Tíminn - 26.10.1989, Qupperneq 8

Tíminn - 26.10.1989, Qupperneq 8
8 Tíminn Fimmtudagur 26. október 1989 BÓKMENNTIR SLEGGJA OG KYR Þorláks saga helga, Ásdls Egllsdóttlr sá um útgáfuna, Þorlákssjóður, Rv. 1989. Það er eiginlega heldur nýstárleg lífsreynsla fyrir lúterskan íslensku- fræðing á borð við undirritaðan að reka sig allt í einu á það að hér í landinu er enn til fólk sem lítur á sögur Þorláks biskups helga sem trúarlegar bókmenntir. Ég hef nefni- lega vanist því um langa hríð að líta á þessar sögur - og aðrar álíka - fyrst og fremst sem heimildir um hugsun- arhátt fólks hér á landi á tólftu og þrettándu öld. Þar á meðal um trúarlíf þess. En alls ekki að skoða þær sem trúarrit sem höfðað geti til fólks nú á tímum tölva og farþega- þotna, hvað þá að þær geti haft þýðingu fyrir trúariðkanir þessa sama nútímafólks. Heilagur Þorlákur var uppi 1133- 1193, og hann var biskup í Skálholti frá 1178. Hann þótti einstaklega grandvar í öllu lífemi, og skömmu eftir andlát hans fór að bera á kraftaverkum, sem urðu í kjölfar þess að fólk hafði heitið á hann sér til hjálpar. Þar með var komin upp trú á hann sem sannheilagan mann og kaþólskan dýrling, og voru bein hans tekin upp og skrínlögð tiltölu- lega skömmu eftir að hann dó. í framhaldi af því var svo skrifuð ævisaga hans, ásamt yfirliti um jar- teinir hans eða kraftaverk, og er það þetta efni sem er prentað í þessari bók. Veraldlega sinnaðir sagnfræðing- ar hafa vissulega bent á að það var fjárhagslegt hagsmunamál fyrir ís- lensku kirkjuna að eignast eigin innlenda dýrlinga, því að með því móti náði hún að stöðva nokkuð af því mikla fjárstreymi sem í pápisku var óhjákvæmilega alltaf út úr land- inu vegna áheita á helga menn erlenda. Má vissulega vera nokkuð til í þessu. En það breytir ekki hinu að í sögunum um Þorlák helga lesum við um það hvernig hann hefur ávallt verið viðbúinn að koma löndum sínum til hjálpar, einmitt í þeim daglegum vandamálum sem hvað harðast brunnu á þeim. f sögum af jarteinum hans hér lesum við þannig um það hvemig hann hefur hvað eftir annað bmgðið skjótt við og komið fólki til hjálpar til dæmis í veikindum þess, þegar kýr þess eða hestar sýktust, nú eða þá nánast í hverju einu sem fólk þurfti á aðstoð að halda við. Meðal annars varð mér staldrað þarna við sögu af því er maður nokkur týndi sleggju er hann hafði að láni, og þótti honum tapið illt. Hét hann þá á heilagan Þorlák, og var ekki að sökum að spyrja að áður en varði hafði sleggjan skilað sér. Því fór sem sagt fjarri að hinn sæli Þorlákur biskup teldi það fyrir neðan virðingu sína að lúta að slíku og þvílíku. Hann sinnti hvort heldur var týndum sleggjum eða sjúkum kúm. Menn geta svo sem hlegið að slíku og þvílíku ef þeim sýnist. En hitt er annað mál að út úr sögu Þorláks og jarteinum hans má fræðast mikið um lífshætti og hugsunarhátt forfeðra okkar f kaþólsku. Þessar sögur em hvað sem öðm líður hinar ágætustu heimildir um líferni og kannski fyrst og fremst dagleg áhyggjuefni þessa fólks. Og þar er margt breytt núna frá því sem þá var. Að því leyti opna þessar sögur okkur innsýn í heim, býsna ólíkan því sem við þekkjum í dag, en er þó töluvert nálægari okkur í rúmi heldur en í tíma. Svo mun hafa æxlast til að enginn íslensku dýrlinganna þriggja, hvorki hl. Þorlákur, hl. Jón Hólabiskup né hl. Guðmundur góði, mun hafa náð því fyrir siðaskipti að fá viðurkenn- ingu páfa í Róm sem fullgildur dýrlingur í hópi þeirra sem kaþólska kirkjan viðurkennir. Hafa því hinir þrír íslensku dýrlingar öllu fremur mátt heita til þessa áhugaverðar sögupersónur fyrir sagnfræðinga heldur en sannheilagir menn kaþ- ólskra söfnuða. Á þessu mun hins vegar vera að verða breyting að því er hl. Þorlák varðar. Samkvæmt því er segir hér í bókinni gerðist það hinn 14. janúar 1985 að Jóhannes Páll páfi II. gaf út tilskipun þess efnis að hann hefði útvalið Þorlák helga sem vemdar- dýrling íslands. Þar með er ekki annað að sjá en að hl. Þorlákur sé á nýjan