Tíminn - 23.11.1989, Blaðsíða 12

Tíminn - 23.11.1989, Blaðsíða 12
12 Tíminn Fimmtudagur 23. nóvember 1989 ........III r/fkiir liliíJi:f)llllllllllllllllllllllillll,iiih;i:)illllllllllllllllll Kennslubók í miðaldasögu Mál og menning hefur gefið út bókina Samband við miðaldir sem er kennslubók í íslandssögu frá landnámi til siðaskipta. Samband við miðaldir er nýstárleg kennslubók að því leyti að henni er ætlað að sameina nám í islenskri miðaldasögu og frumatriðum sagnfræðilegra aðferða. Lögð er áhersla á að lesendur kynnist frumheimildum og læri að lesa úr þeim. Sú þekking ætti að nýtast þeim í ýmsum greinum öðrum en sagnfræði. Fjölmargar ljósmyndir og skýringarteikningar eru í bókinni og ábendingar um frekara lesefni fylgja hverjum þætti, auk ítarlegra skráa í bókarlok. Bókin á þvi erindi til allra sem unna íslenskri sögu þótt hún sé samin sem kennslubók. Samband við miðaldir varð til á námskeiðum í sagnfræði til kandidatsprófs við Háskóla íslands þar sem sagnfræðinemar gerðu ýmsum þáttum sögunnar skil undir verkstjóm Gunnars Karlssonar prófessors. Gunnar hafði siðan umsjón með lokafrágangi verksins. Eftirtaldir sagnfræðinemar sömdu bókina með Gunnari: Axel Kristinsson, Brynjar Viborg, Helgi Hannesson, Jón Viðar Sigurðsson, Magnús Hauksson, Magnús Þorkelsson, Margrét Guðmundsdóttir, Óðinn Jónsson, Ragnheiður Mósesdóttir og Þorleifur Óskarsson. Bókin er 266 bls. að stærð. Prentsmiðjan Oddi hf. sá um filmuvinnu og prentun. Mál og menning: Eva Luna Mál og menning hefur sent frá sér skáldsöcfuna Eva Luna eftir skáldkonuna Isabcl Allende i þýðingu Tómasar R. Einarssonar. Söpusvið bókarinnar er ótiltekið land 1 Suður-Ameríku. Aðalpersónan, Eva Luna, er sagnaþulur af guðs náð og Iitrík uppvaxtarárin eru henni óþrjótandi uppspretta frásagna. Ung missir hún móður sína, er þá komið fyrir hjá ókunnugum og lendir brátt í æsilegum atburðum í tengslum við stjórnmálabaráttu í heimalandi hennar. Hér er sagt frá ógleymanlegu fólki, kostulegum uppátækjum þess, ástum og sorgum, folki af háum og lágum stigum með ólíkan bakgrunn. Elskhugar Evu eru sinn af hverri sortinni, tyrkneskur kaupmaður með skarð í vör, hugdjarfur skæruliðaforingi uppi í fjöílum, fréttamaður frá Evrópu sem kannar myrkviði suður-amenskra stjórnmála. Hvert furðuatvikið rekur annað og lcsandinn kynnist ólgandi mannlífl álfunnar. Isabel Ailende er frá Chile, en er nú búsett í Bandaríkjunum. Aður hafa komið út eftir hana á íslensku bækurnar Hús andanna og Ast ogskuggar. Eva Luna er 259 bls. Kápumynd gerði Robert Guillemette en bókin' er prentuð í Odda. Ódýrar barnabækur ÆVINTÝRI IÍAböisesbib MM-UNG er flokkur bama- og unglingabóka sem kemur út í ódýrri útgáfu hjá Máli og menningu. Bæði er um endurútgáfu vinsælla verka að ræða og nýjar þýðingar. Ævintýri litla tréhestsins heitir bók sem nú kemur út í þessum flokki. Bókin er eftir Ursula Moray Williams, breskan höfund sem er þekktur viða um heim, og myndskreyting er eftir Joyce L. Brisley. Litli tréhesturinn lifnar við í höndum Péturs leikfangasmiðs og lendir í spennandi ævintýrum bæði á sjó og landi. í sögunni eiga sér stað átök milli góðs og ills, en allt fer vel að lokum. Sigríður Thorlacius þýddi söguna sem kom fyrst út 