Tíminn - 23.11.1989, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.11.1989, Blaðsíða 1
Bankaráð Verslunarbankans grípur í taumana vegna mikilla fjárhagserfiðleika sjónvarpsstöðvar Jóns Óttars: Heimildir Tímans í fjármálaheiminum herma að skuldahali Stöðvar tvö sé nú orðinn það mikill að til vandræða horfi. Aðal viðskiptabanki Stöðvarinnar, Verslunarbankinn, hefur verulegar áhyggjur af þessari þróun og á banka- ráðsfundi í byrjun vikunnar var ákveðið að grípa í taumana og bankinn leitaði sjálfur eftir fjársterkum fyrirtækjum til að koma inn í rekstur Stöðvarinnar og kaupa þar meirihluta. Verslunarbanka- menn telja enda, að allt of mikið sé gert úr fregnum af áhuga bandarískra aðila á hlutafjárútboði Stöðvarinnar. Það er haft til marks um fjárþröng Stöðvar 2 að Jón Baldvin Hannibalsson hefur að- stoðað hana í málaleitan um samstarf og fjárhagsaðstoð við franska sjón- varpsstöð. Ráðherrann segir í tilkynn- ingu um þetta að nauðsynlegt sé með slíku samstarfi að styrkja rekstur ís- lenskra sjónvarpsstöðva, fjárhagslega og hvað varðar dagskrá. Ríkissjónvarp- ið kannast ekki við að hafa óskað eftir slíkri aðstoð utanríkisráðherra. • Blaðsíða 2 Ólafur Ragnar kynnirfrumvarpsdrög sem undanþiggja íslenskt prentmál, veiðileyfi og matvörur frá vsk. TÍU KRATAR STOPPA TVEGGJA ÞREPA VSK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.