Tíminn - 04.11.1989, Page 11

Tíminn - 04.11.1989, Page 11
Tíminn 23 Laugardagur 4. nóvember 1989 llllllllllllilllllll MINNING Valgerður Þórmundsdóttir Kveðjuorð Fædd 21. september 1905 Dáin 25. október 1989 Tengdamóðir mín, Valgerður Þórmundsdóttir, lést í Reykjavík 25. október s.l. Hvíldin var henni lausn frá þungbærum veikindum, sem höfðu hrjáð hana undanfarin ár. Hún var fædd í Langholti í Bæjarsveit 21. september 1905. For- eldrar hennar voru hjónin Ólöf Helga Guðbrandsdóttir og Þór- mundur Vigfússon. Þau höfðu þá tveimur árum fyrr ung og efnalaus tekið jörðina á leigu og hafið búskap. Bæði voru þau aðflutt í Borgarfjörð af Suðurlandi. Foreldr- ar Olafar bjuggu lengst í Miðdal í Laugardal og ólst hún þar upp. Þórmundur var frá Efri-Reykjum í Biskupstungum. Hann varð snemma að sjá fyrir sér, braust til náms og varð búfræðingur frá Hvanneyri 1899. Hagur Ólafar og Þórmundar blómgaðist í Langholti og fór svo að þau höfðu bolmagn til að kaupa höfuðbólið Bæ í sömu sveit árið 1929. Þá þótti ekki síður tíðindum sæta að þau hjón eignuðust 14 börn og síðast þríbura. Af þeim komust 11 til fullorðinsára. Af þeim systkin- um eru nú fimm á lífi. Valgerður ólst upp í Langholti í glöðum systkinahópi á mannmörgu sveitaheimili í fögru héraði. Ólöf og Þórmundur vildu undirbúa böm sín sem best fyrir lífsbaráttuna. Fóru Valgerður og systur hennar fleiri til náms í Kvennaskólann á Blönduósi. Kom það nám sér í góðar þarfir síðar meir. Hinn 26. mars 1932 giftist Val- gerður Sigurbimi L. Knudsen frá Stykkishólmi. Þau fluttust í hina nýbyggðu verkamannabústaði við Hringbraut og bjuggu þar um árabil. í stríðslok réðust þau í það stórvirki ásamt fleirum að reisa íbúðarhús við Mávahlíð í Reykjavík. Þar bjuggu þau lengi og síðan ævinlegá í Hlíðun- um, enda kunni Valgerðilr vel við sig þar og þekkti marga í hverfinu. Valgerður missti mann sinn í maí 1972 og höfðu þau þá verið í farsælu hjónabandi í rétt 40 ár. Sigurbjörn lést á 64. aldursári og var fráfall hans Valgerði mjög þungbært og reyndar öllum, sem til hans þekktu. Hann hafði þá nærfellt í hálfa öld starfað við verksmiðjumar á Barónsstíg 2 og látið sig verkalýðsmál miklu skipta. Valgerður var alla tíð félag- slynd og starfaði í ýmsum félögum, m.a. Borgfirðingafélaginu í Reykja- vík, þar sem hún hélt sambandi við gamla sveitunga sína. Einnig var hún virk í Húsmæðrafélagi Reykja- víkur. Valgeður var einstaklega lag- in við allan saumaskap. Oft undrað- ist ég hve skærin léku í höndum hennar, þegar hún sneið glæsilega kjóla, sem hún saumaði svo af mikilli list. Þá skreytti hún gjaman perlum, pífum eða slaufum og bætti gjaman við handsaumaðri rós, sem henni einni var lagið. Valgerður var mjög vinnusöm og féll sjaldan verk úr hendi. Hún starfaði lengi utan heimilis, lengst hjá Siáturfélagi Suðurlands. Hún var raunsæ og hispurslaus kona og vildi hag hinna vinnandi stétta sem mestan. Valgerður var Iánsöm kona og átti góða ævi, þar til heilsan brast. Hún eignaðist ágætan mann og gott heim- ili. Áttu þau hjón þrjú börn. Þau em: Hulda f. 30. j'úní 1932, Unnur f. 4. júní 1939 og Gylfi f. 13. nóvember 1944. Það var rétt tekið að hausta í lífi Valgerðar, þegar ég kynntist henni fyrir rúmum tuttugu ámm. Hún reyndist mér ávallt vel og tók mér sem sinni eigin dóttur. Guð blessi minningú hennar. Ég vil að lokum kveðja Valgerði með eftirfarandi erindi úr kvæði Stephans G. Step- hanssonar Við verkalok: En þegar hinst er allur dagur úti og uppgerð skil, oghvað sem kaupið veröldkann að virða, ■ sem vann ég til: íslíkri ró ég kysi mér að kveða eins klökkan brag og rétta heimi að síðstu sáttarhendi um sólarlag. Stephan G. Stephansson. Guðrún Kristjónsdóttir. Skúli Pétursson Fæddur 14. febrúar 1919 Dáinn 19. september 1989 Það var mannvæniegur hópur barna sem var að alast upp á Syðri- Hraundal í Álftaneshreppi á ámnum 1920-1948, en það voru böm þeirra hjóna Vigdísar Eyjólfsdóttur og Pét- urs Þorbergssonar, sem þar bjuggu og tóku við búskap af foreldrum Péturs, þeim Kristínu Pálsdóttur og Þorbergi Péturssyni. í Syðri- Hraundal fæddust og ólust upp átta börn þeirra hjóna Vigdísar og Péturs, sem öll komust til manns og em dugmikið myndarfólk. Nú hefur það fyrsta úr systkina- hópnum kvatt þennan heim, Skúli bóndi á