Tíminn - 23.12.1989, Page 3

Tíminn - 23.12.1989, Page 3
Laugardagur 23. desember 1989 Tíminn 3 Skipað í bankaráð Landsbanka og Búnaðarbanka: Fimm nýir fulltrúar í bankaráð ríkisbanka Um hádegi í gær fékkst endanleg niðurstaða varðandi það hverjir verða fulltrúar stjórnmálaflokkanna í bankaráðum Landsbanka og Búnaðarbanka. Fimm nýliðar taka nú sæti í ráðunum. í fráfarandi bankaráðum sitja fyrir Sjálfstæðisflokkinn Jón Þorgilsson, Halldór Blöndal, Pétur Sigurðsson og Friðjón Þórðarson. Sætum Sjálf- stæðismanna í bankaráðunum tveimur fækkaði nú um helming og þrátt fyrir umræður og ráðabrugg á bak við tjöldin tókst Sjálfstæðis- mönnum ekki að ná samstöðu um hvaða tvo menn bæri að tilnefna. Eftir atkvæðagreiðslu á þingflokks- fundi varð niðurstaðan sú að Halldór Blöndal heldur sínu sæti í Búnaðar- bankanum en Friðrik Sophusson tekur sæti í bankaráði Landsbank- ans. Halldór Blöndal og Haukur Helgason, sem er tilnefndur af Al- þýðuflokki, eru einu mennirnir bankaráðsmennirnir í Búnaðar- bankanum sem halda sínum sætum. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir kemur inn í ráðið fyrir Borgaraflokkinn, Þórir Lárusson fyrir Frjálslynda hægrimenn, Guðni Ágústsson kem- ur inn fyrir Framsóknarflokkinn og þar með missir Stefán Valgeirsson fyrrum bankaráðsformaður sæti í bankaráðinu. Stefán kvaddi sér hljóðs utan dagskrár af þessu tii>. fni og flutti ríkisstjórninni, sérstaklega forsætisráðherra, kaldar kveðjur. Vill Stefán meina að stjórnarliðar hafi brotið samkomulag stjórnar- flokkanna en forsætisráðherra vísar slíku á bug. Þrír af núverandi bankaráðs- mönnum Landsbankans sitja áfram þeir: Kristinn Finnbogason fyrir Framsóknarflokk, Eyjólfur K. Sig- urjónsson fyrir Alþýðuflokk og Lúð- vík Jósepsson fyrir Álþýðubandalag. Auk Friðriks Sophussonar, Sjálf- stæðisflokki, er Kristín Sigurðar- dóttir nýliði í bankaráðinu fyrir Kvennalistann. Hún starfar sem við- skiptafræðingur hjá Kaupþingi. I gær eignuðust þrír flokkar full- trúa í bankaráði í fyrsta sinn, Borg- araflokkur, Frjálslyndir hægri menn og Kvennalistinn. Einu stjórnmála- samtökin sem eiga mann á þingi án þess að eiga fulltrúa í nýju banka- ráðunum eru Samtök jafnréttis og félagshyggju eftir að Stefán Val- geirsson tapaði sæti sínu í Búnaðar- bankanum. SSH Fjárlög samþykkt á þingi í gær: HALUNN VERDUR 3,6 MILUARDAR Fjárlög fyrir árið 1990 voru sam- þykkt á Alþingi í gær. Heildarút- gjöld ríkissjóðs verða rúmlega 95 milljarðar króna og heildartekjur verða rúmlega 91 milljarðar króna. Halli á fjárlögum verða því rúmlega 3,6 milljarðar. Við þriðju umræðu um fjárlög hækkuðu útgjöldin um 794 milljónir, en útgjöldin höfðu hækkað um 1,182 milljónir við aðra umræðu. Við þriðju umræðu hækk- uðu tekjur ríkissjóðs um 1,180 millj- ónir. Sighvatur Björgvinsson formaður fjárveitinganefndar sagði þegar hann gerði grein fyrir breytingartil- lögum meirihluta fjárveitinganefnd- ar að nauðsynlegt væri að reyna að draga úr verðhækkunum með öllum tiltækum ráðum og að aðilar vinnu- markaðsins yrðu að semja á hófleg- um nótum. Hann sagði að í kjara- samningum væri ekki hægt að semja um auknar þjóðartekjur né aukið aflaverðmæti. Sighvatur sagði að menn