Tíminn - 28.10.1989, Qupperneq 20

Tíminn - 28.10.1989, Qupperneq 20
V a IRÐISAUKASKATTUR / Islensk fiamleiðsla styikist heimamaikaði e Virðisaukaskattur tekur við af söluskatti um næstu áramót. Harni tryggir að skattkerfið mismunar ekki samkeppnisvörum hérlendis og styrkir þannig stöðu íslenskrar framleiðslu gagnvart innflutningi. Virðisaukaskattur stuðlar að heilbrigðara atvinnu- og við- skiptalífi í landinu. Þá safnast skattur ekki lengur upp í vöruverði. í gamla söluskattskerfinu getur skattur lagst ofan á skatt með þeim afleiðingum að söluskatturinn safn- ast upp í verðinu á leiðinni til neytenda og er þar með farinn að hafa áhrif á samkeppnisstöðu einstakra framleið- enda. Uppsöfnun skatts raskar stöðu íslenskrar fram- leiðslu í samkeppni við erlendar vörur sem eru óháðar slíkum uppsöfnunaráhrifum. Þegar virðisaukaskattur leysir söluskattinn af hólmi er skatturinn gerður upp á hverju stigi framleiðslunnar og verða uppsöfnunaráhrifin því úr sögunni. Skattur sem leggst á innfluttar vörur verður jafnhár og skattur á sam- bærilega innlenda framleiðslu. Virðisaukaskattur styrkir því stöðu íslenskrar ffamleiðslu gagnvart erlendri í harðri samkeppni á heimamarkaði. FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.