Tíminn - 28.10.1989, Síða 12

Tíminn - 28.10.1989, Síða 12
24 Tíminn Laugardagur 28. október 1989 MINNING Aldís Björgvinsdóttir Fædd 30. júní 1942 Dáin 16. október 1989 Við þá ótrúlegu og ótímabæru fregn að Aldís vinkona mín hefði farist í bílslysi ásamt mági sínum var sem tíminn stöðvaðist augnablik. Gat þetta verið satt? Jú, vegir lands- ins taka toll og hann stóran, nú eins og svo oft áður. Aðstandendur og vinir standa örvinglaðir og spyrja: Hvers vegna? En engin svör fást nú fremur en endranær. Leiðir okkar Aldísar lágu fyrst saman fyrir u.þ.b. 20 árum er við störfuðum saman á Dagheimilinu Hörðuvöllum í Hafnarfirði og þró- aðist þar sú vinátta sem haldist hefur æ síðan. Þó langur tími liði milli samfunda var ávallt sem við hefðum hist í gær. Aldís var mjög skemmti- legur vinnufélagi og vinur. Hún sá ætíð spaugilegu hliðarnar á tilver- unni og það var oft glatt á hjalla og mikið hlegið. En það var líka gott að leita til hennar ef erfiðleikar steðj- uðu að, þá var hún fús að veita aðstoð. Sem starfsstúlka á barna- heimili var hún samviskusöm og ósérhlífin. Hún var einstaklega barngóð og átti auðvelt með að laða börnin að sér og reyndist þeim sannur vinur. Á þessum árum bjó Aldís á Álfaskeiði í Hafnarfirði með börnum sínum tveim, þeim Hjördísi og Björgvin Gunnarsbörnum. Þar var gott að koma og spjalla yfir kaffibolla. Sonur minn, sem þá var á öðru eða þriðja ári, naut þess að eiga Aldísi að vinkonu, því oft fékk hann að gista ef foreldrarnir brugðu sér frá, og var þá dekrað við hann á allan hátt og það sem best var, enginn fastur svefntími á kvöldin. Dálæti hans á henni er best lýst er hann sagði einhvern tíma: Þegar ég verð stór ætla ég að giftast henni Aldísi. En það var annar fyrri til því skömmu síðar kynntist hún Sigurði H. Sigurbjarnar frá Björgum í ■ ■ Hnr Steingrfmur Hermannsson Árni Gunnarsson Unnur Stefánsdóttir |f|pi « a pSB|. X 4: «6 v - ■ *i' ShMwB. ■:* GuðmundurG. Þórarinsson Sigurður Geirdal Kjördæmisþing framsóknarmanna á Norðurlandi-vestra verður haldið ( félagsheimllinu á Blönduósi dagana 28. og 29. október nk. Dagskrá: - Laugardagur Kl. 14.00 Þingsetning og kosning starfsmanna þingsins. Kl. 14.10 Skýrsla stjórnar KFNV og blaðstjórnar Einherja. Umræður um skýrslur og afgreiðslu reikninga. Kl. 14.45 Ávörp gesta. a) Árni Gunnarsson, stjórnarmaður ( SUF. b) Unnur Stefánsdóttir, form. LFK. Kl. 15.00 Sérmál þingsins. Framtíðarmöguleikar ( uppbyggingu iðnaðar á Norðurlandi vestra með tilkomu Blönduvirkj- unar. FramsögumaðurGuðmundurG. Þórarinsson, alþ.m. Kl. 15.30 Frjálsar umræður. Kl. 16.30 Kaffihlé. Kl. 16.45 Stjórnmálaviðhorfið. Steingrímur Hermannsson, forsætis- ráðherra. Kl. 17.45 Frjálsar umræður. Kl. 19.00 Kosning nefnda. Kl. 20.00 Kvöldverður á Hótel Blönduósi. Sunnudagur Kl. 10.00 Nefndastörf. Kl. 12.00 Matarhlé. Kl. 13.00 Nefndir skila áliti. Umræður og afgreiðsla. Kl. 15.30 Kaffihlé. Kl. 15.45 Kosningar. Kl. 16.15 önnur mál. Kl. 17.00 Þingslit. Stjórn KFNV. Aðalfundur Framsóknarfélags Húsavíkur verður