Tíminn - 30.11.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Fimmtudagur 30. nóvember 1989
Prófessor Tuomo Polvinen, Suomen Akatemia:
Finnland og alþjóðastjórn-
málin fyrir vetrarsty rjöld ina
Finnar byggðu utanríkismál sín í iok fjórða áratugarins
á norrænu hlutleysi eftir að þjóðabandalagið hafði reynst
vanmáttugt til að viðhalda friði. Svíþjóð, Noregur og
Danmörk, sem voru hlutlaus í fyrri heimsstyrjöldinni,
mynduðu hóp og talið var að Finnland gæti líka best staðið
utan við innbyrðis deilur stórveldanna ef það tengdist þeim
hópi.
Þessi stefna styrktist til muna
þegar íhaldsmenn höfðu beðið
ósigur í finnsku forsetakosningun-
um árið 1937. í hinni nýju stjórn
voru sósíaldemókratar, bænda-
flokkur og frjálslyndir. Hún var
hugmyndafræðilega andlega skyld
hinum skandinavísku stjórnunum
og stefndi með störfum sínum að
því að fjarlægja hindranir er gætu
komið í veg fyrir norræna sam-
vinnu. Áhersla var lögð á kulda-
legra samband við Þýskaland og
leitast var við að bæta sambandið
við Sovétríkin.
Hin íhaldssama stjórnarand-
staða, sem lagði áherslu á óbreyt-
anlegar andstæður Finnlands og
Sovétríkjanna, hafði á hinn bóginn
aðeins tileinkað sér hina norrænu
stefnu með hálfum hug. Skoðun
íhaldsmanna var sú að Finnland
þyrfti stuðning einhvers stórveldis
til að geta varið sjálfstæði sitt og
með þetta í huga kom Þýskaland
eitt til greina á Eystrasaltssvæðinu.
Stefnan var samt varnarstefna þar
eð sú hugmynd hægri manna að
frelsa Austur-Kirjálahéruðin hafði
dofnað verulega með breyttum
gangi heimsmálanna í lok fjórða
áratugsins.
Hlutleysishugmyndinni tengdist
á rökréttan hátt sú hugmynd að
vera tilbúinn til varnar. Þó að
vandkvæði virtust á að norræn
samvinna næði að sinni til land-
varna. Max Jakobson hittir nagl-
ann á höfuðið er hann segir: „Finn-
ar voru hræddir við Sovétríkin;
Danir voru hræddir við Þýskaland;
Svíar gátu ekki ákveðið við hvort
ríkið þeir ættu að vera hræddari og
Norðmenn töldu stöðu sína nægi-
lega örugga til að hræðast engan.“
Finnar voru samt sem áður ekki
tilbúnir til að hætta við tilraunir
sem beindust einkum að því að
koma á hernaðarsamvinnu við
næstu nágranna sína, Svía. Fyrst
og fremst var um sameiginlega
skipulagningu varna Álandseyja að
ræða.
Sovétmenn litu ástandið öðrum
augum. „Flótti til hlutleysis"
mundi ekki heppnast. Smáríkið
Finnland á Eystrasaltssvæðinu var
í Moskvu litið hlutleysisaugum og
yrði að vera annaðhvort með
Þýskalandi eða Sovétríkjunum ef
deilur kæmu upp.
Eftir innlimun Austurríkis árið
1938 hóf Moskvustjómin leynilega
viðræður við stjórnina í Helsinki
um samvinnu í öryggismálum.
Sovétríkin tilkynntu þá að þau
krefðust öruggrar ábyrgðar Finna
á því að þeir verðu hlutleysi sitt
einmitt gegn Þýskalandi ef það
reyndi hliðarárás úr norðri á Sovét-
ríkin. Því var sem sagt ekki trúað
í Moskvu að Finnar gætu eða
jafnvel vildu verja land sitt ef
Þjóðverjar réðust þá leið inn í
Sovétríkin. Samkvæmt tilkynningu
frá Moskvu var gert ráð fyrir að
Sovétríkin tækju þátt í að víggirða
Álandseyjar og auk þess að þau
yrðu að víggirða Suursaami (Stór-
ey), en hún tilheyrði Finnlandi.
Auk þessa yrði Finnland að skuld-
binda sig til að þiggja hjálp Sovét-
ríkjanna til að bægja frá árás
Þjóðverja.
