Tíminn - 28.10.1989, Page 13
Laugardagur 28. október 1989
Tíminn 25
llllllllir MINNING illlllllllllllllllllllllillll^
Ragnheiður Tómasdóttir
Fædd 5. maí 1910
Dáin 22. október 1989
Hún andaðist á Sjúkrahúsi Suður-
lands 22. október 1989 og verður
útför hennar gerð í dag, laugardag-
inn 28. október, frá Oddakirkju á
Rangárvöllum
Ragnheiður var fædd 5. maí 1910
í Hamrahóli, Ásahreppi, dóttir
hjónanna Guðríðar Ingimundar-
dóttur og Tómasar Þórðarsonar
bónda er þar bjuggu. Fyrstu æskuár-
in átti hún heima í Hamrahóli í
faðmi kærra foreldra og systkinanna
Borghildar, Guðrúnar Lilju, Rósu
Guðnýjar, Sigríðar, Þórðar og Sig-
urðar.
Árið 1916 missir hún móður sína
og verður þá mikil breyting. Systkin-
in dreifast til vina og ættingja og hún
til nágrannanna á Syðri-Hömrum,
Arndísar og Ástgeirs. Var Ragn-
heiður alltaf þakklát hjónunum á
Syðri-Hömrum og börnum þeirra
fyrir þessi ár. Faðir hennar bjó
áfram á Hamrahóli og giftist aftur
Jórunni Ólafsdóttur og áttu þau
saman 2 börn, Guðjón og Guðrúnu,
svo áfram áttu þau systkinin
æskuheimili sitt á Hamrahóli og
sameinuðust þar oft og var alltaf
kært með þeim öllum.
Ragnheiður fór fljótt að vinna á
ýmsum stöðum, átti hún góðar
minningar frá þeim árum, þá kynnt-
ist hún fólki sem hún mat mikils og
aflaði sér þekkingar gegnum störfin,
þvf hún var vel gefin og námfús.
Bjólu, Djúpárhreppi
Rúmlega tvítug kynntist hún eftir-
lifandi manni sínum, Einari Stefáns-
syni frá Bjólu, og giftu þau sig 24.
október 1933 og hófu búskap á
Bjólu og hafa búið þar síðan. Hún
átti 4 börn. Elstur var Guðmundur
Hafsteinn er lést í frumbernsku,
Einar, vistmaður á Ási í Hveragerði,
Guðmundur Hafsteinn, kvæntur
Gíslínu Sigurbjartsdóttur og búa
þau í Sigtúni, og Unnur, gift Kristni
Gunnarssyni og búa þau á Hellu.
Ömmubörnin eru 9 og langömmu-
börnin 9.
Heimili Rögnu frænku minnar,
eins og ég nefndi hana alltaf, var
fallegt sveitaheimili, þar sem ges-
trisni og hlýja tóku á móti manni og
alltaf átti frænka mín eitthvað ný-
bakað og gott til að gæða okkur á.
Hún var hreinleg og mikil hannyrða-
kona og á ég marga fallega dúka frá
henni. Þá var garðurinn hennar
Rögnu frænku minnar sérstakur,
þar var alltaf vel hugsað um allt og
hún átti nóg af rifsberjum o.fl. úr
garðinum sínum, sem hún miðlaði
okkur hinum og var þá ánægð.
Góðar heimsóknir fékk ég þegar
þau hjónin komu með plöntur úr
garðinum sínum og oftast fylgdi
poki af mold með, því þau vissu að
þá mundi plantan frekar lifa hér, ef
fylgdi með gróðurmold frá Bjólu.
Það reyndist rétt, því nú á ég fallegar
plöntur hér heima í Skarði sem ég
veit að lifa áfram, svona voru þau
hjón samhent í að hlúa að gróðri og
fegra allt í kringum sig.
Heimilislíf hjónanna á Bjólu, þar
sem dugnaður og trúmennska var
ofar öðru, var börnum þeirra gott
veganesti sem þau hafa virt í ríkum
mæli. Hjónin á Bjólu voru glæsileg
hjón sem settu svip sinn á samtíðina
í Rangárþingi og höfðu gaman af að
fara á mannamót og gleðjast með
glöðum.
