Tíminn - 04.11.1989, Page 14
26 Tímlnn
Laugardagur 4. nóvember 1989
llllllllllllllllllllllllllll DAQBÓK
Ein af mjndum Veturliða á sýningunni
Sýning Veturliða í
Listasafni ASÍ
Myndlistarsýning málarans Veturliða
Gunnarssonar verður opnuð í Listasafni
ASl laugardaginn 4. nóv. kl. 15:00. Hann
sýnir nú fjölbreytilegar krítarmyndir frá
þorpi og strönd.
Mottó hans nú í myndsmíðinni eru orð
úr „Þorpinu" eftir Jón úr Vör: „Enginn
slítur þau bönd sem hann er bundinn
heimahögum sfnum... .“
Veturliði er fæddur á Suðureyri við
Súgandafjörð 1926. Hann var við nám í
Handíðaskólanum, en þar kenndu þá
þeir Kurt Zier og Engilberts. Eftir stríð
fór Veturliði til Kaupmannahafnar og var
á Konunglega listaháskólanum hjá próf-
essorunum Ivarsen og Lundström, cinnig
í Graffska skólanum hjá Permild. Hann
sótti einkatfma hjá Jóni Stefánssyni og
sfðan cinkaskóla ásamt Karli Kvaran hjá
Rostrup við Statens Museum for Kunst.
Veturliði hefur haldið margar einka-
sýningar og tekið þátt í samsýningum og
verk hans eru á fjölmörgum listasöfnum.
Hann er einn af stofnendum félagsins
tslensk Grafík, sem stofnað var 1954.
Sýning Veturliða verður opin alla virka
daga kl. 16:00-20:00 og um helgar kl.
14:00-20:00. Sýningunni lýkur 19.
nóvember nk.
Hausttilboð Hótels Borgar
Líkur benda til að nú fari hver að verða
síðastur að gista hótelið við Austurvöll -
Hótel Borg. Af því tilefni er Hótel Borg
nú með sérstakt hausttilboð sem gilda
mun til áramóta.
f samvinnu við Hollywood og Hótel
ísland býður Hótel Borg sérstakan helg-
arpakka fyrir landsbyggðarfólk:
Gisting í tveggja manna herbergi með
baði í tvær nætur frá föstudegi til sunnu-
dags. Ríkulegur morgunverður. Víkinga-
kvöld í Hollywood á föstudagskvöldi.
Innifalið er matur og dans. Þá er dansleik-
ur á Hótel íslandi. Allt þetta á aðeins kr.
6500 kr. fyrir manninn.
Á Hótel Islandi eru dans- og söngsýn-
ingar á dagskrá fram eftir hausti.
Breyttur opnunartími
á Þjóðminjasafni íslands
Frá og með 16. sept. til 14. maí verður
safnið opið þriðjudaga, fimmtudaga,
laugardaga og sunnudaga kl. 11:00-16:00.
Aðgangur er ókeypis.
Strætisvagnar sem stansa við Þjóð-
minjasafnið: 5, 6, 7, 13, 14, 16, 100.
Guðbjartur Gunnarsson sýnir
grafík í Slunkaríki á Isafirði
Laugard. 4. nóvemberopnar Guðbjart-
ur Gunnarsson sýningu á grafískum
myndum í Slunkaríki á Isafirði. Sýningin
stendur til sunnudagskvölds 19. nóvem-
ber.
Myndirnar á sýningunni eru ýmis hrein-
ar grafíkmyndir, eða unnar með bland-
aðri tækni. Töluverður hluti myndanna er
af Vestfjörðum, en þar er Guðbjartur
fæddur og upp alinn.
Guðbjartur lauk almennu kennaraprófi
og prófi í myndmennt og stundaði
kennslustörf um árabil. Hann tók há-
skólapróf í uppeldis- og fjölmiðlafræðum
í Bandarfkjunum og hefur fengist við
kvikmyndagerð og fleira í tengslum við
fjölmiðla f meira en tvo áratugi. Hann
hefur tekið þátt í samsýningu Félags
fslenskra myndlistamanna og haldið þrjár
einkasýningar, þá stærstu í Listasafni
alþýðu í fyrra, en þá seldust á annað
hundrað myndir.
Myndirnar á sýningunni í Slunkaríki
eru allar til sölu.
Guðbjartur Gunnarsson verður við-
staddur í Slunkarfki þessa fyrstu helgi
sýningarinnar.
