Tíminn - 28.10.1989, Qupperneq 4
4 Tíminn
Laugardagur 28. október 1989
VÁTRYGGINGAFÉLAG
ÍSLANDS HF
UTBOÐ
Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir sem skemmst
hafa í umferðaróhöppum:
Daihatsu Charade árgerð 1988
Peugeot 205 árgerð 1988
Daihatsu Charade TX árgerð 1988
Daihatsu Charade CX árgerð 1988
Mazda 626 2000 GLX árgerð 1988
Daihatsu Charade CS árgerð 1988
Mazda 323 1500 árgerð 1987
Ford Escort árgerð 1987
Mazda 323 1600 árgerð 1987
Ford Fiesta 1000 árgerð 1987
MMC L-300 árgerð 1986
Opel Kadett árgerð 1985
Toyota Tercel árgerð 1985
Toyota Carina 1600 DX árgerð 1983
Daihatsu Charade árgerð 1982
Mazda 626 2000 árgerð 1982
Toyota Hi Lux Pic up árgerð 1980
Honda Civic árgerð 1980
Crysler Le Baron árgerð 1978
Bifreiðirnar verða sýndar að Höfðabakka
Reykjavík, mánudaginn 30. október 1989, I
12-17.
Tilboðum sé skilað til Vátryggingafélags íslands,
Ármúla 3, Reykjavík eða umboðsmanna fyrir kl.
16, sama dag.
Vátryggingafélag íslands h.f.
- ökutækjatryggingar -
HÚSNÆDISSTOFNUN RÍKISINS
TÆKNIDEILD
Útboö
Stjórn verkamannabústaða Ölfushrepps óskar
hérmeð eftir tilboðum í byggingu einnar hæðar
parhúss úr steinsteypu, verk nr. U.05.01 úr
teikningasafni tæknideildar Húsnæðisstofnunar
ríkisins.
Brúttóflatarmál húss 198 m2
Brúttórúmmál húss 681 m3
Húsið verður byggt við götuna Norðurbyggð nr. 22
a og b, Þorlákshöfn, Ölfushreppi, og skal skila
fullfrágengnu, sbr. útboðsgögn.
Afhending útboðsgagna er á skrifstofu Ölfus-
hrepps, Selvogsbraut 2, 815 Þorlákshöfn, og hjá
tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins, Suður-
landsbraut 24, 108 Reykjavík, frá þriðjudeginum,
31. október 1989, gegn 10.000 kr. skilatryggingu.
Tilboðum skal skilað á sömu staði eigi síðar en
þriðjudaginn, 14. nóvember 1989, kl. 14.00, og
verða þau þá opnuð að viðstöddum bjóðendum.
F.h. stjórnar verkamannabústaða
Tæknideild H.R.
n, HUSNÆÐISSTOFNUN
nzi RÍKISINS
SUÐURLANDSBRAUT 24 -108 REYKJAVÍK • SÍMI - 696900
LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA
VALDA ÞÉR SKAÐA!
Frá framhaldsaðalfundi Félags ísl. rithöfunda,
Timamynd: Árni Bjarna.
ÞEIR KREFJAST
HÖFUNDARRÉTTAR
Framhaldsaðalfundur Félags ís-
lenskra rithöfunda var haldinn á
fimmtudaginn og komu þar fram
tvær tillögur, sem báðar hlutu ein-
róma samþykki. Var önnur þeirra
árétting þeirrar kröfu á fjórða tug
félagsmanna um, að þeir fái greiðsl-
ur fyrir fjölföldunarefni í skólum
eins og aðrir félagsbundnir höfundar
í landinu, en Fjölís, samtök höf-
undarréttarhafa, sem hafa samið við
Menntamálaráðuneytið um greiðsl-
ur fyrir fjölföldunarefni, hefur svipt
á fjórða tug höfunda höfundarrétti
undir forystu Ragnars Aðalsteins-
sonar, lögfraeðings, sem hefur talið
sig sérfræðing um málefni rithöf-
unda.
í fundartillögunni kemur fram, að
engan er hægt að svipta höfundar-
rétti hvorki samkvæmt aiþjóðalög-
um eða íslenskum lögum, þótt lög-
fræðilegur forystumaður Fjölís
standi fyrir slíku, og vill félagið að
Menntamálaráðuneytið gangi í mál-
ið og komi í veg fyrir frekari laga-
brot.
