Tíminn - 30.11.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.11.1989, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 30. nóvember 1989 Tíminn 9 BÓKMENNTIR „einnota hlutur“ Bragi Sigurjónsson: Einmæli, Ijóð, Bókaforlag Odds Björnssonar, Akureyri 1989. Bragi Sigurjónsson fer að sumu leyti troðnar slóðir í þessari nýút- komnu ljóðabók sinni, og að sumu leyti ekki. Ljóð hans bera það skýrt og greinilega með sér að hann kann full skil á gömlu ljóðahefðinni. Hann kann vel að yrkja með stuðlum og höfuðstöfum, svo og að ríma. Hann bregður fyrir sig ýmsum vel kunnum bragarháttum, meira að segja ljóða- hætti, í kvæði sem heitir Víðidals vitjað og byrjar þannig: YfirHáás ber hálfa sól, uppi er árdagur. Vatnshlíða geng eg vegleysur Víðidals á vit. En jafnframt er hitt jafnljóst að hann er síður en svo nokkur þræll gamla tímans að því er form snertir. Hann bregður jafn auðveldlega og létt út frá öllum hefðbundnum venjum, og getur sýnishom slíks til dæmis verið snoturt smáljóð sem þarna er og heitir Þykist eiga erindi: Dagurinn er liðinn. Dimm nóttin dokar á varinhellunni. Hún þykist eiga erindi í bæinn. Annars er víða gripið niður í þessari bók, jafnt á fomum slóðum sem nýjum. Meðal annars hljóta að vekja þama sérstaka athygli nokkur verk með efni frá liðnum tímum. Einkum varð þeim er þetta ritar staldrað við kvæðið Ókyrrð við Úlfsvatn, þar sem lýst er hressilegum draugagangi einhvem tímann á löngu Iiðnum ámm. Helst er að lesandi sakni þess að ekki skuli einhvers konar lausamálsfrásögn af tilefninu fylgja þama með; ekki er því treystandi nú á dögum að fólk viti almennt deili á öllum sögusögn- um sem em eða hafa verið vakandi með þjóðinni. En lýsingin á mögnuðum draugagangi er þó hvað sem öðm líður býsna mergjuð þarna og kvæðið vel ort. Þess utan er það sannast sagna að Bragi Sigurjónsson kemur víða við í OPIN LJOÐ Ólafur Páll: , Stelktlr svanlr, Ijóð og textar, útg. höf. Rv. 1989. Máski kann eitthvað að vera til í því, sem ýmsir vilja halda fram, að opin ljóð séu núna að komast meira í tísku en áður. Með opnum ljóðum er þá átt við ljóðagerð þar sem bmðlað er með orðin, þau látin streyma fram af fljúgandi mælsku og síður en svo saminn sá samanþjapp- aði texti sem oft er annars eitt helsta einkenni myndrænnar ljóðagerðar. Hér virðist mér ekki fara á milli mála að fari höfundur sem hafi valið sér hið opna ljóðform. Og viðfangs- efni hans hér er aukheldur nokkuð óvanalegt; hann leitar sér yrkisefna meðal þess fólks sem stundar skemmtanalífið og sækist eftir vímu- gjöfum hvers konar, áfengi og eitur- lyfjum. Og aðferð hans við að lýsa þessum heimi er opinská og orðmörg. Að ýmsu leyti má segja að höfundi takist hér nokkuð vel til í glímunni við það viðfangsefni að lýsa þessum heimi. Hann lýsir honum tæpitungu- laust, notar slanguryrði óspart, en virðist þó heldur forðast gróft eða ósmekklegt orðalag. Og fyrir bregð- ■ FT TOLVU- NOTENDUR | Við í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvinnslu ■■PRENTSMIÐJANbb* Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 þessari bók sinni. í heild má þó segja að ljóð hans beri þess merki að vera ort af yfirveguðum höfundi með mikla lífsreynslu að baki. Hann yrkir æsingariaust, en vílar þó ekki fyrir sér að deila á það