Kristinn G. Jóhannsson
Sýning Kristins G. Jóhannsson-
ar í FÍM-salnum, Garðastræti 6
Kristinn G. Jóhannsson listmálari opn-
ar sýningu í FlM-salnum, Garðastræti 6,
laugard. 21. október kl. 16:00.
A sýningunni eru 22 ný olíumálverk,
sem öll fjalla um landslag og náttúru
landsins.
Þetta er 17. einkasýning Kristins, en
hann sýndi síðast að Kjarvalsstöðum fyrir
réttu ár, en nú í haust eru 35 ár liðin síðan
hann hélt sfna fyrstu sýningu á Akureyri.
Þá hefur hann tekið þátt í fjölda samsýn-
inga hér heima og erlendis.
Sýningunni lýkur sunnudaginn 5. nó-
vember.
Sýnishom af basarvöranum á Hrafnistu í
Reykjavík.
BASAR á Hrafnistu í Reykjavík
Á Hrafnistu í Reykjavík hefur verið
unnið að undirbúningi á sölu handavinnu.
Hér er um að ræða árlega fjáröflun
vistfólks. Hver vistmaður fær andvirði
þeirra muna sem hann hefur unnið.
Þama er um að ræða hvers kyns
handavinnu, t.d. ofna borðdregla, stóra
og smáa heklaða dúka og rúmteppi,
trévörur, handmálaðar silkislæður, tau-
þrykkta dúka, litla skinnskó og úrval af
prjónavömm.
Basarinn verður opinn kl. 13:30-17:00
laugard. 4. nóv. og kl. 10:00-15:00
mánud. 6. nóv. á fjórðu hæð í C-álmu
Hrafnistu í Reykjavfk.
Margareta „T0SCA“ Havarinen
og Collin Hansen halda tónleika
Laugardaginn 4. nóv. kl. 14:30 verða á
vegum Tónlistarfélagsins tónleikar í ls-
lensku óperunni. Þar mun hin finnsk-rúss-
neska sópransöngkona Margareta Haver-
inen og eiginmaður hennar, Collin Han-
sen píanóleikari, flytja lög eftir Brahms,
Duparc, Liszt og Tshaikovsky.
Fyrir fimm ámm söng Margareta fyrir
fullu húsi áheyrenda í Austurbæjarbíói
og heillaði áheyrendur. Sl. vetur var
sýndur þáttur um söngkonuna, sem vakti
athygli og hrifningu.
Margareta mun dvelja hér á landi
næstu vikur, þvf hún mun syngja titilhlut-
verkið í „Tosca“ eftir Puccini, sem ís-
lenska óperan og Norska óperan vinna
saman að og verður sett upp um miðjan
mánuðinn.
Miðasala á tónleikana er f íslensku
ópemnni.
„Verkfall" Eisensteins á
kvikmyndasýningu í MÍR
Kvikmyndasýnigar MÍR í bíósal félags-
ins að Vatnsstíg 10 verða í nóvembermán-
uði helgaðar hinum sovéska kvikmynda-
leikstjóranum Sergei Eisenstein (1898-
1948). Sýndar verða fjórar af kvikmynd-
um hans, sú fyrsta á sunnudaginn 5.
nóvember kl. 16:00.
Þá verður fyrsta kvikmynd Eisensteins
sýnd, „Verkfair (Statska), en myndin
var gerð á árinu 1924 og fmmsýnd 1. febr.
1925. Kvikmyndin hlaut verðlaun á lista-
hátíð í París sama ár og höfundur hennar
varð víðfrægur á svipstundu.
Á undan „Verkfalli" verður sýnd stutt
heimildarmynd um S. Eisenstein, ævi
hans og störf, og em skýringar við hana
fluttar á íslensku af Sergei Halipov,
háskólakennara í Leningrad.
Aðgangur að kvikmyndasýningum
MÍR er ókeypis og öllum heimill.
Málverkasýning í HAFNARB0RG
Viðtalstími L.F.K.
Guðrún Alda Harðardóttir, forstöðumaður leik-
skólans Marbakka í Kópavogi, verðurtil viðtals
að Nóatúni 21, miðvikudaginn 8. nóv. kl.
14-15.30. Sími 91-24480.
Stjórn L.F.K.
1 Hafnarborg, menningar- og listastofn-
un Hafnarfjarðar stendur nú yfir sýning á
verkum í eigu safnsins. Á sýningunni em
olíumálverk og vatnslitamyndir eftir m.a.
