Tíminn - 30.11.1989, Blaðsíða 12

Tíminn - 30.11.1989, Blaðsíða 12
12 Tíminn Fimmtudagur 30. nóvember 1989 DAGBÓK Tékkneskir unglingar óska eftir bréfavinum á íslandi í sambandi við ferð íslenska landsliðs- ins til Tékkóslóvakíu nýlega komu ték- kneskir íþróttafréttamenn að tali við Jón Hjaltalín Magnússon, formann HSf, og sögðust hafa mikinn áhuga á að tékknesk- ir unglingar eignuðust bréfavini á fslandi. Tékknesku unglingamir skrifa bæði á ensku og þýsku. Handknattleikssamband íslands vill styðja þetta málefni og biður alla ungl- inga, sem hafa áhuga á að eignast penna- vini f Tékkóslóvakíu að skrifa til HSl og gefa upp nafn sitt, heimilisfang, aldur og helstu áhugamál. HSf mun síðan koma nöfnum þeirra á framfæri við samtök íþróttafréttamanna í Tékkóslóvakíu. Málverkauppboð BORGAR Gallerf Borg heldur 24. listmunaupp- boð sitt fimmtudaginn 30. nóvember. Uppboðið fer að þessu sinni fram á Hótel Sögu og hefst kl. 20:30. Fjðlmörg listaverk, eftir eldri sem yngri höfunda, verða boðin upp. Einnig nokkur verk gömlu meistaranna. Uppboðsverkin verða sýnd f Gallerf Borg miðvikudag og fimmtudag (29. og 30. nóv.) kl. 10:00-18:00. rit—S5fMlg«i- | LiSTUNARÁÆTLUN Skip Sambandsins munu ferma til fslands á næstunni sem hér segir: Árhus: Alla þriðjudaga Svendborg: Annan hvern þriðjudag Kaupmannahöfn: Alla miðvikudaga Varberg: Alla fimmtudaga Moss: Alla laugardaga Hull: Alla mánudaga Antwerpen: Alla þriðjudaga Rotterdam: Alla þriðjudaga Hamborg: Alla miðvikudaga Helsinki: Hvassafell........ 1/12 Gloucester/Boston: Alla þriðjudaga New York: Alla föstudaga Portsmouth/Norfolk: Alla sunnudaga Lestunarhafnir innanlands: Reykjavík: Alla miðvikudaga Vestmannaeyjar: Alla föstudaga Húsavík: Alla sunnudaga Akureyri: Alla mánudaga ísafjörður: Alla þriðjudaga SKIRADEILD r*kSAMBANDS/NS Sambandshúsinu, Kirkjusandi 105, Reykjavík, sími 698300 - i. i. Á A A k A A , IAKN IRAIJSTRA FLÚTNINGA í iSi )j Jólagleði í Þjóðleikhúskjallaranum Hópur leikara og dansara Þjóðleik- hússins hefur tekið saman dagskrá í tilefni jólanna, sem flutt verður í Leikhús- kjallaranum fyrstu þrjá sunnudaga í að- ventu. Á dagskrá eru sögur, ljóð, söngur og dans. Efnið er eftir ýmsa höfunda, bæði unga og gamla. Miðaverð er 300 krónur fyrir böm og 500 kr. fyrir fullorðna, og er kaffi og pönnukökur innifalið. Þetta em fjölskyldusýningar. Fyrsta sýning verður sunnud. 3. des. kl. 14:00. Flytjendur em: Herdís Þorvaldsdóttir, Edda Þórarinsdóttir, Bryndís Pétursdótt- ir, Arnar Jónsson, Helga Bachmann, Helgi Skúlason, Jón Sfmon Gunnarsson, Anna Kristfn Amgrímsdóttir, Þóra Frið- riksdóttir og Ámi Tryggvason. Agnes Löve leikur á píanó og Helenda Jóhanns- dóttir dansar verk eftir Sylviu von Kospoth. Fimmtán nemendur úr List- dansskóla Þjóðleikhússins dansa og leika jólasveina undir stjóm Ingibjargar Bjömsdóttur. Áhugahópur um íslenskar kvennarannsóknir heldur fund Áhugahópur um fslenskar