Þá samþykkti fundurinn tillögu
frá Sveini Sæmundssyni, formanni
félagsins, þar sem skorað er á stjórn-
völd fella niður virðisaukaskatt af
bókum, blöðum og tímaritum, eða
eins og segir: „rituðu og töluðu
orði“. Ein af röksemdunum fyrir
þessari samþykkt er, að nú berst
margvíslegt erlent efni til landsins
um gerfihnetti án þess að nokkur
virðisaukaskattur sé lagður á það
efni. Þykir þetta undarleg mismunun
á sama tíma og reynt er að afla veg
íslenskrar tungu með einum og öðr-I
um hætti.
Framleiðsluráð landbúnaðarins mótmælir vinnubrögðum Verðlagsstofnunar:
Könnun á verði land-
búnaðarvara villandi
Framleiðsluráð landbúnaðarins samþykkti á fundi síðastlið-
inn fimmtudag að mótmæla vinnubrögðum Verðlagsstofnun-
ar við túlkun á niðurstöðum á verðkönnun á matvörum sem
gerð var í höfuðborgum Norðurlanda og í London í lok júní.
Telur ráðið að þessi vinnubrögð hafi valdið því að fjölmiðlar
hafí dregið of víðtækar og villandi ályktanir af könnuninni.
Röksemdir framleiðsluráðsins
miða fyrst og fremst við það að
mörgum þáttum sem hafi áhrif á
verðmyndum á landbúnaðarafurð-
um erlendis sé sleppt í könnuninni.
Þar má nefna kostnað við aðföng til
landbúnaðarins, beina rekstarstyrki
til bænda og skattastefnu stjórn-
valda.
í tilkynningu til fjölmiðla bendir
framleiðsluráð á eftirfarandi máli
sínu til stuðnings:
Smásöluverð eitt og sér er ekki
nægilegur grunnur til að fella dóma
um hagkvæmni innlendrar fram-
leiðslu. Til að niðurstöður af saman-
burði á vöruverði á milli landa sé
marktækur, þarf einnig að bera sam-
an rekstarumhverfi atvinnugreinar-
innar, svo sem verð á mikilvægustu
aðföngum, kostnað við flutning og
þjónustu, svo og fjármagnskostnað.
Staða gengismála skiptir miklu
máli við verðsamanburð sem
þennan. Gengi íslensku krónunnar
hefur fallið gagnvart norrænum
gjaldmiðlum um 8.5%-10% frá því í
júlíbyrjun. Það gefur til kynna að
ekki hafi verið búið að leiðrétta
stöðu krónunnar gagnvart erlendum
gjaldmiðlum að fullu á þeim tíma
sem könnunin var gerð. Þetta hefur
veruleg áhrif á endanlegar niður-
stöður.
Enginn sölu- eða virðisaukaskatt-
ur er lagður á landbúnaðarafurðir í
Færeyjum og Englandi.
Stefna stjórnvalda varðandi inn-
flutning kynbótadýra í alifugla- og
svínarækt, svo og skattlagning kjarn-
fóðurs hefur mikil áhrif á verðmynd-
un þessara afurða að ekki verður
fram hjá því gengið við mat á
hagkvæmni innlendu framleiðslunn-
ar.
Til að könnun af þessu tagi sé
marktæk, þarf einnig að bera saman
kaupmátt ráðstöfunartekna í við-
komandi löndum.
Álagning matarskattsins hefur
haft mikil áhrif til hækkunar á út-
söluverði búvara. Ríkissjóður fær
um það bil 280 milljónir í tekjur af
matarskattinum og öðrum álögum á
mjólkur og kjötframleiðsluna, um-
fram það sem fer í niðurgreiðslur
viðkomandi vörutegunda. SSH
JC-dagurinn:
BÚUM BÖRNUM
BETRI FRAMTÍD
í dag verður haldinn hátíðlegur hefst kl. 14:00.
JC-dagurinn og ber hann yfirskrift- Á sama tíma hefst borgarafund-
ina „Búum börnum betri framtíð." ur á Akureyri þar sem flutt verða
í tilefni af JC deginum, munu JC ýmiserindi f tengslum við yfirskrift
félögin í Reykjavík og Seltjarnar- dagsins. Fundinum lýkur með al-
nesi halda skemmtun á Eiðistorgi mennum umræðum og fyrirspurn-
Seltjamarnesi í samstarfi við um.
Krísuvíkursamtökin. Skemmtunin