haldinn ( Félagsheimili Húsavíkur miðvikudaginn 1. nóvember kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venuleg aðalfundarstörf 2. Inntaka nýrra félaga 3. Önnur mál. Á fundinn mæta Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra og Jóhannes Geir Sigurgeirsson alþingismaður. Fjöimennum. Stjórnin. Guðmundur JóhannesGeir Bjarnason Sigurgeirsson heilbrigðisráðherra alþingismaður Ljósavatnshreppi og fluttist með honum norður. En þau höfðu þó yfirleitt vetrarsetu hér sunnanlands og hafði Aldís einmitt tekið upp þráðinn að nýju sem starfsstúlka á barnaheimili og vann sl. vetur á Hörðuvöllum. Var gott að vita af henni þar og gaman að hitta hana aftur á gamla góða staðnum. Aldís og Siggi eignuðust einn son, Sigurð Frey, sem í dag er 16 ára gamall og sér á bak móður sinni og frænda. Guð gefi þeim feðgum og ástvinum öllum styrk til þess að sigrast á þessari miklu sorg. Mér er efst í huga þakklæti fyrir að hafa kynnst Aldísi og átt hana að vini. Ég bið henni blessunar Guðs á nýjum leiðum. Elsku Siggi, Sigurður Freyr, Hjördís, Björgvin, foreldrar, syst- kini og aðrir ástvinir. Orð eru lítils megnug á stund sem þessari, en minninguna tekur enginn frá ykkur. Megi hún verða ykkur ljós á kom- andi tímum. Ég og fjölskylda mín vottum ykkur öllum dýpstu samúð. Blessuð sé minning Aldísar Björg- vinsdóttur. Erla G. Gestsdóttir. Nú er sumarið liðið og vetur genginn í garð, farfuglarnir famir til framandi ianda. Ég kveð nú systurdóttur mína, Aldísi Björgvinsdóttur, sem lést í hörmulegu slysi svo langt um aldur fram, en vegir Guðs eru órannsakan- legir. Minningarnar hrannast upp og af nægu er að taka, en ég ætla ekki að telja það upp hér. Foreldrar hennar hófu búskap á heimili foreldra minna og ömmu og afa hennar. Við Aldís vorum sitt á hvom árinu og ólumst upp eins og systkini og þannig var það áfram. Áldís giftist og eignaðist þrjú mannvænleg böm, tvö eldri börnin em búin að stofna sín eigin heimili og eignast börn, en yngri sonurinn, sem er 16 ára, er í föðurhúsum. Böndin á milli okkar Ásdísar vom alltaf jafnsterk þótt stundum væri vík milli vina og var ég ávallt vel- kominn á heimili þeirra hjóna, hvort sem það var hér á Lindarbrautinni eða að Björgum II, Ljósavatns- hreppi. Nú að leiðarlokum vil ég þakka þetta allt og bið Guð að styrkja eiginmann hennar, Sigurð Sigur- bjarnarson, börn, foreldra, tengda- börn, barnabörn og systkini í þeirra miklu sorg. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Gúndi Okkur langar til að minnast elsku- legrar systur sem var svo óvænt og allt of snemma burt kölluð. Já, lífið er stundum ráðgáta sem við mennirnir skiljum ekki. En það er erfitt að horfa á eftir „stóm systur" sem alltaf var reiðubúin til hjálpar hvar og hvenær sem var. Hún var sterka stoðin í lífi okkar systkinanna. Aldís fæddist í Hafnarfirði 30. júní 1942. Elst af fimm börnum hjónanna Rakelar Guðmundsdóttur og Björgvins Jónssonar. Því aðeins 47 ára þegar hún lést frá ungum syni, eiginmanni og tveim uppkomnum börnum. Að