Tíminn - 11.10.1989, Blaðsíða 14
14 Tíminn
Miðvikudagur 11. október 1989
FRÉTTAYFIRLIT
AUSTUR-BERLÍN
Embættismenn í tveimur borg-
um í Austur-Þýskalandi hafa
sýnt áhuga á að ræða við
umbótasinna í hópi þeirra er
krefjast frelsis í landinu aðeins
tveimur dögum eftir að lögregl-
an barði mótmælin niður af
mikilli hörku. Opinberir fjölmiðl-
ar í Austur-Þýskalandi minnt-
ust ekki einu orði á þá hreyf-
ingu innan kommúnistaflokks-
ins sem vill viðræður við um-
bótasinna. Austur-Þjóðverjar
reyna enn af öllum mætti að
flýja land þrátt fyrir að flestum
flóttaleiðum sé nú lokað. I
Varsjá hafa rúmlega 500 flótta-
menn leitað hælis í sendiráði
Vestur-Þýskalands. Pólsk yfir-
völd hafa vísað til baka hundr-
uðum Austur-Þjóðverja sem
komið hafa yfir landamærin á
ólöglegan hátt.
JÓHANNESARBORG-
Walter Sisulu einum af helstu
baráttumönnum gegn aðskiln-
aðarstefnunni í Suður-Afríku
mun verða sleppt úr fangelsi á
næstunni. Sisulu var nánasti
samstarfsmaður Nelson Man-
dela og hefur verið í fangelsi í
26 ár. Það var F.W. de Klerk
forseti Suður-Afríku sem
skýrði frá þessu.
LONDON - Sterlingspundið
féll illilega og hefur ekki verið
lægra skráð í 28 mánuði. Þetta
er einkennandi fyrir skipsbrot
efnahagsstefnu Margaretar
Thatcher, en hún og flokksfé-
lagar hennar í Ihaldsflokknum
hófu flokksþing sitt í gær.
JERUSALEM - James
Baker utanríkisráðherra
Bandaríkjanna hefur boðið
utanríkisráðherrum ísrael og
Egyptalands til Washington til
að reyna aö ná einhverju sam-
komulagi er miði að friðar-
samningum í Miðausturlönd-
um.
BEIRÚT - Fulltrúar þeirra
Múslíma er njóta stuðnings
Sýrlendinga drógu sig út úr
samningaviðræðum múslíma
og kristinna manna í Lfbanon
eftir að leyniskytta skaut her-
foringja múslíma til bana á
svokallaðri arænu línu erskilur
hverfi múslíma og kristinna
manna í Beirút. Þetta er mikið
áfall því vopnahlé hefur rfkt frá
því 23. september og friðarvið-
ræður gengið sæmilega.
Orðrómur á kreiki um að sovéskir hernaðarráðgjafar séu enn í Afganistan:
Eldflaugar skæruliða
valda dauða í Kabúl
Eldflaugar afganskra skæruliða
hafa valda nú dauða og eyðileggingu
í Kabúl, en skæruliðar hófu eld-
flaugaárásir á borgina að nýju í gær.
Að minnsta kosti tuttugu og þrír
féllu og fjöldi manns særðist í árás-
unum sem eru þær hörðustu um
nokkurt skeið. Þá særðist fólk í
Islamabad þegar skæruliðar sem
sitja um borgina skutu fimm eld-
flaugum á íbúðahverfi borgarinnar.
Skæruliðar beindu skeytum sínum
á helsta markaðstorg Kabúlborgar.
Fómarlömb eldflaugaárásinnar féllu
þegar eldflaug lenti á strætisvagna-
miðstöð þar sem fólkið beið eftir
vagni. Er talið víst að tala fallinna
muni hækka þar sem margir eru
lífshættulega særðir. Aðrar eldflaug-
ar ollu nokkru eignatjóni en engu
manntjóni.
Eldflaugaárásir skæruliða komu á
svipuðum tíma og embættismenn
bandaríkjastjórnar, sem styður við
bak Mujahideen skæruliðasamtak-
anna, fullyrtu að enn séu sovéskir
hernaðarráðgjafar í Afganistan.
- Ég hef ekkert að segja um upp-
lýsingar frá leyniþjónustunni, en
þetta er ekki ólíklegt, sagði Marlin
Fitzwater þegar fréttamenn inntu
hann eftir því hvort upplýsingar frá
bandarísku leyniþjónustunni um að
sovéskir hernaðarsérfræðingar að-
stoðuðu stjórnarherinn í Kabúl í
Eldflaugar afganskra skæruliða ollu dauða og usla í Kabúl. Hér má sjá ummerki.
eldflaugaárásum á stöðvar skæru-
liða.
Það var New York Times sem full-
yrti að leyniþjónusta Bandaríkjanna
hefði komist að því að sovéskir,
hernaðarráðgjafar klæddir einkenn-
isklæðnaði afganska hersins sæju um
öll atriði er varða öryggi, flutning,
geymslu og skot sovéskra Scud eld-
flauga sem afganski herinn beitir
gegn skæruliðum. Ef það er rétt hafa
Sovétmenn brotið gegn samkomu-
lagi því sem þeir gerð um brottflutn-
ing sovésks herliðs frá Afganistan.
Kínversk stjórnvöld um útnefningu Dalai Lamatil friöarverölauna Nóbels:
Samsæri Vestur-
landa gegn Kína
Það tók kínversk stjórnvöld viku
að finna svar við þeirri ósvífni norsku
Nóbelsverðlaunanefndarinnar að
veita Dalai Lama friðarverðlaun
Nóbels. Svarið er einfalt. Valið er
hluti samsæris Vesturlanda gegn
Kína og er markmiðið að hluta
Kínaveldi í sundur og koma að nýju
á fót lénskipulagi í Tíbet.