kvennarann- sóknir heldur fund fimmtudagskvöldið 30. nóv. og hefst hann kl. 20:30 í Skólabæ (Suðurgötu 26). Fundarefni: „Hvað er markvert að gerast f kvennarannsóknum í hinum ýmsu greinum?" Guðný Guðbjömsdóttir, dósent í upp- eldisfræði, opnar umræðuna með þvf að fjalla um þróun í uppeldisfræði. Allar þær sem áhuga hafa á framgangi kvennarannsókna á lslandi em hvattar til þess að mæta og taka þátt f umræðunni. Framkvæmdanefndin. Jólafundur Kvenfélags Háteigssóknar Kvenfélag Háteigssóknar heldur jóla- fund sinn þriðjudaginn 5. des. í Sjó- mannaskólanum kl. 20:00. Borinn verður fram matur, hangikjöt o.fl. Mætið vel og stundvíslega. MEGAS með tónleika Fimmtudaginn 30. nóv. mun MEGAS halda tónleika í Stúdentakjallaranum við Hringbraut. Þessir tónleikar em upphafið að 1. des. fagnaði stúdenta f ár. Megas mun flytja nýtt og gamalt efni. Aðgangs- eyrir er 500 kr. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. SMÍÐAGALLERl Mjóstræti 2B Lilja Eiríksdóttir hefur opnað sína fyrstu málverkasýningu f Smíðagallerf, Mjóstræti 2B. Hún sýnir 22 olfumyndir og em þær flestar málaðar á síðustu tveimur ámm. Sýningin er opin virka daga kl. 10:00-18:00 og laugardaga kl. 14:00-17:00. Aðventukvðld í Laugameskirkju í Laugameskirkju verður fyrsti sunnu- dagur í aðventu haldinn sérstaklega hát- íðlegur, því að í desember í ár em 40 ár liðin frá vfgslu kirkjunnar. Kl. 11:00 verður messa með fjölbreytt- um söng og hljóðfæraleik. Einnig verður kveikt á aðventukransi við hátíðlega athöfn. Um kvöldið verður aðventuhátíð með fjölbreyttri dagskrá. Ræðumaður verður borgarstjórinn f Reykjavík, Davíð Oddsson. Börn sýna helgileik, kirkjukór- inn syngur undir stjóm Ann Toril Lindstad, sem einnig leikur á orgel. Sigrún Gústafsdóttir leikur einleik á blokkflautu við undirleik föður sins, Gústafs Jóhannessonar og Ásrún Atl- adóttir leikur einleik á orgel. Einnig verður almennur safnaðarsöngur og sókn- arpresturinn flytur ritningarorð og bæn. Eftir stundina í kirkjunni verður boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur í safnaðarheimilinu, en það em kvenfélag- skonur sem sjá um þær veitingar. Hátíðahald vegna afmælis kirkjunnar heldur svo áfram 2. sunnudag í aðventu, 10. desember, en þá hefst tónlistarvika í Laugameskirkju með fjölbreyttu tónleik- ahaldi og sunnudaginn 17. des. verður sjálf afmælismessan. viimu: Aðventa í Neskirkju Eins og venja hefur verið síðastliðin ár verður mikið um að vera fyrsta sunnudag í aðventu, 3. desember. Bamasamkoma er kl. 11:00, en kl. 14:00 annast ferming- arbömin Ijósamessu með ritningarlestri við kertaljós, flytja ávarp, lesa sögu og sungið verður. Áð lokinni guðsþjónustu selja ungmennin f æskulýðsfélaginu kaffi- veitingar til fjáröflunar fyrir starfsemi sfna. Aðventustundin hefst kl. 17:00. Próf- essor Guðmundur Magnússon, form. sóknarnefndar flytur ávarp, kór Mela- skóla syngur undir stjórn Helgu