Tíminn - 11.10.1989, Page 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 — 686300
RÍKJSsÍciP NÚTÍMA FLUTNINGAR Halnarhúsinu v/Tryggvagölu, S 28822 SAMVINNUBANKII^ 1 BYGGÐUM LANDSINS Leigum út sali fyrir fundi og einkasamkvæmi og aðra mannfagnaði PÓSTFAX TÍMANS 687691
Tíniimi
MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÖBER 1989
Könnun meðal fyrirtækja um æskilegan fjölda starfs-
manna í vetur benda til þess að þau hyggi á töluverða
fækkun starfsmanna á næstunni. Eigendur verslana og
veitingahúsa vilja fækka starfsfólki sínu um hátt í 600
manns, sem þýðir að um 4% starfsmanna í þessum greinum
sé í raun ofaukið. Þetta fólk á einna helst von í störfum við
fiskvinnslu, þar sem fyrirtæki telja sig vanta um 300 manns
til starfa, ellegar í byggingarvinnu þar sem rúmlega 100
manns vantar í störf.
Aðrar atvinnugreinar (að ríkinu
undanskildu) telja sig fremur þurfa
að fækka starfsfólki heldur en að
fjölga því. Þeir 400 starfsmenn sem
ofaukið er hjá fyrirtækjum mundu
bætast við þá 1.500 manns sem
þegar eru atvinnulausir.
Frá 3.000 lausum
í 400 of mörg
Þessar tölur eru niðurstaða
könnunar Þjóðhagsstofnunar á at-
vinnuástandi og horfum á vinnu-
markaði haustið 1989. Frá því
haustið 1985 (er þessar kannanir
hófust) og þar til í fyrra töldu
vinnuveitendur sig jafnaðarlega
vanta fólk í 2.000 til 3.000 laus
störf. Ástandið snérist snarlega við
í fyrrahaust þegar lausum störfum
hafði fækkað niður í um 500 í
heiid. Þjónustufyrirtæki (verslun,
veitingahús og samgöngufyrirtæki)
voru þá þegar orðin ofmönnuð um
500 manns, en 800 störf voru hins
vegar laus í fiskvinnslu (350) og
almennum iðnaði (450).
Menn vantar í
byggingarvinnu
Og nú ári síðar hefur ástandið
versnað enn, því heildartölur sýna
að um 400 mönnum sé ofaukið á
vinnumarkaðinum og ofmönnun í
áðurnefndum þjónustugreinum
komin hátt í 700 manns. Almennar
iðngreinar sem vantaði 450 starfs-
menn í fyrrahaust telja sig nú þurfa
að losna við um 100 manns sem sé
ofaukið. Aðeins byggingariðnað-
inn vantar fleira fólk til starfa nú
en í fyrrahaust. Gróska í þeirri
grein virðist meiri en gert hafði
verið ráð fyrir.
Um 6.000 án vinnu
í janúar?
Skráð atvinnuleysi í september
svarar til 1.500 atvinnulausra allan
mánuðinn, sem Þjóðhagsstofnun
segir um fjórfalt meira heldur en á
sama tíma að meðaltali á þessum
áratug. Með svonefndri árstíða-
leiðréttingu metur Þjóðhagsstofn-
un að þetta atvinnuleysi svari 2,4%
afvinnufúsummönnum. Þjóðhags-.
stofnun spáir því að fjöldi atvinnu-
lausra fari í um 5.500 manns f
janúar n.k., sem er um tvöfalt
fleira en í byrjun þessa árs og
sexfalt fleiri en í janúar 1988.
Að vanda fækkaði atvinnulaus-
um að vísu nokkuð (360) frá ágúst
til september, aðallega á höfuð-
borgarsvæðinu og á Suðurlandi.
Þeim fjölgaði hins vegar nokkuð á
Austurlandi (úr7 í 63 á Seyðisfirði)
og á Suðurnesjum. -HEI
HMHHIH
MBaaMaM
Á næstunni verður frumsýnd viðamestafræðslumynd sem íslendingar hafa ráðist í til þessa:
Guðmundur Sigvaldason jarðfræðingur og Jón Hermannsson kvikmyndagerðarmaður voru að klára að hljóðsetja
myndina þegar Tímamenn bar að garði. Tímamynd Árni Bjarna
LJm miðjan nóvember verður
frumsýndur í sjónvarpinu fyrsti þátt-
ur af sex í nýrri íslenskri fræðslu-
myndaröð sem fjallar um eldgos og
jarðskjálfta. Þetta er stærsta verk
sem íslendingar hafa ráðist í á þessu
sviði til þessa. Myndin kostar um 24
milljónir en Kvikmyndasjóður hefur
styrkt gerð hennar með 15 milljóna
króna framlagi. Vonir standa til að
hægt verði að selja myndina erlend-
is.