Nautaflötum í Ölfusi, en hann lést þann 19. september síðast- liðinn og er hér minnst. Með miklum dugnaði og með hjálp bama sinna eftir því sem þau komust á legg tókst þeim hjónum að brjótast úr fátækt í góðar bjargálnir og byggja upp á ábýlisjörð sinni með Nautaflötum myndarskap og eftir þeim kröfum sem þá vom gerðar til bygginga í sveitum. í Syðri-Hraundal, sem er fyrst og fremst fjárjörð, bjó Pétur stóm og góðu fjárbúi. Á fjórða áratugnum reið mikið áfall yfir sauðfjárbúskap hér um slóðir þegar mæðuveikin kom upp og herjaði á fé bænda. Það var ekki einungis fjárhagstjóin sem hún olli, heldur líka og ekki síður olli hún andlegu áfalli og þá sérstak- lega fyrir unga menn, sem sáu ekkert nema vonleysi framundan í atvinnu- grein sinni. Á þeim ámm var ekki fýsilegt fyrir Pétur í Syðri-Hraundal að breyta yfir í mjólkurframleiðslu, þar sem jörðin er afskekkt og vegasam- band þá algerlega ófullkomið til slíkra flutninga. Árið 1948, þegar Skúli Pétursson er 29 ára, flytur fjölskyldan búferlum að Breiðabólsstað í Miðdölum. Ekki hefur það verið sársaukalaust fyrir þau að fara frá Syðri-Hraundal, en ungu og framagjörnu fólki hefur sjálfsagt þótt lítil framtíð þar í baráttu við sauðfjárpestir, vegleysur og einangmn. Það var mikii blóðtaka sem Álft- nesingar urðu fyrir vorið 1948, þegar allt hið mannvænlega fólk í Syðri- Hraundal flutti úr sveitinni ásamt fleira ungu fólki það vor og þau næstu. Þó segja megi að fjölskyldan frá Syðri-Hraundal hafi reist bú sitt um þjóðbrautr þvera þegar komið var að Breiðabólsstað, var þrá Skúla Péturssonar og bræðra hans um breytta og bætta búskaparhætti ekki fullnægt með því. Áfram skyldi hald- ið á framfarabraut í því efni, og þegar Landnám ríkisins hófst handa um stofnun nýbýla urðu þeir Skúli og bræður hans fyrstu landnemamir undir Ingólfsfjalli og nefndu býli sitt Nautaflatir. Þegar hér er komið sögu, slitna tengsli mín við hið ágæta fólk, en mér er kunnugt um að ávallt var haldið til tæknivæddra búskapar- hátta og hverri nýjung í búskap tekið opnum huga. Bernskuminning mín um Skúla Pétursson er bundin krækiberjum á Bæjarfjalli og Litursstaðahlíð, aðal- bláberjum, bláberjum og hrútaberj- um á Selfjalli og í Hraundalshrauni. Æskuminningin er aftur á móti bundin þyt í laufi, grasi og gróðri og vorilmi í lofti, smalamennskum og vorrúningum, þegar sólin var komin hátt á himin á nýjum degi er haldið var til hvíldar og lambajarmur klið- aði fyrir eyrum uns svefni var náð. Hún er einnig bundin göngum og réttum á hausti og ýmsu fjárragi þegar hausta tók að. Þá var Skúli fótfráastur allra, enda ekki fyrir neina aukvisa að fylgja honum í göngu, ef svo bar undir, hvort heldur var í brattlendi eða á jafnsléttu. Skúli Pétursson féll frá á þeim tíma árs þegar riðið skyldi til fjalls og afréttir smalaðir. Þá eins og nú var tilhlökkun til leitanna mikil, og ekki sakaði að komast í einhverja örðugleika og sigrast á þeim. Nú hefur Skúli lagt í sína hinstu ferð. Ég trúi því að hann hafi á andlátsstund sinni eygt sólfagra dal- inn í vestri, hugur hans tekið snarpan sprett upp bratta brekku og af þeirri útsýnishæð séð „sólu fegri á súlum standa höll“ og haldið svo beint til framtíðarlandsins. Samúðarkveðjur systkinanna frá Álftártungu til þeirra sem um sárt eiga að binda við fráfall Skúla Pét- urssonar. Ámi Guðmundsson. Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli óskar að ráða fólk til almennra ferðaskrifstofustarfa á ferðaskrifstofu varnarliðsins. Eingöngu fólk með reynslu eða nám í útgáfu flugfarseðla og almennri skipulagningu ferða inn- an- og utanlands að baki kemur til greina. Mjög góð enskukunnátta nauðsynleg ásamt góðri framkomu. Umsóknir berist varnarmálaskrifstofu Utanríkis- ráðuneytisins, ráðningadeild, Brekkustíg 39, 260 Njarðvík, eigi síðar en 13. nóvember nk. Nánari upplýsingar veittar í síma (92)-11973. t Móðir mín og amma okkar Sigríður A. Njálsdóttir er andaðist 28. október. verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 6. nóvember kl. 13.30. Rósa Petra Jensdóttir Ingibjörg S. Karlsdóttir Sigurbjörg K. Karlsdóttir Svanhildur Karlsdóttir og fjölskyldur. ítölsk barrok sófasett BK HUSGOGN OG INNRÉTTINGAR . SUÐURLANDSBRAUT32

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.