Kjarval, Ásgrím Jónsson, Finn Jónsson,
Jón Stefánsson, Kristínu Jónsdóttur, Jú-
líönu Sveinsdóttur, Jón Engilberts og
Svein Þórarinsson.
Sýningin er opin kl. 14:00-19:00. Sýn-
ingunnilýkur mánudaginn 6. nóvember.
Basar Kvenfélags Kópavogs
Kvenfélag Kópavogs heldur sinn árlega
basar í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.
nóvember kl. 14:00. Munum veitt mót-
taka laugard. 11. nóvember kl. 13:00-
17:00 og sunnud. 12. nóv. frá kl. 10:00.
MINNING
Þórhallur Halldórsson
Fæddur 11. ágúst 1922
Dáinn 24. október 1989
Viðlékum okkursaman aðleggogskel,
Ijúft var vor og bjart um fjöll og dal.
Elskulegur fósturbróðir okkar,
Þórhallur Halldórsson, er horfinn
yftr móðuna miklu, þá miklu móðu,
sem við öll förum yfir þegar stunda-
glas okkar er út runnið.
Hann hét eftir móðurforeldrum
okkar, Halldóri og Þórdísi. Er Hall-
dór faðir hans lést, stóð móðir hans
ein uppi á afdalakoti með fimm unga
syni. Halli var í miðið, tveir yngri og
tveir eldri. Foreldrar okkar ákváðu
þá að taka Þórhall í fóstur. Hann var
þá þriggja og hálfs árs gamall. Brýnt
var fyrir okkur systkinum og sérstak-
lega fyrir mér, sem þá var yngst, hve
erfitt það væri fyrir lítinn dreng að
fara frá foreldrum sínum og bræðr-
um til ókunnugs fólks. Ég held við
höfum skilið það öll. Mér fannst
þetta voðalegt, kenndi sárlega í
brjósti um hann, ég gat ekki hugsað
mér að sofa eina nótt á næsta bæ, þó
ég þekkti fólkið þar vel. Því tók ég
því með glöðu geði að láta honum
eftir beddann minn, er stóð fyrir
framan rúm pabba og mömmu. Mér
var stungið í bólið hjá Kötu systur.
Fljótlega tók þessi litli snáði gleði
sína. Föðursystir hans, er kom með
honum til okkar, hélt til síns heima.
Allt gekk þetta vel, ég fékk ákjósan-
legan leikfélaga, því aðeins var
tveggja ára aldursmunur á okkur.
Við urðum samrýmd og lékum mikið
saman, gengum saman í skólann,
þegar hann var á Stað, þar sem
hópur af gæsum, gassinn var
grimmur, kom gapandi á móti
okkur. Við stóðum þá þétt saman
hlið við hlið og börðum hann með
skólatöskunum okkar, þetta ráð gaf
prestsfrúin okkur og dugði það vel.
Margir snúningar falla til á sveita-
bæjum, sem auðvelt er fyrir krakka
að annast, þannig að við höfðum
alltaf nóg að stússa. Eitt atvik er mér
minnisstætt, okkur var sagt að sækja
sand niður að á (gólfin voru þá alltaf
þvegin með sandi), við bárum hann
í poka á bakinu. Ég sé að djúp spor
myndast í grassvörðinn og segi: Nú
er ég eins þung og hestur. Neihei,
segir Halli. En hvað þú ert vitlaus,
enginn maður er eins þungur og
hestur. Hann var strax mjög glöggur
og verkhagur. í þann tíð þekktist
lítið að krakkar fengju aðkeypt leik-
föng. Við lékum okkur að legg og
skel - höfðum búskap með kýr,
kindur og hesta. Kúskeljar voru kýr,
leggir voru hestar og gimburskeljar,
svokallaðar, voru kindur. Nú skilja
snenilega fáir svona tal. Krökkunum
fjölgaði, tvö bættust í hópinn með
þriggja ára millibili, bróðir og systir.
Tíminn leið, við uxum öll úr grasi,
unnum saman sem unglingar og
RUM-fyrirlestur í
Kennaraskólahúsinu:
Bóm og umhverfi
Þriðjudaginn 7. nóv. kl. 16:30 verður
haldinn fyrirlestur í Kennaraskólahúsinu
við Laufásveg. Það er Þorvaldur Öm
Árnason, námstjóri í náttúrufræði, sem
flytur fyrirlesturinn á vegum Rannsókna-
stofnunar uppeldis- og menntamála.
Hann nefnist: Hveraig kennum við böra-
um að taka ábyrgð á umhverfinu.