Finnland tilkynnti að þessu fyrir-
komulagi væri harðlega hafnað þar
sem það var talið móðgandi fyrir
fullveldi landsins og norrænt hlut-
leysi. Þannig stönguðust strax á
þessu stigi á tvö grundvallarsjón-
armið. Fyrir sitt leyti vildu Sovét-
ríkin hafa Finnland og einnig
Eystrasaltslöndin á sínu hags-
munasvæði til að koma sér upp
varnaraðstöðu gegn Þýskalandi; á
hinn bóginn vildi Finnland láta
fara með sig sem hluta Skandinavíu
og afdráttarlaust vera hlutlaust
land. Sjónarmið beggja héldust
óbreytt í viðræðunum sem fóm
fram næsta ár, þegar Tékkóslóv-
akía var gerð verndarsvæði Þýska-
lands. Sovétríkin kröfðust ekki
lengur hemaðarsamvinnu heldur
vildu þau fá afhentar úteyjar Kirj-
álabotns til afnota annaðhvort með
leigusamningi eða skiptum á land-
svæðum. Eina niðurstaða viðræðn-
anna varð að Svfar drógu sig í hlé
hvað Álandseyjar varðaði, því að
þeir fundu að þeir gætu orðið
bundnir örlögum Finnlands.
Hvort Stalín hafði auk þeirra
afmörkuðu markmiða, sem komu
fram í viðræðunum 1938-1939,
önnur sem gengu enn lengra - svo
sem til dæmis að taka upp aftur
fyrri landamæri frá keisaratímabil-
inu, eins og sendiherra Finnlands í
Stokkhólmi, J.K. Paasikivi, óttað-
ist m.a. - þessari spurningu er enn
ósvarað á þessu stigi rannsóknar-
innar.
Auk Álandseyjavandans höfðu
Norðurlandaþjóðimar farið sína
leiðina hver í öðm máli. f maí
1939, þegar Þjóðverjar buðu þeim
ekki-árásarsamning í áróðurs-
skyni, töldu önnur ríki að Finn-
landi meðtöldu hann tilefnislaus-
an, en Danir samþykktu hann af
landfræðilegum ástæðum. Þetta
notuðu Þjóðverjar sem ásökunar-
efni gegn Finnum 1939-1940 en
hættu því er þeir höfðu hemumið
Danmörku þrátt fyrir ekki-árásar-
samninginn.
Það sem þeir í Moskvu fengu
ekki beint frá nágrönnum sínum
við vesturlandamærin, m.a.
Finnum, reyndu þeir að fá á samn-
ingafundum er hófust í London og
París vorið 1939. Voroshilov mar-
skálkur krafðist þess hvað varðaði
Finnland að vesturveldin útveguðu
leyfi ríkisstjórnarinnar í Helsinki
til að nota Álandseyjar og Hanko
sem sameiginlegar herskipastöðvar
fyrir Vesturiönd og Sovétríkin.
Jaðarríkin, þ.á m. Finnland, voru
mjög tortryggin gagnvart Sovét-
ríkjunum. Þeim fannst hætta á að
hinn áformaði ábyrgðarsamningur
gæfi Stalín tækifæri til að blanda
sér í innanríkismál þeirra með því
að nota „óbeina árás“ sem tylli-
ástæðu og voru þau eindregið á
móti slíkum samningi. Ríkisstjórn
Finnlands hafði á bak við sig öflugt
Aðalvamarlína Finna var mynduð
14. desember í Karelska eiðinu.
Þessi varnarlína var kennd við
Mannerheim, en á henni vom hvorki
virki né sérstakur varnarbúnaður,
heldur var styrkur línunnar fyrst og
fremst baráttustyrkur finnsku her-
mannanna.
almenningsálit sem studdi norrænt
hlutleysi.
Sumarið 1939 hafði Sovétstjórn-
in í viðræðunum um tryggingu
jaðarríkjanna við Englendinga og
Frakka, svo og þegar hún gerði
samning við Þýskaland 23.8.1939
um skiptingu þessa svæðis í áhrifa-
svæði, haft sama grundvallarsjón-
armið, eins og Keijo Korhonen
hefur lagt áherslu á. Hún vildi geta
fylgst rækilega með pólitískri hegð-
un nágranna sinna við vesturlanda-
mærin. Þriggja ríkja samningur
hefði hvorki getað haft í för með
sér hóptryggingu né skiptingu í
áhrifasvæði því að England og
Frakkland gátu ekki ábyrgst
Eystrasaltssvæðið og þau gátu ekki
deilt áhrifum með neinum þar. Á
pappírunum hefði það verið réttur
stórveldanna sem voru í ábyrgð að
framfylgja henni og veita hjálp. í
raun hefði það orðið hlutverk þess
stórveldis sem hefði haft styrk til
þess að ganga á milli. Einnig hefði
þriggja ríkja samningur þannig
veitt Sovétríkjunum valdsvæði þótt
Englendingar og Frakkar hefðu
verið samningsaðilar í stað Þjóð-
verja. Skilgreining semG.A. Grip-
enberg, sendiherra Finnlands, fékk
í utanríkisráðuneytinu í London á
því hve langt Englendingar gætu í
raun og veru gengið í Finnlands-
málum hittir beint í mark og er
ekki laus við kaldhæðni þótt óvilj-
andi sé: „Ef Sovétstjórnin ræðst á
yður, þrátt fyrir hlutleysi yðar
(Finnlands) þá mun England ekki
hjálpa henni (Sovétstjórninni)."
