Tíminn - 26.10.1989, Page 20

Tíminn - 26.10.1989, Page 20
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 — 686300 RÍKISSÍciP NÚTÍMA FLUTNINGAR Halnorhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 rSAMVINNUBANKINN 1 BYGGÐUM LANDSINS Leigjum út sali fyrir fundi og einkasamkvæmi og aðra mannfagnaði PÓSTFAX TÍMANS 687691 Tímiiin FIMMTUDAGUR 26. OKTOBER 1989 Fyrstu tvær reglugerðirnar með virðisaukaskattslögunum gefnar út í gær: Fjöldi reglugerða um virðisauka á leiðinni Fyrstu tvær reglugerðirnar við lög um virðisaukaskatt sem taka á gildi um næstu áramót voru gefnar út af fjármálaráðherra í gær, en mikill fjöldi reglugerða mun fylgja í kjölfar laganna. Meðal atriða sem stjórnarflokkarn- ir hafa ekki komið sér saman um eru, endurgreiðsla skatts af matvörum, upphitun íbúðarhúsnæðis, stangveiðileyfum, blöðum, tímaritum, bókum og fleiru. Reglugerðirnar sem út eru komnar fjalla taka til bókhalds og tekjuskráningu virðisaukaskatt- skyldra aðila annars vegar, og hins vegar endurgreiðslu virðisauka- skatts til erlendra ferðamanna. í fyrrnefndu reglugerðinni er um verulegar breytingar að ræða frá þeim reglum sem nú gilda um söluskatt, en hin síðari fylgir að mestu sömu reglum og gilt hafa. Vegna þess að skattstofn virðis- aukaskatts er mun breiðari en skattstofn söluskatts er nú gerð krafa um að aðilar sem ekki hafa borið bókhaldsskyldu þurfi nú að halda bókhald yfir kaup sín og sölu á viðrisaukaskattsskyldum vörum og þjónustu. í þessum hópi eru t.d. bændur, trillukarlar og aðrir smá- atvinnurekendur. Ýmis atriði eru ófrágengin á milli stjórnarflokkanna varðandi nánari útfærslu virðisaukans með reglugerðum. Þar á meðal er endurgreiðsla skatts af matvörum, en ákveðið hefur verið að verja einum milljarði til endurgreiðslu á þeim vettvangi. Taka þarf ákvörð- un um hvernig endurgreiðslunni verður hagað. Valið er um tvær leiðir, þ.e. að verja allri fjárhæð- inni til að endurgreiða skatt af mjólkurvörum og dilkakjöti. Þær vörur eru háðar verðlagseftirliti og með því á endurgreiðslan að skila sér örugglega til neytenda. Annar kostur er sá endurgreiða virðis- aukaskatt líka vegna innlends grænmetis og fisks, en þá er sú áhætta tekin að lækkunin skili sér ekki að fullu til neytenda. Þá þarf að taka afstöðu til þess hvort veita eigi gjaldfrest á virðis- aukaskatti vegna innflutnings. í lögum er heimildarákvæði til að veita greiðslufrest, en væri því beitt myndi það hafa veruleg áhrif á greiðslustöðu ríkissjóðs á fyrsta ársfjórðungi 1990, en reiknað er með að innheimta virðisaukaskatts á því tímabili nemi allt að 1,5 milljarði króna. Uppi eru hugmyndir um að endurgreiða virðisaukaskatt af upphitun íbúðarhúsnæðis, sem er í dag undanþegin söluskatti. Að mati fjármálaráðuneytisins kemur til álita að leggja skatt á allt prentmál, hvort sem um er að ræða bók, dagblað, eða tímarit, en nú gilda þrár mismunandi aðferðir um skattalega meðferð ritaðs máls, þar sem dagblöð og tímarit eru undanþegin söluskatti. Væri sú ákvörðun tekin að leggja sömu skattprósentu á allt prentmál, yrði það sama látið gilda um afnota- gjöld útvarps og sjónvarps og allir fjölmiðlar fengju sömu skattalegu meðferð. Þá eru uppi hugmyndir um að sett verði löggjöf þar sem tekið sé skýrt fram að sala stangveiðileyfa og leiga á ám og vötnum verði skattskyld. Það er rökstutt með því að erfitt yrði að