Þá segja kínversk stjórnvöld að
þessi ákvörun norsku Nóbelsverð-
launanefndarinnar sé áframhald
Enn eiga Tyrkir í erfiðleikum með
öfgafulla Kúrda í suðausturhluta
landsins. { gær sló enn einu sinni í
brýnu milli tyrkneskra hermanna og
skæruliða Marxíska kúrdíska verka-
mannaflokksins sem haldið hefur
uppi skæruhernaði gegn Tyrkjum
undanfarin fimm ár. Að auki hafa
samtökin framið hryðjuverk á Vest-
urlöndum. Fimm kúrdískirskærulið-
ar og tveir tyrkneskir hermenn féllu
í átökunum í gær.
Skæruliðar Kúrda berjast fyrir
aðskilnaði héraða í austur- og suð-
austurhluta Tyrklands þar sem um
átta milljónir Kúrda búa. Átökin á
þeirrar tilhneygingar Vesturlanda að
ýta undir andbyltingaröflin í Kína
sem kínverski herinn braut á bak
aftur með eftirminnilegum hætti í
júnímánuði.
„Áætlun Vesturlanda ... er að
styrkja og styðja Dalai klíkuna í
samsæri til að eyðileggja einingu
þjóðerna í Kína og hluta í sundur
föðurlandið" segir í Þjóðartíðind-
um, dagblaði kínverska kommún-
istaflokksins.
gær brutust út þegar sveit tyrknesku
herlögreglunnar réðist að búðum
skæruliðanna nærri bænum Nusayb-
in við landamærin að Sýrlandi.
Skæruliðarnir höfðu myrt tvo menn
í bænum á sunnudag. Mennirnir
höfðu reynt að koma í veg fyrir að
Kúrdarnir kveiktu í bamaskóla
bæjarins. '
Nú hafa tvöþúsund manns fallið í
skæruhernaði Marxíska kúrdíska
verkamannaflokksins þau fimm ár
sem þeir hafa staðið í vopnaðri
baráttu sinni í Tyrklandi. Fram að
þeim tíma höfðu Kúrdar ekki staðið
í miklum vopnaviðskiptum í Tyrk-
Þá notar dagblaðið tækifærið og
sakar Dalai Lama og helstu sam-
starfsmenn hans um að hafa kynt
undir mótmælaaðgerðir gegn kín-
verskum stjórnvöldum í Tíbet allt
frá því í septembermánuði 1987.
Kínverjar hafa beitt mikilli hörku
gegn mótmælendunum og hafa fellt
að minnsta kosti hundrað manns í
aðgerðum gegn sjálfstæðishreyfing-
unni í Tíbet.
landi þó þeir hafi þurft að berjast
fyrir lífi sínu og tilverurétti í írak og
jafnvel íran undanfarna áratugi.
Hatur íraka á Kúrdum hefur verið
landlægt og hafa íröksk stjórnvöld
löngum átt í vopnaviðskiptum við
hina sjálfstæðu Kúrda. Nýjasta
dæmið er harmleikurinn í Kúrdistan
þegar írakar beittu efnavopnum í
árásum sínum á þorp Kúrda. í
kjölfar þess flúðu þúsundir Kúrda til
Tyrklands þar sem þeir, búa nú í
flóttamannabúðum meðal ætt-
bræðra sinna er búið hafa í Tyrklandi
í margar kynslóðir.
Verurutan úrgeimnum enn
á síðum sovéskra dagblaða:
Þriggja augna
geimvera sýndi
dularmátt sinn
Eftir óvænta frétt Tass frétta-
stofunnar í fyrradag um að
sovéskir vísindamenn hafi stað-
fest að þriggja metra háar geim-
verur hafi heimsótt borg í miðju
Rússlandi hafa aðrir fjölmiðlar
með rannsónarblaðamennsku
sinni komist að raun um fleiri
svipaða atburði. í Sovetskaya
Kultura mátti í gær lesa um það
hvernig skrítin vera með þrjú
augu hafi numið 16 ára pilt á
brott með dularfullum hætti.
„Veran beindi stórri skamm-
byssu að 16 ára gömlum dreng,
sem hvarf samstundis" segir í
frétt Sovetskaya Kultura um
geimverurnar í Voronezh.
Verurnar lentu í Voronezh
27.september ef marka má frétt
Sovetskaya Kultura. Þær voru
um þrír metrar á hæð, með þrjú
augu, klæddar silfurgljáandi bún-
ingum með sérkennilegan disk á
brjóstinu. Verurnar voru klæddar
bronslituðum stígvélum.
„Einn pilturinn öskraði af
skelfingu. Geimveran Ieit á hann
og pilturinn þagnaði samstundis
og gat sig hvergi hreyft. Augu
verunnar voru glóandi,“ segir í
fréttinni. Þá er því lýst hvernig
geimverurnar fengu sér göngutúr
með vélmenni sér við hlið.
„Geimveran bar stóra skamm-
byssu sér við hlið. Hún beindi
byssunni að 16 ára dreng sem
hreinlega hvarf. Hann kom aftur
í ljös þegar geimverurnar héldu á
brott“ segir í sovéska dagblaðinu.
Viðbrögð Júgóslava við frétt
Tass fréttastofunar á mánudag
voru sérstök. Tanjuk hin opin-
bera fréttastofa Júgóslavíu skýrði
frá því að minnsta kosti fjögur
óþekkt flugför hafi haldið yfir til
Sovétríkjanna að undanförnu.
Tvö þúsund manns hafa fallið í skæruhernaði síðastliðin 5 ár:
Kúrdískir skæruliðar
felldir í Tyrklandi
x \
x