Tíminn - 23.11.1989, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 23. nóvember 1989
Tíminn 19
íslandsmótið í blaki:
Yfirburðir KA-manna
gegn Þrótturum nyrðra
Um síðustu helgi fóru fram 6 leikir
í 1. deild karla og kvenna í blaki.
Lítið var um óvænt úrsiit en þó
vöktu athygli yfirburðir KA-manna
gegn Þrótti Reykjavík en hinir síðar-
nefndu voru teknir í kennslustund af
norðanmönnum fyrir norðan.
Ævintýraferð HK
til Neskaupstaðar
Bæði HK liðin sóttu Þrótt Nes-
kaupstað heim á laugardag en sú
ferð gekk ekki alveg áfallalaust fyrir
sig. Þegar lenda átti á Egilsstöðum
fór nefhjól flugvélarinnar ekki niður
þannig að fljúga þurfti aftur suður
og lenda í Reykjavík eftir að tekist
hafði að koma hjólinu niður. Aftur
var lagt af stað og gekk ferðin þá
betur en áður.
Karlaleikurinn fór 3-2 fyrir heima-
menn 9/15, 15/12, 12/15, 15/13 og
15/8. Þetta var mikill baráttuleikur
og stóð hann í 93 mín. HK menn
höfðu alla möguleika á að gera út
um leikinn í 4. hrinu eftir að vera
komnir í 12/8. Þá skipti Ólafur
þjálfari Þróttara hinni gömlu kempu
Grími Magnússyni inná sem sagði
hingað og ekki lengra þannig að
hrinuna sigruðu heimamenn eins og
áður sagði en einnig 5. hrinu og þar
með leikinn.
Bestir í annars jöfnu liði Þróttara
voru þeir ívar Sæmundsson og Ólaf-
foringi Sigurðsson en Vignir
Hlöðversson stóð sig best hjá HK
mönnum en hann og Karl Sigurðsson
fóru oft illa með heimamenn með
erfiðum uppgjöfum.
Kvennaleikur þessara liða var
ekki eins jafn. Sigruðu Þróttarar 3-1
15/9, 15/1, 3/15 og 15/12 í mjög
sveiflukenndum leik eins og tölumar
gefa til kynna. Þróttarar byrjuðu
mjög vel og sigmðu tvær fyrstu
hrinumar en töpuðu síðan stórt í
þeirri þriðju. Þær tóku sig síðan
saman í andlitinu í fjórðu hrinu,
unnu þar með leikinn og hlutu sín
fyrstu stig í deildinni.
Elva Rut Helgadóttir HK átti oft
ágæta skelti en hjá Þrótti stóð sig
best Petrún Jónsdóttir.
Sama dag fóm lið Þróttar Reykja-
vík í heimsókn til KA á Akureyri.
Karlaleikurinn var alger einstefna
heimamanna sem sigmðu 3-0 15/12,
15/4 og 15/9. í fyrstu hrinu komst
Þróttur í 8/0 en þá hristi KA af sér
taugaveiklunina og jöfnuðu 10/10.
Þróttur komst yfir 12/11 en fékk ekki
stig eftir það. Það sem eftir var af
leiknum var síðan létt æfing fyrir
KA. Þróttarar fóm aðeins 7 norður
en á leiðinni veiktist Jason ívarsson,
þannig að Gunnlaugur Jóhannsson
spilaði allan leikinn en hann hefur
lítið æft. Það er þó engin afsökun
fyrir Þróttara og greinilegt er að KA
íþróttahús fatlaðra:
menn em að taka sig á. Arngrímur
Amgrímsson átti góða hávörn og
stóð sig best í liði KA sem átti
þægilegan dag. Ekki þarf að hafa
mörg orð um Þrótt.
Kvennalið þessara sömu félaga
léku st'ðan á eftir og lauk honum
einnig með sigri KA 3-0 15/9, 15/5
og 15/10. Fyrstu tvær hrinumar vom
auðveldar fyurir KA stúlkur og tók
önnun hrinan aðeins 9 mínútur. f
þriðju hrinu náðu Þróttarar forystu
9/4 en KA náði yfirhöndinni, sigraði
hrinuna og leikinn. Særún Jóhanns-
dóttir og Hrefna Brynjólfsdóttir
vom besta í annars jöfnu liði KA en
Þróttarstúlkur vom daprar.
Á sunnudag kepptu ÍS og Fram í
1. deild karla. ÍS vann 3-015/7,15/12
og 15/9. Þessi leikur var ákaflega
leiðinlegur á að horfa og munaði
minnstu að ÍS menn töpuðu annarri
hrinunni en Fram komst þá í 7/0.
Hjá Fram vakti ungur leikmaður
Egill Guðnason athygli fyrir góða
skelli og hjá ÍS Kári Valur Hjörvars-
son en hann hefur lítið fengið að
spreyta sig.