Þetta er fjórði fyrirlesturinn á vegum
RUM um náttúrufræðikcnnslu í grunn-
og framhaldsskólum. Fyrirlestrar og um-
ræðufundir sem þeim fylgja hafa opnað
umræðu um stöðu og stefnu náttúrufræði-
kennslu á báðum skólastigum og tengsl-
um hennar milli aldurshópa og skólastiga.
Þorvaldur örn mun ( erindi sínu víkja
að áhyggjum manna af umhverfismálum,
auknum áhuga á umhverfisvemd og hlut-
verki skóla og félagasamtaka á þessu
sviði.
öllum er heimill aðgangur.
Yfirlitssýning Jóns Stefánssonar
I Listasafni íslands:
- Síðasta sýningarhelgi
Yfirlitssýningu Jóns Stefánssonar í
Listasafni lslands lýkur sunnudaginn 5.
nóvember. Því er nú að verða síðasta
tækifæri að sjá þessa merku sýningu. Yfir
tuttugu þúsund gestir hafa komið á sýn-
inguna, en ekki verður hægt að fram-
lengja hana.
Listasafn fslands er opið alla daga,
nema mánudaga, kl. 11:00-17:00 og er
veitingastofa safnsins opin á sama tíma.
Aðgangur er ókeypis. Leiðsögn um sýn-
inguna fer fram í fylgd sérfræðings
sunnud. 5. nóvember kl. 15:00.
Sunnudagsf erð Útivistar 5. nóv.
Kl. 13:00 Miðdalsheiði - Álfaborg. Róleg
síðdegisganga fyrir alla fjölskylduna um
fagurt vatnasvæði. Brottför frá Umferða-
miðstöð- bensínsölu kl. 13:00. Stoppað
við Árbæjarsafn.
Sunnudagsferð Ferðafélagsins
5. nóv.
Kl. 13:00 Kjalaraes - Músarnes
Ekið að Brautarholti og gengið þaðan um
Músarnes. jÁ leiðinni til baka er gengið
á Brautarholtsborg. Létt gönguferð um
láglendi. Brottför frá Umferðarmiðstöð-
inni, austanmegin farmiðar við bíl (800
kr.) Frítt fyrir böm að 15 ára aldri.
Alþýðubandalagið Kópavogi
Spilakvöld verður í Þinghóli Hamra-
borg 11, mánudaginn 6. nóvember kl.
20.30. Allir velkomnir.
Alþýðubandalagið.
BASAR Verkakvennafélagsins
Framsóknar
Árlegur basar Verkakvennafélagsins
Framsóknar verður haldinn laugardaginn
11. nóvember kl. 14:00.
Félagskonur eru beðnar um að koma
munum á skrifstofuna, Skipholti 50A.
Kökur era alltaf vinsælar. Allir munir vel
þegnir.
Listasafn Einars Jónssonar
Listasafn Einars Jónssonar er opið alla
laugardaga og sunnudaga kl. 13:30 -
16:00. Höggmyndagarðurinn er opinn
alla dagakl. 11:00- 17:00.
Hafnarfjarðarkirkja
Sunnudagaskóli kl. 11:00. Muniö
skólabílinn. Messa kl. 14:00. Altaris-
ganga. Einsöngur: Elísabet F. Eiríksdótt-
ir. Organisti Helgi Bragason.
Sr. Gunnþór Ingason.
Fríkirkjan í Reykjavík
Bamaguðsþjónusta kl. 11:00. Guðs-
þjónusta kl. 14:00. Orgelleikari Pavel
Smid.
Cecil Haraldsson.
fulltfða fólk. Leikimir gleymdust að
mestu, þó kom það fyrir að stansað
var við hálfhrundar kofatóftir, sem
við höfðum byggt sem krakkar.
Tímamir breyttust hröðum
Pólsk kvikmyndavika
í REGNB0GANUM
Pólsk kvikmyndavika verður á vegum
pólska sendiráðsins og Kvikmyndasjóðs
Islands dagana 4.-9. nóvember í Regn-
boganum.
Kvikmyndavikan hefst með sýningu
myndarinnar „Móðir King fjölskyldunn-
ar“ í leikstjóm Janusz Zaorski, laugard.
4. nóv. kl. 14:00. Leikstjóri verður við-
staddur framsýninguna.