í utanríkismálum Finnlands
íbúar í flnnsku þorpi reyna að bjarga
eigum sínum úr brennandi húsum.
töldu menn að Þjóðverjar og
Sovétmenn væru andstæðingar á
Eystrasaltssvæðinu og yrðu það
áfram. Þrátt fyrir óvænta breytingu
á ástæðum í ágúst 1939 héldust
einkenni utanríkisstefnu Finna
óbreytt; þau voru hlutleysi og nor-
ræn samvinna. Þegar stórstyrjöld
hafði brotist út Iýsti Finnland sig
hlutlaust eins og hin Norðurlöndin.
Þann 5. október 1939, fljótlega
eftir að Eystrasaltslöndin höfðu
gert samning við Sovétríkin, barst
stjóminni í Helsinki beiðni frá
Molotov utanríkisráðherra um að
senda fulltrúa til viðræðna í
Moskvu um „raunveruleg stjórn-
málaviðfangsefni“. Á þessu stigi
var Finnland algjörlega einangrað
í utanríkismálum. Svíar reyndu
umfram allt að halda hlutleysi
sínu. Eljas Erkko utanríkisráð-
herra fékk í Stokkhólmi það svar
við fyrirspurn sinni að Finnar gætu
einir síns liðs hemumið Álandseyj-
ar. Það væri að einhverju leyti
hægt að aðstoða þá með hergögn
og annað en aftur á móti kæmi ekki
til mála að senda sænskt herlið til
eyjanna. Afstaða stjómarinnar í
Stokkhólmi breyttist heldur ekki
síðar. Þótt mörgum Finnum - fyrst
og fremst Erkko - fyndist erfitt að
trúa því að hún væri endanleg.
Þjóðverjar héldu samninginn við
Sovétríkin í einu og öllu og mæltust
til við Finna að þeir beygðu sig
undir kröfurnar frá Moskvu til að
forðast verri afleiðingar. Til þess
að hindra vangaveltur um aðstoð
frá Þýskalandi tilkynnti stjórnin í
Berlín á þessu stigi (9.10.1939) á
varfærinn en þó nægilega augljósan
hátt að Finnland lenti á hagsmuna-
svæði Sovétríkjanna. Þessari
stefnu fylgdu Þjóðverjar allt þar til
vetrarstríðið braust út en henni
tengdist að mælst var til að Finnar
gæfu eftir í Moskvu.
Vesturveldin litu Iíka fyrst og
fremst á Finnlandsmálin með sam-
band sitt við Sovétríkin fyrir aug-
um. Finnland sem slíkt hafði ekki
verulega þýðingu fyrir hagsmuni
Bretlands eða Frakklands. Á hinn
bóginn gat framrás Sovétríkjanna
úr þessari átt leitt til deilna milli
Moskvu og Berlínar og neytt Þjóð-
verja til að beita a.m.k. hluta
sjóhers síns á Eystrasalti. Jafnvel
stutt herferð í Norður-Evrópu (því
var ekki trúað að mótspyrna Finna
stæði Iengi) gat bundið lið Sovét-
ríkjanna og gæti haft truflandi
áhrif á hergagnaflutninga þeirra til
Þýskalands og þannig þjónað hags-
munum bandamanna. Ágrundvelli
þessara hugmynda og um leið van-
trúar á að Stalín væri reiðubúinn
að framfylgja kröfum sínum með
valdi, hvöttu Bretar Finna til að
taka neikvæða afstöðu til krafn-
anna frá Kreml - eins og Jukka
Nevakivi hefur sýnt fram á með
rannsóknum sínum í skjalasafni
utanríkisráðuneytis Breta -
finnsku stjóminni voru samt ekki
veitt nein raunveruleg loforð um
hjálp.
í viðræðunum um Moskvu kom
í ljós að Stalín gerði kröfur um
hluta Kirjálaskaga, úteyjar Kirj-
álabotns, vestari hluta Kalastaja-
hólmans á Petsamosvæðinu og her-
stöð í Hanko á norðurströnd Kirj-
álabotns. Helsinki átti að fá í bætur
svæði í Austur-Kirjálahéraðinu.