leik orðinn viðurkenndur sá dýrlingur sem hann varð hér á landi fyrir um það bil átta öldum. Og skal síst úr því dregið að tími sé til kominn eða að þetta sé að verðugu. Af þessu tilefni er hin nýja útgáfa Þorláks sögu sprottin, og er það svo nefndur Þorlákssjóður á vegum kaþ- ólsku kirkjunnar á íslandi sem kost- aði hana. Útgáfan er svo tileinkuð heimsókn páfa hingað til lands í sumar leið sem öllum er í fersku minni. Einlæg kristin trú er síður en svo nokkuð til að hafa í flimtingum, heldur þvert á móti. Þótt okkur lúterstrúarfólki sé dýrlingadýrkun að vísu nokkuð fjarlæg ber síst að gera lítið úr því ef fólk úr öðrum söfnuðum vill viðhalda slíkri trúar- iðkun. Og er reyndar að því að gæta að við hl. Þorlák er kennd Þorláks- messa fyrir jól, sem því fer víst fjarri að við hinir höfum gleymt eða lagt af þrátt fyrir siðaskiptin. Er sú Þorláksmessa nánar til tekið dánar- dagur hins sæla biskups. Svo sem við er að búast ber þessi nýja útgáfa Þorláks sögu nokkur merki þess að vera gefin út sem trúarrit. Eftir rækilegan inngang út- gefanda, Ásdísar Egilsdóttur, er jar- teinabók hans þannig skipað fyrst, en síðan kemur sjálf saga hans í elstu gerð. Óvanalegt, en þó trúlega gagn- legt mörgum lesendum, er að þar eru á spássíum tilvitnanir í ritning- arstaði sem höfundur sögunnar hef- ur stuðst við. í lokin eru svo prentað- ir nokkrir viðaukar úr yngri gerðum sögunnar, þar á meðal frásögn af skiptum Þorláks og Jóns Loftssonar um staðamál, sem fræg eru úr lands- söeunni. I heild get ég ekki annað séð en að þessi útgáfa Þorláks sögu sé öllum, sem að hafa staðið, til sóma. Útgefendur hafa séð til þess að frá textanum væri gengið með þeim hætti að í samræmi er við allar hefðbundnar fræðilegar kröfur varð- andi útgáfur fomra rita. Þau vinnu- brögð, svo og ýtarlegur formáli um söguna og Þorlák sjálfan, tryggja það að í þessa bók getur hver sem óskar sótt sér áreiðanlegan fróðleik um biskupinn. Við það bætist svo hitt hlutverk bókarinnar, sem ekki er annað að sjá en að sé að halda uppi vegsemd fyrsta dýrlingsins á Islandi, af fyllstu kaþólskri trúarlegri alvöm. Því hlut- verki hennar hæfir ekki annað en að sýna fyllstu virðingu, jafnt af hálfu þeirra manna sem ekki hafa annars alist upp við dýrkun helgra manna og áheit á þá. En þar á við hitt, sem ég nefndi, að einlæga kristna trú ber okkur vissulega öllum að virða, í hvaða mynd sem hún birtist. Eysteinn Sigurðsson. Ný bók hjá Menningarsjóði: Velferð á villigötum? Út er komin hjá Menningarsjóði bók eftir Hörð Bergmann fræðslu- fulltrúa er hann nefnir „Umbúða- þjóðfélagið.“ Undirtitill bókarinnar er „Uppgjör og afhjúpun. Nýr fram- faraskilningur.“ Bókin fjallar um efni er mörgum hefur orðið tíðrætt um f daglegri umræðu, en fáir hafa tekið skipulega á til þessa: Ríkjandi vaxtar- og sældarhyggju í þjóðfélagi nútímans. Hörður tekur velferðar- þjóðfélagið, einkum hið íslenska, óvægum tökum og veltir upp ýmsum hliðum á daglegu lífi, viðhorfum, gildismati og metnaði nútímamanns- ins svo sem tæknidýrkun, viðgangi umbúðasamfélagsins, rísandi sér- fræðingaveldi, sífelldum tímaskorti, stöðugri fjöigun í greinum þjónustu og notkun hagvaxtar sem mæli- kvarða á allt manngildi. Hörður segir bók sína ekki hugs- aða sem vísindalegt rit, né heldur til kennslu í skólum, heldur sé hér á ferð framlag til þjóðmálaumræðu er fyrrum hefði verið nefnt „hugvekja handa alþýðu". Ritið eigi að hjálpa hinum almenna lesanda að greina kjamann frá hisminu í framvindu þjóðmála og eigin tilveru og efla dómgreind hans á hvað til framfara horfi og hvað sé eftirsókn eftir vindi. Hörður kveðst vona að bókin eigi eftir að gagnast uppvaxandi kynslóð við að átta sig á „þeim vafasama arfi er hún fær í hendur frá hagvaxtar- kynslóðinni.