Tíminn - 23.11.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.11.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 23. nóvember 1989 FRÉTTAYFIRLIT BEIRUT - Hinn nýi forseti Líbanons, Rene Muawad, var drepinn í gær í Beirut í öflugri sprengingu. Forsetinn var í bíl á leið úr móttöku sem haldin var í Vestur-Beirút, umráða- svæði múhameðstrúarmanna. Talsmaður Arababandalags- ins hjá Sameinuðu þjóðunum sagði í gær eftir morðið á Muawad að þing Líbanon yrði að koma saman hið bráðasta til að kjósa nýjan forseta. George Bush forseti BNA sagði í gær að morðið væri andstyggilegt hryðjuverk og bauð aðstoð Bandaríkja- manna við að koma löqum yfir ódæðismennina sem áo morð- inu stóðu. SAN SALVADOR - Tólf hermenn úr úrvalssveitum bandarfska landgönauliðsins, Grænhúfunum, yíirgafu í gær Sheratonhótelið f San Salva- dor þar sem þeir hafa verið innilokaðir af vinstri skærulið- um þeim sem hertóku hótelið i fyrradag. Bush forseti BNA sagði i gær að hann hefði sent sérstaka víkingasveit til El Sal- vador til að rjúfa umsátur skæruliðanna um hótelið. PRAG - Alexander Dubcek sem hrakinn var frá völdum í Tékkóslóvakíu í innrás Var- sjárbandalagsrikjanna árið 1968 hefur krafist þess að kommúnistastjórnin í landinu segi af sér. Hann hefur jafn- framt heitið þvi að ávarpa þús- undir manna á götum Prag sem nú hafa uppi andóf gegn stjórninni. Um 250 þúsund manns söfnuðust í gær saman á Wenceslastorgi ( gær og hylltu rithöfundinn Vaclav Ha- vel sem hefur verið tékknesku kommúnistastjórninni erfiður liár i búfu s.l. tvo áratugi. Sósfaldemókrataflokkur Tékkóslóvakfu hefur boðað miðstjórnarfund á morgun. AUSTUR-BERLÍN Kommúnistaflokkur A-Þýska- lands hefur boðað til ráðstefnu með stjórnarandstöðuhópum sem rjúfa vilja einræði komm- únista. Á ráðstefnunni á að ræða pólitfska framtíð ríkisins. MOSKVA - Egon Krenz forsætisráðherra A-Þýska- lands sagði í viðtali við sovéskt blað sem birtist í gær, að hugsanlegt væri að einhverjir fyrri leiðtoga landsins yrðu inn- an skamms dregnir fyrir rétt eða yrðu að svara til saka hjá aganefnd kommúnistaflokks- ins vegna stjórnarhátta sinna. INDLAND - I það minnsta 22 létu lífið oq fjöldi særðist í Hyderabad í oeirðum við upp- haf indversku þingkosning- anna hófust f gær. Þetta var haft eftir einum umsjónar- manna kosninganna í Hyder- abad sem sjálfur missti hönd í óeirðunum. ZAIRE - Óttast er að um 100 manns hafi drukknað er flióta- bátur með heilu fótboltaliði og stuðningsmönnum þess hvolfdi í grennd við Kinshasa. LONDON - Nýlegar niður- stöður hollenskrar athugunar á gróðurhúsaáhrifum og auk- ins hita á jörðinni benda til að setja verði viðmiðunarmörk um bruna á lífrænum efnum og hversu mikill koltvfsýringur megi berast út f andrúmsloftið. Mælt er með að hvert land setji slík mörk. aðutan Hver yrði skattheimta á íslandi ef 60.000 manns væru á atvinnuleysis- og lífeyrisbótum? Er atvinnuleysi í raun um 17-18% í Danmörku? Hátt í 700 þús. Danir á starfsaldri eru án atvinnu, um helmingurinn á beinum eða óbeinum atvinnuleysisbótum, en hinn helmingurinn á annars konar bótum, að stórum hluta vegna dulins atvinnuleysis. Miðað við mannfjölda svarar þetta til þess að atvinnulausir íslendingar væru um 15.000 (í stað 2.000) og aðrir bótaþegar (á starfsaldri) um 16-17.000, eða samtals 31-32 þús. manns. Þar við bætast svo að eUilífeyrisþegar eru hlutfallslega um 60% fleiri í Danmörku en hér, um 730.000 manns (samsvarar 36.000 hér) á móti innan við 22.000 hér á landi. Kvi udv Á nders wlflts i arba) A*kaa dslss «er hsd I % ut> Spec arbe ial- dere 25 20 I / wvindf krbejd iligt lerfb. •f i 15 — / •X Bm nsfor iorg 10 J / — S : r ' Jcade Komi arbeji Tiiker nunal Jara i Sygi pisjei ’skar o - 2 fl I3 8 4 S 5 I —I—I—I K 87 88 Kiidt: DanmaHu 8t !