réttlæta skatt- skyldu matvæla og annarra nauð- synja, á meðan ákveðin tegund af tómstundaiðju væri undanþegin. - ÁG Frá slysstað við Bústaðaveg í fyrrakvöld. Haröur árekstur á Bústaðavegi: Tímamynd Pjetur Þrír á slysadeild Harður árekstur varð á Bústaða- vegi, skammt frá Bústaðakirkju um hálf ellefu í fyrrakvöld. Ökumenn beggja bifreiðanna og farþegi í öðr- um bíinum voru fluttir á slysadeild. Slysið vildi þannig til að bifreið sem ekið var í austur eftir Bústaða- vegi ók á nýgerða umferðareyju sem þar er og kastaðist til og yfir á hinn hluta vegarins og þar á bifreið sem kom úr gangstæðri átt. Breytingunni á götunni sem gerð var nýlega, var ekki lokið þegar slysið átti sér stað. Meðal annars eru gömlu yfirborðsmerkingarnar á göt- unni enn til staðar og í engu samræmi við þær breytingar sem gerðar hafa verið. Þá mun götulýsing á þessum stað vera vera fremur slæm að mati vegfaranda sem leið átti um götuna, fyrrgreint kvöld. - ABÓ Skagafjörður: Atkvæði greidd um hreppasameiningu Næstkomandi laugardag greiða íbúar í Fells, Hofs og Hofsóshrepp- um í Skagafjarðarsýslu atkvæði um hvort þessi sveitarfélög verða sam- einuð í eitt. Nokkuð er síðan um- ræða um sameiningu þessara hreppa hófs þar sem Fellshreppur sem er fámennastur þessara hreppa hefur ekki haft 50 íbúa og því Ijóst að sveitarfélagið yrði að sameinast öðru samkvæmt ákvæði í núgildandi sveit- arstjórnarlögum. Nefnd skipuð tveimur fulltrúum frá hverjum hreppi hefur unnið að ýmsum undirbúningi vegna þessa máls undanfarna mánuði. í síðustu viku var haldinn fundur á Hofsósi þar sem íbúum hreppanna var kynnt ýmislegt varðandi hugsanlega sam- einingu. Þessi þrjú umræddu sveitar- félög standa sameiginlega að rekstri grunnskóla og félagsheimilis á Hofs- ósi. Einnig eru þau öll hluthafar í Hraðfrystihúsinu á Hofsósi en frysti- húsið er langstærsti atvinnuveitandi á þessu svæði og þar vinnur að jafnaði talsvert af fólki úr Fells- og Hofshreppi. Eins og kunnugt er hafa Hofsóshreppur og Hraðfrystihúsið átt í verulegum fjárhagserfiðleikum undanfarið. Nú þykjast menn sjá fram á að úr málefnum frystihússins rætist með lánveitingu frá Byggða- stofnun sem ákveðin var fyrir skömmu einnig hefur tekist að lækka skuldir Hofsóshrepps verulega undanfarna mánuði.Því þykir ástæða til að kanna hvort vilji er fyrir að sveitarfélögin verði sameinuð. í kosningunum eru um 310 manns á kjörskrá, kosið verður á þremur stöðum. Ef sameiningin verður sam- þykkt er reiknað með að hún verði næsta vor um það leiti sem sveitar- stjórnarkosningar fara fram. ÖÞ. Ársþing LH um helgina Fertugasta ársþing Lands- sambands hestamanna verður haldið á Hótel Örk í Hveragerði næstkomandi föstudag og laugar- dag. Þingið munu sitja 109 fulltrúar frá 44 hestamannafélögum og aðalmál þingsins verður staða hrossaræktarinnar og hvert stefn- ir í henni. Framsögumenn verða Ágúst Sigurðsson, Reynir Huga- son og Þorkell Bjarnason. Þá verður rætt á þinginu um næsta landsmót hestamanna sem haldið verður á Vindheimamel- um í Skagafirði á komandi sumri og fjallað verður um Reiðhöllina, Reiðskólann og fleiri mál. Alls eru félagar í hestamanna- félögum innan Landssambands hestamanna 6494 en' að þinginu loknu má búast við að þeir verði eitthvað fleiri því að tvö ný félög hafa sótt um inngöngu í samband- ið. -sá

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.