvar fyrir sorp virðist
ætla að verða borgarstjóranum í Reykja-
vík og meirihluta hans erfiður ljár í þúfu.
Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi
Framsóknarflokksins flutti í gær í borgar-
ráði tillögu um að borgarráð auglýsti
breytta landnotkun á lóð Áburðarverk-
smiðju ríkisins en á þessari lóð hefur
verið samþykkt í bygginganefnd og skipu-
lagsnefnd Reykjavíkurborgar að sorp-
böggunarstöð rísi.
Tillögunni var ekki að fullu hafnað af
borgarráði heldur var samþykkt að vísa
henni til umsagnar lögfræði- og stjórn-
sýsludeildar borgarinnar til athugunar og
umsagnar.
Úr Árbæ í Gufunes
Eins og menn muna var búið að finna
sorpböggunarstöðinni stað í Hádegismó-
um skammt frá íbúðar- og iðnaðarhúsum
efst í Árbæjarhverfi. Endirinn varð sá að
Davíð Oddsson borgarstjóri lýsti því yfir
þann 21. febrúar s.l. að hætt væri við að
staðsetja stöðina þar eftir að Árbæingar
höfðu risið öndverðir gegn henni og
Mikil umferð sorpbfla er í gegn um Grafarvogshverfi. Nú er ekki útlit fyrir að á þessu verði lát næstu ár eða áratugi því að í öllum nefndum og ráðum borgarinnar hefur verið samþykkt að sorpböggunarstöð verði komið fyrir í landi Aburðarverksmiðjunnar í
Gufunesi. Tímamynd: Pjetur
Bananalýðveldisaðferðir
Þá verð ég að segja það að vinnubrögð
íhaldsins eru öll í suðuramerískum stíl.
Reynt er að sniðganga lög og reglugerðir
um skipulagsmál til að hindra að íbúar
geti sagt álit sitt eins og þeir eiga fullan
rétt á.
Ég hef trú á því að þetta mál endi inni
á borði hjá félagsmálaráðherra því að
embættismönnum borgarinnar, sem eru
að mínu áliti verkfæri borgarstjóra, er
ekki treystandi til að fella hlutlausan
úrskurð í þessu máli.“
Það stefnir því enn í að borgin lendi í
rifrildi við þegna sína út af stöðinni en
meirihluti skipulagsnefndar samþykkti
þann 25. september að hún skyldi sett
niður á lóð Áburðarverksmiðjunnar í
Gufunesi þannig að starfsemi með sorp
verður áfram í Gufunesi þrátt fyrir að því
hafi verið lofað og samþykkt í nefndum
og ráðum borgarinnar að sorphaugarnir
yrðu aflagðir árið 1990.
íbúi í Grafarvogi sem rætt var við í gær
sagði að bæði hann og fleiri íbúar Grafar-
vogs hefðu flutt í hverfið vegna þess að
þeir hefðu treyst því að einmitt þetta
loforð þýddi að sorpstarfsemi legðist af í
Gufunesi eftir 1990.
íbúar Grafarvogs virðast því andsnúnir
sorpböggunarstöðinni í Gufunesi og þeir
sem rætt var við í gær sögðust ekki fremur
en Árbæingar myndu sætta sig við stöðina
í bakgarði sínum enda muni stöðin hafa
enn meiri og verri áhrif á daglegt líf
Grafarvogsbúa en hún hefði haft á dag-
legt líf Árbæinga.
Þvert á aðalskipulag?
Alfreð Þorsteinsson Framsóknarflokki
lagði fram bókun í skipulagsnefnd í
fyrradag þegar staðsetning böggunar-
stöðvarinnar í Gufunesi var til umræðu
og afgreiðslu af hálfu nefndarinnar. í
bókuninni benti Alfreð á að staðsetningin
bryti i bága við staðfest aðalskipulag
borgarinnar að því leyti að í aðalskipulagi
Reykjavíkur 1984-2004 væri fyrirhugað
svæði fyrir stöðina ekki auðkennt fyrir
neina starfsemi með sorp eins og skylt er
samkvæmt skipulagsreglugerð (3.3.4.9.).
Síðan segir í bókun Alfreðs:
„Enn fremur brýtur samþykkt meiri-
hluta skipulagsnefndar í bága við skipu-
lagsreglugerð um skilgreiningu aðal-
skipulags (3.1.) þar sem kveðið er á um
að óheimilt sé að leyfa byggingar nema
að þær séu í samræmi við staðfest aðal-
skipulagt sbr. 2. mgr.í 9. gr. byggingalaga
nr. 5/1978.“
Síðar í bókuninni segir:
„íbúum í Grafarvogi var ekki fyrirfram
kunnugt um að neins konar starfsemi
með sorp yrði komið fyrir í hverfinu enda
hvergi getið um það í aðalskipulagi.