-► Þannig sýnir LO-blaðið þann gífurlega mun sem er á skráðu atvinnuleysi kvenna milli starfsgreina 1988, en síðan hefur það enn aukist nokkuð. Atvinnuleysi meðal kvenna er nú um 11% (7,5% hjá körlum). Af sérhæfðum starfsmönnum var hlutfallið um 32-33% í fyrra og sömuleiðis voru um 20% verkakvenna án starfa. Af þeim sem vinna við bamaummönnun era 14% án vinnu og um 12% af verslunar og skrifstofukonum. Háskólamenntun er ekki trygging fyrir starfi, 10% þeirra era á atvinnuleysisskrá. Bæjarstarfsmenn era talsvet betur settir. „En maður ætti að vera hjúkrunarkona,“ segir blaðið, þvi eins og sjá má er atvinnuleysi nær óþekkt meðal þeirra í áraraðir. Óvenjulega mikið hefur verið fjallað um „atvinnuleysisdrauginn" hér á landi undanfarna mánuði og jafnframt borið á ótta um að við horfum fram á aukið atvinnuleysi. Þótt mörgum þyki þannig meira en nóg um íslenskar atvinnuleysistölur verða þær þó nánast „hégómi" í samanburði við fjölda atvinnulausra í nágrannalöndum okkar, sem ís- lendingar eru þó sagðir flýja til undan atvinnuleysi hér. Allt að þriðjungur verkakvenna... Atvinnuleysi í Danmörku er tekið til ítarlegrar umfjöllunar í LO-blað- inu (málgagni verkalýðshreyfingar- innar). Af þeim tölum sem þar koma fram má ráða að raunverulegt at- vinnuleysi í landinu sé jafnvel tvöfalt meira heldur en hinar beinu tölur um 9-10% atvinnuleysi sýna. Af tölunum má ráða í ástand sem a.m.k. yngri kynslóðir fslendinga hafa (blessunarlega) aldrei þurft að kynnast af eigin raun og gætu líklega tæpast ímyndað sér að búa við. Kemur m.a. fram að 20-30% verka- kvenna eru á atvinnuleysisskrám. Enda er atvinnuleysi talið með allra stærstu vandamálum sem Danir hafa við að glíma og menn virðast þar á ofan vonlitlir um að það ástand batni á næstunni. Ekki síst þykir áhyggju- efni að atvinnuleysi skuli nú vera að aukast í Danmörku á sama tíma og heldur hefur verið að draga úr því í mörgum öðrum löndum Evrópu. Aðeins hálf sagan... Lo-blaðið bendir á, og rökstyður, að skráðar atvinnuleysistölur - um 9-10% mannafla á vinnumarkaði - sé aðeins yfirborðið og langt frá því að gefa rétta mynd af vandamálinu. Dulið atvinnuleysi sé jafnvel annað eins. Til að lesendur eigi betra með að átta sig á eftirfarandi tölum er innan sviga sýnt hvað þær mundu þýða í sömu hlutföllum hér á landi. Dan- mörk er um 20 sinnum fjölmennari en fsland, en fólk á starfsaldri er þar um 22 sinnum fleira, vegna þess hve böm eru fá í Danmörku. Ef 32.000 íslendingar væru án vinnu? Skráðir atvinnulausir í Danmörku í viku hverri era nú í kringum um 270.000 manns (mundi samsvara 12.400 hér). Hins vegar segir blaðið að 705.000 Danir muni í raun verða fyrir barðinu á atvinnuleysinu ein- hvem hluta úr árinu (32.400). Þar kemur m.a. við sögu, að hjá um 200.000 manns er málum þannig háttað að þeir hafa vinnu á ákveðn- um vinnustað um 8 mánuði ársins, en fá svo heimsenda dagpeninga hinn hluta ársins, án þess þó að vera á atvinnuleysisskrá. Þá er bent á að atvinnuleysistölur ná ekki til um 27.000 manns sem vegna langvarandi atvinnuleysis hef- ur verið komið í önnur tímabundin störf um þessar mundir. Heldur ekki um 20.000 manns sem era í launuðu starfsnámi eða þjálfun. „Þar nieð er fjöldi þeirra sem era utan „raunverulegrar" atvinnu kom- inn í 327.100 manns“, segir blaðið (mundi svara til um 15.000 manns hér á landi). ... og 3.600 fjðlskyldur á bænum? „Enn er þó ekki öll sagan sögð,“ segir blaðið. Utan við allar atvinnuleysistölur finnist margir