Strax á eftir léku ÍS og Víkingur.
Víkingur sigraði 3-115/14,3/15,15/7
og 15/10. IS komst í 13/9 í fýrstu
hrinu en Víkingar unnu upp þann
mun og sigmðu þá hrinu en áttu
aldrei möguleika í annarri. í þriðju
hrinu skipti þjálfari Víkings loks
Jónu Lind Sævarsdóttur inná. Með
henni kom barátta í Víkingsliðið og
eftir það var leikurinn þeirra. Best í
liði ÍS var Ingibjörg Arnarsdóttir.
1. deild karia ;
ís . . . 6 6 0 18- 4 12
KA . . 4 3 í 11- 5 6
Þróttur R 4 2 2 8- 8 4
Þróttur N 6 2 4 10-14 4
HSK . 3 1 2 4- 7 2
HK . . 4 1 3 5-10 2
Fram 3 0 3 1- 9 0
1 L. deild kvenna:
Víkingur 4 0 12- 3 8
IS . . . 4 1 13- 6 8
UBK 3 3 0 9- 0 6
KA . . 4 3 1 11- 3 6
Þróttur R 5 1 4 3-13 2
Þróttur N 6 1 5 5-16 2
HK . . 5 0 5 3-15 0
Draumurinn mun senn
verða að veruleika
- Framkvæmdir við íþróttahús fatl-
aðra hafa gengið mjög vel - ÍFR
gefur út happdrættis-gjafabréf til
þess að grynnka á skuldum félagsins
vegna byggingarinnar
Bygging íþróttahússins hófst árið
1983 og var þá lokið við að steypa
söklda hússins, eftir það lágu fram-
kvæmdir að mestu niðri þar til á
þessu ári. í framhaldi af mjög góðum
árangri fatlaðra íþróttamanna á Ol-
ympíuleikunum í Seoul á s.I. ári fékk
þessi framkvæmd óvæntan byr í
seglin með fjárgjöfum og styrkjum
frá einstaklingum, fyrirtækjum og
opinberum aðilum og m.a. annars
stóð Rás 2 fyrir fjársöfnun við heim-
komu Ólympíufaranna.
Þegar fyrir lá hvert framkvæmdafé
myndi verða, var farið að huga að
gerð kostnaðaráætlunar fram-
kvæmda við 2. áfanga íþróttahúss-
ins, sem var að steypa húsið upp og
Nr VVfðkr. VtXKl.
íþróitahús Iþróttaíélags íatlaóra í Reykjavik
gera tilbúið undir málningu. Verkið
var síðan boðið út og samningar
undirritaðir við Ártak s. f., í mars s. 1.
Verkinu hefur miðað vel og eru
verklok áætluð í desember n.k.
Heildarbyggingarkostnaður á þessu
ári er nálægt kr. 44.512.122,00.
Á næsta ári er áætlað að Ijúka
félagsmiðstöðvarálmu íþróttahúss-
ins svo félagið geti flutt alla félags-
starfsemi sína í íþróttahúsið á því
ári. Áætlaður kostnaður við það er
um 7 milljónir. Vonast er síðan til
að hægt verði að klára íþróttasalinn,
böð og búningsherbergi á árinu 1991
svo að félagið geti flutt alla starfsemi
sína í íþróttahúsið á því ári. Áætlað-
ur kostnaður við það er um 25
milljónir.
Til að grynna örlítið á skuldum er
félagið nú að fara út í Skyndi-happ-
drætti í formi gjafahappdrættis-
bréfa. Útgefnir miðar eru aðeins
1.500 og verð hvers miða er kr.
5.000,00. Vinningar eru Citroen Ax
1989 sportbifreið að andvirði kr.
924.500,00 og 7 ferðavinningar að
andvirði um kr. 350.000,00. Dregið
verður 16. desember n.k.
Þeim sem áhuga hafa á að kaupa
happdrættis-gj afabréf eða leggja fé-
laginu lið á einhvern annan máta er
góðfúslega bent á síma 25655 milli
kl. 10.00 og 15.00 virka daga.
Evrópumótin
í knattspyrnu:
Sigurmark á
elleftu stundu
Nýsjálendingurinn Wynton
Rufer var hetja Werder Brem-
en gegn Napólí í UEFA-
keppninni í gærkvöld, er hann
gérði sigurmarkið á síðustu
mínútu leiksins eftir mikinn
einleik.
Werder Bremen náði
tveggja marka forystu í leikn-
um með mörkum þeirra Frank
Neubarth og Karlheinz Riedle,
en Brasilíumennirnir í liði
Napólí, Alemao og Careca
náðu að jafna í síðari hálfleik.
Rufer gerði síðan vonir Napólí
að engu rétt áður en flautað
var til leiksloka.