1954. Vonir og þrár Við bláa voga nefnist ný bók eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur. Ingibjörg Sigurðardóttir er án efa ein af vinsælustu skáldsögum landsins. Nú fá aðdáendur hennar enn eina spennandi ástarsögu frá hennar hendi. Bókin fjallar um fórnfýsi, heitar ástir og vonir og þrár ungu elskendanna Ásrúnar Ijósmóður og Frosta kennara. Prentunogbókband: Prentverk Odds Björnssonar hf. Sandkorn tímans Sandkorn tímans eftir Sidney Sheldon segir frá fjórum nunnum sem skyndilega neyðast til að flýja vemdað umhverfi klaustursins i miskunnarlausan heim sem þær höfðu yfirgefið. Án fyrirvara eru þessar fjórar konur orðnar peð i grimmilegri baráttu hreyfingar Baska og spánska hersins. Þetta er ógleymanleg atburðarás þar sem ástir og spenna binda lesandann við lesturinn frá upphafi til enda. Prentunogbókband: Prentverk Odds Björnssonar. \m\imm dagbók iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Félag íslenskra náttúrufræðinga: Ráðstefna um umhverfismál Föstudaginn 24. nóvember heldur Fé- lag íslenskra náttúrufræðinga ráðstefnu um umhverfismál að Holiday Inn, Sigtúni 38. Fundarstjóri er Sigurbjörg Gísladótt- ir, varaformaður FÍN. Kl. 13:30 setur Auður Antonsdóttir, form. FÍN, ráðstefnuna og þvfnæst talar Jón Sveinsson, aðstoðarmaður forsætis- ráðherra: Aðdragandi að umhverfisráðu- neyti. Þá verða umræður á milli fyrirlestra sem ýmsir sérfræðingar á sviði umhverfis- mála halda. Ráðstefnan er öllum opin, en henni lýkur um kl. 17:00. Björg sýnir í Slunkaríki Laugardaginn 25. nóvember hefst sýn- ing Bjargar Þorsteinsdóttur í Slunkaríki á Ísafirði. Fyrir utan myndlistarnám hér heima nam Björg myndlist í Þýskalandi og Frakklandi. Hún hefur tekið þátt f fjölda samsýninga víða um heim og einkasýning- ar hennar eru orðnar á annan tug, - nú sfðast f Norræna húsinu f október sl. Verk Bjargar má sjá í fjölmörgum söfnum hér heima og úti í heimi. 1 Slunkarfki mun hún sýna 12 olíukrft- armyndir unnar á sfðasta ári. Sýningin hefst á laugardag kl. 16:00 og stendur til 9. desember. Slunkarfki er opið frá fimmtudegi til sunnudags kl. 16:00-18:00. Hljómsveit Jóns Sigurðssonar og gömlu dansamir á B0RGINNI á sunnudagskvóld Næstu sunnudagskvöld hefjast að nýju gömlu dansamir á Hótel Borg. Jón Sig- urðsson ásamt hljómsveit mun leika ásamt söngvurunum Hjördísi Geirsdóttur og Trausta Jónssyni, sem sungið hafa á dægurlagahátíðinni „Komdu í kvöld“, en sú sýning hefur að undanfömu verið sýnd fyrir fullu húsi í Sjallanum á Akureyri. Jón Sigurðsson og hljómsveit hafa undanfarin þrettán ár leikið fyrir dansi á Hótel Borg. Sendið kort til CRAIG! Craig Shergold er 7 ára drengur í The Royal Marsden Hospital í London. Craig er mikið veikur. Hann er með æxli í heila og annað við mænu, og á að sögn stutt eftir ólifað. Hann hefur fengið mörg kort frá fólki til að óska honum góðs, og nú langar Craig til að komast í heimsmetabók Guinness sem sá einstaklingur sem hefur fengið flest kort með góðum óskum („Get Well Cards“) af öllum sjúklingum í heimi. Nú hefur Tímanum borist beiðni frá London um að hvetja fólk til að senda kort til Craig og hér á eftir fer utanáskrift- in á kortið: CRAIG SHERGOLD 56 SELBY ROAD CARSHALTON SURREY SM 5 1 LD ENGLAND Afmælisfundur