sem lifa á „sósjalnum“ (bistandshjælp), sem af ýmsum ástæðum séu ekki á atvinnuleysis- skrám, þar sem fólk sé hins vegar alla jafna skrá fyrstu níu atvinnuleys- ismánuðina. Á 2. ársfjórðungi 1989 hafi um 71.600 fjölskyldur (3.600) lifað á „sósjalnum" í meira en 9 mánuði. Mikill meirihluti þeirra sé fólk undir 40 ára aldri. Þar með sé tala atvinnulausra í raun komin í um 400.000 manns. Öryrkjar 155% fleiri en hér Margfalt umfangsmeira dulið at- vinnuleysi sé þó að finna í hópi 235.000 öryrkja („fortidspension- ista“). Hluti þeirra sé vissulega ófær til vinnu vegna líkamlegrar fötlunar eða sjúkdóma. En þarna sé líka stöðugt fleira og fleira ungt fólk „sem hefur verið afskrifað - ungt fólk sem hefur tapað lífskraftinum og situr úti um stræti og torg sullandi í bjór, pillum eðafíkniefnum-e.t.v. vegna þess að það var aldrei rúm fyrir það á vinnumarkaðnum", eins og það er orðað. Fjöldinn svarar til þess að samsvarandi hópur væri hér um 11.000 manns. Það era t.d. hlutfallslega 155% fleiri en allir þeir er sem nutu örorkulífeyris Trygg- ingastofnunar ríkisins (4.230) á síð- asta ári. Séu Danir ekki í raun til muna heilsulausari en íslendingar gæti atvinnuleysi verið ástæða örork- unnar hjá um helmingi hópsins eða meira. Og enn nefnir blaðið töluvert dulið atvinnuleysi meðal um 100.000 eftirlaunaþega í landinu. í þeim hópi séu sjálfsagt margir sem við 59 ára aldur hafi fremur valið að fara á eftirlaun heldur en að ganga atvinnu- lausir áram saman í lítilli von um starf. Að síðast nefnda hópnum undan- skildum hafa framangreindar tölur einungis náð til fólks á starfsaldri. Danir yfir 67 ára era um 730.000, sem mundi svara til um 32.000 manns hér á landi. Islenskir ellilíf- eyrisþegar á sama aldri voru hins vegar um 21.600 á s.l. ári, samkvæmt tölum Tryggingastofnunar. Um 35% Dana á bótum/lífeyri Fjöldi Dana á starfsaldri sem lifir á atvinnuleysisbótum, örorkubót- um, sósjalhjálp og öðram opinber- um greiðslum er um 700.000 manns. Að viðbættum ellilífeyrisþegum virðast því um 1.410 þús. manns hafa framfæri af einhverskonar-opin- beram lífeyri um þessar mundir, eða um 35% af alls um 4 milljónum Dana 20 ára og eldri - sem mundi svara til um 59.000 manns á sama aldri hér á landi. Aðrir Danir á starfsaldri era um 2,6 milljónir (um helmingur þjóðarinnar). Samkvæmt því er fólk í starfi tæplega tvöfalt fleira en fólk á atvinnuleysisbótum, örorkulífeyri, ellilífeyri og öðram opinberam lífeyrisbótum. Undir tvítugu era svo tæplega 22% Dana, borið saman við meira en 33% fslendinga. Þá kemur fram að atvinnuleysis- prósenta meðal kvenna hefur í mörg ár legið um 2-3% yfir sama hlutfalli hjá körlum, og hefur það bil verið að breikka. Atvinnuleysi meðal kvenna er hins vegar gífurlega mis- munandi eftir starfsgreinum. Lang- samlega mest er það meðal ófag- lærðra sem hafa starfsþjálfun til sérstakra starfa. Af þeim er þriðja hver atvinnulaus. í LO-blaðinu er t.d. viðtal við fertuga konu sem lokið hefur 14 starfsþjálfunamám- skeiðum án þess að það hafi dugað henni til að komast í starf. Eina starfsgreinin sem sleppur era hjúkr- unarfræðingar, þeir era vart sýnileg- ir á atvinnuleyisisskrám. Tíminn greindi nýlega frá að upp- hæð lífeyristrygginga Trygginga- stofnunar hefur hækkað um 50% að raunvirði á nokkram áram, aðallega vegna hlutfallslega mikillar fjölgun- ar aldraðra og öryrkja umfram fjölg- un landsmanna í heild. Væri forvitni- legt að vita hvert skattprósentumar okkar (staðgreiðslu og virðisauka) kæmust með álíka hlutfall lands- manna á opinberam bótum og í Danmörku. -HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.