ekki sé gleymt litlu , ömmubörnunum hennar sem fengu allt of stutt að njóta ömmu sinnar. Aldís var vel gefin kona og hafði mikið yndi af lestri góðra bóka. Ættfræði var henni hugleikin og hafði hún svo frábært minni að vantaði mann að vita eitthvað um ættina, þá var bara að spyrja Aldísi. Já, það er svo margs að minnast. Hugurinn reikar aftur til barnsár- anna er við Iékum okkur áhyggju- laust saman. Unglingsáranna, sem liðu við nám og störf, og fullorðins- áranna. Allt hlaðið góðum minning- um. Heimili Aldísar og eiginmanns hennar Sigurðar að Björgum II, Ljósavatnshreppi, stóð öllum opið. Hafði hún mikla ánægju af að taka á móti gestum. Aldrei of margir. Þar undi Aldís hag sínum best, því hún var alltaf mikill náttúruunnandi. Langar okkur sérstaklega til að þakka fyrir allar yndislegu samveru- stundirnar sem við áttum með þeim hjónum þar. Það er erfitt að sætta sig við þetta, en Guð ræður, við mennirnir lútum hans vilja. Mikill harmur er nú kveðinn að eiginmanni, börnum, foreldrum og hinum stóra frænd- garði. Við biðjum Guð að styrkja ættingja og blessa minningu hennar. Lína og Siddý Nú er kvödd Aldís Björgvinsdótt- ir. Hún var okkur, sem vorum henni samferða, sérstakt tákn. Góðvilji hennar gagnvart öllu lífi var einstak- ur. Hún hafði erfið verkefni um sína daga, sjúkdómur og fylgjandi erfið- leikar voru mikill prófsteinn á per- sónu hennar. Oft verða viðbrögð fólks í þeim sporum, sem hún þá stóð í, beiskja og neikvætt viðhorf. Eftir glímu hversdagsins og góðan árangur í lífshlaupi sínu stóð Aldís meðal vina sinna, glaðlynd og jákvæð. Hún bar gleði og gjafir í hvert hús. Gjafir hennar voru þær sem við oft sjáum ekki fyrr en við stöndum frammi fyrir stöðvun tímans. Þessar gjafir voru hinir ótelj- andi kostir hennar. Hún var í senn fulltrúi hinna gömlu gilda og nútíma- kona. Gilda sem eru því miður á undanhaldi í samfélagi nútímans. Það er afar sjaldgæft og í senn guðsþakkarverð forréttindi að fá að verða samferða slfkri veru. Englun- um hér á jörð fækkaði um einn er hún kvaddi. Við, sem eftir sitjum og verðum að sætta okkur við fráfall hennar, gleymum henni aldrei. Vonin er okkur efst í huga og spumingar vakna sem við eigum ekki svör við. Við treystum því að Guð leyfi okkur að sameinast hinum ljúfa vinahópi í eilífðinni. Þar er Aldís meðal þeirra. Við söknum hennar ólýsanlega og biðjum Guð að geyma hana og þá sem hana syrgja. Randver Þ. Randversson. Guðrún Guðfinna Guðmundsdóttir Fædd 10. mars 1919 Dáin 7. október 1989 Þegar mér barst fréttin um lát Guðfinnu mágkonu minnar á öldum ljósvakans hvarflaði hugurinn nán- ast fjörutíu ár aftur í tímann. Ég var staddur í Reykjavík einn fagran vordag og kom í heimsókn til frænku minnar sem bjó við Óðinsgötuna, eftir nokkra stund kom þar líka bróðir minn Andrés sem þá stundaði skrifstofustörf í Reykjavík og hafði nú hafið sambýli með unnustu sinni, sem hann vildi kynna mig fyrir, þau höfðu tekið á leigu litla íbúð í vesturbænum ef ég man rétt og þangað fórum við. Þarna heilsaði