Þessa dagana er verið að leggja
lokahönd á myndin „Hin rámu reg-
indjúp“, sem er ný íslensk fræðslu-
mynd sem fjallar um eldgos og
jarðskjálfta og þær hættur sem slíkar
náttúruhamfarir hafa í för með sér.
Myndin er gerð fyrir sjónvarp en
hún er jafnframt hugsuð sem
kennsluefni í skólum. Myndin skipt-
ist niður í sex 25 mínútna þætti. í
hverjum þætti er tekið fyrir ákveðið
svið. Þættirnir fjalla um jarðfræði og
þá krafta sem verka á jörðina, um
landrekskenninguna, um jarðskjál-
fta, um eldfjöll, um aðferðir til þess
að segja fyrir um líkur á eldgosum
og að lokum eru rakin nokkur dæmi
um jarðskjálfta og eldgos sem hafa
orðið í heiminum á undanförnum
árum.
Myndin hefur verið í vinnslu í
rúmlega þrjú ár. Framleiðendur
myndarinnar hafa farið víða um
heim til að taka myndir. Auk íslands
fór kvikmyndataka fram á eyjunum
við Karabískahafið, Suður-Amer-
íku, Mexíkó, Hawaii, Bandaríkjun-
um, Nepal, Indónesíu, Kína, Japan,
Sovétríkjunum, Santoríni (sem er
eyja við Grikkland) og Frakklandi.
Útlit er fyrir að kostnaður við
myndina verði í kringum 24 milljón-
ir. Kvikmyndasjóður veitti 15 millj-
óna framlag til myndarinnar. Auk
þess hefur Námsgagnastofnun styrkt
myndina. fslenska sjónvarpið hefur
þegar keypt sýningarrétt á myndinni
en hún verður á dagskrá í nóvember
og desember.
Ætlunin er að reyna að selja
myndina erlendis. Kynning á mynd-
inni erlendis er ekki hafin nema að
litlu leyti enda er gerð hennar ekki
endanlega lokið. Þó að stór hluti af
efni myndarinnar sé íslenskur er
myndin á engan hátt séríslensk. Hún
ætti því að höfða til allra sem á
annað borð hafa áhuga á orsökum
og afleiðingum jarðskjálfta og eld-
gosa.
Það eru þeir Guðmundur Sig-
valdason jarðfræðingur og forstöðu-
maður Norrænu eldfjallastöðvarinn-
ar og Jón Hermannsson kvikmynda-
gerðarmaður sem standa að mynd-
inni.
Guðmundur var spurður hver væri
boðskapur myndarinnar.
„1 myndinni er lögð áhersla á að
fólk býr mjög víða við aðstæður þar
sem náttúran getur valdið verulega
miklu tjóni. Boðskapur myndarinn-
ar er sá að það þurfi ekki að taka því
með einhverju forlagaviðhorfi. Það
er hægt að gera eitthvað í málunum.
Kveikjan að myndinni er sú að menn
virðast ekki gera sér grein fyrir því
að það er hægt að minnka líkur á
tjóni vegna náttúruhamfara."
Guðmundur og Jón sögðu að
íslendingar mættu einbeita sér meira
að gerð fræðslumynda. Það væri að
ýmsu leyti meiri möguleikar fyrir
okkur að selja slíkar myndir erlendis
en leiknar myndir sem oftar en ekki
eru mjög séríslenskar og höfða því
ekki til útlendinga. - EÓ
Banaslys
á Kísilvegi
Kona lést þegar jeppabifreið
valt skammt ofan við bæinn
Geitafell á svokölluðum Kísil-
vegi, sem liggur milli Húsavíkur
og Mývatns um klukkan 14.00 í
gær. Átta ára gamalt barn sem
var með henni í bílnum slapp
tiltölulega lítið slasað. Konan
sem lést var móðir barnsins.
Mikil hálka var á veginum
þegar bifreiðin valt og er það
talin vera orsök slysins, en enginn
sjónarvottur var að þvf. Vegfar-
andi sem átti leið um veginn kom
fljótlegá á slysstað. Hann lét
lögreglu vita af slysinu í gegnum
bílasíma. - ABO/EÓ
Eldur við
Laugaveg
Klukkan 22:22 í gærkvöldi var
Slökkviliðið í Reykjavík kallað að
Laugavegi 64 í Reykjavík. Mikinn
reyk lagði upp af þaki hússins, sem
er steinhús með timburþaki, en slök-
kviliðið náði fljótlega tökum á eldin-
um, eftir að reykkafarar brutust inn
í húsið um dyrog þakglugga. Bakatil
í húsinu hefur að því er talið er verið
unnið að endurbótum að undan-
förnu og virtist eldurinn hafa komið
upp þar í kjallara þó mikill reykur
væri um allt húsið.
Tjón mun vera nokkuð, einkum
af völdum reyks, en tískufataverslun
er í húsinu Laugavegsmegin. Tíminn
hafði engar spurnir haft af eldsupp-
tökum í gærkvöldi. - BG