Tíminn - 04.11.1989, Side 7
'b.atigardagur 4. nóvember 1989
Tíminn 7
RIKJASKIPUN
Mælikvarði 1:30000000
1000km
1 cm á kortinu jafngcldir 300 km á yfirborði jarðar
Lectliffli
PÓLLAND
is‘'0VA^,4
-JÖGdsLAVÍA
fifRÍNÓ
n
:>Vt 7» ðtak. ALBANÍaV 1 ■
BóicCiARlA
ÍÍj|gW>
LÍBÝA
iVPTalai®
sv/s.s' ayíríii . mKI a1 NtíVERJA-/ . , -
í LAND /
/■' i \ ^ \ RLf 1' ^ r
íslandi sem töldu að Island ætti
að sækja um aðild eða aukaaðild
að Efnahagsbandalaginu upp úr
1960, þá lognaðist sú hugmynd
út af og síðan hefur það verið
yfirlýst stefna stjÓBmálaflokka
og ríkisstjóma að íslendingar
ættu ekki erindi í þjóðasamtök
sem stefna að því að verða
bandaríki. Það er ekki fyrr en á
þessu ári að Sjálfstæðisflokkur-
inn hefur slakað á f þessu og
telur að ekki eigi að útiloka
aðild íslands að Evrópubanda-
laginu. Ráða má af orðum for-
ystumanna Sjálfstæðisflokksins
að tímabært sé að undirbúa
umsókn um slíka aðild til þess
að fá úr því skorið, hvort ísland
gæti ekki orðið aðili með viðun-
andi skilmálum, hvemig sem
það má verða.
Það hefur lengi verið vitað að
innan Sjálfstæðisflokksins hafa
áhrifaöfl þar og einstakir menn
aðhyllst alþjóðahyggju Evrópu-
bandalagsstefnunnar, banda-
ríkjahugmyndina, og átt sinn
þátt í því að móta þau nýju
viðhorf gagnvart sjálfstæðis- og
fullveldishugtakinu sem ýmsir
íslendingar hafa tileinkað sér
leynt og ljóst á síðari ámm.
Þessi viðhorf hafa einnig átt
hljómgmnn í Alþýðuflokknum
um langt skeið, þótt það komi
ekki fram í opinberri stefnu
flokksins, enda hefur formaður
Alþýðuflokksins, Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráð-
herra, lýst yfir andstöðu sinni
við aðild íslands að EBE. Þótt
yfirlýsing Jóns Baldvins hafi út
af fyrir sig ekki komið á óvart,
þá er hún eigi að síður mörgum
kærkomin á því augnabliki þeg-
ar skoðanakannanir sýna að stór
hluti kjósenda Alþýðuflokksins
er hlynntur aðild íslands að
bandalaginu. Reyndar á það við
um kjósendur fleiri flokka, sem
hafa þó tekið mjög eindregna
afstöðu gegn aðild að Evrópu-
bandalaginu, að þeir (kjósend-
ur) lýsa yfir því í skoðanakönn-
un að þeir gætu hugsað sér að
ísland gengi í EBE, hin hugsuðu
bandaríki Evrópu.
Þetta á við um marga kjósend-
ur Alþýðubandalags og Fram-
sóknarflokks. Það sýnir að jafn-
vel skelegg afstaða forystu-
manna þessara stjómmála-
flokka hefur ekki dugað til að
vinna gegn þeim áhrifum sem
umræða og kynning á alþjóða-
málum hefur haft á íslenskan
almenning á síðustu ámm. Hér
er fyrst og fremst átt við umfjöll-
un á almennum frétta- og um-
ræðuvettvangi um Evrópumál-
in. Sú umfjöllun hefur verið
mjög einhliða kynning á „efna-
hagslegum" rökum fyrir evr-
ópskri sameiningu og kastljósi
fremur beint að Evrópubanda-
laginu en Fríverslunarsamtök-
um Evrópu og þar að auki látið
undir höfuð leggjast að kynna
stjómskipulag Evrópubanda-
lagsins og fyrirætlun forráða-
manna þess að koma upp banda-
ríkjum Evrópu með sterkri al-
ríkisstjóm og skerðingu á full-
veldi og sjálfstæði einstakra
ríkja að sama skapi.
Hlutur
st j órnmálamanna
Stjómmálamenn virðast nú
ætla að skella skuldinni á fjöl-
miðla um þá yfirborðsþekkingu
sem almenningur hefur á Evr-
ópumálum. Það er þó varla
réttmætt, því að sökin er fyrst og
fremst hjá stjómmálamönnum
sjálfum. Það er hlutverk stjóm-
málamanna að hafa forystu um
að pólitísk málefni séu rædd og
kynnt í þjóðmálaumræðu. Það
eiga þeir að gera á fundum með
kjósendum og hefðu átt að gefa
utanríkis- og viðskiptamálum
miklu meira rúm á þingmála- og
framboðsfundum en þeir hafa
gert.
