Tíminn - 04.11.1989, Qupperneq 17

Tíminn - 04.11.1989, Qupperneq 17
Laugardagur 4. nóvember 1989 Tíminn 29 Pálmar aldursforseti ÍÞRÓTTIR Pálmar Sigurðsson er aldursforseti í íslenska landsliðinu um þessar mundir, en hann ásamt félögum sínum í Haukum mæta Njarðvikinum í úrvalsdeildinni á sunnudag. Körfuknattleikur - Landsliðið: í Bandaríkjaferðinni - Landsliðið leikur 9 leiki gegn bandarískum háskólaliðum íslenska landsliðið í körfuknatt- leik heldur á þriðjudaginn til Banda- ríkjanna í æfingaferð, en liðið mun í ferðinni leika 9 leiki gegn sterkum háskólaliðum í New Hampshire, Massachusetts, New Jersey, Conn- ecticut og New York fylkjum. íslenska liðið undir stjórn Ung- verjans Laszlo Nemeth og Sigurðar Hjörleifssonar aðstoðarþjálfara, er ungt að árum en aldursforseti liðsins í ferðinni er Pálmar Sigurðsson úr Haukum. Tveir nýliðar eru í lands- liðshópnum sem skipaður er eftir- töldum leikmönnum: Lárus Ámason bakvörður KR 20 ára 181 sm. 0 leikir Páll Kolbeinsson bakvörður KR 24 ára 184 sm. 19 leikir Teitur Örlygsson framherji UMFN 22 ára 190 sm. 13 leikir Guðmundur Bragason miðherji UMFG 22 ára 198 sm. 34 leikir Matthías Matthíasson miðherji Valur 25 ára 201 sm. 13 leikir Pálmar Sigurðsson bakvörður Haukar 26 ára 187 sm. 61 leikur ívar Ásgrímsson framherji Haukar 24 ára 187 sm. 6 leikir Friðrik Ragnarsson bakvörður UMFN 19 ára 182 sm. 4 leikir Jón Amar Ingvarsson bakvörður Haukar 17 ára 184 sm. 0 leikir Magnús Guðfinnsson miðherji ÍBK 21 árs 194 sm. 16 leikir Sigurður Ingimundarson framherji ÍBK 22 ára 192 sm. 1 leikur Guðjón Skúlason bakvörður ÍBK 22 ára 182 sm. 16 leikir Liðið leikur 9 leiki eins og áður segir gegn sterkum háskólaliðum úr I. deild: 10. nóv. University of New Hampshire II. nóv. Northeastem University 12. nóv. Harvard University 14. nóv. Iona College 15. nóv. Central Connecticut Univer. 17. nóv. Fairfield University 18. nóv. St. Peters College 19. nóv. Hofstra University 20. nóv. St. Francis • Landsliðið kemur aftur til landsins 23. nóvember og keppni í úrvals- deildinni hefst að nýju 26. nóvem- ber. BL Blak - íslandsmótið: ÍS og HK mætast Fjórir blakleikir verða á dagskrá um helgina. Tveir karlaleikir og tveir kvennaleikir. 1 dag Id. 14.00 leika Fram og Þróttur Nes. í karla- flokki í Hagaskóla og á sama stað mætast ÍS og HK í karlaflokki kl. 15.15. Kl. 16.30 leika síðan í sama húsi sömu Uð í kvennaflokki. Loks mætast UBK og Þróttur Nes. á kvennaflokki í Digranesi kl. 18.00. í gærkvöld léku á Laugarvatni HSK og Þróttur í karlaflokki og í Hagaskóla Víkingur og Þróttur Nes. í kvennaflokki. Úrslit í öllum þess- um leikjum verða gerð skil í fimmtu- dagsblaði Tímans. BL Körfuknattleikur - íslandsmót: Leikið um helgina Eins og fram kemur hér á síðunni, þá er landsUðið í körfuknattleik á leiðinni til Bandaríkjanna í keppnis- ferð. Þar af leiðandi mun keppni í úrvalsdeildinni liggja niðri í 3 vikur eða þar til 26. nóvember. Um helg- ina eru þó fjórir leikir á dagskrá í 2. umferð í keppni innan riðlanna. Áhugaverðasti leikurinn er án efa leikur Njarðvíkinga og Hauka, en hann fer fram í Njarðvík á morgunn kl. 16.00. í fyrri leik liðanna vann Njarðvík óvæntan sig og var þá án erlends leikmanns. Grindvíkingar fá Valsmenn í heimsókn á morgunn og hefst leikur- inn kl. 16.00. Grindvíkingar unnu fyrri leikinn og eru í sókn um þessar mundir. Á Seltjamarnesi mætast KR og Þór kl. 16.00 en í fyrri leik þessara liða vann KR öruggan sigur. Þórsar- ar eru þó til alls líklegir þessa dagana. 