Tíminn - 28.10.1989, Síða 1

Tíminn - 28.10.1989, Síða 1
D ilnxi Enginn veit neitt um EB og þeir sem minnst vita vilja helst ganga í bandalagið - Jón Baldvin lýsir sök á hendur fjölmiðlum: Hafa fjölmiðlarnir gert okkur heimsk? Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnun- ar á viðhorfum manna til og þekkingar á málefnum EFTA og EB kemur í Ijós að þorri iandsmanna er iila upplýstur um þessi samtök. Það vekur ekki síður athygli að þeir sem segjast vera kjósendur Alþýðufiokks eru áberandi hlynntir aðiid að EB, en kjós- endur Alþýðuf lokksins vita jaf nframt minnst allra um EB. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, og formaður Alþýðu- flokksins og formaður ráðherranefndar EFTA, segir þessi tíðindi alvarlegt mál. Þó telur hann fjölmiðla eiga þarna nokkra sök, ekki síst áhrifamiklar sjónvarpsstöðvar, sem hann vonar að snúi sér að því að upplýsa fólk um þessi mikilvægu mál af sama krafti og þeir fjölluðu um önnur ómerkilegri mál er honum tengdust með góðum árangri. • Blaösíöa 5 Tvö börn á dag sem i foreldrinu: Einstæðum foreldrum fiölgar um 8 á viku Fróðlegar upplýsingar má lesa út úr þróun á umfangi almannatrygginga. Nú er svo komið að einn af hverjum fimm íslendingum fær bætur úr trygginga- kerfinu, og hefur fjölgun bótaþega verið hátt í þreföld miðað við fjölgun þjóðarinnar almennt. Munar mest um fjölgun ellilífeyrisþega, en ótrúleg fjölgun hefur verið á þeim sem fá örorkulífeyri og einstæðum foreldrum sem fá mæðra/feðralaun hefur fjölgað um átta manns hverja einustu viku sl. fimm ár. Fjöldi þeirra barna sem einungis býr með öðru foreldri sínu hefur einnig aukist og lætur nærri að tæplega tvö börn bætist í þennan hóp daglega, en börnum sem búa hjá báðum foreldrum sínum fækkar að sama skapi. • Blaðsíða 2 111

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.