Gunnars- dóttur, Oli Þ. Guðbjartsson kirkjumála- ráðherra flytur hugleiðingu, Fríða Krist- insdóttir og Heiða Dögg Jónsdóttir leika á þverflautur, Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur einsöng. Þá mun kirkjukórinn syngja undir stjóm Reynis Jónassonar organista. Sr. Frank M. Halldórsson flytur lokaorð. Kjarvalsstaðir um helgina Nú stendur yfir sýning í austursal á Kjarvalsstöðum á verkum norska málar- ans Arvid Pettersen. I vestur- og vesturforsal sýnir Jóhanna Bogadóttir borgarlistamaður málverk og teikningar. 1 austurforsal sýnir Ingibjörg Styrgerð- ur vefnað. Þessar tvær síðarnefndu sýningar standa til 3. desember. Kjarvalsstaðir eru opnir kl. 11:00-18:00 daglega og er veitingabúðin opin á sama . tíma. Fró Félagi eldri borgara Opið hús f Goðheimum, Sigtúni 3, f dag, fimmtudag 30. nóv. Kl. 14:00 frjáls spilamennska. Kl. 19:30 félagsvist og kl. 21:00 dansað. Haldinn verður félagsfundur þriðju- daginn 5. des. f Goðheimum, Sigtúni 3, kl. 20:30. Fundarefni: Norrænt samstarf og líf- eyrismál aldraðra. Allir velkomnir. Athugið: Félagið óskar eftir munum og kökum fyrir basar Félags eldri borgara í Reykjavfk, sem haldinn verður 9. des. kl. 13:00 f Goðheimum, Sigtúni 3. Upplýsingar á skrifstofu félagsins í síma 28812. Félagsvist Húnvetningafélagsins Húnvetningafélagið í Reykjavík heldur félagsvist laugardaginn 2. desember kl. 14:00 í Húnabúð, Skeifunni 17. Allir velkomnir. Kv4ntétagi8 Akureyn J611989 Kvenfélagið Framtíðin á Akureyri gefur út jólamerki Jólamerki Kvenfélagsins Framtíðar- innar er komið út. Merkið er falleg jólamynd. Það er prentað og unnið hjá prentverki Odds Bjömssonar. Sölustaðir eru Póststofan Akureyri, Frímerkjahúsið og Frímerkjamiðstöðin í Reykjavík. Fé- lagskonur sjá um sölu á Akureyri. Merkið kostar 12 kr. og örkin 144 kr. Allur ágóði rennur í elliheimilissjóð. TUlARiritl Þroskahjálp 5. tbl. Il.árg. Aðalefni þessa blaðs er frásögn af bömum með Batten-sjúkdóm. Rætt er við tvær mæður barna með þann sjúkdóm, en það er mjög sjaldgæfur hrörnunarsjúkdómur, sem lýsir sér með því að böm missa sjón upp úr 6 ára aldri. Síðan fylgir almenn hrörnun líkamans. Sagt er frá ferð til Hollands og sumar- hátíðinni á Kópavogshælinu. Þá er rætt við leikstjóra leikhópsins Perlunnar. Kynntar era nýjar bækur frá Námsgagnastofnun. Margt fleira er í blaðinu. Ritstjóri er Halldóra Sigurgeirsdóttir, en skrifstofan er að Nóatúni 17, 105 Reykjavík. Forsíðumyndin er af Gísla Björnssyni. Minningarkort Félags nýrnasjúkra Minningarkort félagsins ^ru til sölu á eftirtöldum stöðum: 1 Kirkjuhúsinu, hjá Hönnu í síma 672289 og hjá Salóme í síma 681865. BÚSTAÐAKIRKJA VIÐ TUNGUVEG/BÚSTAÐAVEG Aðventuhátíð á sunnudag í Bústaðakirkju Sunnud. 