Tíminn - 04.11.1989, Page 5

Tíminn - 04.11.1989, Page 5
Laugardagur 4. nóvember 1989 Tíminn 5 48. Fiskiþingi lauk í gær og kvaö viö þungan tón í ályktun um afkomumálin: Ef nahagstef nan verið óhagstæð sjávarútvegi „Efnahagsstefnan undanfarinna óra hefur verið sjávarút- vegi fjandsamleg. Afleiðing þess hefur birst í greiðslustöðvun- um, gjaldþrotum, ört vaxandi atvinnuleysi og byggðaflótta. Eigið fé sjávarútvegsins er nánast þrotið og getur greinin nú ekki staðið undir jafn góðum lífskjörum í landinu og áður,“ segir í ályktun um afkomumál sem samþykkt var samhljóða á 48. Fiskiþingi sem lauk I gær. í ályktuninni segir ennfremur að meðan ekki verði komið böndum á verðbólguna hér á landi til samræmis við það sem hún er í helstu ná- grannalöndum okkar geti enginn heilbrigður rekstur þrifist hér á landi. „Islenska þjóðin á kröfu á því að stjómvöld snúi við blaðinu og viðurkenni þá augljósu staðreynd að efling sjávarútvegsins er forsenda framfara í íslensku þjóðfélagi," segir í ályktuninni. Jafnframt kemur fram að þær skuldbreytingar sem gerðar hafa verið m.a. í gegn um Atvinnu- tryggingarsjóð væru án efa til bóta, en þær nægi hins vegar ekki, því forsendan sé að fiskvinnsla og útgerð þarf að hafa skilyrði til að hagnast nægilega til að standa í skilum. Það sem einkenndi þetta þing öðru fremur var að drög að lögum um stjómun fiskveiða lágu fyrir þinginu og náði sjávarútvegsnefnd þingsins samkomulagi um niðurstöð- ur. Fyrir þinginu lágu margar og ólíkar tillögur fiskideilda um þetta mál, sem talið var að gæti orðið til þess að sjávarútvegsnefndin klofn- aði, sem ekki varð raunin. „Ég hef verið á þingi þar sem andrúmsloftið hefur verið svipað og nú, sem skapaðist fyrst of fremst af því að verið er að fjalla um nýja fiskveiðilöggjöf," sagði Marteinn Friðriksson í samtali við Tímann, en hann var forseti 48. Fiskiþings. „Það hefur komið fyrir áður, eins og reyndin var nú að sjávarútvegs- nefndin var mjög sáttfús og þeir komust að ákveðinni niðurstöðu, sem ég held að allir telji að séu til bóta fyrir frumvarpsdrögin sem var verið að skoða,“ sagði Marteinn. Hann taldi víst að menn hefðu kannski viljað hafa niðurstöðuna öðmvísi, þá fyrir sjálfa sig, en þegar menn væm ábyrgir og væm að leita samkomulags, þá yrðu vissulega allir að slá eitthvað af. „Hugarfarið var á þeim nótum þegar þinginu lauk að menn vom fegnir að þetta væri búið og eiginlega hissa á því að þetta hefði náðst þó svona vel saman,“ sagði Marteinn. I áhtsgerð sjávarútvegsnefndar kemur fram að forsenda nefndarinn- ar byggði á því að hún teldi sér skylt að setja fram tillögur til lausnar þeim vanda sem sjávarútvegurinn á í og felst m.a. í að fiskiskipaflotinn er of stór miðað við afrakstursgetu fiskistofnanna. Fiskiþing varð sammála um að styðjast ætti við aflamark við úthlut- un kvóta og heildaraflamark botn- fisktegunda fyrir komandi ár yrði ákveðið fyrir 1. ágúst ár hver. t*á verði gerð sú breyting að kvótaárið nái frá 1. september til 31. ágúst næsta almanaksárs, en ekki frá ára- mótum til áramóta eins og nú er. Samþykkt var að kvótaskerðing vegna útflutnings á óunnum þorski og kafa nemi áfram 15%, en sem kunnugt er hefur sjávarútvegsráð- herra nefnt sem möguleika að skerða frumvarp til laga um úreldingu fiski- skipa, sem lagt var fram á Alþingi 1989. Þingið lýsir sig mótfallið frum- varpinu, sérstaklega því atriði að úreldingarsjóður eignast veiðiheim- ildir. Fiskiþing telur að aðilar í sjávarútvegi eigi að ráða þessum málum sjálfir og lögð er áhersla á að hugsanlegar lagabreytingar um úr- eldingu fiskiskipa verði unnar í Samráði við samtök útgerðarmanna. Samþykkt var að nauðsynleg endur- nýjun fiskiskipa fari þannig fram að sambærileg skip komi í stað þeirra sem úrelt eru. Lagt er til að selur verði nýttur hér við land á eðlilegan hátt, þannig að hámarksnýtingu fiskistofiia verði náð. Um hvalrannsóknir var það samþykkt að áfram verði að þeim unnið, þannig að raunhæft mat fáist sem fyrst, um nýtanleika allra hvala- stofna hér við íand. Fiskiþing telur að þegar á næsta ári skuli teknar upp veiðar á hrefnu hér við land. Um öryggismál voru samþykktar nokkrar tillögur. ítrekað var um nauðsyn björgunarþyrlu og þeim athugunum fagnað sem nú fara fram á vegum hagsmunaaðila í sjávarút- vegi um valkosti um kaup eða leigu á fullkominni björgunarþyrlu. Þá er þess krafist að rannsóknum á sjálf- yirkum sleppibúnaði björgunarbáta verði hraðað og að tryggt verði að eingöngu viðurkenndur búnaður verði í skipunum. Þá er skorað á Alþingi að hlutast til um að slysa- vamarskóla S.V.F.