sem honum þykir miður fara í lífi samtímamanna sinna. Dæmi þess er m.a. í kvæði sem þama er og heitir Gaman og alvara; þar lýsir hann á nokkuð gamansaman hátt hraðanum og æs- ingnum í lífi fólks nú á dögum, sem allt vekur honum ugg. En á hinn bóginn hygg ég að ýmsum fleirum en mér muni þykja Bragi Sigurjónsson. besta verkið í bókinni vera smáljóð sem stendur aftast í henni. Það heitir Er —? og hljóðar svona: Er hugsunin rafvísaskráning á rökkurtjald óvits þíns? Er tilfinning sársauka og sældar aðeins símun holdvefjar míns? Er maðurinn einnota hlutur úr hendi skapara síns? Hér hæfir máski ekki að lengja hnitmiðað mái með fleiri orðum. En spumingin um lífið handan við dauð- ann hefur vissulega { aldanna rás reynst mörgum áleitið umhugsunar- efni. Ég minnist þess eiginlega ekki að hafa séð hana setta fram með jafn hnitmiðuðu orðalagi og þessu lengi. Eysteinn Sigurðsson. „Eru þar flestir aumingjar" ur einnig að hann beiti líkinga- kenndu orðavali, til dæmis í upphafi Baráttubrags: Ég mætti þér einni á alfaravegi enn eitt kvöldið, er sólin sat ropandi hassi í sjónkasófanum og heklaði litræpt dúllusjal. Áframhaldið hér er svo lýsing á ungri stúlku sem mætir sögumanni Ijóðsins á fömum vegi og kaupir af honum eiturlyf. Þá em hér ekki heldur eiginleg ljóð af venjulegri lengd á ferðinni, heldur miklu fremur verk sem skilgreina verður sem ljóðaflokka. Og í þeim er á sinn hátt viss söguþráður, þar sem nokkru sam- hengi er haldið og lýsingar dregnar upp. Einna best má virðast að höfundi takist til í tveimur fyrstu ljóðaflokk- um bókarinnar, fyrrnefndum Bar- áttubrag og f förinni, sem er upp- hafsverk hennar. Þar er í rauninni sögð töluverð saga, og mun meiri en kemur þar beint fram í hinu annars opna ljóðformi sem þar er beitt. Sögumaður er ívar, og að því er best verður séð er þar verið að lýsa unglingsámm hans á skemmtistöð- um Reykjavíkur. í rauninni væri alls ekki fráleitt að halda því fram að þar sé höfundur með efni í skáldsögu á ferðinni, sem hann þó kjósi að setja fram í ljóðformi, sem vitaskuld er síður en svo lastandi. Og mótsögnin í bókinni felst svo í því að þrátt fyrir opið ljóðform er blaðsíðurýmið í henni síður en svo vel nýtt. Hér eru á köflum aðeins þetta ein til þrjár línur á síðu, sem vitaskuld teygir úr bókinni og lætur hana virðast efnismeiri en hún raun- verulega er. Líka er að því að gæta að hér fer ekki á milli mála að höfundur hefði getað kafað mun dýpra niður í yrkisefni sín en hann þó gerir. í rauninni eru hér einungis yfirborðs- lýsingar á ferðinni, en spumingar um orsakir og afleiðingar eru vaktar án þess að þeim sé svarað. Hér eru þannig dregnar upp myndir af lífi og lífsháttum sérstæðs hóps af fólki, og þær býsna glöggar á köflum. Hins vegar má segja að höfundur sé hér allur á myndræna sviðinu á yfirborð- inu, þar sem hann færir leikinn ekki út í glímuna við orsakir, afleiðingar eða annað það sem dýpra liggur. Máski á hann þó eftir að takast á við slík viðfangsefni síðar. Eysteinn Sigurðsson. Halldór Stefánsson Sðgur Halldór Guðmundsson sór um útgáf- una. Mál og menning. Eftir Halldór Stefánsson birtust á sínum tíma fimm bækur með smá- sögum. Nú eru þær allar gefnar út í einni bók. Fylgir þeim greinagott yfirlit um höfundinn. Fyrsta bók Halldórs