Nú við leiðarlok, er ég minnist
frænku minnar, hugsa ég til móður
minnar, Borghildar, sem lést 2. nóv-
ember sl. Var alltaf mjög kært með
þeim systrum og virtu þær hvor aðra
mikils.
Ég þakka frænku minni alla tryggð
og vináttu sem hún sýndi mér.
Heimilisfólkið í Skarði saknar vinar
og þakkar samfylgdina. Sendum
innilegar samúðarkveðjur til Einars,
barna hans og fjölskyldna þeirra.
Blessuð veri minning hennar.
Fjóla Runólfsdóttir
Amma andaðist á Sjúkrahúsi
Suðurlands 22. október sl., verður
þá okkur hugsað til afa sem nú er
einn. Það sem við áttum var afi og
amma á Bjólu og nú síðast á Hellu,
þau voru alltaf saman hvert sem þau
fóru og áttu sameiginleg áhugamál.
Þau voru miklir dýravinir og unnu
fallegum blómum og öllum gróðri.
Heimilið þeirra var fallegt, þar
sem handavinna ömmu og blómin
prýddu. Garðurinn hennar heima á-
Bjólu var fallegur og alltaf fannst,
okkur garðurinn vera helgidómur
Guðmundur Þorsteinsson
frá Lundi
Fáein minningarorð
Guðmundur Þorsteinsson frá
Lundi, gamall og tryggur samstarfs-
maður, lést 2. október sl. á 89.
aldursári. Þjóðminjasafnið á honum
margt gott upp að inna, en Guð-
mundur vann um árabil fyrir safnið
margs konar smíða- og viðgerðar-
störf. Hann dvaldist þá hér síðla
vetrar og vann að viðgerðum safn-
gripa, og má víða sjá handaverk
hans hér innan veggja. Hann gyrti
fötur og sái, setti saman kistur og
byrður og lappaði eins og kostur var
við margt af því gamla dóti sem til
safnsins hafði borist og oft var í
slæmu ástandi. Þessu hélt hann
áfram fram ár eftir ár, meðan sæmi-
leg heilsa hélst, og um árabil vann
hann einnig að viðgerðum gömlu
bygginganna, enda var þetta það
svið sem hann þekkti best. Guð-
mundur var alinn upp við verkhætti
og störf sem tengdust fyrri tíðar
menningu þjóðarinnar, og þau voru
honum hugleikin alla tíð.
Guðmundur var fæddur 18. apríl
1901 að Brennistöðum í Eiðaþinghá,
sonur hjónanna Rannveigar Sigfús-
dóttur og Þorsteins Eiríkssonar. Þau
voru fátæk, böm þeirra urðu átta og
gátu ekki öll alist upp hjá foreldrum
sínum. Guðmundur fór til vanda-
lausra um tíu ára aldur og var lítið
hjá foreldrum sfnum eftir það. Til
þess var tekið hve Rannveig móðir
hans hafi verið mikil fróðleikskona
og af henni lærði Guðmundur margt
af fyrri tíðar fræðum. Sumt af því
færði hann síðar í letur er næði gafst
til skrifta.
Guðmundur ólst upp og dvaldist á
ýmsum stöðum eystra fram um
tvítugt, einkum á Borgarfirði og
Útheraði. Um skeið starfaði hann í
Hafnarfirði og um tíu ára bil var
hann ráðsmaður að Lundi í Lundar-
reykjadal og kenndi sig við þann
stað síðan.
Eftir það fluttist hann norður að
Leirhöfn á Sléttu þar sem hann reisti
sér hús í félagi við annan og kallaði
Sandvík. Hann kvæntist Guðlaugu
Sæmundsdóttur, ættaðri úr Árnes- .
sýslu, og bjuggu þau þar síðan í
friðsæld og fjarri skarkala umheims- .
ins og kunnu því vel. Þau fengust
ekki við búskap, enda kvaðst Guð-
mundur vera einn í sinni stétt,
búlaus verkamaður í sveit. Hann
stundaði ýmiss konar daglaunavinnu
og eftir lát Guðlaugar átti hann um
sinn heimili í Sandvík en dvaldist
síðustu árin í Hvammi, dvalarheimili
aldraðra á Húsavík.
