Tíminn - 26.10.1989, Side 2
2 Tíminn
Fimmtudagur 26. október 1989
Fiskur, hveiti, kaffi, kornflögur og lambakjöt dýrara á Norðurlöndum:
Kjúklingar fjórfalt
dýrari en í Danmörku
Könnun á verði nokkurra innfluttra matvara og framleiddra
hér heima ásamt verði nokkurra Iandbúnaðarvara í Reykjavík
og höfuðborgum aUra Norðurlandanna og London hefur
verið gerð af Verðlagsstofnun. AthygUvert er að það eru
innfluttu vörurnar sem koma Iang best út úr samanburðinum
fyrir íslendinga, ásamt físki. En kjúklingar og egg eru á hinn
bóginn um tvöfalt og aUt upp í fimm sinnum dýrari hér en í
hinum löndunum.
REYKJAVIK ÞÓRSHÖFN STOKKHÓLMUR
KJÚKLINGAR
verð til bænda 258.22
slátur- og heildsölukostn. 168.78
heildsöluverð óniðurgreitt 427.00 84.70 171.81
niðurgreiðsla 0 0 0
heildsöluverð 427.00 84.70 171.81
álagning 66.60 38.95 66 81
söluskattur 123.40 0 55.97
smásöluveró 617.00 123.65 294.59
Aðeins slátrunarkostnaður á kjúklingum hér á landi er hærri en heildar útsöiuverð þeirra ■ Færeyjum. Þetta mun
líka gilda um Danmörku, því þar eru kjúklingar án söluskatts á sama verði og í Færeyjum. Slátur- og
heildsöiukostnaður, sem var um 169 kr. hér á landi, var hins vegar 68 kr. í Svíþjóð og 48 kr. í Danmörku.
Eitt grófasta dæmið um verðmun
milli landa er það, að það skuli kosta
talsvert meira aðeins að slátra kjúkl-
ingi á íslandi heldur en hann kostar
út úr búð með 22% söluskatti í
Danmörku. Og kjúklingaverð til
framleiðenda mun langt í fimmfalt
hærra hér en þar.
Ekki allt dýrast á íslandi
Hveiti, sykur, komflögur og epli
eru að jafnaði mun (allt upp í
helmingi) ódýrari hér en á hinum
Norðurlöndunum. Bananar em
mest um þriðjungi dýrari hér, en t.d.
á sama verði og í London án sölu-
skatts, sem ekki er á matvælum þar.
Innfluttar gulrætur em frá því að
vera helmingi ódýrari í Svíþjóð upp
í svipað verð í Finnlandi.
Þótt okkur þyki fiskurinn „nógu“
dýr er hann miklu dýrari í hinum
löndunum að Færeyjum undanskild-
um, þar sem hann er nokkm ódýrari.
Roðflett ýsuflök em 25-50% dýrari
en hér og rauðsprettuflök 95-150%
dýrari í hinum löndunum en í
Reykjavík.
Þegar litið er á innlendar matvömr
úr erlendum hráefnum kemur t.d. í
ljós að kaffi er frá 8% og upp í 50%
dýrara í öllum hinum löndunum,
dýrast í Færeyjum. Franskbrauð er
talsvert dýrara í Svíþjóð og Finn-
landi en niður í helmingi ódýrara
(þriðjungi ódýrara án söluskatts) en
í London. Svipað á við um verð á
smjörlíki. Bretar fá helmingi ódýr-
ara súkkulaði en við, en Færeyingar
og Finnar þurfa að borga allt að
fjórðungi meira en við.
Dýrt að „drekka“
Drykkjarvömr sem í könnuninni
lentu em allar dýrastar hér á landi.
Hreinn appelsínusafi er hér frá 20-
70% dýrari hér, kóladrykkur frá
10-40% dýrari en á norðurlöndunum
og 120% dýrari en í London. Pilsner
kostar hér þrisvar sinnum meira
(200%) en í Kaupmannahöfn og
London, en frá 10-100% dýrari í
hinum löndunum. t ljósi háværar
gagnrýni á óhagkvæmni í landbún-
aðarframleiðslu vekur m.a. athygli
að mun minni verðmunur er á mjólk
hér og annarsstaðar heldur en á
drykkjum þeim sem aðallega em
framleiddir úr vatni og sykri í inn-
lendum öl- og gosdrykkjaverksmiðj-
um. Jafnvel þótt miðað sé við ónið-
urgreitt verð með söluskatti en
mjólk hvergi helmingi ódýrari en
hér á landi. Verð út úr búð er mest
um 40% hærra hér (13% án sölu-
skatts) en í London.