Stefánssonar kom út 1930 en síðasta smásögusafn hans 1962. Hér er því komin bók sem sýnir skáldferil höfundarins. Þegar Halldór hóf starf sitt sem rithöfundur var mjög í tísku að segja sögur í ádeiluskyni. Skáld áttu að draga fram veilur og ranglæti þjóð- félagsins og vekja menn til mót- spymu. Halldór Stefánsson hefur tekið pennanntrúr þeirri köllun höf- undarins. Söguefnin í fyrstu bókunum eru mörg tekin að fymast. Þau em sótt í þjóðfélag liðins tíma. Þá voru engin ellilaun fyrir almenning. Þá voru engar almannatryggingar eða atvinnuleysistryggingar. Urræða- leysi og öryggisleysi hinna óheppnu var því allt annað þá en nú. Sama viðhorf er meginþráður gegnum þessa þykku bók, meira en 500 blaðsíður. Höfundur er trúr sinni köllun svo að orð Jósabetar eru í samræmi við hann; „ég mun halda áfram að berjast gegn þeim, berjast fyrir þá sem eru mannlegir og breyskir, gegn hatri og hégómaskap hræsnaranna." Söguefnin em sótt í ýmsar áttir. m.a. til Þýskalands þar sem höfund- ur dvaldi mánuðum saman þegar heimskreppan mikla var að ná há- marki í Weimar lýðveldinu. Aðrar sögur fjalla um hemámið og Breta- vinnuna auk þess sem hér og þar bregður fyrir dæmisögum sem stílað- ar em á hemámið. Sú mannlífsmynd sem einkum ein- kennir þessa bók er óglæsileg. „Em þar flestir aumingjar, en illgjamir þeir sem betur mega“, sagði Bólu-Hjálmar. Þeir sem hafa völd og peninga em harðsnúnir kúg- arar en hinir margir ósköp lítilfjör- legir og ómerkilegir. Fáir hafa þrek og manndóm til að vera byltingunni trúir. Auðvitað er höfundi frjálst að lýsa því fólki sem hann vil taka til meðferðar. Enginn getur heimtað að heildarmynd skáldsins sé rétt spegilmynd af þjóðlífinu. Halldór Stefánsson hefur skrifað sögur sínar af miklum sársauka. Og auðvitað hefur honum sárnað við lítilsiglda verkamenn sem enginn dugur var í til samstöðu og baráttu. Að öðmm þræði dvelur skáldið við að reyna að greiða úr ýmsum flækjum mannssálarinnar og stund- um er þá glímt við frumstæð dul- mögn í leynum hugans. Athyglisverður er hlutur áfengis- ins í þessum sögum. Yfirleitt verður það að koma til og fullkomna óhæf- una og ógæfuna. Níðingsverkin og hrottaskapurinn fullkomnast undir áhrifum þess og örvæntingin og ves- aldómurinn sömuleiðis. Bóndinn hótar ekki telpunni dauða fyrr en hann er fullur, verslunarmaður tæm- ir fleyginn áður en hann nauðgar telpunni, breski hermaðurinn er ölv- aður þegar hann fer að skjóta að félögum sínum og atvinnuleysinginn er hálffullur þegar hann hengir sig. Svo mætti lengur telja. Víst em þjóðlífsmyndimar stund- um ýktar. Fyrrverandi togaraskip- stjórar sem stjómuðu útgerð sinni úr landi munu aldrei hafa iagt til að skjóta verkfallsmenn eða talið sig þá fyrst í hópi siðaðra manna er þeir voru lausir við skipshöfn sína. Engar sögur um slíkt ganga um Eldeyjar- Hjalta eða Tryggva Ófeigsson. Það hefur aldrei verið skotið á verkfalls- menn eða kröfugöngur á íslandi. Það þarf meira en goðan vilja og áhuga fyrir mannlífsbótum til að skrifa lífvænan skáldskap. Sumar sögumar í þessu safni eru um of merktar samtíð sinni og dægurmál- um hennar. Aðrar munu skipa sinn sess þó að árin líði. Og ef við lesum nú þessa þykku bók í heild er okkur sýnd merkileg heimild um menningu og þjóðlíf og stjórnmál þessarar aldar. Og