3. des. verður kirkjudagur í Bústaðakirkju. Þá era 18 ár frá vígslu kirkjunnar og hefur fyrsti sunnudagur í aðventu ætíð verið hátíðardagur Bústaða- sóknar. Bamamessa verður í kirkjunni kl. 11:00 og era foreldrar hvattir til þátttöku með bömunum. Guðsþjónusta verður kl. 14:00. Sókn- arpresturinn, sr. Pálmi Matthíasson messar. Kirkjukór Bústaðakirkju syngur undir stjóm Guðna Þ. Guðmundssonr. Kafiisala verður í safnaðarheimilinu eftir guðsþjónustu. Tekið verður á móti kökum og kræsingum í kirkjunni á sunnu- dag frá kl. 10:00 árdegis. Kvenfélag kirkjunnar annast framkvæmd kaffisölu- nnar og allur ágíði rennur til fegrunar kirkjunnar. Aðventukvöld verður i kirkjunni kl. 20:30. Bræðrafélag Bústaðakirkju annast framkvæmd kvöldsins og mun form. þess, Ámi Kristjánsson, flytja ávarp í upphafi samverannar. Ræðumaður á aðventukvöldi verður biskupinn, herra Ólafur Skúlason og hann og eiginkona hans, frú Ebba Sigurð- ardóttir, verða heiðursgestir kvöldsins. Tónlist sér organistinn Guðni Þ. Guð- mundsson um. Hann leikur á orgel og stjómar kór og hljóðfæraleikurum. Ein- söngvarar að þessu sinni verða Kristfn Sigtryggsdóttir og Eiríkur Hreinn Helga- son. Nýstofnaður bamakór kirkjunnar syngur og hefur Guðrún Jónsdóttir annast raddþjálfun hans. Bjöllukór kirkjunnar kemur einnig fram. ÖIl dagskrá þessa aðventukvölds verð- ur túlkuð á táknmáli, sem er nýbreytni. Aðventukvöldinu lýkur síðan með ljósa- hátfð og bæn. Fyririestur í Norræna húsinu: „Stefna Finna í refsirétti" Dr, Terttu Utríainen, lagaprófessor við Lapplandsháskóla í Rovaniemi og forstöðumaður Norrænu lagastofnunar Lapplands-háskóla, mun halda fyrirlestur fimmtudaginn 30. nóv. Id. 17:30 í Nor- rsena húsinu. Fyrirlesturinn er fluttur á ensku og nefnist „Stefna Finna f refsi- rétti“. Dr. Triainen kemur til Islands í boði lagadeildar Háskóla íslands og Nor- ræna hússins. Vinningsnúmer í happdrætti Fimleikasambands íslands: Vinningsnúmer Vinningsnúmer 1. vinningur 3965 52. _ 52 2. - 2548 53. - 2731 3. - 605 54. - 2 3. - 605 55. - 3576 4. - 341 56. - 914 5. - 3254 57. - 818 6. - 2737 58. - 1215 7. - 2157 59. - 1724 8 - 478 60. - 1940 9. - 628 61. - 542 10. - 803 62. - 158 11. - 3720 63. - 50 12. - 1570 64. - 1200 13. - 450 65 _ 2105 14. - 3386 66. - 2764 15. - 627 67. 2325 16. - 1577 68. _ 533 17. - 2680 69. _ 3001 18. - 3590 70. - 3194 19. - 420 71 _ 2729 20. - 1492 72. _ 2508 21. - 1014 73. _ 2856 22. - 939 74. _ 1008 23. - 1779 75 _ 2837 24. - 3110 76. - 3409 25. - 2386 77. _ 3612 26. - 777 78. _ 2681 27. - 2146 78. _ 2681 28. - 1580 79. - 3348 29. - 2150 80 _ 3502 30. - 3655 81. _ 3616 31. - 3608 82. _ 2997 32. - 657 83. _ 6 33. - 2242 84 668 34. - 612 85. _ 1610 35. - 1635 86. _ 2020 36. - 1102 87. _ 3357 37. - 3113 88. _ 3613 39. - 1566 89. - 2919 40. - 2713 90 _ 5 41. - 499 91. _ 245 42. - 3198 92. _ 120 43. - 161 93. _ 2592 44. - 2480 94. - 3628 45. - 714 95. _ 641 46. - 2094 96. _ 1335 47. - 2383 97. _ 2627 48. - 1652 98. _ 1396 49. - 747 99. _ 357 50. - 2860 100. _ 59 51 - 3796 101. - 1270 103. _ 2782 104. 2556

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.