Á unnum mjólkurvömm er mun-
urinn meiri. Þær em jafnaðarlega
um tvöfalt dýrari hér en í Danmörku
og í kringum þriðjungi dýrari en í
hinum löndunum.
Naut og lamb víða dýrara
Á kjöti af grasbítum (lamba- og
nautakjöti) er verð hérlendis í kring-
um miðlungsverð miðað við hin
löndin. „Verksmiðjukjötið“ (hænsni
og svín) er hins vegar miklu dýrara
hér en allstaðar annars staðar.
Fyrir lambasteik (læri og kótelett-
ur) þurfa flestar hinna þjóðanna að
borga frá álíka verði og upp í 60%
meira en við. í Danmörku er þetta
kjöt um 30-40% ódýrara. Hagstæð-
ast er verðið í Færeyjum, en þar er
einmitt um íslenskt lambakjöt að
ræða sem við höfum greitt niður
fyrir Færeyinga.
Nautahakk er sömuleiðis allt upp
í 60% dýrara (Osló) en hér í þremur
Norðurlandanna. Bretar og Danir fá
hakkið þriðjungi ódýrara og Færey-
ingar þó ódýrast (niðurgreitt af öðr-
um eins og lambið?).
... en heimsmet í
hænsnaprísum?
í verði á kjúklingum og eggjum
gnæfir íslenskt verð yfir nánast öll
hin löndin. Kjúklingar kostuðu fimm
sinnum meira hér en í Færeyjum,
fjórfalt meira en í Danmörku og í
kringum tvöfalt meira en í hinum
löndunum. Á eggjum var tvöfaldur
verðmunur algengastur. Svínakóte-
lettur eru hér 10% dýrari en í Osló,
um þriðjungi dýrari en í Svíþjóð og
Finnlandi og um tvöfalt dýrari en í
London og Færeyjum.
„Matarskattar“
og niðurgreiðslur
Söluskattur hefur mikil áhrif á
smásöluverð í þessum löndum.
Hæstur er hann 25% hér á landi,
23,46% íSvíþjóð,22% íDanmörku,
20% í Noregi og 19,76% í Finnlandi.
Hins vegar er enginn söluskattur
matvælum í Færeyjum og heldur
ekki í Englandi nema á öli og
sælgæti.
Niðurgreiðslur eru líka mjög mis-
munandi. Mjólk var niðurgreidd í
öllum þeim löndum sem sundur-
greindar upplýsingar bárust frá, þ.e.
Færeyjum, Svíþjóð og Finnlandi.
Einna mestar virðast niðurgreiðslur
í Finnlandi, m.a. á vörum sem ekki
eru niðurgreiddar hér á landi; svo
sem osti, jógúrt, kjúklingum, svína-
kjöti, eggjum, gulrótum, eplum og
hveiti.
Borgaraflokksmenn tapa fjárkröfumáli á hendur
fjármálaráðherra í Hæstarétti:
Utgáfustyrkurinn
greiðist eftir á
„Við áttum allt eins von á þessu
og hæstaréttardómurinn kemur ekki
sérlega á óvart. Eftir að málið tapað-
ist fyrir bæjarþinginu varð það að
samkomulagi að fara með það í
Hæstarétt til að fá úr því skorið
þannig að allir, ekki síst fjármálaráð-
herra, hefðu það á hreinu hvemig
ætti að túlka reglur um þessa þing-
flokksstyrki,“ sagði Júlíus Sólnes
formaður Borgaraflokksins um dóm
sem féll í Hæstarétti í fyrradag.
Hæstiréttur staðfesti dóm bæjar-
þings Reykjavíkur í máli sem Borg-
Útafakstur
í Aðaldal
Bifreið fór út af veginum við
Hólmavað í Aðaldal um klukkan
þrjú í gær. Mikil hálka var á
veginum og er það talin ástæðan
fyrir því hvernig fór. Ökumaður-
inn sem var einn í bílnum slapp
betur en á horfðist í fyrstu, en
hann mun hafa hlotið höfuðhögg
og er talsvert marinn. -ABO
araflokkurinn höfðaði af því tilefni
að þegar hann kom inn á Alþingi í
maí 1987 var búið að skipta útgáfu
og blaðastyrk sem ákveðinn er á
fjárlögum milli þeirra flokka sem
sátu á þingi við samþykkt fjárlaga.
Borgaraflokkurinn gerði tilkall til
sams konar fyrirgreiðslu og hinir
þingflokkarnir frá þvj er þingmenn
þeirra, sjö talsins tóku sæti á þingi
og til ársloka. Annað væri mismunun
að þeirra mati.