Í. verði tryggt nægilegt fé á fjárlögum til eðlilegrar starfsemi. Harðlega er mótmælt áformum breskra stjómvalda um uppsetningu endurvinnslustöðvar á kjarnork- uúrgangi í Dounray í Skotlandi. Skoðun Fiskiþings er að minnsta óhapp í slíkri stöð gæti haft skelfileg áhrif á allt lífríki í N-Atlantshafi. -ABÓ Þorsteinn Gíslason var einróma endurkjörinn Fiskimálastjóri, á 48. Fiski þingi er lauk í gær. Tímamynd: Árm Bjarna kvóta um 25% til að minnka útflutn- ing. Samhljóða var samþykkt að stjóm útflutnings á ísfiski skuli vera á einni hendi og aflamiðlun skuli vera staðsett hjá Fiskifélagi íslands. Lögð er áhersla á að virkt eftirlit verði með löndun afla hérlendis sem erlendis, sérstaklega úr gámum og að refsiákvæði um undandrátt frá gefnum veiðiheimildum varði missi veiðileyfa. Þá var samþykkt að er- lendum fiskiskipum verði heimilt að selja afla sinn til vinnslu á íslandi. Samþykkt var að kvóti fylgdi skip- um við sölu, en viðkomandi sveitar- stjómir í samráði við aðila í atvinnu- greininni í viðkomandi sveitarfélagi hafi forkaupsrétt á jafnréttisgmnd- velli. Hvað verðlagsráð sjávarútvegsins varðar, var niðurstaða Fiskiþings sú að ráðið skuli starfa áfram, jafnframt því að lög um fiskmarkaði sem falla úr gildi nú um áramót verði fram- lengd til frambúðar. Fiskiþing tók á málum er varðar Síldin smá, en veiði í meðallagi: BÚID AD SALTA í 53ÞÚSUNDTUNNUR f gær var búið að salta fimmtíu og sem af er vertíðinni hefur síldin þrjú þúsund tunnur af síld, en það verið smá. Að sögn Kristjáns Jó- hannessonar hjá Síldarútvegsnefnd er þetta söltun í meðallagi, en á sama tíma í fyrra var búið að salta svipað magn og mun minna árið 1986. Hann sagði að veiðin væri alls ekki óvenju lítil í ár, þó svo að síldin væri smá. „Þetta er bara svona tímabundin „panikk", ef menn geta ekki verið með bátana drekkhlaðna, þá er allt bara ómögulegt,“ sagði Kristján. „Það er voðalega erfitt að segja til um hvað er eitthvað óvenju- legt þegar verið er að tala um síld. “ Síldin veiðist suð- vestur af land- inu, aðallega á s.k. Mýrabugt sem liggur á svæðinu á milli Stokkseyrar og Ingólfshöfða. í síldarsöltun Fiski- mjölsverksmiðju Homafjarðar er búið að salta ofna í um 2.300 tunnur og er það óvenju lítið að sögn heimamanna. Á vegum Kaupfélags Austur Skaftfellinga höfðu í gær verið fryst um 1.300 tonn. Heimilt er að veiða síld til 20. desember. Á myndinni má sjá Eydísi Ár- mannsdóttur, blómarós frá Grinda- vík, sem mætt er í síldina á Höfn í Homafirði - Með 500 gramma síld í munninum, hvað annað. - ÁG Magnús Þórarinsson listmálari við eitt verka sinna í Nýja galleríinu að Laugavegi 12. Tímamynd; Árni Bjama. Nýja galleríið að Laugavegi 12 tíu ára. Sýning Magnúsar Þórarinssonar: MYNDIR FRÁ 40 ÁRA TÍMABILI í gær átti Nýja galleríið að Lauga- vegi 12 tíu ára afmæli, en það var opnað þann 3. nóv. 1979. Eigandi þess er Magnús Þórarinsson listmál- ari og hafa myndir hans verið til sýnis og sölu í galleríinu. Jafnframt hafa nokkrir aðrir málarar sýnt myndir sínar þar. f tilefni afmælisins er sölusýning í galleríinu á nýjum og gömlum verk- um Magnúsar, bæði olíu- vatnslita- krítar- og klippimyndum en þær síðastnefndu eru flestar nýjar. Galleríið er opið frá 9-17 alla virka daga og laugardaga frá 9-15 en lokað á sunnudögum. Málverkin fást með vaxtalausum mánaðarlegum afborgunum eða á tilboðsverði gegn staðgreiðsiu. -sá

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.