1. deild í 1. deild karla eru 5 leikir á dagskrá um helgina. f dag kl. 14.00 leika UMSB og Víkverji í Borgar- nesi oe á Laugarvatni leika UMFL og UÍA. Á morgunn eru síðan 3 leikir, Snæfell og Víkverji leika í Grundarfirði kl. 14.00 og á sama tíma leika ÍS og UÍA í Hagaskóla. Á sama staða kl. 15.30 leika síðan Léttir og UBK. Aðeins einn leikur er á dagskrá í 1. deild kvenna. ÍR og UMFG leika í Seljaskóla kl. 16.00 í dag. BL Handknattleikur - Islandsmót: KR-ingar mæta ÍBV Fjórir leikir eru á dagskránni i 1. deildinni í handknattleik VÍS- keppninni í dag og heljast þeir allir kl. 16.30 eins og venja er til. KR-ingar halda af fastalandinu og leika gegn ÍBV í Eyjum. Þá verða KA-menn að bregða sér suður yfir heiðar til að leika gegn nýliðum HK í Digranesi. í Hafnarfirði mætast FH og Grótta og loks eru það Víkingar sem fá ÍR-inga í heimsókn í slag Reykjavíkurliðanna. 1. deild kvenna f dag eru tveir leikir á dagskrá í 1. deild kvenna. Víkingur og KR leika í Laugardalshöll kl. 15.00 og í Vals- heimili leika Valur og FH kl. 18.00. Á morgunn er síðan einn leikur, Haukar og Grótta mætast í íþrótta- húsinu við Strandgötu ki. 17.00. 2. deild karla og kvenna Einn leikur er í 2. deild kvenna í dag. UMFA og ÍBK mætast að Varmá kl. 18.00. í 2. deild karla er ekki leikið um helgina, en á mánudagskvöld eru tveir leikir á dagskrá. Fram og Selfoss mætast í Laugardalshöll kl. 20.15 og að þeim leik loknum kl. 21.30 leika Ármann og ÍBK. 3. deild Þrír leikir verða um helgina í 3. deild karla. í dag leika Víkingur b og Haukar b í Laugardalshöll kl. 13.30. Á morgunn UFHÖ og ÍR b í Hveragerði kl. 20.00 og að Varmá leikaUMFAogStjarnanbkl. 19.30. BL Evrópukeppnin í blaki: KA-menn leika í Luxemborg í dag Fró Jóhannesi Bjarnasyni íþróttafréttamanni Tímans á Akureyri: Nú um all langt skeið hafa íslensk félagslið ekki tekið þátt í Evrópu- mótunum í blaki og þá oftast nær vegna fjárhagsörðugleika. Á þessu verður skemmtileg breyting nú í ár því í dag spila KA-menn fyrri leik sinn í Evrópukeppni meistaraliða karla og eru andstæðingamir lið Strassen frá Luxemborg. Norðanmenn héldu af landi brott í gærmorgun og eru væntanlegir heim á mánudag. Það verður fróð- legt að sjá hvernig leikurinn spilast, en þetta er fyrsti leikur K A í Evrópu- keppni í hópíþrótt. Lítið er vitað um styrkleika Strassen, en vitað er að 5 landsliðs- menn spila með liðinu. íslendingar spiluðu við landslið Luxemborgara í fyrra og töpuðu 3-0 í jöfnum hrinum. Mikilvægt er að liðið nái hagstæðum úrslitum ytra, því lengi má klóra í bakkann fræga á heimavelli. Það veikir lið KA-manna all verulega að Fei þjálfari má ekki spila, þar sem hann hefur ekki fengið tilskilin leyfi frá alþjóðablaksambandinu. Hann verður hins vegar orðinn löglegur í síðari leiknum sem fram fer hér nyrðra um aðra helgi. JB/BL Laugardagur kl.14:25 44. LEIKVIKA- 4.nóv.1989 1 m 2 Leikur 1 B. Miinchen - W. Bremen Leikur 2 Arsenal Norwich Leikur 3 Charlton - Man. Utd. Leikur 4 Chelsea - Millwall Leikur 5 Luton - Derbv Leikur 6 Man. City - C. Palace Leikur 7 Nott. For. - Sheff. Wed. Leikur 8 Southampton - Tottenham Leikur 9 Wimbledon - Q.P.R. Leikur 10 Brighton - Blackburn Leikur11 Ipswich - W.B.A. Leikur 12 Wolves - West Ham Símsvari hjá getraunum er 91-84590 og -84464. LUKKULÍNAN s. 991002 Þrefaldur pottur! !!

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.