Jón Baldvin Hannibalsson var
fjármálaráðherra á þessum tíma.
Hann greiddi Borgaraflokknum
nokkru síðar fjárupphæð til útgáfu-
mála og leit á sem um lán væri að
ræða þar til útgáfustyrk yrði úthlutað
næst, enda væri honum úthlutað
eftir á. Borgaraflokksmenn litu hins
vegar á greiðsluna sem viðurkenn-
ingu á að þeim bæri þessi styrkur og
að hann væri almennt greiddur fyrir-
fram.
Borgaraflokkurinn höfðaði síðan
málið fyrir bæjarþingi Reykjavíkur
á hendur fjármálaráðherra til að
heimta styrkinn og þar var þessari
kröfu hafnað og fjármálaráðherra
sýknaður af kröfum Borgaraflokks-
manna. Dómur Hæstaréttar í fyrra-
dag er staðfesting á dómi bæjarþings
Reykjavíkur. -sá
Samtök bæjar- og héraðsfrétta-
blaða voru stofnuð að Hótel Loft-
leiðum síðastliðinn laugardag. Að
stofnun samtakanna stóðu 22 bæj-
ar- og héraðsfréttablöð ails staðar
að af landinu.
Markmið samtakanna er að
vinna að hagsmunum aðildarbiað-
anna, m.a. með því að efla sam-
vinnu og samstöðu þeirra innbyrðis
og auka upplýsingastreymi um
hiutverk og gildi þessara blaða.
Sameiginlegt upplag aðilarblað-
anna er um 45 þúsund eintök.
Fimm manna stjóm var kjörin á
fundinum og skipa hana eftirtaldir:
Guðmundur Ingi Jónatansson,
Bæjarpóstinum Dalvík, Páll Ket-
ilsson, Víkurfréttum Keflavík,
Ólafía Gísladóttir, Eystrahomi
Höfn Hornafirði, Þórhallur Ás-
mundsson, Feyki Sauðárkróki og
Sigurður Sverrisson, Skagablaðinu
Akranesi.
Meðfylgjandi mynd er af fulitrú-
um á stofnfundinum.
Dounreay f ær grænt Ijós
Bresk stjómvöld heimiluðu í gær
byggingu og starfsemi stærsta kjara-
orkuendurvinnsluvers í heiminum á
Dounreay í norðvestur Skotlandi,
þrátt fyrir mótmæli ýmissa umhverf-
isverndunarsamtaka.
Ákvörðuninni hefur verið mót-
mælt af stjórnvöldum nágranna-
landa Breta.
„Þetta era vondar fréttir", sagði
Steingrímur J. Sigfússon samgöngu-
málaráðherra er Tíminn bar undir
hann málið í gærkveldi. „Maður
hefur nú lengi haft illan bifur á
íhaldinu í Bretlandi í þessu máli, en
samt var það nú svo að ég hélt að
mjög alvarleg mótmæli nágranna-
þjóðanna og mikil andstaða við
þessi áform, bæði innan Bretlands
og utan hefðu haft þau áhrif að
menn leyfðu þetta ekki upp úr þurra
og fyrirvaralaust. Þetta er mjög
alvarlegt mál, sérstaklega fyrir okk-
ur sem eram undan straumi frá
þessum slóðum í Atlantshafinu, ef
svo má að orði komast. Hér er á
ferðinni risastór endurvinnslustöð
fyrir plútoníum og henni fylgir
gríðarleg áhætta, bæði vegna flutn-
inga að stöðinni á gríðarlega sterku
hreinsuðu efni, sem jafnvel færa
fram með flugvélum og eins er um
að ræða mikinn úrgagn sem fellur til
við þessa endurvinnslu, jafnvel það
að þynntasta forminu sé sleppt í
hafið“
Steingrímur sagði að leitað yrði
allra leiða til að koma í veg fyrir að
endurvinnslustöðin yrði byggð, bæði
með tilvísun til alþjóðlegra sam-
þykkta um mengunarmál og eftir
öðram leiðum. „Þetta era allt saman
vond mál og sýna alveg óskiljanlegt
skeytingarleysi um hag nágrann-
anna“, sagði ráðherrann.
Upphaflegar áætlanir um bygg-
ingu eyðingastöðvar fyrir kjarnorku-
úrgang komu fram árið 1985 og hafa
mætt mikilli andstöðu síðan. Gert er
ráð fyrir að kostnaður við byggingu
stöðvarinnar nemi um 300 milljón-
um breskra punda, eða 30 milljörð-
um íslenskra króna og er áætlað að
unnt verði að eyða 80 tonnum af
kjarnorkuúrgangi í stöðinni á ári.
-ÁG