gætu ekki samið af sér það neikvæða efnahagsumhverfi sem þjóðin býr við. Gert er ráð fyrir því að tekjur ríkisins hækki um 1,2 milljarða frá því sem gert var ráð fyrir í fjárlaga- frumvarpinu. Beinir skattar hækka um 1,2 milljarða, óbeinir skattar lækka um 700 milljónir og aðrar tekjur hækka um liðlega 700 milljón- ir. Hækkun tekjuskatts einstaklinga á að skila ríkissjóði um einum millj- arði og tekjuskattur sem verður lagður á orkufyrirtæki á skila um 250 milljónum króna. Vegna lækkunar á innheimtuhlutfalli virðisaukaskatts lækka tekjur ríkissjóðs um 1,9 millj- arða. Á móti þessu kemur m.a. að tekjur af launagreiðslum eiga að hækka um 100 milljónir og tekjur af bifreiðagjaldi eiga að hækka um 460 milljónir. Óbeinir skattar lækka því um 700 milljónir. Til að bregðast við þessu er gert ráð fyrir að leigugjald af ríkisjörðum hækki um 90 milljónir og verði 100 milljónir í stað 10 milljóna, tekjur af fríhöfninni i Keflavík hækka um 80 milljónir og Póstur og sími á að skila 150 milljón- um til viðbótar í ríkiskassann. Pá eiga ríkisfyrirtæki eins og t.d. Járn- blendiverksmiðjan á Grundartanga, Landsvirkjun og fleiri fyrirtæki að skila auknum arði upp á 350 milljón- ir króna. Stjómarandstaðan gagnrýnd ríkisstjórnina fyrir að auka skatt- heimtu á einstaklinga og fyrirtæki. Pálmi Jónsson fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í fjárveitinganefnd sagði að í fjárlagafrumvarpinu hefði verið efnt til stórkostlegs feluleiks sem miðaði að því að fela hallann á fjárlögunum. Pálmi taldi að falinn halli í frumvarpinu væri allt að þrír milljarðar. - EÓ Inailllhölil Fært fyrir Horn Hæstiréttur: í gær kannaði flugvél Landhelg- isgæslunnar TF-SÝN hafísinn úti fyrir Norðurlandi og Vestfjörðum. ísjaðarinn er að þéttleika 3/10, er um 55 sjóml. NA af Kolbeinsey og liggur til SV, rétt fyrir A-Kol- beinsey og þaðan áleiðis að Horni. Um 15-30 sjóml. utar er ís að þéttleika 4-6/10. Erfitt var að ákveða legu ísbrúnarinnar vegna lélegs skyggnis. Is að þéttleika 9/10 er landfastur frá Munaðarnesi 4-5 sjóml. frá landi að Horni og 7 sjóml. N af Horni með stefnu á Kögur. Á svæðinu fyrir N rennuna frá Horni að Straumnesi er ísinn að þéttleika 3-4/10. Á Húnaflóa eru stakir jakar á víð og dreif. Siglingaleiðin fyrir Horn að ísafjarðardjúpi er fær í björtu. 2ja til 3ja sjóml. renna er opin 7 sjóml. N af Horni og venjuleg siglingaleið fyrir Kögur og Straumnes að ísafj.djúpi. í rennunni eru jakar á víð og dreif. Til SV frá Aðalvík er mjó ísspöng. Ekkert skyggni var fyrir S- ísafj.djúp, en reikna má með ísjök- um þar á siglingaleið. Veður til ískönnunar var slæmt. Vindur var af SA á austanverðu svæðinu 30-45 hnúta, en norðlæg- ari vindur á vestanverðu svæðinu 20-30 hnútar. Snjókoma og élja- gangur var á öllu svæðinu og lélegt skyggni. Nauðgunardómar Tuttugu og fimm ára gamall maður, Skúli Helgi Skúlason var í Hæstarétti dæmdur til fjögurra og hálfsárs fangelsisvistar fyrir nauðg- un. Innifalin er 405 daga óafplánuð refsing vegna annars afbrots sem honum hafði verið veitt reynslulausn frá, þegar verknaðurinn var framinn. Dómur Hæstaréttar er staðfesting á dómi undirréttar. Þá er Skúla gert að greiða konunni 