það er líka nokkurs virði. Halldóri Stefánssyni er sómi sýnd- ur með þessari útgáfu. Ritgerðin um hann er prýðileg. Óhætt mun að segja að dóttursonur hans hafi unnið verk sitt af hósemi og nærfærni. Og bókinni fylgir ritaskrá sem virðist vel unnin. H.Kr. Solla bolla og Bjössi englabarn Frá Iðunni koma tvær mynd- skreyttar bækur fyrir litla krakka. Þær em: Solla Bolla og Támína eftir Elfu Gísladóttur og Gunnar Karlsson og Bjössi englabam eftir Ólaf M. Jó- hannesson. Solla í fyrri bókinni er einmana, því krakkarnir stríða henni af því að hún er feit. Amma huggar hana með því að gefa henni aura til að fara f bíó og þegar hún er að baða sig og búast til ferðar gerist það undur að á aðra stórutána kemur andlit sem fer að tala við hana. í samtali þeirra verður nafnið Támína til og Solla er harla glöð yfir félagsskapnum. En svo sem við er að búast koma upp harla mörg vandamál í sambúð við svona skrýtinn félaga, ekki síst þegar Támína heimtar að fá að sjá bíó- myndina og borða súkkulaði. Þrátt Góður kvöldlestur Astrld Lindgren og llon Wikland Ég vll ekki fara að hátta. Vilborg Dagbjartsdóttir þýddi. Mál og menning. Það er alkunnugt að Astrid Lind- gren kann vel að skrifa fyrir börn svo að þau skilji. Þó að hún hafi skrifað margar og miklar atburðasögur og táknræn ævintýri kann hún að lýsa hversdagslegustu atvikum svo að saga verði úr. En þetta vita allir. Hér kann að virðast fljótt á litið að hlutverk hins snjalla höfundar hafi verið að rita texta með myndun- um. En svo er okkur sagt að textinn sé síðan 1947 en myndirnar frá 1988. Hér fellur hvort að öðru. Það em töfrar þegar Lassi sér víðsvegar út um skóg og í fylgsni jarðar gegnum gleraugun hennar Lottu gömlu. Hins vegar er það reynsla okkar margra að gömul kona hafi með sögum sínum eða samtöl- um sýnt okkur það sem áður og annars var hulið. Þannig er skáld- skapurinn. Hann ásína töfra. Þannig er lífið. Þetta mun vera hentug og góð bók til að lesa og skoða með ungu fólki að kvöldi dags. Þannigheld ég að hún sé líkleg til að gera vaxandi fólki ljóst að bækur er verðmætir hlutir og góð eign. H.Kr. fyrir það er Solla Bolla fegin félags- skapnum. Já, einsemd er ekkert spaug fyrir lítið fólk. Myndir eru margar og skemmtilegar. Á kápunni segir að þær stöllur séu kunnar úr sjónvarpinu. Bjössi englabarn er einkabam for- eldra, fimm ára snáði sem fær allt sem hann heimtar. Auk þess sem foreldrarnir keppast við að kaupa handa honum allt sem honum dettur í hug ráða þau bamfóstm til að snúast í kringum hann og alltaf vex heimtufrekjan. Einn morgun vaknar Bjössi eftir sérlega gróft frekjukast og eru þá farnar að vaxa fjaðrir í kringum eyrun á honum. Hann tekur lækninum illa sem kemur að skoða hann, en þegar líka vaxa fjaðrir í kringum augun á honum og þau verða gul, er honum strax snarað á spítala. Ekki er hann dælli þar en heima og loksins rassskellir hjúkmn- arkonan hann. Honum bregður svo að hann biður hana fyrirgefningar og hún kyssir hann blíðlega, en það hafa foreldrar hans aldrei gert, að- eins keypt handa honum sætindi og hluti. Nú fellir hann fjaðrirnar og verður eins og önnur börn í útliti og atferli. Höfundur virðist sjálfur hafa gert myndirnar. Sigríður Thorlacius

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.