J.K. Paasikivi, formaður finnsku
sendinefndarinnar, hafði ströng
fyrirmæli um að halda gildandi
samninga og hafna áætlunum sem
gætu stofnað hlutleysi Finna í
hættu. Finnland færi ekki sömu
leið og Eystrasaltslöndin. Sam-
kvæmt skilningi stjómarinnar í
Helsinki var enginn Iagalegur
grundvöllur fyrir kröfunum frá
Moskvu sem hlutu að gera hina
norrænu hlutleysisstefnu Finna
óframkvæmanlega. Finnland vildi
og gat sjálft staðið sig og Sovétríkj-
unum stafaði engin hætta af Finn-
um eða landsvæði þeirra. Að baki
bjó líka mikil tortryggni um að
afhending svæðanna - umfram allt
herstöðvar í vesturhluta Kirjála-
botns - þýddi fyrsta skrefið á
leiðinni til tortímingar sjálfstæðis-
ins. Hér gat stjórnin, sem tók
harða afstöðu, stuðst við almenn-
ingsálitið sem vildi alls ekki láta
hrófla við landsvæðum ríkisins.
Þótt báðir aðilar gæfu eftir í
viðræðunum í Moskvu náðist ekki
samkomulag og upp úr þeim slitn-
aði um miðjan nóvember 1939. Að
síðustu varð herstöð á Hanko-
svæðinu óleysanlegur hnútur.
Á hverju byggðist þá bjartsýni
Finna, einkum þegar tekið er tillit
til styrkleikahlutfallanna? Leggja
verður áherslu á að í Helsinki réð
- ef svo má segja - lagaleg ósk-
hyggja, en samkvæmt henni færi
Staiín ekki í stríð til að framfylgja
kröfum sfnum. Sovétríkin, sem
jafnan höfðu lagt áherslu á friðar-
vilja sinn, gætu ekki án þess að
stofna stöðu sinni meðal annarra
ríkja í hættu hafið stríð gegn sínum
litla nágranna í norðvestri. Viðvar-
anir og hótanir Molotovs voru
túlkaðar næstum því sem blekking-
ar og taugastríð sem aðeins væri
ætlað að hræða Finna. Engir úr-
slitakostir höfðu enn verið settir.
Ástandið gat haldist óbreytt eða
viðræðumar haldið lengur áfram.
I Helsinki var sem sagt ekki
spurt; annaðhvort um afhendingu
svæðanna samkvæmt síðustu kröfu
Stalíns eða stríð, heldur sáu menn
fleiri lausnir á málinu. Eins og
framvindan varð þá var það óraun-
hæf forskrift, eins og Mannerheim
marskálkur og Paasikivi ráðherra
höfðu varað stjórnina við áður en
stríðið braust út.
Þegar leit út fyrir að ekki yrði
árangur af viðræðunum greip Stal-
ín til vopna og hóf hemaðarað-
gerðir 30.11.1939. Næsta dag var
sett á laggimar skuggaríkisstjóm
landflótta kommúnista undir for-
ystu ritara Komintern O.W. Kuus-
inen er var af finnsku foreldri.
Hana viðurkenndi Kreml opinber-
lega. Stalín gerði samning um
gagnkvæma aðstoð við þessa stjórn
og lét skiljast að Sovétríkin hefðu
þannig alls ekki verið í stríði við
Finnland. Þegar hér var komið átti
stjómin í Helsinki ekki um neitt að
velja. Þrátt fyrir eins óhagstætt
ástand og verið gat - þar sem ekki
var von á ömggri aðstoð neins
staðar frá - lentu Finnar í stríði
gegn stórveldi.
Prófessor Tuomo Polvinen er fæddur árið
1931. Hann hefur farið í náms- og fyrirlestra-
ferðir til Sovétríkjanna, Bandaríkjanna og
flestra Evrópulanda. Prófessor Polvinen hefur
í rítum sínum fjallað vítt og breitt um Finnland
og Rússland - síðar sögu Sovétríkjanna. Af
verkum hans skulu hér nefnd þau mikilvæg-
ustu:
- Die Finnischen Eisenbahnen in der millitár-
ischen und politischen Plánen Russlands vor
dem ersten Weltkríeg (1962).
- Suomi Suurvaltojen politiikassa (1964).
- Venáján vallankumous ja Suomi 1917-1920
(1968 ja 1971).
-Suomi kansainválisessá politiikassa, osat 1-3.
- Valtakunta ja rajamaa (1984).
Prófessor Polvinen starfar nú sem rann-
sóknaprófessor við Finnsku akademíuna.