Aðrar myndir sem sýndar verða era:
Stutt mynd um dráp, leikstjóri Krzyntof
Kieslowski, Stutt mynd um ást, sami
leikstjóri, New York kl. 4 eftir miðnætti,
leikstjóri Krysztof Krauze, Svanasöngur.
leikstjóri Robert Glinski og Málefni
karla, leikstjóri Jan Kidawa-Blonski.
Basar
Húsmæðrafélags Reykjavíkur
Húsmæðrafélag Reykjavíkur heldur
sinn árlega basar sunnud. 5. nóv. kl.
14:00 að Hallveigarstöðum við Túngötu
og hefst hann kl. 14:00.
Mikið er af alls konar handavinnu, svo
sem sokkum, vettlingum, peysum,
húfum, jóladúkum og jólasvuntum fyrir
böm og fullorðna. Ennfremur prjónuð
dýr, (saumaðir, prjónaðir og heklaðir
dúkar og margt fleira, eins og lukkupokar
fyrir böm.
Allur ágóði af sölu basarmuna fer til
líknarmála.
Leiklistarþing 1989:
Þjóðleikhúsið á 10. áratugnum
Leiklistarsamband íslands boðar til
leiklistarþings, sem haldið verður laugar-
daginn 4. nóvember í ráðstefnusal A,
annarri hæð í nýbyggingu Hótels Sögu.
Yfirskrift þingsins er: Þjóðleikhúsið á
tfunda áratugnum.
Þingið hefst kl. 10:00 og stendur til kl.
17:00.
Sigrún Valbergsdóttirerform. Leiklist-
arsambands íslands. Hún setur þingið, en
ávarp flytur Svavar Gestsson. Þá verða
flutt erindi fram að matarhléi, en eftir það
sitja frammælendur fyrir svörum í pall-
borðsumræðum.
Þingið er opið öllu áhugafólki um
leiklist og leikhús.
Skemmtikvöld
Barðstrendingafélagsins
Barðstrendingafélagið heldur
skemmtikvöld í Hreyfilshúsinu í kvöld,
laugard. 4. nóv., kl. 20:30.
Spilakvöld og dans.
Félagsvist
Breiðfirðingafélagsins
Breiðfirðingafélagið í Reykjavík verð-
ur með félagsvist í Breiðfirðingabúð,
Faxafeni 14, sunnudaginn 5. nóv. og hefst
kl. 14:30 stundvíslega. Góð verðlaun.
Kaffiveitingar. Allir velkomnir.
Frá Félagi eldri borgara
Kökubasar og fatamarkaður verður
haldinn í Goðheimum, Sigtúni 3, sunnu-
daginn 5. nóv. kl. 14:00.
Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3,
sunnudag. Kl. 14:00 frjálst spil og tafl. Kl.
20:00 er dansað.
Skáldakynning um Einar H. Kvaran
verður haldin þriðjudaginn 7. nóv. kl.
15:00 að Rauðarárstíg 18.
Breyttur opnunartími á
Þjóðminjasafni íslands
Frá og með 16. sept. til 14. maí verður
safnið opið þriðjudaga, fimmtudaga,
laugardaga og sunnudaga kl. 11:00-16:00.
Aðgangur er ókeypis.
Strætisvagnar sem stansa við Þjóðminj-
asaafnið:5, 6, 7, 13, 14, 16, 100.
skrefum, hópurinn tvístraðist, við
stofnuðum okkar eigin heimili. Þór-
hallur kynntist myndarstúlku á
Hólmavík, Ragnhildi Friðjónsdótt-
ur. Gengu þau í hjónaband og
stofnuðu heimili þar. Þau eignuðust
mannvænleg böm, sem nú eru upp-
komin. Sfðar fluttu þau til Reykja-
víkur. Halli settist þá á skólabekk og
nam múraraiðn, er hann vann við
meðan heilsa hans entist. Að því
kom að þrek hans dvínaði og varð
hann algjör sjúklingur.
Ég sem þetta skrifa heimsótti
Þórhall okkar á Grensásdeildina.
Við áttum þar saman dýrmæta
stund. Hann sagði: „Okkur kom
alltaf svo vel saman.“ Þessi orð hans
mun ég ætíð muna.
hann var mannkostamaður, glögg-
ur á flest, prúður alla tíð og hógværð-
in sjálf. Við gleðjumst að hann þurfi
ekki að þjást lengur og biðjum
honum guðsblessunar. Fjölskyldu
hans vottum við samúð okkar.
Minningin um hann mun ætíð veita
okkur ljós og hlýju.
Fyrir hönd okkar systkinanna frá
Viðivöllum.
SJ.