Guðmundur kom venjulega hing-
að í safnið í janúarlok og var fram í
endaðan maí. Hér sat hann hvem
virkan dag á verkstæðinu og fékkst
við viðgerðarstörfin. Hingað komu
oft margir til að heimsækja Guð-
mund og eiga við hann tal, enda var
hann vinmargur og hafði gaman af
samræðum við fólk. Veiðiskap,
byssur, vitsmunir dýra og ýmiss
konar gömul fræði bar þá á góma,
eða þá að uppi var haft heimsósóma-
tal, þar sem það var gagnrýnt sem
miður fór í fari og gerðum ráða-
manna og almennings.
Eftir að Guðmundur hætti að
koma hingað suður fékkst hann
nokkuð við viðgerðarstörf fyrir
Minjasafn Austurlands svo og
Byggðasafnið á Höfn í Homafirði.
Þessi störf vom í rauninni eftirlætis-
iðja Guðmundar og hér kom að
góðum notum þekking hans á hvers
konar fornum hlutum, amboðum og
verkfæmm sem hann hafði sjálfur
alist upp við og unnið með, enda var
Guðmundur í rauninni járnaldar-
maður eins og margir af hans samtíð.
Hans kynslóð hafði orðið að læra að
búa að sínu, bjargast af eigin ramm-
leik þegar heimilin voru heimur út af
fyrir sig og sem fæst varð sótt til
annarra, hvað þá í kaupstað. Og
þeim hugsunarhætti, að best væri
hjá sjálfum sér að taka, gat Guð-
mundur aldrei bægt frá sér.
Guðmundur kunni því illa að sitja
verklaus og í tómstundum tálgaði
hann með hnífi sínum ýmis húsdýr
og villt dýr úr íslenskri náttúru. Flest
þetta gaf hann vinum sínum og má
víða sjá þessi handaverk Guðmund-
ar á heimilum þar sem hann átti
vináttutengsl.
Guðmundur kvaðst sjálfur hafa
verið óframfærinn unglingur og
haldinn vanmáttarkennd lengi fram-
an af aldri, enda pasturslítill framan
af og hann var fremur lágur maður
og grannvaxinn alla tíð. En er á leið
ævina hvarflaði slík kennd algerlega
frá honum og hann lét skoðanir
sínar tæpitungulaust í ljós við hvern
sem var. Hann skrifaði talsvert í
blöð um hugðarefni sín og áhuga-
mál, en Guðmundur hafði fastar og
ákveðnar skoðanir á landsmálum og
ýmsu því sem honum þótti máli
skipta. Hann átti oft erfitt með að
skilja ungæðishátt samtímans og
margt það sem talið var til lista eða
menningar átti ekki upp á pallborðið
hjá honum. Setti hann þá oft saman
vísur eða kviðlinga um það sér til
hugarléttis, en hann var vel hagmælt-
ur, kvað fast og skýrt að orði og
hafði fornt tungutak, þar sem ósjald-
an brá fyrir gamalli austfirskri
mállýsku.
Guðmundur Þorsteinsson var um
margt sérstæður maður, án þess þó
að verða kallaður sérkennilegur.
Ljóst var að fátækt unglingsáranna
hafði sett mark sitt á hann og hugsun
hans alla og gerðir. Þannig var
Guðmundur afar nýtinn á alla hluti
og sparsamur við sjálfan sig. Sóun
og óhóf hataði hann. Hinar fomu
dyggðir hélt hann í heiðri. Lausung
og festuleysi voru honum fjarri skapi
og mörg nýbreytnin þótti honum
næsta óþörf. Útvarpið mat hann þó
mikils og hlustaði á allt það sem
kallast gat fréttir eða fróðleikur en
hirti mi«tna um dægurfjas og ekki
mun hann hafa haft mikið yndi af
ýmsum þeim tegundum tónlistar sem
þar var flutt.
Eftir Guðmund kom út ljóðabók-
in Við hljóðfall starfsins, auk bókar
um íslenska málshætti, en mest bóka
hans er þjóðháttaritið Horfnir starfs-
hættir sem hann samdi að nokkru
leyti fyrir atbeina Þjóðháttadeildar
Þjóðminjasafnsins. En Guðmundur
svaraði um langt árabil spurninga-
skrám safnsins um þjóðhætti og fór
einnig nokkuð um og skráði fróðleik
eftir fólki sem þjóðháttadeild fékk
síðan.