mér bráðlagleg og myndarleg stúlka með þykkt og fallegt dökkt hár, sem hét fullu nafni Guðrún Guðfinna Guðmundsdóttir fædd að Húsatóft- um í Grindavík 10. mars 1919, dóttir hjónanna Kristínar Gísladóttur og Guðmundar Jónssonar sem stundaði sjómennsku og búskap, bræður hennar voru tveir Árni og Magnús. Guðfinna svo notað sé aðeins seinna nafnið var ein af alltof mörg- um sjómannabörnum, semmisst hafa föður sinn í hina votu gröf hafsins, langt um aldur fram, hún hafði því lítið af föður sínum að segja, en ekkjan reyndi að halda saman heililinu og brjótast áfram með börnin og hlýtur að hafa verið erfið barátta sem ég kann ekki frá að segja. Á öndverðu ári 1952 ganga þau Guðrún Guðfinna og Andrés Guðnason frá Hólmum, í hjónaband og þá tekur alvara lífsins við hjá þeim. Þau undu því ekki að búa lengi í leiguhúsnæði heldur hófu brátt byggingu á nýju íbúðarhúsi við Mosgerði í Reykjavík. Það tók nokkurn tíma og unnu þau sjálf allmikið við þetta svo sem títt var um ungt fólk á þeim árum. Þarna áttu þau ágætt heimili um nokkurt skeið, uns brugðið var á það ráð að selja og kaupa rúmgóða íbúð við Sundlaugaveginn og flytja þangað. Þar uxu börnin upp sem eru fjögur, talin hér í aldursröð, Örn Ulfar, Kristín Rós, Gunnar Már og Sigrún, öll hið gjörfulegasta myndar- fólk sem nú hafa valið sér maka, staðfest ráð sitt og eignast börn, svo barnabörnin voru orðin sjö. Ég átti því láni að fagna að fá að hafa eitt af börnunum hennar Guð- finnu í sumardvöl á heimili mínu og fjölskyldu minnar nokkrum sinnum og varð okkur vel til vina. Vandfund- inn held ég sé vandaðri og betri unglingur er ber móður sinni mjög fagurt vitni um kurteisa og prúða framkomu og gott uppeldi. Guð- finna var fyrst og fremst húsmóðir eða eins og presturinn sagði í útfar- arræðunni í Áskirkju „hún var mikil og góð húsmóðir". Hún vann heimil- inu allt sem hún mátti svo lengi sem heilsan leyfði. Það var gaman að koma í heimsókn til hennar á Sund- laugaveginn, hlýtt og glaðlegt við- rriót hennar og þægilegheit, verkuðu svo vel á mann, því er ekki hægt að gleyma. Ég veit ekki hvernig á því stendur að nú eina nóttina fannst mér eins og ég fyndi handtakið hennar Guð- finnu, þegar hún kvaddi mig við líkbörur móður minnar fyrir nokkr- um árum, þetta er sjálfsagt bara hugarburður og vitleysa en varð þó til þess að ég fór að setja þessar línur á blað. Enn urðu búferlaflutningar hjá þeim Guðfinnu og Andrési, þá var flutt í nýtt hús við Langholtsveginn þar sem þau hafa búið síðan, ekki er mér grunlaust um að húsmóðirin hafi kvatt sundlaugaveginn í fyrstu með nokkrum trega. Síðustu árin var það mágkonu minni mjög til baga hvað hún var farin að heyra illa og gat því ekki tekið þátt í umræðum fólks, eins og hugur hennar stóð til. Hún veiktist alvarlega seinni partinn í sumar og lést á Landakotsspítala eftir miklar þjáningar og uppskurð, þann 7. október. Ég bið almættið að gefa hinni dánu ró og blessun en hinum líkn sem lifa. Jón í Götu

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.