Diego Maradona sturtaði t
sig verkjapillum fyrir leikinn,
þar sem bakverkir gerðu hinum
erfitt um vik. Maradona náði
ekki að beita sér í leiknum.
Úrslitin í leikjunum í
UEFA-keppninni í gærkvöld,
urðu annars þessi, en þeir voru
fyrri leikir 8 liða úrslita keppn-
innar.
Napólí-Werder Bremen ... 2-3
Juventus-Karl-Marx-Stadt . . 2-1
Fiorentina-Dynamo Kiev . . 1-0
Hamburg-Porto..........1-0
Rapid Vín-FC Liege ....1-0
Red Star-Belgrad-Köln .... 2-0
Olympiakos-Áuxerre.....1-1
í fyrrakvöld vann Antwerp-
en 1-0 sigur á Stuttgart. BL
$ Uw-cít r*
Vmningar
I Citmm AX SPO«l
?. f.»"«6ill lyn’f z IU Flonda
i. Fj: x'NII fynr 2 td Lootljíi
4. l»rs«AiU fyrir 2 tii k.i.ifiwr
S faríttNII iyrir 2 til Cíasgow
t F-»rwðiHfyrir2ti| Pöídwfrw.
7. I*rseðífifv:l« 2 til ítpiiuuft*
*. Farscðili :y-ir 2 t»l Akoreyrar
239.953
»yrs:a (ériwvwfW 4>-oruhm (yrir iotlaða i rwhuriönJum.
Mfckun* sluöoi'rit im
SUC'iti fiapprlrantismiöi i ftktndi.
Vin.iirtga her att vitja imwn árs.
UppUgl.iOO. Diegift 16. örs. 39
t;pf«ý-*.ingar um vinnmty sirrw 256.35
:ra kl. 10-15 H.ituni 12 RtrykUv.k alU virlj dag*.
Skatifrjálsir vmninpar. __
'WjGhbum FLUGLEtDIR fB*
Happdrættis-gjafabréf þau sem ÍFR
er að hefja sölu á til vegna fram-
kvæmda við húsið.
Auglýsendur
JÓLAHANDBÓK
Tímans
kemur út 6. desember og verður dreift í 44.000
eintökum í Reykjavík, auk þess til allra áskrifenda
Tímans utan Reykjavíkur.
Þeir auglýsendur sem vilja koma auglýsingu í Hand-
bókina hafi samband við auglýsingadeild sem fyrst.
Sími 680001 og 686300.
Körfuknattleikur-NBA:
Detroit tapar
I fyrrakvöld voru nokkrir leikir í
NBA-deildinni í körfuknattleik. At-
hygli vekur að meistararnir Detroit
Pistons töpuðu fyrir Atlanta Hawks
og Indiana Pacers vann Boston Celt-
ics en Indiana hafði tapað síðust 3
leikjum sínum þar á undan. Þá
kemur á óvart að San Antonio Spurs
skuli vinna Phoenix Suns.
Washington Bull.-CIeveland C. . . 100- 92
Miami Heat-Charlotte Homets... 98- 87
Atlanta Hawks-Detroit Pistons . . . 103- 96
Indiana Pacers-Boston Celtics ... 119-111
N.Y.Knicks-Houston Rockets . . . 114-106
Utah Jazz-Minnesota Timberw. . . 103-101
S.A.Spurs-Phoenix Suns....107- 98
Denver Nuggets-Dallas Maveric. . 111-95
Seattle Supersonics-N.J.Nets .... 114- 84
Orlando Magic-Sacramento K. . . . 115-113
Portland Trail Bl.-Chicago B. ... 121-110
BL
M i ==}==-L
LESTUNARAfEILUN
Skip Sambandsins
munu ferma til fslands
á næstunni sem hér
segir:
Árhus:
Alla þriðjudaga
Svendborg:
Annan hvern þriðjudag
Kaupmannahöfn:
Alla miðvikudaga
Varberg:
Alla fimmtudaga
Moss:
Alla laugardaga
Hull:
Alla mánudaga
Antwerpen:
Alla þriðjudaga
Rotterdam:
Alla þriðjudaga
Hamborg:
Alla miðvikudaga
Helsinki:
Hvassafell.......30/11
Gloucester/Boston:
Alla þriðjudaga
New York:
Alla föstudaga
Portsmouth/Norfolk:
Alla sunnudaga
Lestunarhafnir innanlands:
Reykjavík:
Alla miðvikudaga
Vestmannaeyjar:
Alla föstudaga
Húsavík:
Alla sunnudaga
Akureyri:
Alla mánudaga
ísafjörður:
Alla þriðjudaga
SKIMDE/LD
r*kSAMEANDSJHS
Sambandshúsinu, Kirkjusandi
105, Reykjavík, sími 698300
AAAAAl AA
IAKN TRAtJSlRA HUrÁIINCVA