Hin síðari ár hitti ég Guðmund
sjaldan en hafði af honum fréttir við
og við. Ellin sótti hann heim hægt og
sígandi og heyrnardeyfa bagaði
hann, en honum leið vel í Hvammi
og átti þar gott skjól. Hann fylgdist
vel með mönnum og málefnum allt
til hins síðasta.
Guðmundur andaðist í Hvammi
og var jarðsettur frá Húsavíkur-
kirkju laugardaginn 7. október.
Þór Magnússon
ömmu, þó fundum við að afi var líka
ánægður, þegar við tókum eftir ein-
hverju nýju og dáðumst að garðin-
um, því þar átti hann líka mörg
handtök.
Amma var mikil húsmóðir og
gaman að koma til hennar og alltaf
átti hún eitthvað gott handa barna-
börnunum til að gleðja okkur.
Nú verðum við að vera dugleg og
hugsa vel um dýrin og blómin, það
vildi amma alltaf, þannig geymum
við minningu hennar og kveðjum
hana með þakklátum huga með
ljóðlínum Guðmundar Guðmunds-
sonar frá Hrólfstaðahelli í Lands-
sveit:
Þeir syngja vid rúm þitt
sólsetursljód,
þvi' öllum varst ástrík og einlæg
og góð.
Og við tökum undir þá óma með
þeim,
ogkvöldbæn okkar íögur skal fylgja
þér heim.
Og við skulum reyna að muna þitt
mál
og minning þína geyma í óspilltri
sál.
Eiður, Guðni, Guðiaugur,
Áslaug og Kristrún.
r kvr\r\uu a Mnr
30. þing Kjördæmissambands fram-
sóknarfélaganna á Suðurlandi
á Hótel Selfossi, dagana 3. og 4. nóv. 1989.
Steingrímur
Hermannson
Bjarney
Bjarnadóttir
Gissur
Pétursson
Sigurður
Kristjánsson
Oddur
Gunnarsson
Paul
Richardsson
BjörnS.
Lárusson
Ragnheiður
Sveinsbjörnsdóttir
GuðmundurKr.
Jónsson
Dagskrá: - Föstudagur 3. nóv.
Kl. 20.00 Þingsetning. Kjörnir starfsmenn þingsins. Skýrsla formanns K.S.F.S.
Skýrsla gjaldkera K.S.F.S. Skýrsla Þjóðólfs. Umræður um skýrslur
og reikninga. Álit kjörbréfanefndar.
Kl. 21.00 Ávörp gesta.
Kl. 21.20 Stjórnmálaviðhorfið. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra
flytur erindi og svarar fyrirspurnum.
Kl. 22.20 Mál lögð fyrir þingið. Nefndastörf.
Laugardagur 4. nóv.
Kl. 9.00 Nefndastörf (framhald)
Kl. 10.00 Atvinnumál (nútlðogframtíð.Framsögumenn:SigurðurKristjáns-
son, kaupfélagsstjóri, Oddur Gunnarsson, iðnráðgjafi. Björn S.
Lárusson, ferðamálafulltrúi. Paul Richardsson, framkvæmdastjóri.
Ferðaþjónusta bænda. Pallborðsumræður.
Kl. 12.00 Matarhlé.
Kl. 13.00 Sveitarstjórnarkosningarnar, Ragnheiður Sveinbjörnssdóttir Hafnar-
firði, Guðmundur Kr. Jónsson Selfossi, Andrés Sigmundsson
Vestmannaeyjum. - Umræður.
Kl. 14.30 Nefndir skila áliti. Umræður. Afgreiðsla mála.
Kl. 16.00 Kosningar.
Kl. 17.00 Þingslit.
Kl. 20.00 Árshátíð K.S.F.S. að Hótel Selfossi.
(Með fyrirvara um breytingar)
Kjördæmissamband framsóknarfélaganna á Suðurlandi.
Aðalfundur F.R.
Aðalfundur Framsóknarfélags Reykjavíkur
verður haldinn mánudaginn 30. okt. n.k. að
Nóatúni 21 kl. 20.30.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Finnur Ingólfsson mun ræða stjórnmálavið-
horfið.
Stjórnin ,
Finnur Ingólfsson