“ Hann segist eigi að síður sjá ýmis teikn nýrra tíma, er einkum lýsi sér í því að einstakling- amir séu teknir að horfa meir til gæða en magns. „Minna en betra" verði heróp komandi kynslóða. „Framfarahugtakið er vitlaust skil- greint í íslenskri þjóðmálaumræðu ... Markmiðið er ekki að stækka þjóðarkökuna margumtöluðu og auka hraðann við baksturinn, heldur gera hana hollari. Eða hætta köku- bakstri og fara að baka brauð,“ segir í bók Harðar. „Umbúðaþjóðfélagið" er 168 bls., prentsmiðjan Rún annaðist setningu og prentun. „Sorg sem er mín gleði“ Jón Stefánsson: úr þotuhreyflum guða, Rvk. 1989. Jón Stefánsson lofar að mörgu leyti góðu sem ljóðskáld. Hann gaf út fyrstu bók sína í fyrra, „Með byssuleyfi á eilífðina“ hét hún, og nú þegar er komin önnur. Kannski ber þessi nýja nokkur merki þess að skammt er liðið á milli, svo að eiginleg þróun eða aukinn skáldleg- ur þroski em hér tæpast sjáanleg. Þetta sýnir þó að hér er á ferðinni höfundur sem yrkir af fullri alvöm og ætlar sér áfram sem ljóðskáld. En ég þóttist sjá hér ýmis merki þess að höfundi láti ádeilur um margt vel. Dæmi þess er meðal annars í tveimur ljóðum sem heita Fyrra og seinna bréf úr blokk á miðnesheiði. Þar er að finna býsna ádeilukennda lýsingu á bandarískum dáta, sem skrifar heim til mömmu sinnar og stendur greinilega í þeirri meiningu að hann sé hér til að verja vestrænt frelsi gegn ágangi heims- kommúnismans, eða eins og það er orðað hér: stundum þá áður en hraunið hnikast undan myrkrinu erum við hrifsaðir uppúr draumi af miðaldra manni með steinrunnið andlit bíóstjömu áður en bátamir brjóta spegilslétt hafið áður en dagurínn skellir bílhurðum glýeygður af eigin birtu mamma það er satt! stundum getur hinn rauði óvinur leynst í morgunroðanum Mér virðist það óumdeilanlegt að ádeiluskáldskapur sé það svið sem láti höfundi hvað best. Aftur á móti virðist mér honum takast mun síður þar sem hann yrkir innhverf ljóð að nútímatísku, þar sem uppistaðan er einhvers konar martraðir og gott ef ekki hugarástand sem rambar á barmi geðbilunar. Slík ljóð er búið að yrkja í svo miklu magni hér á liðnum árum að ákaflega erfitt er að bæta þar við nokkru marktæku, sem nái því máli að bæta einhverju nýju við það sem þegar er búið að marg- tyggja upp áður af hverju skáldinu á eftir öðru. Og svipað á raunar einnig við um formið sem hér er beitt. Það er frjálst og óbundið, líkt og mest hefur tíðkast hér á seinni árum. En á hinn bóginn er á það að Iíta að þetta alfrjálsa form er eiginlega farið að verða dálítið þreytandi, þegar því er beitt eingöngu. Þess vegna hlýtur að fara að koma að því að skáld hér fari aftur að huga að hlutum eins og hrynjandi, stuðlasetningu og rími, til þess að rjúfa þá formlegu einhæfni sem nú orðið er farið að bera allt of mikið á hér í ljóðagerðinni. En burtséð frá þessu er margt áhugavert í þessari bók Jóns Stefáns- sonar sem vekur vonir. í vali sínu á yrkisefnum er hann óneitanlega í takt við upplausn og ringulreið nú- tímans, sem og það fólk sem leitar nú hvað óðast inn á við í tilfinningalíf sitt til að finna þar frið frá hraða og ofmötun samtímans. Þess gætir einn- ig að hann leiti sér yrkisefna aftur í tímann, og lætur það honum einnig vel. Til dæmis er þama lítið en þaulmótað ljóð um Jóhann Sigur- jónsson, sem kannski segir meira en löng ritgerð um þýðingu hans fyrir samtímann: með einsemd þúsunda nátta íaugum sest hann á móti mér dustar tímann af öxlum og réttir mér bikar fullan af sorg Sorg sem er mín gleði Það er með öðrum orðum ljóst að hér er á ferðinni skáld sem verður að taka alvarlega. Og í því felst að það verður áhugavert að fylgjast með framþróun hans á komandi árum, og þar með því þegar hann á vonandi eftir að takast á við fjölbreyttari og áhugaverðari yrkisefni en hér, yrkis- efni sem kannski standa nær samfé- lagsraunveruleika okkar en þau sem Jón Stefánsson. hann fæst mest við hér. En það dylst ekki að hann er efnilegur. Eysteinn Sigurðsson. TÖLVUNOTENDUR Við x Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvinnslu. I PRENTSMIÐ) AN PKENTSMIDIANBk \C^dda\ Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Símí 45000

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.