Stjómmálamenn hafa til þessa
látið aðra um að móta umræður
um Evrópumál. Þeir hafa haldið
sig til hlés í þessari umræðu
meðan tæknikratamir og nýkap-
italistarnir, viðskiptaforkólfarn-
ir og boðberar Singapore- og
Hong Kong-hugsjónanna í ýms-
um myndum, hafa verið eftirlæt-
is viðmælendur fjölmiðlafólks.
Þegar þess er gætt að íslensk
stjómvöld hafa hafnað því að
tengjast Evrópubandalaginu
með aðild að því, en ísland er
hins vegar þátttakandi í Fríversl-
unarsamtökum Evrópu, þá
hefði átt að leggja alla áhersly á
að kynna Fríverslunarsamtökin
(EFTA) og gera svo hrein skil í
þeirri umfjöllun að almenningur
sé ekki sífellt að rugla þessu
tvennu saman.
Hvers vegna EFTA?
Niðurstaða skoðanakönnunar
Félagsvísindastofnunar um van-
þekkingu þjóðarinnar á Evrópu-
málum gerir það nauðsynlegt að
umræður um þessi mál verði
mótaðar á nýjum gmndvelli,
reynt verði að nálgast málið frá
sjónarhomum sem gera stöðu
íslands í þessu evrópska samein-
ingartali skiljanlega, fyrst og
fremst þá grundvallarspurningu,
hvers vegna íslendingar em í
Fríverslunarsamtökum Evrópu,
en eiga ekkert erindi í Evrópu-
bandalagið. Svarið við þeirri
spurningu felst aðallega í því að
átta sig á stjórnskipun og pólit-
ísku eðli þessara tveggja þjóða-
samtaka en ekki endilega í efna-
hagsstefnunni eða viðskiptahátt-
unum. Þegar öllu er á botninn
hvolft er ekki sá reginmunur á
efnahagsmarkmiðum að grein-
ing á þeim eigi að ráða allri
umræðunni. Þar með er ekki
sagt að á efnahags- og viðskipta-
skipulagi EFTA og EBE sé enginn
munur. Auðvitað er þar munur
á, en stjómskipulegur munur er
þó miklu meiri. Hann er reyndar
svo mikill, að Fríverslunarsam-
tökin em samtök þjóða, sem
ætla að halda óskertu fullveldi
sínu, en Evrópubandalagið er
samtök þjóða sem eru tilbúnar
til að skerða fullveldi sitt. Um
þetta eiga stjórnmálamenn að
tala við kjósendur sína.
Frá 1. júlí síðastliðnum fram
að áramótum hefur utanríkis-
ráðherra íslands verið og mun
vera í forsæti ráðherrastjórnar
EFTA. Þessi staða ber Jóni
Baldvini Hannibalssyni sam-
kvæmt reglum um það hvernig
ráðherrar EFTA-landanna •
skiptast á um forsætið. Forsæt-
istíð Jóns Baldvins ber upp á
þann tíma, þegar undirbúningur
stendur sem hæst undir viðræður
milli EFTA og Evrópubanda-
lagsins um tengsl bandalaganna.
Öllum má ljóst vera að þessi
bandalög Evrópuþjóða verða að
vinna saman.
íslendingar hljóta sem aðilar
að EFTA að taka fullan þátt í
þessum undirbúningi viðræðn-
anna. íslendingar eiga að líta
stórt á þá stöðu sem utanríkis-
ráðherra landsins hefur sem for-
maður ráðherrastjómar EFTA
á þessum mikilvægu tímamót-
um. Það er undirstrikun á ís-
lensku sjálfstæði og fuflveldi ís-
lenska ríkisins, sem þjóðinni er
áreiðanlega mjög annt um, ef
menn skoða hug sinn. Jón
Baldvin hefur sinnt vandasömu
hlutverki sínu af kostgæfni og
starfsmenn utanríkisráðuneytis-
ins hafa öðlast traust og trúnað
sem góðir embættismenn.
Utanríkismál og
fullveldi þjóðar
Þetta leiðir hugann að upp-
hafsorðum þessa Tímabréfs að
utanríkismál eru einn mikilvæg-
asti þáttur stjómsýslu og stjóm-
mála í sjálfstæðu og fullvalda
ríki. Þar var minnt á það, sem
rétt er að endurtaka, að íslend-
ingar töldu sig ekki hafa öðlast
fullt sjálfstæði fyrr en þeir höfðu
utanríkismál sín í eigin hendi.
Því tákni fullveldisins halda ís-
lendingar og aðrar þjóðir í Frí-
verslunarsamtökum Evrópu, en
fyrr eða síðar munu þjóðir Evr-
ópubandalagsins glata þessum
rétti, þegar Evrópubandalagið
ummyndast í Bandaríki Evrópu.
Stjómskipun allra bandaríkja
krefst þess að utanríkismál séu
alríkismá). í þeim efnum er
enginn millivegur.