Kvenfélags Neskirkju Kvenfélag Neskirkju heldur afmælisf- und sinn mánudagskvöldið 27. nóvember kl. 20:30 í safnaðarheimili kirkjunnar. Gestur fundarins verður Sigríður Guð- mundsdóttir, framkvæmda-stjóri Hjálp- arstofnunar kirkjunnar. Fræðslufundur Bandalags kvenna Bandarlag kvenna í Reykjavík gengst fyrir fræðslufundi að Hallveigarstöðum, Túngötu 14, fimmtudagskvöldið 23. nóv- ember kl. 20:30. Fyrirlesari verður Ingólfur S. Sveinsson geðlæknir, sem fjallar um STRESS OG VÖÐVABÓLGU. Öllum heimill að- gangur meðan husrúm leyfir. Fræðslunefnd BKR Frá Félagi eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, í dag, fimmtud. 23. nóvember. Kl. 14:00 er frjáls spilamennska, kl. 19:30 félagsvist. Kl. 21:00 er dansað. Göngu-Hrólfur hittist nk. laugardag kl. 11:00 að Nóatúni 17. Félagsvist Húnvetningafélagsins Spiluð verður félagsvist í Húnabúð, Skeifunni 17, laugardaginn 25 nóvember kl. 14:00. Verðlaun, kaffiveitingar. Allir velkomnir. Fundur Safnaðarfélags Ásprestakalls Safnaðarfélag Ásprestakalls heldur fund fimmtudaginn 23. nóv. í safnaðar- heimilinu kl. 20:30. Spiluð verður félags- vist. Allir velkomnir. Spilakvóld Rangæingafélagsins Rangæingafélagið í Reykjavík heldur fyrsta spilakvöld vetrarins fimmtudaginn 23. nóv. að Ármúla 40 kl. 20:30. Bima Krístjánsdóttir við eitt verka sinna Bima sýnir I Ásmundarsal Nýlega opnaði Bima Kristjánsdóttir þriðju einkasýningu sfna. Hún sýnir í Ásmundarsal til 3. desember. Salurinn er á sýningunni(Tímamynd Ámi Bjama) opinn virka daga kl. 14:00-18:00 en um helgar kl. 14:00-19:00. Nítján verk eru á sýningunni. Félagsvist Húnvetningafélagsins Spiluð verður félagsvist í Húnabúð, Skeifunni 17, laugardaginn 25 nóvember kl. 14:00. Verðlaun, kaffiveitingar. Allir velkomnir. Hljómsveit Ragnars Bjamasonar í ÁSBYRGI Hótels íslands Nýlega byrjaði hljómsveit Ragnars Bjamasonar að leika fyrir dansi í Ásbyrgi, nýjustu salarkynnum Hótels íslands. I vetur verður Ásbyrgi leigt út fyrir árshátíðir og aðra mannfagnaði, ásamt því að almennir dansleikir verða þar í tengslum við aðra starfsemi Hótels lslands. Hljómsveit Ragnars Bjamasonar skipa auk hans: Árni Elvar, sem leikur á pfanó, Guðmundur Steingrímsson trommur, Gunnar Hrafnsson bassa og Edwin Ka- aber gítar. Alla nánari upplýsingar um Ásbyrgi og þá þjónustu sem þar er hægt að fá veitir aðstoðarhótelstjóri Hörður Sigurjónsson í síma 687111. Sendiherrar Mexiko, Ungverjalands og írans Þrír nýskipaðir sendiherrar afhentu forseta Islands trúnaðarbréf sín í dag að viðstöddum utanríkisráðherra. Þeir em: sendiherra Mexikó, hr. Manuel Rodrig- ues Arriaga; sendiherra Ungverjalands, hr. Jozef Hajdu; og sendiherra Irans, hr. Danesh Yazdi. Sendiherrarnir þágu síðan boð forseta Islands í Ráðherrabústaðnum ásamt fleiri gestum. Sendiherra Mexikó hefur aðsetur í Osló, en sendiherra Ungverjalands og Irans í Stokkhólmi. Nýr sendiherra Bandaríkjanna Nýskipaður sendiherra Bandaríkj- anna, hr. Charles E. Cobb jr. afhenti í dag forseta Islands trúnaðarbréf sitt að viðstöddum Jóni Baldvini Hannibalssyni utanríkisráðherra. Sendiherrann þáði síðan boð forseta íslands f Ráðherrabústaðnum við Tjam- argötu ásamt fleiri gestum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.