400 þúsund krón- ur í skaðabætur. Verknaðinn framdi hann á heimili konunnar í Reykjavík í september 1988, að auki veitti hann konunni lífshættulega líkams- áverka og þurfti konan að gangast undir aðgerð á sjúkrahúsi. Hæstiréttur hefur einnig dæmt 24 ára gamlan mann, Jens Karl Magnús Jóhannesson til tveggja ára fangels- isvistar fyrir nauðgun, sem átti sér stað í Vestmannaeyjum árið 1988. Honum er gert að greiða konunni 300 þúsund krónur í skaðabætur. Dómurinn tekur einni til refsingar fyrir líkamsárásir. - ABÓ Reykjanesbraut: Bílvelta Fernt var flutt á sjúkrahús eftir að bifreið valt á Reykjanesbraut á Strandarheiði um klukkna átta í gærmorgun. Fólkið hlaut minni- háttar meiðsl og fékk að fara heim af sjúkrahúsi eftir að hafa fengið aðhlynningu. Mikil hálka var á Reykjanesbraut í gærmorg- un og fram eftir degi. Mikið snjóaði á Suðurnesjum í fyrrinótt og áttu Grindvíkingar erfitt með að hreifa bíla sína fyrr en búið var að ryðja götur bæjar- ins. - ABÓ Tveir milljarðar kr. í ferðir, risnu og bíla Á síðasta ári greiddi ríkið tæpa 22 milljarða í laun, þar af var yfirvinna um 5,6 milljarðar eða um 26% af heildarlaunagreiðslum ríkisins. Á vegum menntamálaráðuneytis voru greiddir tæpir 7 milljarðar í laun, heilbrigðisráðuneytis 3,5 milljarðar og svipað fór í launagreiðslur í málaflokka á vegum samgönguráðu- neytis. Á síðasta ári greiddi ríkið samtals rúmar 855 milljónir í ferðakostnað þar að fór 469 milljónir í kostnað vegna ferða innanlands en 386 millj- ónir vegna ferða utanlands. í risnu fór um 127 milljónir. Samtals greiddi ríkið því tæpan milljarð í ferða- og risnukostnað. Þá er ótalinn bifreiða- kostnaður ríkisins en hann var sam- tals rúmur milijarður, 692 milljónir vegna aksturs og 363 vegna reksturs og viðhalds eigin bifreiða. Ríkið átti á síðasta ári 911 bifreiðar, flestar á vegum samgönguráðuneytis 372 og dómsmálaráðuneytis 169. Mestur risnukostnaður var hjá utanríkisráðuneyti og menntamála- ráðuneyti, rúmar 25 milljónir hjá hvoru ráðuneyti. Mestur ferðakostn- aður var hjá samgönguráðuneyti 229 milljónir og hjá menntamálaráðu- neyti 123 milljónir. - EÓ Eldur í togara Eldur kom upp í skuttogaran- um Baldri EA-108 þar sem hann lá við Dalvíkurhöfn í gærmorgun. Skipið skemmdist mikið aðallega af sóti og reyk, en reykurinn fór um allt skip. Eldurinn kom upp í geymslu þar sem yfirhafnir skip- verja voru geymdar. Líklegast er talið að blástursofn sem var í geymslunni hafi orsakað að eldurinn kviknaði. Landað var úr togaranum í fyrradag. Haukur Haraldsson starfsmað- ur við Dalvíkurhöfn varð fyrstur var við eldinn. Haukur sagði í samtali við Tímann að þegar hann hefði komið niður í skipið hefði gosið á móti sér mikill reykur. Hann sagðist hafa tæmt tvö slökkvitæki inn í geymsluna, en síðan hefði slökkviliðið séð um að gera endanlega útaf við eldinn. - EÓ Jól hjá Strætó Stjórn SVR samþykkti á fundi sínum nýlega að farþegar fái að ferðast frítt strætisvögnunum yfir jólin. Það er reyndar strax á Þorláks- messu, eða í dag sem frítt verður með vögnunum og strætó verður í jólaskapi áfram þar til vagnamir hætta að ganga að kvöldi 26. desember.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.