Þvert á móti kemur fram í greinargerð
aðalskipulags að öll starfsemi með sorp
sem nú er í Gufunesi verði aflögð árið
1990.
Af framansögðu má ljóst vera að
íbúum og öðrum hagsmunaaðilum í Graf-
arvogi hefur aldrei gefist kostur á að
kynna sér eða tjá sig um þessa fyrirhug-
uðu starfsemi, sem kann að valda ónæði
og truflun vegna foks á rusli frá fyrirhug-
aðri stöð og sorpbílum sem þurfa að aka
innan hverfisins, fyrst til móttöku, síðan
til urðunar.
Úrskurðar félagsmálaráðherra?
Beinast liggur því við að samþykkt
skipulagsnefndar, bygginganefndar og
borgarráðs í þessu máli verði afturkölluð
uns breytt skipulag hefur verið lagt fram
með lögboðnum hætti sbr. 17. og 18. gr.
skipulagslaga.
Éf ekki verður orðið við þeirri ósk er
óhjákvæmilegt að leita úrskurðar félags-
málaráðherra um lögmæti áðurnefndrar
samþykktar borgaryfirvalda um mót-
töku- og flokkunarstöð sorps í landi
Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi.“
„Ég er mjög óánægður með það sem
íbúi í Grafarvogi að borgaryfirvöld skuli
ætla að koma sorpböggunarstöð fyrir
þar. Ég er það fyrst og fremst vegna þess
að lofað var að um ekkert sorp yrði að
ræða í hverfinu.
Þá fylgir sorpstarfseminni óhjákvæmi-
lega gríðarleg umferð og verður trúlega
meiri en sú umferð sem nú er um hverfið
í tengslum við sorphaugana.
í þriðja lagi er næsta víst að frá stöðinni
muni stafa mengun. Hún mun trufla mest
vestasta hluta hverfisins og búast má við
lyktarmengun þar fyrst og fremst en
hugsanlega einnig hávaða. Ég tek fram
að ég er ekkert á móti böggunarstöð svo
framarlega sem hún angrar engan. Það er
hins vegar engin spurning um að í
Gufunesi mun hún angra marga,“ sagði
Guðmundur G. Kristinsson, íbúi í Graf-
arvogi.
Guðmundur G. Kristinsson er fyrrver-
andi formaður íbúasamtaka Grafarvogs.
Hann tók það fram að hann talaði
eingöngu sem íbúi í Grafarvogi en ekki
sem fulltrúi íbúasamtakanna. Hann sagð-
ist þó telja að afstaða hverfisbúa væri
skýr enda hefðu íbúasamtökin samþykkt
ályktun um málið sem, eftir því sem hann
best vissi, hefði verið send borgarstjóra.
Svikin loforð
„Það segir sig sjálft að ekkert gott
getur fylgt þessari stöð og auk þess er
verið að brjóta loforð sem gefin hafa
verið íbúum hverfisins á sínum tíma í
sambandi við öskuhaugana sem átti að
leggja niður.
Ef sorpböggunarstöðin kemur í Gufu-
nes verður því áfram í hverfinu mengun
af drasli sem fýkur frá bílum, mengun og
hávaði frá umferð öskubílaumferðar og
síðan lyktarmengun frá stöðinni.
Það er víst að böggunarstöðin mun því
hafa miklu meiri áhrif á Grafarvogshverfi
en hún hefði haft á Árbæjarhverfið. Þar
hefði verið hægt að beina umferðinni inn
á vegi þar sem hún hefði ekki truflað
íbúðarbyggðina sem slíka. Um það getur
ekki orðið að ræða í Grafarvogi.
Þetta er slæmt mál á allan hátt og ég tel
að sorpböggun inni í íbúðarhverfi sé
fráleit, einkum þegar aðrir möguleikar
koma til greina. Til hvers þarf að skapa
vandamál í sambandi við umhverfi íbúð-
arbyggðar þegar vel er hægt að komast
hjá því og aðrir kostir eru jafnvel ekki
dýrari?
Það segir sig sjálft að stöðinni mun
fylgja geysileg umferð, ekki minni en sú
sem þegar er í tengslum við sorphaugana.
Þá mun verða mengun af starfsemi bögg-
unarstöðvarinnar, t.d. vegna lyktar. Það
er á allan hátt slæmt að fá stöðina inn í
hverfið. Þá er það ámælisvert að ekkert
skuli hafa verið gert af hálfu borgarinnar
að kynna íbúum hverfisins þessar fyrir-
ætlanir," sagði Guðmundur G. Kristins-
son. -sá